Tíminn - 28.10.1977, Page 15

Tíminn - 28.10.1977, Page 15
Föstudagur 28. október 1977 15 harmoniusveit Berlinar leika Hörpukonsert i e-moll op. 182 eftir Carl Reinecke, Ernst Marzendorfer stj. Wilhelm Kempff leikur Impromptu nr. 1-4 eftir Chopin. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.30 Við norðurbrún Vatna- jökuls Daniel Bruun segir frá rannsóknum sinum á Austurlandi 1901. Sigurður Óskar Pálsson skólastjóri les fyrsta hluta frásögunnar i þýðingu sinni. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Byrgjum brunninn. Grétar Marinósson og Guð- finna Eydal sálfræðingar fjalla um velferð skóla- barna og tryggingu hennar: — siðari þáttur. 20.00 Pianókonsert i g-moll op. 58 eftir Ignaz Mascheles Michael Ponti leikur með Ungversku filharmoniu- hljómsveitinni :Othmar Maga stjórnar. 20.30 Spjali frá Noregi Ingólf- ur Margeirsson ræðir við 'þrjá félaga Alþýðuleikhúss- ins á för um Norðurlönd. 21.00 Tónlist eftir Ralph Vaughan Williams og Frederick Delius Enska kammersveitin leikur: Daniel Barenboim stjórnar. Pinchas Zukerman leikur á fiðlu. 21.30 Útvarpssagan: „Vikur- samfélagið” eftir Guð- laug Arason Sverrir Hólmarsson les (18). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „Dægradvöl” eftir Benedikt Gröndal Flosi Ólafsson les (23). 22.40 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnar Agnars- sonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Föstudagur 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Kengúran „Kengúran er kyndug skepna. Hún hvorki gengur né hleypur. Þegar hún sest, stendur hún upp.” Þannig var kengúrum lýst á nitjándu öld. Hlegið var að fyrstu teikningunum af þessu dýri, þegar þær bár- ust til Evrópu frá Ástralfu, og margirstaðhæfðu, að slik dýr væru ekki til. Og enn er deilt um kengúruna. Sam- kvæmt lögum er hún rétt- dræp, þvl að hún spillir upp- skeru bænda. í þessari bresku fræöslumynd eru sýnd ýmis afbrigði kengúruættarinnar, og lýst er lífsferli dýranna. Þýð- andi og þulur Guðbjörn Björgófsson. 21.20 Kastljós (L) Þáttur um innlend málefni. Umsjónar- maður Guðjón Einarsson. 22.20 Bleiki kafbáturinn (Operation Petticoat) Bandarisk gamanmynd frá árinu 1959. Leikstjóri Blake Edwards. Aðalhlutverk Cary Grant og Tony Curtis. Sagan gerist i heimsstyrj- öldinni siðari. Bandariskur kafbátur verður að leita vars við litla Kyrrahafs- eyju, stórskemmdur eftir árásir óvinarins. Þar neyð- ast kafbátsmenn til að taka farþega, fimm skipreika hjúkrunarkonur. Þýðándi Óskar Ingimarsson. 00.15 Dagskrárlok SÚSANNA LENOX skiliö, hvað maðurinn var að fara með þessari sögu. Fjólu var dillað. ,,Sjáið þið sakleysið sjálft", sagði hún. ,,Þegiðu, Fjóla", svaraði Konnemora. „Það þýddi ekki f yrir okkur að reyna að vera annað en það, sem við er- um. En láttu þessa telpu í friði". ,,Já — láttu hana í friði", sagði Burlingham. „Hún samlagast okkur nógu fljótt" hélt Konnemora áf ram, „svo að þú þarft ekki nú henni upp úr sóðaskapn- um". „Hvað?" sagði Súsanna og vildi ekki láta ónotað þetta tækifæri til þess að sýna vinsemd sina og bróðurþel. „Svei", sagði Burlingham þurrlega. „Og spurðu ekki fleiri spurninga". Þegar konurnar höfðu tekið af borðinu og komið diskunum fyrir í einum af hinum mörgu felustöðum bak við káetuþilið, lögðust karlmennirnir til svefns. Súsönnu fannst kyndugt að sjá þá draga út úr þilinu þrjá bedda, er felldir voru inn í það, og leggja þá þvert yfir bökin á bekkjunum. Hún sá nú, að þarna voru fimm slíkir bedd- ar, og í loftinu voru stálþræðir og tjöld, sem hægt var að draga þannigtil, að hver beddi væri algerlega tjaldaður af. Henni fannst helzt, að káetan væri mynd í ævintýra- bók, sem hefði allt í einu fengið líf. Hún tók upp úr poka sínum og hristi ullarkjðlinn sinn. Fjóla bauðst til þess að draga á hann og vildi endilega fá að gera það, þótt Sú- sanna segði, að hún gæti sem bezt gert þetta sjálf. „Þú verður að hafa hann til þess að fara í, þegar við komum til Sutherland", sagði Mabel Konnemora. „Nei", sagði Súsanna kvíðafull. „Ég fer ekki i hann fyrr en á morgun". Hún sá undrunina skína úr allra augum, er þeir sáu þennan kjól, sem var svo gerólíkur léreftsdulunni, sem hún var i. Mabel leiddi hana út á f ramþil jurnar, þar sem hressandi golan lék lausum hala og segl var til þess að skýla sér fyrir sólskininu. Þar settust þær. Mabel lét móðan mása. Súsanna starfði hugfangin út yfir fljótið og fIjótsbakkann og á leikkonuna og hlustaði á frásögn hennar eins og hún væri að segja heillandi ævintýr. Hún rakti allt, sem hafði fyrir hana borið síðan hún yfirgaf foreldrahúsin í Kolumbía í Suður-Karólínu fyrir tíu ár- um. „Segðu nú mér eitthvað um þig", sagði Mabel, er hún hafði sagt sögu sína til enda. „Það skal ég einhvern tíma gera", sagði Súsanna, sem alltaf hafði átt von á þessu. ,, En ég get það ekki — ekki núna". „Mér sýnist þú vera svo saklaus", sagði Mabel, „og þó virðist mér, að þú haf ir hlotið gott uppeldi. Ég hlaut líka gott uppeldi. Ég vildi óska, að móðir mín hefði f rætt mig um sitthvað. En, nei — það gerði hún ekki". „Hvað áttu við?" spurði Súsanna. Mabel langaði til þessað prófa sakleysi ungu stúlkunn- ar — sjá hvað hún vissi og hvað hún vissi ekki. Það var langt síðan Kennemora hafði skemmt sér svona vel. „Já", sagði hún loks. „Ég hefði aldrei trúað því að lífið væri svona — þóað ég viti það núna. Og nú skal ég kenna þér nokkuð.Skírlífi er gott handa þessu virðulega kven- fólki, sem ætlar aðgiftast og stofna heimili og fær góðan mann til að hugsa um sig. En það er ótækt að vera að burðast með slíkt — alveg ótækt, stúlka mín — fyrir kvenfólk, sem verður að bjarga sér sjálft og mæta karl- mönnunum á þeirra vettvangi, og sætta sig við þá kosti, sem þeir setja. Það er erfitt að sjá sér farborða, skaltu vita. Ef það mistekst, erum við troðnar undir fótum og eigum okkur ekki uppreisnar von". „ Já — mig langar einmitt svo mikið til þess að læra", sagði Súsanna áköf. „Mig langar til þess að vita allt". „Þú ætlar ekki að snúa aftur?" Mabel benti á hús, sem stóð í brekku, skammt frá f Ijótsbakkanum. Kona sat á dyraþrepinu með sauma, og börn léku sér fyrir framan húsið. „Snúa aftur til þessa?" „Nei", sagði Súsanna. „Ég hef ekki að neinu að hverfa". „Þvættingur". „Engu", endurtók Súsanna. „Ég er útskúfuð". Tárin komu undir eins fram í drungaleg augu Mabel- ar. Súsanna sagði þetta ósjálfrátt á svo átakanlegan hátt. ,,Þá skal ég kenna þér ofurlítið. Vertu bara ekki hrædd eða reið við mig. En verðirðu það samt sem áður, þá minnztu þó þess, að það var ekki Mabel Konnemora, heldur guð, sem skapaði heiminn. Svo er að minnsta kosti sagt, þótt mér virðist það nú sanni nær, að djöfull- inn ráði lögum og lof um, og hinn eini guð, sem til er, sé í okkur, þessum vesalingum, sem erum að berjast við að halda sæmd okkar. Ég skal segja þér: fólkið er ekki vont í eðli sínu — ekki mjög andskoti vont — fyrirgefðu orð- bragðið.En því er gjarnt að hrasa.Nei þar er það sem því ber að höndum, eða það er hrætt um, að því muni bera að böndum — það er það, sem neyðir það til þess að vera vont og kemur því til að hata og Ijúga og gera hvað sem vera skal". Bátinn rak hægt fyrir straumnum niður breitt Ohio- fljótið. Stundum nálgaðist hann vinstri bakkann, stund- um þann hægri, allt eftir því, hvernig straumurinn lá við nes og odda. Súsanna sat í skugganum bak við sólseglið og hlustaði á frásagnir þær, er fæddust á hinum fallegu, grófgerðu vörum Mabelar, um orsakir og afleiðingar hinna eilífu átaka, sem háð eru milli kynjanna. Til þess að gera orð sírí ennþá áhrif ameiri, tók hún ýmis dæmi úr lífi sjálfrar sín, allt frá æskuárunum til þessa dags, og skeytti þeim inn í frásögnina. Og hún gleymdi ekki auka- atriðum, sem gátu gefið lífsspeki hennar aukið gildi. Fyrir fám dögum myndi Súsanna ekki hafa trúað henni og ekki hafa skilið hana. En nú gerði hún vort tveggja — að skilja hana og trúa henni. „Þú virðist ekki vera neitt smeyk", sagði Mabel. Súsanna hristi höfuðið „Nei" sagði hún „Mér líður— mér liður einhvern veginn betur". Mabel starði forviða á hana — hana grunaði, að þessi stúlka byggi yfir einhverju sársaukafullu leyndarmáli. En hún þorði ekki að spyrja um það. Hún mælti: ,, Betur? Það er skrýtið. Þú lítur allt öðru vísi á þefta heldur en ég hafði búizt við". Súsanna svaraði: „Ég var hér um bil farin að trúa því, aðallt væri þrungið af mannvonzku. Nú sé ég, að þetta er ef til vill ekki rétt". „O-o, heimurinn er að mörgu leyti ekki svo vondur. Það er margra ánægjustundanna að njóta, ef maður lítur ekki allt of hátíðlegum augum á sjálfan sig og aðra. Ég vildi óska til guðs, að ég hefði haft einhvern til þess að kenna mér að þekkja lifið, svo að ég hefði ekki þurft að stafa mig fram úr hverju smáatriði sjálf. Ég lief aðeins tvö góð ráð að gefa þér". Hún þagnaði og leit yfir til fIjótsbakkans, og augun í henni voru eins og hún ætlaði að reka hæðirnar í gegn með þeim. „Gerðu það", sagði Súsanna, þegar henni fór að finn- ast þögn Mabelar löng. „Já—tvö ráð Annað er: drekktu ekki. Það er ekkert upp úr því að hafa, og lífið verður þér hreint helvíti — fyrirgefðu orðbragðið — og það mun ræna þig heilsunni og útlitinu og gera þig úrræðalausa, þegar þér ríður mest á að hugsa skýrt. Drekktu ekki — það er annað ráðið". „Það skal ég ekki gera", sagði Súsanna. Þú hefur rétt fyrir þér. Þaö ER erfitt aö Imynda sér aö þú hafir veriö jafngamall mér einhvern timann. DENNI DÆMALAUSI « C Cfc

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.