Tíminn - 15.10.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.10.1977, Blaðsíða 1
f V. Fyrir vörubíia Sturiu- grindur Sturtu dælur Sturtu- dri i yfirstandandi verkfalli BSRB fara lögregluþjónar sér hægt og sinna aðeins brýnustu verkefnum. Þetta ástand hefur leitt til þess, að ýmsir ökumenn virða ekki grundvaliarreglur i umferðinni og stöðvun ökutækja er með ýmsu móti, eins og hér sést. Þá heyrir næstum til undantekninga, að borgaö sé I stöðumæla, enda eftirlit ekkert f þeim efnum. Tfmamynd: Gunnar. Verkfall er eina leiðin til að fá endurskoðunarréttinn segir Krisján Thorlacius áþ-Rvik. — Þetta eru mjög óhag- stæðir samningar og ekki mikið betri en sáttatilboðið sem við höfnuðum. 1 þessu samkomulagi eru einstök atriði, sem eru betri en þau, sem rikið bauö BSRB, en munurinn er svo lítill, aö ég tel fráleitt af borgarstarfsmönnum að samþykkja þetta samkomu- lag, sagði Kristján Thorlacius formaður BSRB, um samning þann er borgarstarfsmenn munu greiöa atkvæði um yfir helgina. Hitt er svo aftur annað mál að Starfsmannafélag Reykjavfkur- borgar hefur sjálfstæðan samningsrétt og BSRB mun ekki blanda sér I, hvernig menn koma til með að greiöa atkvæði. Kristján sagði það vera einkum tvö atriði i samningi Reykja- vikurborgar og starfsmanna hennar, sem væru starfsmönnum I óhag. 1 fyrsta lagi væri launa- hækkunin sáralitil, munurinn milli hennar og sáttatilboðsins margumtalaða gengi of skammt. 1 öðru lagi væri það endurskoðun- arrétturinn, en um hann gilda Framhald á bls. 19. Útifnndur torgi Á Kröflusvæðinu gosið án vitundar vísindamatina.___________ — Sambandslaust milli Eldfj allastöðvarinnar og Kröflu SKJ-Reykjavik. — Nú getur gosið noröur á Kröflusvæðinu án þess að viö hér á Norrænu eldfjalla- stöðinni vitum um það, sagði Ey- steinn Tryggvason, jaröeðlis- fræðingur, f samtali við Timann. — Ekkert samband hefur verö norður siðan á þriðjudag, en von er á svipuöum viðburðum og 8. september fyrir áramót. Land heldur áfram að risa, en fáir skjálftar eru nú fyrir noröan. Vanalega verða jarðskjálftar á undan gosi, svo hægt er að segja fyrir um það með nokkrum fyrir- vara, en I september varö ekki vart við óróa fyrren tveim timum fyrir gos. Eysteinn sagði, að goshættan væri mest i kringum Leirhnjúk, en hugsanlegt gos f Bjarnarflagi væri mun meira áhyggjuefni, þvi mikiö tjón gæti hlotizt af hraun- straumi þaðan. Þó svo að mikiö hraun kæmi úr Leirhnjúk, þá væri 10 km þaðan niöur i byggð — Menn binda nú miklar vonir um varnargarða og eru bjartsýn- ir, sagði Eysteinn. — Vitað er, að hraunið sem upp kemur er þunn- fljdtandi, en magn og hraði straumsins er óviss. Garðurinn verður að gagni I litlu gosi, en i miklu gosi getur þungi hraunsins ruttgörðunum á undan sér. Eins geta garðarnir stöðvað fyrsta gosið, en hraun runniö sfðan yfir garðinn í þvi næsta. Enginmerki eru um minnkandi óróa á Kröflusvæðinu, ástandið hefur haldizt svipað i tvö ár og jarðhræringar gætu haldið áfram iáratugi. Land er að rfsaaftur við Kröflu en 8. sept seig það um 20 sm, um leið og land reis við Námafjall. Landhæð viö Kröflu er nú sú sama og fyrir gosið i sept- emberen hallamunur er ekki orð- inn sá sami og þá, vegna riss við Námafjall. Hallabreytingar eru mældar i stöðvarhúsinu við Kröflu, en hallinn veröur sá sami og 8. sept. eftir u.þ.b. fimm vikur. Hvorki landhæð né hallamunur segja þó nákvæmlega fyrir um, hvenær goss er að vænta, Eysteinn sagði, að á Eldfjalla- stöðinni væri nú fylgzt nákvæm- lega með Kröflusvæöinu, meö Framhald á bls. 19. BSRB efnir til útifundar á Lækjartorgi f dag, og er mark- miðið með honum að skýra mál- stað samtakanna og stöðu þeirra i verkfailinu. Frá þessu var skýrt I gærkvöldi á biaðamannafundi, sem fuiitrúar BSRB efndu til. Á þessum fundi var einnig fjallað um ýmis atriði sem ágreiningur hefur orðið um á milli þeirra og stjórnvalda, en frá þeim er sagt annars staðar i blaðinu. A útifundinum á Lækjartwgi, sem hefst klukkan hálf-tvö verður Kristján Thorlacius, for- maður BSRB, fundarstjóri, en ræðumenn veröa Haraldur Stein- þórsson, Valgerður Jónsdóttir, Valgeir Gestsson, Olafur S. Ólafs son, Ágúst Geirsson og Einar Ólafsson. Formanni Starfsmannafélags Reykjavfkur var boöið að flytja ræðu á fundinum, en hann taldi sig ekki hafa tima til þess og myndi ekki heldur neinn frá þvi félagi hafa aðstöðu til þess að koma í hans stað. Fleiri bíðaí hundruð útlöndum eftir fari heim Kortið sem Eysteinn er með sýnir mælingastöðvar á Kröflusvæðinu, en milli þeirra giiðnar landið ýmis sundur eða kitist saman. GV-Reykjavik. Að sögn Sveins Sæmundssonar, blaðafulitrúa Flugleiða, munu 180 farþegar bfða f Bretlandi eftir fari heim meö vélum félagsins yfir helgina. 210 farþegar biða á Noröurlönd- um og 50-60 biða i Luxemborg. i gær kom þota Loftieiða til lands- ins með 99 farþega og 10 manns fóru með henni út, en eitthvað af fólki varð eftir i New York, þvi að vegna stutts fyrirvara reyndist ekki unnt að ná i þaö allt. Á hverj- um degi koma um 20-30 farþegar frá New York, svo að alltaf bætist viö töiuna yfir þá farþega, sem biða þess að komast til islands. Aö spuröur um það, hver hefði ábyrgð á þessu fólki svaraði Sveinn þvi til, að enginn væri orð- inn farþegi fyrr en hann er skráð- ur til flugs. Ef um verkföll eða náttúruhamfarir væri að ræða bæri flugfélagið enga ábyrgð. Þetta væri nokkuö sem væri utan þess sem mannlegur máttur mættiviðgera.Fólkiö væri þarna á eigin ábyrgð. Margir feröahópar eru nú staddir f útlöndum á vegum feröaksirfstofanna og eru sumir hverjir farnir að blða eftir aö komast heim. Ferðaskrifstofurn- ar reyna allar að greiða fyrir þessum farþegum með þvi að út- vega þeim áfram gistingu og morgunmat og þeir, sem eru orönir alveg peningalausir fá fullt fæði. Ferðaskrifstofurnar ábyrgj- ast það, að þessir farþegar muni greiða allan kostnað er þeir snúa aftur heim. A Samvinnuferðum gaf Hrafn- hildur Sigurðardóttir okkur þær upplýsingar aö nú biðu á þeirra vegum 52 manna hópur I London. A vegum tJtsýnar og Orvals kemur til London 50 manna hópur á sunnudag. Steinn Lárusson, framkvæmdastjóri Úrvals, gaf blaðamanni þær upplýsingar, að þeir reyndu að fá fólk, sem er i sólarlöndum til að bíða þar en ekki koma til borga eins og Lond- on eöa Kaupmannahöfn, þar sem mjög erfitt er að fá gistingu á þessum stöðum. A sunnudag er von á 90-100 manns til London og verður erfitt aö fá gistingu fyrir það fólk. Viö getum ekki gert annaö en aö reyna aö greiða um fyrir þessu fólki með þvf að vera sá áöíli sem ábyrgist aö þetta fólk greiði fyrir sina gistingu er þaö kemur heim. örn Steinsen, skrifstofustjóri á Otsýn fékk undanþágu eftir 14 tlma bið til að hringja til London og fá leyfi fyrir áframhaldandi gistingu fólks sem er i London með Otsýn. — Við eigum gistingu þarna vikulega svo aö ekki var erfitt að fá gistingu fyrir þetta fólk. — Við vorum að fá á telexi frá Frank- furt, að ástandiö væri mjög alvar- legt í Kaupmannahöfn og að það séu margir þar sem bfða. 20 farþegar meö Landsýn biöa Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.