Tíminn - 15.10.1977, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.10.1977, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 15. október 1977. Kynning á ungum framsóknarmönnum Auka þaif þátttöku unga fólksins í stjómmálum — enda snerta stjórnmálin flesta þætti mannlegs lífs, segir Hávarður Emilsson húsasmiður 1 Hafnarfirði Hávarður Emilsson húsasmiður býr i Hafnarfirði. Hann er fæddur Vestmanna- eyingur, en tiu ára gamall fluttist hann með foreldrum sinum til Reykjavikur. Siðan flutti Hávarður i Hafnarfjörðinn þegar hann gifti sig fyrir sex árum. Kona hans er Friður Sæmundsdóttir og eiga þau tvö börn. Hávarður stundaði nám i iðnskólanum og lauk trésmiðanámi. Siðan hefur hann unnið sjálfstætt bæði i Hafnarfirði, Reykjavik og viðar um landið. T.d. var hannjvið hús- byggingar i Norðurfirði á Ströndum i sumar og hyggst fara þangað á ný þegar vorar. Hávarður gerðist framsóknarmaður fyr- ir nokkrum árum. Þá gekk hann i Félag ungra framsóknar- manna i Hafnarfirði og um skeið var hann for- maður þess félags.Við tókum Hávarð tali ný- lega og spurðum hann fyrst hvernig áhugi hans á stjórnmálum hefði vaknað. — Það hefur alla tið verið mikil pólitisk umræða i minni fjölskyldu og maður fékk þvi snemma áhuga á að fylgjast með þvi sem var að gerast. Og gerðist þú framsóknar- maður vegna þess að þitt fólk var framsóknarfólk? — Nei langt i frá. Mitt fdlk fylgdi allt Sjálfstæðisflokknum að málum. Ég fór hins vegar að kynna mér málin og afla mér sem mestra upplýsinga um flokkana. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að Framsóknar- flokkurinn væri sá flokkur sem mér geðjaðist bezt að og félli bezt að mi'num skoðunum. Þvi var að ég gekk i Fram- sóknarflokkinn og hef ég reynt að leggja stefnumálum hans lið siðan. Telur þú að hinn einstaki félagi I stjórnmálaflokki hafi nægjanleg áhrif á störf flokks- ins? — Vissulega þyrftu áhrifin að vera enn meiri, en m.eð vinnu og mikilli þátttöku i starfinu er hægt að hafa veruleg áhrif. Sér- staklega er mikilvægt fyrir fólk að sækja fundi i flokksfélögun- um og láta þar sfnar skoðanir i ljósi. A slikum fundum eru ákvarðanir teknar og sé maður vel undirbúinnogfylgisfnu máli vel eftir eru miklar likur á að maður geti unnið skoðunum sin- um fylgi. Er félagsstarf öflugt hjá framsóknarmönnum f Hafnar- fjrði? — Þvf miður hefur það verið i nokkurri lægð að undanförnu, en ég vona að úr rætist nú á næstunni endaíýennar kosning- ar fyrir dyrum. Ég tel þvi sérstaka ástæðu til að hvetja ungt fólk til virkrar þátttöku og öflugs starfs, þvi þannig getur það komizt til áhrifa. Það á að sækja þá fundi, sem haldnir eru og leggja sittaf mörkum til þess að gera flokks- starfið sem öflugast. Benda má á að stjórnmál snerta flesta hluta mannlegs lifs og þvi er mikilvægt að ungt fólk láti sig ekki vanta i stjórnmálastarfið. Telur þú æskilegt að breyta vali frambjóðenda til alþingis ogsveitarstjórna frá þvl sem nú er? — Tvimælalaust ætti að koma á meiri persónukosningu fram- bjóðenda en nú er. Til þess þarf að breyta kosningafyrirkomu- laginu. Þar til að þvi kemur er min skoðun að flokkarnir eigi að viðhafaprófkjörtilþessað velja sina frambjóðendur. Á þann hátt getur hinn almenni flokks- maður haft mest áhrif. Hvernig finnst þér að núver- andi rikisstjórn hafi tekizt við stjórn á landinu? — Margt gott má segja um þessa rikisstjórn og á mörgum málum hefur hún tekið af festu. Margt er þó sem hún hefur ekki ráðið við og er þar alvarlegast hve henni hefur gengið illa i baráttunni við verðbólguna. En þvi miður eru það margir i þjóðfélaginu, sem vilja hafa verðbólguna sem mesta og telja það sér til ávinnings. Margir eru þeirsem vinna markvisst að þvi að græða á henni og þessir hópar hafa allt of mikil áhrif. Hins vegar verða allir að gera sér ljóst að það hlýtur alltaf all- ur meirihluti þjóðarinnar að tapa á verðbólgu. Sérstaklega tapa þeir sem minna mega sin. Þeirra eignirverða sifelltminni og minni á sama tima og þeir efnameiri sem aðstöðu hafa til þess að komast yfir mikið láns- fé, græða meir og meir. Þvi verður að leggja mikla WATÍ illlllllllHllilj lll llllllllllllllllU l1llllllllilllllllllllllllllllllllllllllllHllll!lllllllllil Umsjónarmenn: Pétur Einarsson Ómar Kristjó.nsson áherzlu á að sporna við þeirri miklu verðbólgu sem hér hefur rikt, þannig að eignatilfærslan i þjóðfélaginu verði ekki jafn gegndarlaus og nú er. Telur þú áhrif Framáoknar- flokksins i þessari rikisstjórn nægjanlega mikil? — Auðvitað vill maður ætið að manns eigin flokkur hafi sem allra mest völd. A þann hátt verða aðgerðir stjórnvalda frekast að manns eigin skapi. Þvi væri æskilegast að fram- sóknarmenn stjórnuðu einir, en þar sem um slikt er ekki að ræða verða þeir að leita sam- starfs við aðra flokka. Það þýðir það að i fjölmörgum mál- um verða samstarfsflokkarnir að slá nokkuð af sinum kröfum. Mesta samlefð eiga fram- sóknarmenn með öðrum vinstrisinnuðum flokkum iland- inu og þvi á Framsóknar- flokkurinn fyrst og fremst að leita eftir stjórnarsamvinnu við þá. Það var lika gert að loknum siðustu kosningum, en tókst ekki. Þá var ekki um annað að ræða en leita samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Um slika stjórnarsamvinnu er það að segja að hún hlýtur alltaf að byggjast á mikiUi málamiðlun. Þvi má slik stjórnarsamvinna ekki vara lengi og ævinlega verða framsóknarmenn að stefna að stjórnarsamvinnu við hina vinstri flokkana. Vilt þú nefna einhver sérstök mál i Hafnarfirði sem eru mjög aðkallandi um þessar mundir? — Hafnarfjarðarbær hefur þaniztmjög mikið út að undan- förnu og þvi tel ég mikla nauðsyn orðna á að skipuleggja almenningsvagnakerfi um bæ- inn. Nú ganga aðeins vagnar milli Hafnarfjarðar og Reykja- vikur en litið er hægt að ferðast innanbæjar með þeim vögnum. Annað mál er einnig brenn- andi það er að okkur vantar fleiri iþróttahús. T.d. skortir þá aðstöðu tilfinnanlega við Viði- staðaskóla i Norðurbænum en börn úr þeim skóla verða að fara alla leið niður á Strandgötu til þess að sækja iþróttakennslu. Byggðin í Ilafnarfirði hefur þanizt mjög mikið út eins og þú sagðir. Telur þú þessa fólks- fjölgunarþróun i Hafnarfirði og annarsstaðar á Faxaflóa- svæðinu heppilega? — Ég tel að við verðum að gjalda varhug við of mikilli fólksfjölgun á höfuðborgar- svæðinu. Eðlilegra er að stuðla að jafnri fólksfjölgun um allt land, þvi a5 á þann hátt einan verður unnt að halda jafnvægi i byggð landsins. Ég sjálfur hef t.d. mikinn hug á að leggja mitt af mörkum i þessari þróun og hef i hyggju að flytja eitthvað út á land. Þar er á margan hátt mun betra að búa enda er maður þar laus við „stress” og hraða borgarlifsins. Þar verður að vinna mark- visst að ýmiskonar uppbygg- ingu, og fyrsta skilyrðið er að efla þar atvinnulifið. Jafnframt þarf að bæta félagslega þjón- ustu. Nú varst þú við byggingar- vinnu I Norðurfirði á Ströndum í sumar. Hvernig er að vera þar? — Mér likaði sérlega vel að dvelja þar og kynntist þar fjöl- mörgu góðu og skemmtilegu fólki. Þar hefur verið mikil upp- bygging á siðustu árum og siðustu tvö sumur hafa 15 gripa- hús verið byggð upp i hreppn- um. Atvinna i sveitarfélaginu er fyrst og fremst búskapur og einnig er mikil vinna við þau hlunnindi sem fylgja jörðunum. Þar er bæði æðarvarp, selveiði og reki. Þessi miklu hlunnindi nýtast alls ekki til fulls nema stöðug búseta sé i hreppnum. Þvi þarf að leggja áherzlu á að þarna verði viðvarandi bú- skapur ekki siður en i öðrum sveitum landsins. Til þess að svo megi verða þarf fyrst og fremst að bæta samgöngur við sveitina. Nú er ástandið þannig að vegurinn er lokaður allan veturinn og engin bryggja er i sveitinni. Þvi verður að skipa öllum vörum á land með bátum, en strandferðaskipin koma inn á Norðurfjörð i hverri ferð. Siðan eru tvær flugferðir á viku frá Reykjavik og segja má, að f lug- samgöngurnar séu lifæð byggðarlagsins. En samt sem áður eru þessar samgöngur allt of litlar og þær þarf að auka og gera öruggari. Þing lands sambands slökkviliðsmanna 5. þing Landsambands Slökkvi- liðsmanna var haldið dagana 8. og 9. okt. 1977 að Hótel Esju. Formaður sambandsins, Ar- mann Pétursson, setti þingið og þakkaði Gunnari Thoroddsen, félagsmálaráðherra, og Ólafi G. Einarssyni, alþingismanni, fyrir þátt þeirra i endurskoðun laga um brunavarnir og brunamál. Næstur tók til máls Gunnar Thoroddsen, félagsmálaráð- herra, og ræddi um þátt slökkvi- liða I björgun verðmæta og hversu nauðsynlegt væri að hafa gott og velþjálfað slökkvilið I bæj- um og sveitum. Einnig tók til máls Guðmundur Haraldsson, fyrrverandi for- maður L.S.S. og Asgeir Ólafsson, formaður stjórnar Brunamála- stofnunar rikisins. Sföar flutti Rúnar Bjarnason, slökkviliðs- stjóri, erindi er nefndist: sam- starf slökkviliða á höfuðborgar- svæöinu. Að lokum hófust venjuleg fundarstörf og stóðu þau til kl. 117. Sunnudaginn9.okt. hófst þingið með þvi að nefndir skiluðu áliti. Þau helstu voru: að laun lausráð- inna slökkviliðsmanna yrðu löguð verulega og ýmsar aðrar breyt- ingar gerðart.d. tryggingarbætur fyrir tjón á fatnaði, fleiri timar fyrir hvert útkall og að fylgt yrði eftir 20 tima lágmarksæfinga tima. Oryggis- og heilbrigðisnefnd óskaði eftir þvi, að Brunamála- stofnun rikisins gæfi út reglugerð um hvað sé slökkvilið og lág- marks tækjabúnaður þess. Þá kom fram tillaga um aö skora á þá er kaupa inn útbúnað fyrir slökkvilið að aðeins það besta yrði keypt hverju sinni, og að leitað verði umsagnar viðkom- andi slökkviliðsmannafélags áður en kaup séu ákveðin. Miklar umræður urðu um öryggismál slökkviliðsmanna og skipuð var nefnd til að vinna að þvi i samráði við stjórnvöld að koma á skóla fyrir slökkviliðs- menn. Að lokum fór fram stjórn- arkjör: formaður var endurkos- inn Armann Pétursson, aðrir i stjórn eru Gunnlaugur Búi Sveinsson, Halldór Vilhjálmsson, Egill Ólafsson, Þórður Kristjáns- son, Stefán Teitsson og Erlingur Gunnlaugsson. Að lokum sleit góður og ákveð- inn þingforseti, Eggert Vigfús- son, þingi og óskaði mönnum góðrar heimferðar. Kvennadei/d Slysavarnafé/agsins i Reykjavík:' HLUTAVELTA ÁRSINS verður í Iðnaðarmannahúsinu við Hallveigarstíg á morgun sunnudaginn 16. okt. kl. 2 e.h. Fjöldi góðra muna, engin núii, miðinn aðeins kr. 100.00. Sérstakt happdrætti, glæsilegir vinningar Kvennadeiidin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.