Tíminn - 30.10.1977, Síða 19

Tíminn - 30.10.1977, Síða 19
Sunnudagur 30. október 1977 19 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 80.00. Askriftargjald kr. 1.500 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Þjóðríkið íslendingar háðu langa baráttu fyrir þvi að hér risi islenzkt og þjóðlegt rikisvald. Og að mörgu leyti má segja að rikið sé æðsta mynd þjóðarhug- sjónarinnar. Það er samnefnari i þjóðfélaginu, undinn af sögulegum og siðrænum, menningar- legum og þjóðræknislegum toga. Sem slikt er rikið hafið yfir efnishyggju og lifs- gæðakapphlaup og þvi fært um að koma i veg fyr- ir að öfgar i þeim efnum vinni þjóðinni tjón. Á sama hátt er rikið, sé valdi þess ekki misbeitt, hafið yfir þá togstreitu sem innbyrðis kann að gæta milli hagsmuna og flokka i þjóðfélaginu. Á okkar dögum verður þetta eðli og hlutverk rikisins enn brýnna en endranær. Tvenn öfl vinna nú að þvi að grafa undan þeim stjórnarstofnunum sem þjóðin hefur komið upp. Annars vegar magnast einstaklingshyggjan og tekur á sig æ meiri svip verðbólgubrasks.Hins vegar harðnar togstreita hagsmunasamtaka stétta og starfshópa i verðbólgunni, en undir hana er kynt með úreltri goðsögn siðustu aldar um „stéttabaráttuna” sem meginafl sögunnar. Krafa súum niðurbrot rikisins, sem fram hefur komið nýlega, nýtur stuðnings beggja þessara afla, enda þótt stuðningurinn sé veittur af hvoru með sinum hætti. Bæði öflin vilja ná úrslitavöld- um i samfélaginu og setja almannavaldinu skil- mála. Einstaklingshyggjumenn rangsnúa almennum mannréttindum þannig að rikið megi ekki halda allsherjarreglu og verja hinn veika i þjóðfélag- inu. Hins vegar krefjast hagsmunasamtökin þess, að fá svo nefnt „stöðvunarvald” um alla starfsemi i landinu án tillits til þjóðlegra heildar- hagsmuna. Kröfur beggja eru óþjóðlegar og háskalegar vel- ferð þjóðarinnar. Þjóðleg samstaða er m.a. mikilvæg vegna þess hve þjóðin er fámenn, að- stæður i landinu að ýmsu leyti örðugar og lega landsins áveðurs i alþjóðasamskiptum. Um þessar mundir ber einkum að vara sterk- lega við þessum kröfum, þar eð gliman við óða- verðbólguna krefst sameiginlegra átaka. íslendingar þurfa flestu fremar sterkt og myndugt rikisvald. Og þetta rikisvald verður að vera fært um að taka sér frumkvæðium þau mál sem mestu skipta. Rikisvaldið á að setja þær reglur sem i samfélaginu gilda. Það á að setja samfélagsöflunum skilmála, marka þeim bás i samræmi við hag þjóðarinnar allrar. Sá er munurinn á alræði og lýðræðisriki að lýð- ræðisrikið tekur umboð sitt frá þjóðirini og virðir mannréttindi og athafnafrelsi. Lýðræðislegt rikisvald semur við samfélagsöflin og tekur tillit til hagsmuna þeirra og réttar. En lýðræðisrikið lætur ekki setja sér skilmála. Hnignun þjóða sést m.a. af þvi að rikinu er gert að semja i veikleika, upp á miskunn hömlulitillar kröfugerðar i þjóðfélaginu og hótana um beitingu valds. Vilji þjóðarinnar á að vera vilji rikisins. Vilji þjóðarinnar er sterkt, myndugt og þjóðlegt rikis- vald sem tekur frumkvæði fyrir hönd heildarinn- ar gegn sérhagsmunum og yfirgangi sundrungarafla. JS ERLENT YFIRLIT ESnangrun Woods mælist iUa fyrir Pögn hans getur orðið áhrifameiri en skríf hans Steve Biko EINS OG SKÝRT var frá I er- lenda yfirlitinu i fyrradag, hefur stjórn Suöur-Afrlku gripið til þess örþrifaráös aö banna alía friösamlega fé- lagsstarfsemi blökkumanna, sem beinist aö einhverju leyti gegn kynþáttam isréttinu. Afleiðingin getur vart oröiö önnur en sú, aö skæruliðasam- tök risa upp og reyna aö minna á réttindaleysi blökku- manna meö skemmdarverk- um. Stjórnin bannaöi ekki aö- eins umrædd félagssamtök blökkumanna, heldur lét fang- elsa eöa einangra marga helztu leiötoga þeirra. Til viö- bótar lét hún einangra einn þekktasta blaðamann lands- ins, Donald Woods, sem er af hvitum kynstofni — meira aö segja meö hreint Búablóö i æöum. Einangrun hans hefur sætt miklum mótmælum blaöamanna viöa um heim og ritstjórar allra blaöa i Suður- Afriku, sem eru gefin út á ensku, hafa mótmælt henni. Hins vegar hefur henni ekki verið mótmælt af ritstjórum þeirra blaöa, sem eru gefin út á mállýzku Búa, en þeir mynda kjarnann i stjórnar- flokknum. Donald Woods var staddur á flugvellinum i Jóhannesar- borg á leið til Bandarikjanna i fyrirlestrarferð, þegar honum var snúið við og hann fluttur til heimilis sins I East London, sem er um 80 þús. manna borg. Honum voru jafnframt gefin fyrirmæli um aö hann mætti ekki yfirgefa það næstu fimm árin, nema þegar hann mætti vikulega á lögreglustöö- ina og gæfi skýrslu um, aö hann heföi hlýtt banninu. Hann má ekki skrifa neitt i blöð eöa láta hafa neitt eftir sér opinberlega á þessum tima. Vandlega veröur fylgzt meö þvi, aö hann komizt ekki úr landi. Þetta bann á aö haldast til 31. október 1982. ÁSTÆÐAN til þessarar ein- angrunarer sú, aö Woods var náinn vinur Steves Biko, unga blökkumannaleiötogans, sem nýlega lézt i fangelsi meö dularfullum hætti. Woods haföi ekki aöeins skrifaö lof- samlega um hann i blaö sitt, East London Daily Dispatch, heldur einnig i erlend blöö, en hann hefur veriö fréttaritari margra erlendra stórblaöa um nokkurt skeiö og þvi kunn- ur mörgum blaöamönnum er- lendis. Þegar fregnin barst um dauöa Bikos, birti Woods af honum stóra forsiðumynd I litum i blaöi smu og skrifaöi um hann sem þjóöhetju og pislarvott. Jafnframt hóf hann haröa hrið gegn stjórnarvöld- unum og kraföist fullra upp- lýsinga um hvernig dauöa hans heföi boriö aö höndum. Þetta varö til þess, aö James Kruger dómsmálaráöherra lét undan og fyrirskipaði rann- sókn. Jafnframt gaf hann fyr- irheit um, að heföi Biko látizt af mannavöldum, yröi komiö fram refsingu á hendur þeim seka eöa seku. Endanlega hef- ur ekki veriö skýrt frá niöur- stööu þessarar rannsóknar, en fullvi'st er þó taliö, aö áverkar hafi verið á likinu og sennileg- ast aö Biko hafi látizt af höfuö- höggi. Aöur en Biko var fang- elsaður, haföi hann rætt um þaö viö Woods, aö vel gæti svo fariö, aö þeir sæjust ekki aftur og hann létist i fangelsinu, eins og oröið hefur hlutskipti margra forustumanna blökkumanna aö undanförnu, en yfirleitt hefur þá verið til- kynnt, aö þeir hafi framiö sjálfsmorö.BikobaöWoods aö trúa engum slikum sögum um sig, ef til kæmi, þvi aö hann myndi aldrei gripa til sliks. Upphaflega var tilkynnt um lát Bikos, aö hann heföi látizt af völdum hungurverkfalls, en þeirri sögu trúir enginn leng- ur. DONALD WOODS er Búi aö ættum, eins og áöur segir, 43 ára. Hann er fæddur og uppal- inn i sveitahéraöi i Transkei. Faðir hans var vel efnum búinn og Ihaldssamur og var Woods alinn upp I mjög Ihalds- sömuumhverfi.Hann kynntist þó verulega Transkeibúum og læröi vel mál þeirra, xhosa. Faöir hans vildi helzt aö hann yröi lögfræðingur, en Woods taldi þaö ekki henta sér og ákvaö aö veröa blaöamaöur. 111 undirbúnings þvl starfi dvaldi hann tvö ár i Bretlandi og Kanada og vann viö blöö þar.Eftir heimkomuna réöist hann til East London Daily Dispatch, og varö ritstjóri þess fyrirl2árum. Þetta blaö var áöur eitt Ihaldssamasta blaö Suður-Afriku, en hefur mjög færzt I frjálslyndari átt undir stjórn Woods. Þaö er gefiö út I 32. þús. eintökum og er aöalútbreiösla þess meðal blökkumanna. I East London eru um 80 þús. ibúar, eins og áöur segir, og eru nær allir þeirra hvitir. 1 úthverfum borgarinnar eöa i grennd hennar búa hins vegar 400-500 þús. blökkumenn. Stjórn Suöur-Afriku hefur hneppt Woods i einangrun og bannaö honum aö skrifa og tala opinberlega. Þótt Woods sé vel ritfær, getur þögn hans af völdum stjórnvalda Suður- Afriku reynzt þeim enn skað- legri en skrif hans. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.