Tíminn - 15.10.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.10.1977, Blaðsíða 9
Laugardagur 15. október 1977. Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i iausasölu kr. 80.00. Áskriftargjald kr. 1.500 á mánuði. Blaöaprent h.f. Velmegunar- vísitala Það vita allir sem i þessu landi búa að íslending- ar lifa við sifellda óvissu um hag sinn i næstu framtið. Efnahagur þjóðarinnar er að verulegu leyti afleiðing veðurfars, gæfta og fiskgangna, og hann er mjög háður skilyrðum i viðskiptalöndum okkar sem við ráðum ekki yfir að neinu leyti. Þvi miður er þvi svo farið að ástæða virðist nú til að leggja á þetta sérstaka áherzlu, en af þessu leiðir ekki sizt að það er ókleift að gera innbyrðis samninga i landinu, t.d. kjarasamninga, sem ekki hljóta að raskast að meira eða minna leyti ef til verulegrar röskunar kemur i efnahag þjóðarinnar af óvæntum eða óviðráðanlegum ástæðum. Til þess að sýna ljóslegar óvissuna sem er fram undan er rétt að rifja upp þær spurningar sem menn hljóta að velta fyrir sér nú: Hvernig munu þjóðartekjur og efnahagur landsmanna þróast ef náttúruhamfarir riða yfir á næstu mánuðum? Eða ef verðlag á útflutningsafurðum okkar lækkar skyndilega erlendis? Eða ef verð á innflutningi snarhækkar vegna verðlagsþróunar erlendis? Og hvað verður um lifskjör alþýðunnar i landinu ef næsta vetrarvertið verður ekki að óskum, að ekki sé nefnt ef hún hreinlega bregzt? Ætla menn, ef illa fer, að knýta sig fasta i kjara- samninga sem gerðir hafa verið meðan flest lék i lyndi? Þessar spurningar eru ekki ófyrirsynju nú. Nú er viðtækt verkfall háð meðal annars vegna þess að ekki hefur verið fallizt á þá kröfu að til nýs verkfalls geti komið ef efnahagsleg röskun verður á samningstimabilinu. Samþykkt hefur verið að kjarasamningar skuli við þær aðstæður endur- skoðaðir, en það þykir ekki fullnægjandi nema til vinnustöðvunar megi gripa. Allir launþegar þekkja af sárri reynslu að visi- töluákvæðin gömlu i kjarasamningum gátu aldrei varið lifskjörin. Launþegar vita það og mætavel að svipuð ákvæði i samningum nú munu ekki heldur standast vegna þess að þau eru óraunhæf. Það er þvi skammsýni að gera slik atriði að úrslitaskil- yrðum i vinnudeilu. Það er réttmætt sjónarmið að sem allra fæst skuli lögfesta i kjarasamningum. Eitt atriði ætti þó að lögfesta og i eitt skipti fyrir öll launþegum til hagsbóta. Það á að festa það i lögum, að allir kjarasamningar lúti óviðráðanlegum hagsveiflum og utan að komandi verðbreytingum sem þjóðin verður fyrir. Kjarasamningar eiga þannig að mið- ast við afkomu þjóðarbúsins sem er velmegun þjóðarinnar. Slik „velmegunarvisitala” er laun- þegum um fram allt mikilsvert hagsmunamál þvi að þeir eiga ekki einir að taka á sig allan skellinn þegar harðnar á dalnum eins og oft hefur orðið, og á sama hátt er eðlilegt að til þeirra renni réttur skerfur þegar um hægist. í þeirri vinnudeilu sem nú stendur yfir er enn tækifæri til að stiga þetta skref, marka stefnu sem vænleg er til að vernda hag launþega betur en hingað til hefur tekizt. Á þvi er ekki vafi, að réttlát velmegunarvisitála mun við reynslu hljóta al- mennan stuðning allra annarra launþegasamtaka. JS Joseph C. Harsch: Þingið lætur ekki nota sig sem peð Það verður Carter að gera sér ljóst Roosevelt varð að láta I minni pokann fyrir þinginu. En Roosevelt læröi mikið á þvi aö tapa fyrir þinginu: Hann áttaöi sig á því hvernig bæri aö umgangast það. Sam- skipti þings og forseta ein- kenndust af meira jafnvægi uppfrá þvi. Roosevelt tók meira tillit til þingsins, skoöana þess og réttar. Þessi bætta sambúö byggðist á þvi, að forsetinn hafði neyðzt til að gefast upp fyrir þinginu. í framangreindu má merkja óskráð lög i bandariskum stjórnmálum. Nýir forsetar eru gjarnirá að vera stórtækir ihugsun, tali og gjöröum, þeg- ar þeir taka við embætti. Það hlýtur að stiga sérhverjum manni til höfuös aö setjast að i þessu stóra húsi og vera um- kringdur mönnum aö eigin vali, sem hljóta margir hverj- ir að vera hreinir já-menn. Það er eölilegt aö forseta sem HAFI Carter Bandarikjafor- seti dregið einhvern lærdóm af örlögum Lance, ættu sam- skipti hans og þingsins aö batna fremur en versna vegna þessa leiðindamáls. Carter ætti nú aö vera orðið það rækilega ljóst, að þrátt fyrir það að forsetinn fari með umboð fólksins, þarf hann einnig að koma sér saman við þingið, sem einnig hefur um- boð hinnar sömu þjóðar. Merkur þáttur þessa máls sem ekki hefur vakiö næga at- hygli, er samskipti forsetans og þingsins. Það var þingiö, hvorki fjölmiölar né al- menningsálitið sem neyddi Carter til að taka þá örðugu ákvörðun að vikja einum sin- um nánasta vini og ráðgjafa úr starfi. Carter var þrjá mánuði að komast að þessari niðurstööu, jafnlangan tima og Eisenhow- er i álika aðstöðu, er hann vék Sherman Adams úr embætti en Adams var nánasti ráðgjafi hans. 1 báðum tilfellum var um að ræða sérlega þrjózka forseta, sem álitu aö þeir gætu fengið vilja sinum framgengt þrátt fyrir andstöðu þingsins. En báöir urðu þeir að láta undan kröfum fulltrúadeildar- innar. Þaö sem gefur ástæðu til bjartsýni nú er sú stað- reynd, að samstarf Eisen- howers og þingsins varð mun betra, og stjórnarstarfið allt liprara eftir að hann haföi látið að vilja þingsins. BENDA má á annað hlið- stætt dæmi. Franklin Delano Roosevelt ætlaði að gera hæstarétt sér leiðitaman meö þvi aö „troða” i hann skoðanabræðrum sinum. Deilurnar vegna Adams og Bert Lance eru smámunir miðað við þær deilur sem af þessu hlutust. Mál þetta var hið erfiðasta sem Roosevelt þurfti að glima við á árunum fyrir strið. Lyktir urðu þær að Lance og Carter Carter forseti er nýtekinn við embætti, finn- ist hann geta haft þingið I vasanum. Og það er jafnliklegt aö þingið áliti að það þurfi aö sýna hverjum nýjum forseta hvað til hans friðar heyrir. Það hlýtur jafnan að koma til átaka nema nýi forsetinn sé eins og Ford, sem var valinn af þinginu og var einn af full- trúum þess. Þvi var engin þörf á að reyna á þolrifin i honum. Hann var fyrst og fremst þing- maður i afstööu sinni. VANDAMAL þau sem for- setiáviðað etja eru af tvenn- um rótum runnin. Sum boða skipbrot forsetaferilsins. Woodrow Wilson missti völdin vegna þrjózku sinnar varð- andi Þjóðabandalagið. Spilling batt enda á feril Warrens Harding. Kreppan mikla gerði út um embætti Herberts Hoover. Johnson og Nixon riktu báðir i skugga Vietnam-striösins. Annars konar vandamál geta haft jákvæðarafleiöingar svo sem dæmin um Roosevelt og Eisenhowersanna. John F. Kennedy neyddist einnig til aö sýna auðmýkt I Svina- flóaævintýrinu. Einungis sá forseti sem hefur lært af ósigr- um að sýna auðmýkt getur bú- izt viö glæstri framtiö. Carter forseti hefur ekki verið þekktur að litillæti fram til þessa. Carter sóaði dýrmætum tima og glataöi töluverðu áliti I þessari vonlausu baráttu sinni fyrirLance. En embætti hans mun hvila á traustara grundvelli og likur á glæstum forsetaferli haf a aukizt ef hon- um hefur skilizt aö á þinginu sitja stoltir og sjálfstæðir menn, sem láta ráörikan for- seta ekki nota sig sem peð. Þeir sýndu vald sitt i Water- gate-málinu gegn Nixon, og þeir hafa nú beitt þvi á ný gegn Carter. í refskák stjórnmálanna er sá sigursælastur, sem veit að það er ekki hægt aö vinna hver ja orustu og gerir sér ljóst að núverandi óvinur getur reynzt bandamaður morgun- dagsins og skilur ennfremur aöþað er hættulegtað ala meö sér hefndarhug. Ef Carter for- seti hefur tileinkað sér þessa vizku, getur hann lagt þetta mál til hliðar og stefnt óhikað fram til sigurs. (H.Þ. þýddi)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.