Tíminn - 15.10.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.10.1977, Blaðsíða 5
Laugardagur 15. október 1977. mmm 5 á víðavangi Traust forysta t forystugrein Framsóknar- blaðsins i Vestmannaeyjum nii nýlega er fjallað um nokk- ur þeirra mála sem hæst hefur borið undanfarin ár. Framsóknarblaðið segir: „Sigur íslendinga i land- helgismálinu gnæfir yfir öll önnur mál i þjóðarbaráttunni siðustu áratugi. Farsæl lausn og lokasigur eftir langa og stranga baráttu er svo mikil- væg, að öll þjóðin fagnar og hefur gilda ástæðu til þess. A þvi sviði var um lifshagsmuni að tefla. Fiestir vita, að lifs- kjör islendinga ráðast af sjá- varafla, og þar sem fiskistofn- ar við landið voru mjög að ganga til þurrðar vegna of- veiði.var mikið I húfi og sigur- inn enn mikilvægari. Hér er um að ræða staðreyndir, sem blasa við og eru raunar viður- kenndar af öllum sönnum ts- lendingum. Þeir menn eru til og virðast alimargir, sem sifellt kasta hnútum að Alþingi og rlkis- stjorn. Þvi er ástæða til að minna á, að sigrar langhelgis- máisins unnust á þjóðmála- sviðinu. Sókn málsins hvfldi á Alþingi og rlkisstjórn á hverj- um tima, að ógleymdri fræki- legri framgöngu sjómanna langhelgisgæzlunnar. Það liggur ljóst fyrir, að Framsóknarmenn hafa alltaf verið I fararbroddi I þeirri sókn. Nú I siðustu lotunni hvildi yfirstjórn landhelgis gæzlunnar á heröum ólafs Jó hannessonar dómsmálaráð herra og samningamálin auö vitað fyrst og fremst á utan rikisráðherraranum Einari Agústssyni. Báðir stóðu sig með mikilli prýði, svo illvig andstaða stjórnmálabarátt- unnar komst aldrei f höggfæri við þá. Þaö var eftir þessu tek- ið og þjóðin virti þá vel.” t framhaldi af þessum orð- um er rétt að minna á það að svo virðist sem flestir vilji gleyma þvi nú hver var af- staða þáverandi stjórnarand- stöðu til landhelgismálsins. Nú vilja vist sem fæstir verða til þess að rifja upp fram- göngu forystumanna Alþýöu- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins i málinu, en þeir reyndu aftur og aftur að nota það i flokkspólitiska þágu. Fyrir kom aðþeir héldu að þeir gætu sprengt vinstri stjórnina með upphlaupum I málinu, en þess á milli reyndu þeir trúir sinum ,,viðreisnar”-arfi að gera sem minnst úr baráttunni, sigrum og hagsmunum þjóðarinnar i þessu stærsta máli hennar. Markviss tilraun En andstöðumennina var reyndar viðar að finna og Framsóknarblaðiö I Vest- mannaeyjum heldur áfram: ,,Þá gerist það óvænt, aö myrkraöfl úr dreggjum þjóð- félagsins risa upp með órök- studdar, en sérlega rætnar árásir á Framsóknarflokkinn og forystumenn hans, sem fyrst og fremst beindust að nefndum ráðherrum, ólafi Jó- hannessyni og Einari Agústs- syni. Dag ef tir dag var óhróðr- inum dembt yfir þjóðina, og var jafnvel látið i það skina, að Framsóknarflokknum væri samansafn glæpamanna, og sjáifur dómsmálaráðherrann einskonar verndari samfé- lagsins. Það var gerð mark- viss tilraun til að reyta æruna af heiðursmönnum, sem höfðu nýlokiö mikilli vinnu og far- sælli fyrir Islenzku þjóðina. Hermann Jónasson, for- sætisráðherra, og formaöur Framsóknarflokksins, sagði einhverntima: „Þegar lýgin er komin norður á Langanes, er sannleikurinn kominn inn að Elliðaám.” En þó sannleikurinn fari hæg- ar, er hann hreinn og skýr, og hér, sem oftar, sleit hann af sér lygavefinn. Aróöursvél sorpblaðamennskunnar grotnaði i sundur og vopnin snerust I höndum smiðju- mannanna. Hins vegar hlýtur sá grunur að vera til, að gerningahriðin hafi veriö mögnuð I þeim til- gangi að koma skugga á Framsóknarflokkinn vegna glæsilegrar forystu hans i landhelgismálinu fyrr og sið- ar.” Það sem Framsóknarblaðiö minntist hér á er einhver hraklegasti óhróðursherferð sem sögur fara af I þessu landi. Sagan af þeim atburð- um gleymist ekki fljótt, og hún verður án efa rifjuö upp þótt siðar kunni að verða, vegna meöaumkunar með þeim van- sælu mönnum sem fyrir henni stóðu. Þessarar atlögu gegn heiðvirðum mönnum verður minnzt á svipaðan hátt og „stóru bombunnar” svo- nefndu á sinum tima. Hinu er vitaskuld ekki að leyna að það er iðulega bezti málstaðurinn sem hlýtur verstu ádrepur skillit iUa þjóð- félagsafla. Eins og skáldið sagði: „lakasti gróðurinn ekki það er sem ormarnir helzt vilja naga”. JS í&SLjLj *S Lj£c£Ií[í Auglýsingadeild Tímans Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla Fjármálaráðuneytið, 13.10.1977 Frá fjármálaráðuneytinu Gjaldendum opinberra gjalda er bent á að til þess að komast hjá dráttarvöxtur og viðurlögum vegna vangreiðslu gjalda þessara geta þeir greitt gjöld sin inn á bankareikning viðkomandi embættis eða með strikaðri ávisun i póstkassa á skrif- stofu viðkomandi embættis á þeim stöðum sem ekki er unnt að taka við greiðslu sök- um verkfalls. Launaskattskýrslum og söluskattskýrsl- um sem fylgja skulu greiðslu þessara gjalda ber að skila á skrifstofu viðkom- andi innheimtumanns ásamt kvittun fyrir greiðslu gjaldanna jafnskjótt og yfir- standandi verkfalli opinberra starfs- manna lýkur. Til upplýsingar skal eftirfarandi tekið fram um bankareikninga innheimtu- manna rikissjóðs: Tollstjórinn i Reykjavik, giróreikningur 88500 Akranes, hlaupareikningur nr. 353 við Landsbanka Is- lands. Mýra- og Borgarfjarðarsýsla, hlaupareikningur nr. 238 við Sparisjóð Mýrarsýslu. Snæfells- og Hnappadalssýsla, ávisanareikningur nr. 1040 við Búnaðarbanka tslands Dalasýsla, Hlaupareikningur nr. 1080 við Búnaðarbanka tslands Barðastrandarsýsla, hlaupareikningur nr. 301 við Eyra- sparisjóð Patreksfjarðar Bolungarvik, hlaupareikningur nr. 1 við Sparisjóð Bol- ungarvikur Isafjarðarsýsla — tsafjörður, hlaupareikningur nr. 601 við Landsbanka tslands. Strandasýsla, hlaupareikningur nr. 2 við Búnaðarbanka tslands Húnavatnssýslur, hlaupareikningur nr. 99 viö Búnaöar- banka tslands Skagafjarðarsýsla — Sauðárkrókur, hlaupareikningur nr. 78 við Búnaðarbanka Islands. Siglufjörður, hlaupareikningur nr. 1010 við ÍJtvegsbanka tslands Ólafsfjörður, hlaupareikningur nr. 12 við Sparisjóö Ólafs- fjarðar Eyjafjarðarsýsla — Akureyri — Dalvik, hlaupareikningur nr. 660 við Útvegsbanka tslands. Þingeyjarsýslur — Húsavik, hlaupareikningur nr. 94 við Landsbanka Islands. N-Múlasýsla — Seyðisfjörður, hlaupareikningur nr. 511 við Útvegsbanka Islands. Neskaupstaður, hlaupareikningur nr. 368 við Sparisjóð Norðfjarðar S-Múlasýsla — Eskifjörður, hlaupareikningur nr. 569 við Landsbanka Islands. A-Skaftafellssýsla, hlaupareikningur nr. 120 við Lands- banka Islands. V-Skaftafellssýsla, hlaupareikningur nr. 54 viö Búnaðar- banka Islands. Rangárvallasýsla, hlaupareikningur nr. 110 við Lands- banka Islands. Vestmannaeyjar, hlaupareikningur nr. 2 viö Útvegsbar.ka Islands • Arnessýsla, hlaupareikningur nr. 505 við Landsbanka Is- lands Gullbringusýsla — Keflavik — Grindavik, hlaupareikn- ingur nr. 88 við Sparisjóð Keflavikur. Keflavikurflugvöllur, ávisanareikningur nr. 105 við Spari- sjóð Keflavikur. Kjósarsýsla — Hafnarfjörður — Seltjarnarnes — Garða- bær, ávisanareikningur nr. 600 við Sparisjóð Hafnarfjarð- ar- Kópavogur, hlaupareikningur nr. 167 við Útvegsbanka Is- lands Allsherjaratkvæðagreiðsla um kjarasamning milli Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar Atkvæðagreiðslan fer fram i Miðbæjarskólanum laugardaginn 15. okt. frá kl. 10-20 og sunnudaginn 16. okt. frá kl. 10.-19. i Skrifstofa vegna atkvæðagreiðslunnar verður að Tjamargötu 12. Hún verður opin frá kl. 9-24 i dag og á morgun. Þar liggur samningurinn frammi til nánari athugunar fyrir félagsmenn, svo og kjörskrá. Sfmar skrifstofunnar eru: Yfirstjórn: 28237 Kjörskrá: 28561 Samningurinn: 28544 FÉLAGAR! FJÖLMEMIMUM TIL ATKVÆÐAGREIÐSLU! Sameinumst um bílfar á kjörstað! KJÓSUM SNEMMA!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.