Tíminn - 30.10.1977, Síða 3
Sunnudagur 30. október 1977
3
Tölvuleit að upplýsingum í tækni- og raun-
greinum
kynnt í Norræna húsinu
ásamt annarri upplýsinga-
þjónustu, sem fyrir hendi er
SJ-Reykjavik — Nú stendur yfir
i Norræna húsinu kynning á
upplýsingaþjónustu I tækni- og
raungreinum og stendur hún i
dag og á morgun. Kynningin og
sýning á bókum og upplýsinga-
ritum ítengslum viö hana miöar
aö þvi aö auka þekkingu fólks á
þeirri upplýsingaþjónustu, sem
þegar er fyrir i landinu, auk
þess sem sýndar veröa nýjustu
aöferöir viö upplýsingamiölun,
sem nú tiökast hjá nágranna-
þjoöum, svo sem tölvuvædd
upplýsingaleit og fleira.
Meðal annars verður starf-
raáct i Norræna húsinu sérstök
tölva eöa útstöð, sem aflað get-
ur upplýsinga viðs vegar aö úr
heiminum, og gefst mönnum
þar kostur á að afla sér upplýs-
inga á þennan hátt. Ætlunin er
að menn ihinum ýmsu greinum
komi sér saman og fái tölvuna
til af nota I 20 mlnútur hver hóp-
ur og verður Suli Laitinen,
finnskur sérfræöingur og for-
stöðumaður upplýsingaþjönustu
finnska tæknirannsdknaráösins,
þar sem starfa um 60 manns
þeim til aöstoöar. Að 20 minútna
upplýsingaleit lokinni veröa
umraeður um þau vandamál
sem upp koma I sambandi við
hana. Siðasti dagur þessarar
tölvuleitar verður á mánudag.
Rannsdknaráð rikisins stdð að
kynningunni i Norræna húsinu
og hana styrktu Félag Islenzkra
iönrekenda, Hafrannsókna-
stofnun, Rannsóknastofnun
byggingariönaöarins, Iðnþróun-
arstofnun Islands, Fram-
kvæmdastofnun rikisins og
Rannsdknastofnun fiskiðnaöar-
ins. Ýmis bókasöfn lánuöu bæk-
ur til sýningarinnar.
Kynningin i Norræna húsinu
er liður I viðleitni til að koma i
fót upplýsingaþjónustu hér á
landi. 1 fyrra skilaöi nefnd á
vegum Rannsóknaráðs áliti um
skipulag upplýsingamála og
lerði tillögu uh skipulal væntan-
legrar upplýsingaþjónustu hér i
vlsindum og tækni og voru þær
þá birtar.
Hvað er upplýsinga-
þjónusta?
Hin ört vaxandi tækniþrdun
sem átt hefur sér staö i heimin-
um á slðustu áratugum, hefur
leitt til þess að tæknimenntun og
vlsindaþekking úreldist ört.
Talið er að sú þekking sem nú
aflast í námi, fyrnist um 10% á
ári. Hver einstaklingur tæmist
þvi fljdtt, nema þekkingunni sé
stöðugt haldiö viö. Tækniþróun-
inhefur einnig gert það að verk-
um að sffellt eykst það magn
ritmáls sem hefur upplýsinga-
gildi á hverju sviði tækni- og
raungreina. Svo dæmi séu
nefnd, þá hefur ritmál á sviöi
byggingatækni eingöngu tvö-
faldaztá siðastliðnum 10 árum,
og á sviöi efnafræðinnar hefur
ritmáliö tvöfaldazt á aöeins 3-4
siðustu árum.
Fyrir flesta sem starfa að vis-
indum er það timafrekt, erfitt
og dýrt að afla uppá eigin spýt-
ur þeirra upplýsinga sem
tryggt gætu nægilega ferska og
yfirgripsmikla þekkingu á til-
teknu sérsviði.
Skipulögð upplýsingaþjónusta
felst I því að auövelda einstakl-
ingum, fyrirtækjum og stofnun-
um að fylgjast með þrdun mála,
nýjungum, rannsóknum, upp-
götvunum og visindastarfi á öll-
um sviðum tækninnar, flokka
þær og skrá og miðla þeim siðan
til þeirra sem ætla mætti aö
hefðu not fyrir þær.
Tölvuleit að upplýsing-
um i upplýsingabönk-
um erlendis með aðstoð
útstöðvar.
Það geristnú sifellt algengara
að upplýsingaefni sé varöveitt I
elektrónísku formi á segulbönd-
um eða seguldiskum I tölvumið-
stöðvum út um allan heim. Leit
að upplýsingum í þessum upp-
lýsingabönkum má yfirleitt
framkvæma á þann veg að not-
andinn hringir i slmanúmer
upplýsingam iðstöð var innar.
Þegar hann hefur fengið sam-
band við tölvu upplýsingamiö-
stöðvarinnar tengir notandinn
sima sinn yfir á litið áhald ,
modem, sem þýðir skilaboð
tölvunnaryfirá mál sem útstöð-
in (terminal) skrifari eða
skermur skilur. Notandinn gef-
ur upp einkennisnúmer sitt viö
tölvuna og þar meö hefur hann
frjálsan aðgang að upplýsing-
um hennar.
Unnt er nú þegarað hringja
héðan frá Islandi I ýmsar upp-
lýsingamiöstöðvar vlöa um
heim.
Frá upplýsingamiðstöðvum
þessum er unnt að fá hinar
margvlslegustu upplýsingar,
svo sem á sviði llffræði, við-
skiptafræði, upplýsingar um
einkaleyfi, landbúnaöarmál,
tölfræði, um málefr1' olluleitar,
rafeindatækni, upplýsingar um
doktorsritgerðir sem skrifaöar
hafa verið, upplýsingar á sviöi
efnafræði, upplýsingar um
bandarlsk lög, orkumál, mennt-
unarmál, matvælafræöi, jarð-
fræði og jarðvisindi, flugvéla-
verkfræöi, upplýsingar um
rannsóknir sem eru I gangi á
hinum ýmsu sviðum, upplýsing-
ar fyrir fataiðnaðinn o. fl. o. fl.
Að meðaltali tekur leit að
upplýsingum með aöstoð út-
stöðvar um 15 mfnútur. Kostn-
aður við sllka leit er: Fyrir
simallnu um krónur 330 á min-
útu til Evrópu, en 1000 til
Bandaríkjanna. Fyrir afnot af
tölvunni þarf að greiða 100-300
krónur á mínútu. Útstöð kostar
1500-5000 Bandaríkjadali. Til
viðbótar þessu öllu þarf að
greiða stofnkostnað við modem
um 1/2 milljón króna, I eitt
skipti fyrir öll og auk þess leigu
af þvl hjá Landssimanum.
Þvl er spáð að árið 1990 muni
fyrirtæki og stofnanir almennt
hafa aflað sér útstööva til þess
að hafa sem greiðastan aðgang
að þeim upplýsingum sem þau
þurfa á að halda daglega.
Attræður er i dag Snæbjörn
Jónsson, fyrrum bóndi á
Snæringsstöðum I Vatnsdal.
Snæbjörn er nú vistmaður á
Elliheimilinu Asi I Hvera-
gerði.
Aðalfundur
Vestfirðinga-
félagsins
Aðalfundur Vestfirðingafélagsins
verður haldinn sunnudaginn 30.
október, (i dag) kl. 16. Félagar
fjölmennið og takið með ykkur
nýja félaga.
Gestur viröir fyrir sér gögn á kynningunni á upplýsingaþjónustunni f tækni- og raungreinum sem
nú stenduryfir INorræna húsinu. —Tlmamynd: Róbert.
Sértilboð
10 daga
BUÐIN
/
á horni Skipholts og
simi 29800, (5. iinur)
VERÐ
AÐEINS
49.980