Tíminn - 28.10.1977, Síða 3

Tíminn - 28.10.1977, Síða 3
Föstudagur 28. október 1977 3 Börn og barna- menning áþ-Rvik. 1 samvinnu viö Norræna húsið hyggjast Bókavarðarfélag islands, Félag bókasafnsfræð- inga, félag skólavarða ásamt nokkrum kennara- og fósturnem- um standa fyrir dagskrá i nor- ræna húsinu um helgina. Fjallar BORNOgKVIKMÍNDIR hún um ,,börn og kvikmyndir”. Þetta er i þriðja skiptið sem fé- lögin beita sér fyrir umræðum um börn og barnamenningu. Tveir erlendir fyrirlesarar munu hafa framsögu um efnið, þær Lise Roos kvikmyndagerðar- maður og gagnrýnandi við danska blaðið Information, og Anja Paulin kvikmyndaráðgjafi viðSvenska filminstitutet i Stokk- hólmi. Einnig munu félagsfræöi- nemar við Háskóla tslands segja frá könnun, sem gerð var siðast- liöinn vetur á kvikmyndasýning- um fyrir börn i Reykjavik. I tengslum við dagskrána verða sýndar kvikmyndir fyrir börn og unglinga i Tjarnarbió. A morgun, kl. 14 og 15.45 verður Lisa i undralandi og Atta á eyði- ey. A sunnudaginn, á sama tima, verður myndin Uppreisnin og fimmtudaginn 3. nóvember kl. 17 verður sýnd myndin Vertu hress. Aðgangur er ókeypis. Fyrirlestrarnir i Norræna hús- inu hefjast kl. 16 báða dagana. A morgun flytur Anja Paulin fyrir- lestur og félagsfræðinemarnir segja frá könnuninni. Daginn eft- ir flytur Lise Roos sitt erindi. Námskeið 1 notkun átta- vita og landabréfa SKJ-Reykjavik — Eins og undan- farin ár gengst Hjálparsveit skáta IReykjavik fyrir námskeiði I meðferö áttavita og landabréfa fyrir rjúpnaskyttur og aðra ferðamenn. A námskeiöinu verða einnig veittar upplýsingar um ferðafatnað og annan feröabúnað. Ætlunin er að halda tvö nám- skeið, 2.-3. nóv. og 9.-10. nóv. Hvort námskeið er tvö kvöld. Fyrra kvöldiö er meðferö áttavita og landabréfa kennd og æfð, en siöara kvöldið er veitt tilsögn i feröabúnaði og farin stutt ferð út fyrir bæinn til verklegra æfinga. Námskeiðin verða haldin i Armiila 10-12 og hefjast kl. 20.00 bæði kvöldin. Þátttökugjald er kr. 1.000 Nánari upplýsingar eru veittar i Skátabúðinni, simi 12045. Námskeiöin eru einkum ætluð rjúpnaskyttum, en allir, sem á- huga hafa á að læra meðferö átta- vita og landabréfa, eru velkomn- ir. Frá blaðamannafundi á Kleþpsspftalanum i gær. Prófessor Tómas Helgason, yfirlæknir (t.v.) og Eyjólfur Sigurðsson, sem stjórnaöi fundinum f.h. Kiwanishreyfingarinnar á tslandi. Myndin er tekin í starfsendurhæfingarhúsi á Kleppi. Timamynd Gunnar. V Götukort af Hafnarfirði. A kortið eru merktar leiðir og viðkomustaðir vagnanna. Nýtt leiðakerfi: Bætt strætis- vagnaþj ónusta í Hafnarfirði A morgun laugardag véröur tekið upp nýtt leiðakerfi strætis- vagna I Hafnarfiröi. Nýja kerfið er I höfuðatriöum i þvi fólgið, að frá um kl. 13.00 mánudaga til og meö laugardaga og allan daginn á sunnudögum og hátiðisdögum, munu tveir vagnar á klukkustund aka hvor á móti öörum um eftir taldar götur: Reykjavikurveg, Fjarðargötu, Strandgötu, Suöurgötu um Hval- eyrarveg, Hringbraut, Alfaskeiö, og Flatahraun.. Höfuökostir þessa nýja kerfis eruþeir, að samhliöa þviað byggt er upp heildarstrætisvagnakerfi innanbæjar i Hafnarfirði batnar mjög þjónusta fyrir þá, sem nota vagnana til að ferðast milli Hafn- arf jarðar og annarra bæja. Vagnarnir fara nú um flest hverfi Hafnarfjaröar og tengja þau innbyrðis með 25-26 ferðum á dag. Jafnframt verður stutt aö fara i vagnana fyrir þá, sem nota þá til ferða til Reykjavikur eða annarra bæja. Hægt er aö tengja kerfið við Vesturbæ og Norðurbæ, með litl- um breytingum strax og aðstæöur leyfa. Kiwanis: F.I. Reykjavik. — „Gleymum ekki geðsjúkum” eru kjörorð K- dags Kiwanishreyfingarinnar á íslandi, sem haldinn veröur n.k. laugardag 29. október. Verkefni dagsins verður fyrst og fremst að afla peninga til notkunar i þágu geðsjúkra og almenn kynning á vandamálum þeirra. Þetta er i annað sinn, sem Kiwanisfélagar efna til söfnunar- dags til bættrar aðstöðu fyrir geð- sjúka i lifi og starfi. Fyrst söfnuðu þeir árið 1974 og seldust þá 40 þús- und lyklar fyrir 3,2 milljónir Vagnar i fyrsta skipt' of- an Hamars IbUar ofan Hamars fá nú I fyrsta skipti sinn vagn um sitt hverfi. Mikil fjölgun ferða er um Alfaskeið- Allir vagnar hafa viö- komu i Hvaleyrarholti. Ferðum um miðbæ fækkar ekki, en fólki er sérstaklega bent á, að til þess aö notist aö öllu val- kostir um ferðir getur fólk þurft að taka vagninn á leiö suður, ör- fáum minútum fyrr en venjulega, þó svo aö farþegar ætli til Reykjavikur. Landleiðir Landleiöirhafastarfaði rösk 27 ár, eða siðan 12. júli 1950, en þá tók félagið við rekstri Hafnar- fjarðarvagnanna, sem höfðu ver- ið reknir af rikinu um nokkurra ára skeið. Höfuðverkefni fyrirtækisins er enn i dag rekstur strætisvagna til Hafnarfjarðar og Garðabæjar eða um 80% af starfseminni, en jafnframt starfrækir félagiö sér- leyfisakstur austur i Arnessýslu, svo og hópferðir og skipulagöar feröir meö innlenda og erlenda ferðamenn einkum á sumrin. króna. Er von hreyfingarinnar að ná til enn fleiri nú, þvi að skiln- ingur almennings fer vaxandi á þessumikla vandamáli, sem hluti þjóðarinnar á við að striða og for- dómar eru úr sögunni. En það vantar mikið á að sú aðstaða sé fyrir hendi i landinu, að geðsjúkir fái læknisþjónustu og aðra aðstoð sem þeim ber. K-dagurinn 29. október á að hvetja íslendinga til þátttöku i lausn þessara vandamála. Nánar veröur sagt frá starfs- endurhæfingu á Kleppsspitala i blaðinu á morgun. Nýtt húsnæði Landleiða Stærsti áfangi sem þegar hefir náöst er að fyrirtækið hefir flutt verkstæöisreksturinn i nýtt hús- næöi I sameign með systurfyrir- tækinu tsarn. Verkstæðið er mjög vandað og vistlegt fyrir starfs- menn. Nýr vagn hefur verið keyptur og lokið er einnig um- fangsmikilli endurbyggingu eldri vagnanna. Rekstrarskipulag er stöðugt i skoöun, stærsta skref 1 þeim málum er leiðarbreytingin, sem nú er hrundiö i framkvæmd. Náin og góð samvinna hefir verið um þessi mál á milli stjórn- enda Landleiða og bæjarráðs, bæjarstjóra og bæjarverkfræð- ings Hafnarfjaröar. Báðir aðilar eru sammála um æskilega fram- tlöarlausn og er sú breyting, sem nú er gerð stór áfangi I þá átt. Þegar hafa nokkrar breytingar verið geröar á gatnakerfi til hagsbóta fyrir strætisvagnana, og vonir standa til að malbika á næsta vori ýmsar götur, sem ekiö veröur um og enn eru malargöt- ur. Ennfremur hefir þvi verið heitið, að haga viðhaldi og vörn- um á nálku svo, aö strætisvagn- arnir geti gengið eðlilega, svo sem frekast er kostur. Jafnframt sem unniö er aö þvi að stíga lokaskref til fullkominn- ar strætisvagnaþjónustu um öll hverfi Hafnarfjarðar, eru aðilar sammála um að reynsla þurfi að fást á þeim áfanga sem nú er hrundiö I framkvæmd. 1 þvi sam- bandi er mikilvægt að vita við- brögö farþega, hvernig þeim lik- ar hið nýja kerfi. Sömuleiðis er nauösynlegt að fá reynslu á þvi hvernig gengur að starfrækja ferðirnar snurðulaust, en leiöin lengist um röskan kilómetra við breytinguna samtimis og vagn- arnir aka brattari og erfiöari göt- ur á köflum. Brautskráning kandi- data frá Háskóla is- lands. Afhending prófsklrteina til kandidata fer fram við athöfn i hatfðasal Háskólans laugardag- inn 29. október 1977 kl. 14. Rektor Háskólans, prófessor Guðlaugur Þorvaldsson ávarpar kandldata, og deildarforsetar afhenda próf- skirteini. Háskólakórinn syngur nokkur lög stjórnandi frú Ruth Magnússon. Hlynnir að geðsjúkum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.