Tíminn - 30.10.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.10.1977, Blaðsíða 10
10 Sunnudagur 30. október 1977 _________Wirnvm ISLENDINGAR I Veitingamaburinn er stundum I þjóbbúningi Skota viö störf sln, eöa hann bregöur sér I lögreglubúning frá lögreglu Lundúnaborgar. Hér er Valgeir Tómas i skotapilsi og tilheyrandi. Þeir hafa oft fengiö sekkjapipuleikara frá Skotlandi til þess aö spila fyrir gestina. Um þessar mundir er staddur hér á landi Valgeir Tomas Sig- urösson, þritugur Siglfiröingur, en hann rekur ásamt öörum Is- lendingi, eitt vinsælasta veit- ingahiísiö i Luxemborg, þaö heitir Loch Ness, eftir hinu fræga skrimsli. Þaöerfremursjaldgæftaö Is- lendingar set ji á stofn slik fyrir- tæki erlendis, þótteinsdæmi séu þaö nii ekki, og nægir aö minna á umsvif Þorsteins Viggós- sonar, veitingamanns i Kaup- mannahöfn, og fleira mætti nú telja, ef aö væri gáö. 400 íslendingar i Luxemborg Viö hittum Valgeir Tomas aö máli og inntum hann eftir til- drögum aö stofnun þessa fyrir- tækis og leituöum jafnframt frétta af Islendingum i Luxem- borg, en þeir skipta hundruöum. ValgeirTomas haföi þetta aö segja, en fyrst höföum viö spurt um fjölda Islendinga i Luxem- borg: — Aö þvi er ég bezt veit, þá munu vera um þaö bil 400 Is- lendingar I Luxemborg þegar flest er. Þaö er myndarlegur hópur, þvi' höfuöborgin er á stærö viö Reykjavlk. Þarna eru þá allir taldir meö, eiginmenn, konur, börn og gamalmenni, en allt þetta fólk, þ.e. fyrirvinnan, starfar annaö- hvort hjá Cargolux, eöa hjá Flugleiöum. Nema ég sjálfur, sem starfa þarna viö eigiö fyrir- tæki og svo á hinn kunni skiöa- maöur Kristinn Benediktsson frá ísafiröi, heima i Luxem- borg, þar sem hann starfar aö viöskiptum og verzlun. Þetta eru aöallega flugmenn, flugvirkjar, og skrifstofumenn, og þessu fölki liður yfirleitt vel. Þaö hefur góöar tekjur, háar tekjur, og margir hafa búiö vel um sig þarna, þeir hafa byggt sér hús, sumir hverjir og búa þvi viö ágætar aðstæöur. — Hvaö meö tungumál, skóla o.s.frv.? Börnin tala frönsku Tungumáliö veldur auövitaö alltaf dálitlum vandræöum. Luxemborg er þó dálitiö sér á parti, hún er meö vissum hætti alþjóöaborg. Luxemborg deilir landamærum meö Frakklandi, Þýzkalandi og Belgiuog þar eru margar fjölþjóöastofnanir, t.d. á vegum Efnahagsbandalags- ins. Bankar eru þar margir (90 talsins) og fleira mætti telja, sem veldur þvi að mikiö er um útlendinga i landinu, og svo er þar stööugur feröamanna- straumur. Sumar þjóöir feröast, j afnvel I vitlausu veöri, t.d. Þjóöverjar. Þaö er þvi ekkert sér á parti aö vera útlendingur I Luxemborg. Luxarar tala mál sem heitir Luxemburg, sem er fáort sér- mál, en hið opinbera mál er franska. Hana tala allir inn- fæddir, og þeir tala þýzku lika, og flestir geta bjargaö sér á ensku. Amerlsk áhrif voru hér talsverb eftir aö landið var frelsaö undan Þjdöverjum i slö- ustu heimstyrjöld, og slöan hefur enskan náð mikilli út- breiöslu og unga fólkiö talar flest ensku. Islendingarnir tala ensku og eiga þvi ekki i neinum vandræð- um, og I fluginu er þaö enskan sem gildir, viöast hvar I heimin- um. Nú er þaö alkunna aö tslend- ingar tala yfirleitt ekki frönsku. Þaö má telja þá á fingrum ann- arrar handar i Luxemborg, nema börnin. Þau eru fljót að ná frönskunni og þau tala lika Luxemburg, og jafnvel þýzku. Þau læra málib á götunni og I skólum og ég held aö þaö gangi bara vel. — Talar þú frönsku? — Já, ég var svo heppinn aö tala frönsku annars heföi ég tæplega getaö rekiö veitinga- / staö i frönskumælandi landi. — Svo er mál meö vexti, aö ég læröi matreiöslu i Hótelskóla ís- lands á sinum tima og hugöi á framhaldsnám I hótelrekstri I Sviss, hvaö svo slðar varö. Þetta var i hinum frönsku- mælandi hluta Sviss og þvi varö ég aö leggja þaö á mig ab læra frönsku. Ég fór i málaskóla heima, þar sem ég var einn vet- ur I frönsku, en siðan sótti ég einkatima heilan vetur. Nú, ég var á þessum hótelskóla I tvö ár og þá náöi ég tökum á málinu. — Hvers konar skóli var þetta? — I þessum skóla var þaö einkum viöskiptahliöin, sem tekin var fyrir og menn lærðu hótelstil, fremur en einstaka þætti. * 400 Islendingar búa í Luxemborg. Þeir eru hátekjufólk og þeim vegnar vel. í slendingar eiga eitt vinsælasta veitingahúsið í Lux. LOCH NESS heitír það Valgeir Toraas Sigurösson, veitingamaöur f hópi hljómlistarmanna f konunglegu brezku lifvaröahljóm- sveitinni, en sem fram kom f greininni, heimsótti hljómsveitin, sem er heimsfræg, Loch Ness veit- ingahúsiö eftir konsert i Luxemborg. — Er félagslif meðal íslend- inga i Luxemborg ? — Já, þaö er þarna Islend- ingafélag og þaö heldur uppi talsvert öflugu starfi. Þetta fólk þekktist flest áður en þaö kom til Luxemborgar, vissi a.m.k.hvaö af ööru, en þaö var allt tengt flugi á einhvern hátt. — Þaö heldur upp á helztu tyllidaga lýöveldisins, 17. júnl, 1. des. o.s. framvegis. Það eru haldin þorrablót og samkomur með hæfilegu millibili og svo hittast menn auðvitað þess i milli. Nýafstaöið er spilakvöld á vegum félagsins, sem taliö var aö hefði heppnazt mjög vel. Loch Ness veitinga- húsið stofnað — Hvernig bar þaö til, aö þú settist aö i Luxemborg og stofn- aöir veitingahús? — Þaö var þannig, aö einu sinni sem oftar, þá lá leiö mfn gegnum Luxemborg, er ég var á leiðinni i skólann i Sviss, en maöur skrapp gjarnan heim i leyfum. Þá hitti ég Birki Bald- vinsson, flugvirkja hjá Cargo- lux, en hann er frá Siglufiröi einsog ég, fæddur og uppalinn I sama húsinu meira aö segja. Okkur kom saman um, að þaö vantaöi tilfinnanlega „quick restaurant” i Luxemborg, eöa ameriskan restaurant, eins og þeir eru gjarnan nefndir. Menn fá afgreidda smárétti á auga- bragbi án formlegra athafna og seinagangs. Við byrjuðum aö spá I þetta, en undirbúningurinn tók langan timá. Þaö er ekki auövelt aö fá atvinnuleyfi I Luxemborg, nema menn hafi eitthvaö sér- stakt viö aö vera. Nú kom sviss- neski hótelskólinn sér vel og eft- ir talsvert umstang, tókst Birki aö afla tilskilinna leyfa, og þá var hægt aö byrja, en þaö var nú hægara sagt en gert. Þaö þurfti a* fá hentugt húsnæöi, og fl. Ég var í Reykjavik, vann á Hótei Sögu. Þá var það um sui.iariö ihitteðfyrra, aö siminn hringir. Þaö er Birkir, og er þá búinnað fá tilskilin leyfi. Nú var aö hrökkva eöa stökkva. Hann spurði mig, hvort ég gæti komiö út til þess aö lita á húsnæöi. Ég var aö byrja I fjögurra daga frii næsta dag, svo ég sagöi bara: — Ég kemi fyrramálið, — hvaö ég og geröi, og viö fundum hentugt húsnæöi, þar sem viö tókum á leigu þrjár hæöir i Rue Notre Dame nr. 13, sem er i hjarta bæjarins. Nú hættiég á Sögu um haustið og þá fór allt i gang. Skotar eru vinsælir HUsnæöiö haföi áöur verið mubluverzlun og má segja aö viö kæmum bara aö tóftinni. Allt varö aö endurnýja og smiöa upp. Viö urðum aö brjóta gat i loftfyrir stiga, þvi aö viö uröum aö vera á tveim hæöum. Viö ákváöum aö hafa þetta „skozkan restaurant”. — Af hverju þaö? Hvers vegna ekki islenzkan t.d.? Fengu smiði frá íslandi til þess að innrétta veitingastofu. Brugghús gaf þeim 500.000 franka til starfseminnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.