Tíminn - 15.10.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.10.1977, Blaðsíða 15
Laugardagur 15. október 1977. 15 Almennir fundir Framsóknarfélag Reykjavikur heldur sex fundi að Hótel Esju. Fyrsti fundurinn verður mánudaginn 17. október kl. 20.30. 1. fundur mánudaginn 17. október kl. 20.30 Stjórnmálaviðhorfið Ræðumenn: Þórarinn Þórarinsson, al- þingismaður, Einar Agústsson, fáðherra 2. fundur mánudaginn 24. október kl. 20.30 Staða aldraðra (elli- og llfeyrisþega) í Borgarkerfinu. Ræðumenn: Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi 3. fundur mánudaginn 31. október kl. 20.30 Landbúnaðarmál. Landnýt- ing og gróður landsins. Ræðumenn: Halldór E. Sigurðsson, land- búnaðarráðherra Ingvi Þorsteinsson, magister 4. fundur mánudaginn 7 nóvember kl. 20.30 Skipulagsmál og lóðaút- hlutun Ræðumenn: ! Alfreð Þorsteinsson, 8- borgarfulltrúi Kristmundur Sörlason, iðn- Ifir J ■ i rekandi ÆJ i 5. fundur mánudaginn 14. nó- vember kl. 20.30 Þróun verðlagsmála og vextir. Ræðumenn: Ölafur Jóhannesson, ráð- herra Þorvarður Eliasson, fram- kvæmdastj. Verzlunarráðs Helgi Bergs, bankastjóri 6. fundur mánudaginn 21. nóvember kl. 20.30 Orkumál og stóriðja. Ræðumenn: Steingrimur Hermannsson, alþingis- maður Páll Pétursson, alþingis- maður Allir fundirnir eru almennir fundir og opnir öllum. Eru haldnir að Hótel Esju og hefjast kl. 20.30. Stjórnin Suðurlandskjördæmi - Kjördæmisþing framsóknarmanna á Suðurlandi verður haldið laugardaginn 29. október að Eyrarvegi 15, Selfossi og hefst kl. 10.00 árdegis. Dagskrá: 1. Venjuleg þingstörf. 2. Framboðsmál. 3. ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra, ræðir stjórnmála- viðhorfið. 4. önnur mál. Stjórnin. SUF-arar Hádegisverðarfundur-verður á þriðjudag að Hótel Heklu. Um- ræðuefni: Kjaradeila-opinberra starfsmanna. SUF i»sai flokksstarfið Ráðstefna um málefni sveitarfélaga á vegum Framsóknarflokksins Dagana 11. og 12. nóvember n.k. mun Framsóknarflokkurinn efna til ráðstefnu um sveitarstjórnarmálefni. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Esju i Reykjavik og verður opin öllum sveitar- stjórnarmönnum og öðrum þeim, sem áhuga kunna að hafa á þeim málum, sem um verður fjallað. Tekið verða til meðferðar þrjú tiltekin mál. I. Atvinnumál. Um þau mun hafa framsögu Eggert Jóhannesson, hrepps- nefndarmaður, Selfossi, Magnús Bjarnfreösson, bæjarfulltrúi, Kópavogi og Sigurðuróli Brynjólfsson bæjarfulltrúi, Akureyri. Aldraðir og öryrkjar. Þar munu flytja framsögu: Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi, Hafnarfirði, séra Ingimar Ingimarsson, oddviti, Vik og Gylfi Guðjónsson, arkitekt, Reykjavik. III. íbúðabyggingar og unga fólkið. Framsögu um þau mál munu hafa Jóhann H. Jónsson, bæjar- fulltrúi, Kópavogi og Guðmundur Gunnarsson, verkfr., Reykja- vik. Jóhann Guðmundur Siðar mun verða birt i Timanum nákvæm dagskrá ráðstefn- unnar. Gert er ráð fyrir að þrir umræðuhópar starfi og fjalli hver um eitt framantaldra dagskrármála. Þátttöku i ráðstefnunni ber að tilkynna til aðalskrifstofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstig 18, Reykjavik. Simi 2 44 80. London Samband ungra framsóknarmanna gengst fyrir Lundúnaferð dagana 20.-25. nóvember. Gisting á góðu og vel staðsettu hóteli. Upplýsingar og farmiðapantanir á skrifstofu Framsóknar- flokksins Rauðarárstig 18. Simi 24480. — Stjórnin AUGLÝSIO í TÍMÁNUM Mun mót- mæla störfum meiri- hluta Kjara deilu- nefndar áþ-Rvik — Ég mun leggja það til á fundi stjórnar BSRB, að þvi verði harðlega mótmælt, hvernig meirihiuti Kjaradeilunefndar hefur starfað, sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, i samtali viðTimann. — Og það, aö Kjaradeilunefnd sé með hótanir i garð félagsins og einstakra manna, finnst mér alveg forkast- anlegt. Sem dæmi um störf Kjaradeilu- nefndar tók Kristján lista yfir starfsmenn á spitölunum. Þar voru nöfn manna, sem löngu voru hættirstörfum og þvi littgagnleg- ir sjúklingum. — Við leggjum á það áherzlu, að spitalarnir geti starfað eins og þeim ber, sagði Kristján. — BSRB er ekki i neinu verkfalli gegn sjúklingum, siður en svo. I þvi sambandi má benda á flutning sjúklings til London, en þangað fór hann i dag, einmitt á þeim degi, sem gert var ráð fyrir að hann legðist inn á spitalann er- lendis. 190 út- lend- ingar strand- aðir á íslandi GV-Reykjavik A skrifstofu BSRB var okkur tjáð að margir dtlendingar hefðu komið þangað Igærog I fyrradag með«rindis- bréf og væru þeir sýnilega mjög óánægðir með eigiu örlög. Sveinn Sæmundsson, blaða- fulltrúi Flugleiöa sagði i viðtali við Timann f gær, að 190 útlend- ingar biðu nú hér á landi eftir fari úr landinu. Reynt var að fá fararleyfi fyrir þá meö Loft- leiðavélinni. sem kom hingað I fyrradag með99 islendinga inn- anborös, en beiðninni var synj- að. Hér á landi eru nú staddir tveir sendiherrar, annar frá Ghana, en hinn frá Austur- Þýzkalandi og komast þeir hvergi. 8MStaBjjtBaaBMa»aw.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.