Tíminn - 30.10.1977, Page 39
Sunnudagur 30. október 1977
39
flQkksstarfið
Almennir fundir
Framsóknarfélag Reykjavfkur heJdur sex fundi aö Hótel Esju.
3. fundur mánudaginn 31.
október kl. 20.30
Landbúnaðarmál. Landnýt-
ing og gróður landsins.
Ræðumenn:
Halldór E. Sigurðsson, land-
búnaðarráðherra
Ingvi Þorsteinsson, magister
4. fundur mánudaginn 7
nóvember kl. 20.30
Skipulagsmál og lóðaút-
hlutun
Ræðumenn:
Alfreð Þorsteinsson,
borgarfulltrúi
Kristmundur Sörlason, iðn-
rekandi
5. fundur mánudaginn 14. nó-
vember kl. 20.30
Þróun verðlagsmála og
vextir.
Ræðumenn:
Ölafur Jóhannesson, ráð-
herra
Þorvarður Eliasson, fram-
kvæmdastj. Verzlunarráðs
Helgi Bergs, bankastjóri
6. fundur mánudaginn 21.
nóvember kl. 20.30
Orkumál og stóriðja.
Ræðumenn: Steingrimur
Hermannsson, alþingis-
maður
Páll Pétursson, alþingis-
maður
Allir fundirnir eru almennir fundir og opnir öllum. Eru haldnir
að Hótel Esju og hefjast kl. 20.30. Stjórnin
Snæfellingar — nærsveitir
Seinna spilakvöld Framsóknarfélaganna
verður að Breiðabliki laugardaginn 5.
nóvember og hefst kl. 21.00 Alexander Stef-
ánsson sveitarstjóri i ölafsvik flytur ávarp.
Góð kvöldverðlaun. Hljómsveitin Alfa Beta
leikur fyrir dansi. Heildarverðlaun fyrir bæði
kvöldin eru farmiðar fyrir tvo til Kanari -
eyja á vegum Samvinnuferða.
Stjórnin
Miðstjórnarfundur S.U.F.
Miðstjórnarfundur Sambands ungra Framsóknarmanna verður
haldinn föstudaginn 18.nóv.og laugard. 19. nóv. næstkomandi að
Hótel Heklu.
Dagskrá:
Föstudagur 18. nóv.
Kl. 16.00 Setning. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Kl. 16.10 Skýrsla stjórnar. Umræður.
Kl. 18.00 Mál lögð fyrir þingið
Kl. 20.00 Nefndarstörf.
Laugardagur 19. nóv.
Kl. 9.30 Nefndarstörf.
Kl. 13.00 Afgreiðsla mála.
Kl. 16.00 Fundarslit.
Kjördæmisþing framsóknar-
manna í Norðurlandskjördæmi
eystra
verður haldið að Hótel Varðborg Akureyri 5. og 6. nóvember.
Þingið hefst laugardaginn 5. nóvember kl. 10.00 f.h.. Auk
venjulegra starfa verður fjallað um framboð flokksins til næstu
alþingiskosninga.
Stjórn K.F.N.E.
Flugmálanefnd
Fundur verður haldinn I
fiugmálánefnd Framsóknar-
fiokksins fimmtudaginn 3. .
nóvember kl. 17 i skrifstofu
flokksins að Rauðárárstlg 18.
flokksstarfið
Framsóknarmenn
Breiðholti
Fundur verður haldinn i Hverfasamtökum
framsóknarmanna i Breiðholti mánudaginn
31. október kl. 21.00 að Völvufelli 26. f
Alfreð Þorsteinsson, borgarfuiltrúi, mætir á
fundinum.
Stjórnin.
Mosfellingar
— Nágrenni
Almennur stjórnmálafundur verður haldinn að Hlégarði
fimmtudaginn 10. nóv. n.k. kl. 21. Jón Skaftason talar um við-
horfin I stjórnmálum og Haukur Nielsson Helgafelli ræðir um
hreppsmálin.
Allir velkomnir. Mætið vel og stundvislega.
Stjórnin
Reykjaneskjördæmi
Kjördæmisþing framsóknarmanna i Reykjarneskjördæmi
verður haldið i Festi Grindavik sunnudaginn 27. nóvember og
hefst kl. 10.00 árd.
Dagskrá nánar auglýst siðar.
Formenn flokksfélaga eru minntir á kosningu fulitrúa á þing-
ið.
Stjórn KFR
FUF í Kópavogi
Aðalfundur Félags ungra framsóknar-
manna i Kópavogi verður haldinn 8. nóvem-
ber að Neðstutröð 4.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Gestur Kristinsson, erindreki SUF kynnir
vetrarstarfið.
Stjórnin.
SUF-arar
Munið hádegisverðarfundinn þriðjudaginn 1.
nóvember.
Umræðuefni verður starfið framundan.
Steingreinur Hermannsson alþingismaður
mætir á fundinum.
SUF
íslenzkir útgef-
endur og bóka-
gerðarmenn fá
viðurkenningu,
á alþjóðlegri j
bókasýningu
Alþjóðleg bókasýning var
haldin i Leipzig I sumar og
sendu nokkrir Islenzldr bókaút-
gefendur bækur þangað, allsum
40 bækur.
Þetta var geysimikil sýning
og er hún jafnan haldin á fimm
ára fresti. Að þessu sinni voru
sýningarbækur um 10.000 frá 71
þjóðlandi. Verðlaun og viður-
kenningar voru veitt fyrir fal-
legustu og bezt gerðu bækurnar
og annaðist aiþjóðleg dómnefnd
valið. Viðurkenningu hlutu 4000
aðilar, þar af 10 islenzkir fyrir 4
bækur. Er það mjög athyglis-
verður og ánægjulegur árangur
og Islenzkri bókagerð til mikils
sóma.
Viðurkenningarskjölin af-
henti Georg Spitzl sendiráðsrit-
ari I sendiráði Austur-þýzka
alþýðulýðveldisins I Reykjavik
aö viöstöddum gestum. Eftir-
taldir menn veittu viðtöku
heiðursskjölunum:
Brynjólfur Bjarnason f.h. Al-
menna bókafélagsins fyrir bók-
ina Ljósmyndir Sigfúsar
Eymundssonap og Ottó Ólafsson
(Grafik og hönnun) fyrir hönn-
un bókarinnar.
Jón Emii Guðjónsson f.h.
Ríkisútgáfu námsbóka fyrir
bókina Barnagamanog Baltas-
ar fyrir teikningar I bókinni.
Þröstur Ólafsson f.h. Máls og
menningar fyrir bókina Vatna-
jökull og Gunnar Gunnarsson
fyrir hönd látins fööur sins,
Gunnars Hannessonar.sem tók
myndirnar I bókinni.
Aöur haföi Geir S. Björnsson
veitt viötöku heiðursskjali I hófi
noröur á Akureyri f.h. Bóka-
forlags Odds Bjömssonar fyrir
bókina Akureyri og norðriö
fagra.
Þá veitti Guðmundur
Benediktsson viðtöku tveim
heiðursskjölum f.h. Prentstofu
sinnar fyrir setningu bdkanna
Vatnajökull og Akureyri og
norðriö fagra.
Við afhendinguna mælti
sendiráðsritarinn nokkur orð.
Hann kvaðst vita, að Islending-
ar heföu orö fyrir aö vera mikil
bókaþjóð.ensamtværi sér það I
senn undrunar- og aðdáunar-
efni, að hlutur Islenzkra bóka-
geröarmanna og útgefenda
skyldi verða jafnstór á þessari
sýningu og raun bæri vitni.
Elina O. Sandström og tvær mynda hennar. Timamynd Gunnar.
Finnskir
listamenn
sýna á
Borgarspítala
SJ-Reykjavik. Þrir finnskir iista-
menn Elina O. Sandström, Juhan
Taivaljarvi og Liisa Taivaljarvi
sýna smámyndir, rissmyndir og
oliumátverk i anddyri og á 3. hæð
Borgarspitalans fram til 6.
nóvember næstkomandi. Juhan
Taivaljarmi og Elina O. Sand-
ström hafa áður haldiö sýningar
hér á landi. Þetta er sölusýning
og kosta myndirnar 10.000-75.600
kr. 40 verk eru á sýningunni.
Akurevri
sýnum og seljum
mánudaginn 31. október
Subaru '77 — Peugot 504 '75 —
Saab 99 '73 (skuldabréf möguleg)
BÍLASALA NORÐURLANDS
— Sími 2-12-13