Tíminn - 30.10.1977, Side 33

Tíminn - 30.10.1977, Side 33
Sunnudagur 30. október 1977 33 var helkalt á sleðunum. Berit fannst sem hún væri stungin i bakið með oddhvössum isnálum. Hún átti erfitt með að ná andanum. Þegar komið var á skarðsbrúnina, og litið niður brekkumar, var útlitið ekki glæsilegt. Glerharðar hjarnbreið- ur huldu hæðir og hóla, og hver brekkan tók við af annari niður i dal- drögin. Varla gátu hreindýrin fótað sig á flughálu hjarninu i snar- bröttum brekkum. Þau systkinin héldu, að engin leið yrði að koma dýrunum og sleð- unum óskemmdum niður. En fylgdar- mennirnir dóu ekki ráðalausir. Þeir leystu hreinana frá sleðunum og festu þau aftan i sleð- ana. Siðan renndu þeir þessum þunghlöðnu sleðum af stað niður brekkurnar, en hrein- amir strituðust á móti og drógu þannig úr hraðanum. Þeir spymtu á móti og harðar klauf- imar mörkuðu spor i hjamið og viðspyrnan verkaði eins og lifandi ,,bremsa” « sleðann. Einn af fylgdarmönnun- um talaði dálitið rússn- esku, og sagði ferðafólk- inu að þvi væri alveg óhætt að sitja á sleðun- um. Hættan væri engin. Sleðarnir myndu alls ekki velta. Nokkrir kjarkmiklir karlmenn sátu á sleðunum, sem i raun og vem drógu öku- hreinana niður flughálar brekkurnar, en Ámi og Berit og flestir ferða- mennirnir kusu heldur að fara úr sleðunum og höggva sér ápor niður brekkurnar, þótt það væri bæði erfitt að sein- legt. Var ferðafólkið dauðþreytt, er það kom niður i daladrögin, en þar voru sleðamir og fylgdarmennirnir, og hafði farangurinn ekki haggast á neinum sleð- anum. Niður á láglendi komu þau á sömu stöðv- ar og þau lentu i skógar- eldunum um vorið. Lá nú beinn vegur frá fjöll- unum að borginni Tukolan. Allt var á hellugaddi og hvergi sást fyrir plankabrún eða vegi, en áhrifin af skógareldunum voru allstaðar sýnileg. Á löngu svæði stóðu hálf bmnnir og naktir trjá- stofnarnir meðfram veginum. Berit athugaði umhverfið nánar. Þarna sá á hornið á vagninum, sem trylltir hestamir bmtu og slitu sundur og þarna var brúin yfir lækinn. sem þær vinkon- umar skýldu sér undir meðan skógareldurinn geisaði. Berit varð hugsað til þessara vor- daga. En hvað allt leit þá illa út. Nu var bjart- ara yfir framtiðinni. 4 Um kvöldið 24. nóvember kom ferða- mannalestin til Tukolan. Hér ætluðu þau Ámi og Berit að yfirgefa hópinn og halda ein i austurátt. Viðskilnaðurinn við nán- ustu kunningjana var mjög sár. Um margra mánaða skeið höfðu þeir þjást saman og barist harðri baráttu. Hver og einn hafði hjálpað og hjúkrað, þegar tækifæri gafst, einkum þegar böðlarnir höfðu látið refsiólina dynja og sak- borningurinn lá blóðug- ur og stynjandi á jörð- inni. Gleðistundanna höfðu félagarnir notið sameiginlega og reynt að gleðja hvert annað og skemmta, þegar færi gafst. Erfiðast áttu þau Árni og Berit með að skilja við Ilja og Tatjana og Maruschka og Nikolai. Berit stakk upp á, að þau systkinin héldu áfram með hópnum til Irkutsk og fæm svo með jámbrautarlest þaðan til Vladivostok en þeim var ráðið frá þvi, og einkum var það Nikolai, sem latti þau að fara þessa leið. Hann sagði þeim, að þau skyldu ekki láta sér detta slikt i hug og ferðin yrði þeim erfiðari þá leið. ,,En takið þið nú eft- ir”, hélt hann áfram. „Ég á systur I Ajan. Hún er gift kaupmanrii þar. Þau eiga þar ágætt heimili og þið getið áreiðanlega fengið að hvila ykkur þar og mág- ur minn mun áreiðan- lega leiðbeina ykkur með framhald ferðar- innar”. Árna þótti vænt um þetta og var Nikolai þakklátur fyrir með- mælabréfið, sem hann fékk honum til þeirra hjóna. Berit hafði skrifað Alexej vini sinum langt bréf og bað Nicolai koma þvi i póst strax og hann kæmi til Irkutsk. Berit hafði áritað bréfið til Alexej á heimili hans i Moskvu þvi að hún hélt að hann hlyti að vera kominn heim úr sendi- förinni til Novaja Semlja. I bréfinu lýsti Berit rækilega lifsbar- áttu þeirra systkina i Verchojansk og hinni óvæntu frelsistilkynn- ingu og að siðustu sagði hún að þau ætluðu að fara frá Tukolan austur Siberiu og reyna að komast i skip austur i Vladivostok. — Að hugsa sér ef Alexej yrði stadd- ur þar. Berit þorði ekki að láta slikt i ljós i bréf- inu. Vel gat þó verið að bréfið frá Alexej gæti borizt þangað. Beðið hennar þar á pósthús- inu. Berit sagði Árna að hún hefði skrifað Alexej og byggist við að fá bréf frá honum i Vladivostok. ,,Þú ert varia með öll- um mjalla Berit”, svaraði Árni. „Við verðum áreiðanlega komin til Vladivostok, löngu áður en bréfið frá þér er komið til Moskva. En þú getur svo sem sent bréfið fyrir þvi”. „Uss þessir strákar”, tautaði Berit en roðnaði um leið upp i hársrætur, „alltaf þykjast þeir vita allt bezt”. Um kvöldið fór Árni að heimsækja lögreglu- stjórann i Tukolan og afhenti honum bréfið frá landsstjóranum i Verchojansk. Lögreglu- stjórinn lofaði að gera allt sem hann gæti fyrir þau systkinin en hann sagði að þau yrðu að stanza i nokkra daga, þvi að hann þyrfti að út- vega hesta, sleða og fylgdarmenn. Hann bauð þeim að dvelja hjá sér þessa daga. „Við þökkum kærlega boðið”, svaraði Ámi. Lögreglustjórinn var maður um fertugt ógift- ur fáorður og alvar- Lady sófasettið Vegna hagstæðra innkaupa og aukinnar hagræðingar í framleiðslu, getum við nú boðið þessi vinsælu sófasett og sófaborð á neðangreindu verði: Sófasett meö dralon áklæði kr. 225.000 Skammel meödralonáklæði kr. 28.000 Sófaborð70x140 cm frá kr. 55.000 Hornborð 70x70 frá kr. 40.000 Getum boðið úrval af öðrum áklæðum. Hringið eða skrifið eftir áklæðapruf- um. Eigum einnig fjölmargar gerðir af sófaborðum úr mismunandi viðar- tegundum og með ýmsum gerðum af plötum, svo sem: Eir, marmara, keramik o.fl. o.fl. Fæst einnig sem hornsófi á tilsvarandi verði. A A ^ SIÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 Þaátsgd

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.