Fréttablaðið - 27.05.2006, Page 66

Fréttablaðið - 27.05.2006, Page 66
 27. maí 2006 LAUGARDAGUR46 EINS OG JAPÖNSK GEISHA Leikkonan Cate Blanchett sést hér á frumsýningu myndarinnar Babel sem hún leikur aðalhlutverkið í ásamt Brad Pitt. Hún var í fallegum svörtum og hvít- um kjól úr smiðju Alexanders McQueen. FLAMENCO-HITI Í CANNES Spænski dansarinn Joaquin Cortes er hér mættur ásamt unnustu sinni, spænsku fyrirsætunni Marisa Jara. Hún er í sægrænum síðkjól og hann er svartklæddur. Takið eftir skónum, sem eru með óvenjulega háum hæl. FALLEGAR MEÐ EINDÆMUM Leikkonurnar Halle Berry og Rebecca Romijn voru mætt- ar á frumsýningu X-Men 3: The Last Stand en þær leika báðar í myndinni og voru að vonum ánægðar með sitt. Þær stöllur eru í stíl í gulllituðum kjólum. Mikið hefur verið um dýrðir í Cannes þessa vikuna en kvikmyndahátíðin er haldin í 59. skipti í ár og flykkjast stjörnurnar til Frakklands. Úti um allt eru partí og auðvitað hver frumsýningin á fætur annarri. Rauði dregillinn er því til staðar með tilheyrandi ljósmyndurum og allir kappkosta að skarta sínu fegursta. Kjólarnir eru í forgrunni og mikið um skemmtileg og tilraunakennd snið og fallega liti. Fjölbreytni var áberandi og kjólarnir jafnt stuttir sem síðir. Hátískuhönnuðir á borð við Dior, Versace og Balmain settu sinn svip á hátíð- ina sem og minna þekktir hönnuðir. Látum myndirnar tala sínu máli. HÖNNUÐUR MEÐ PUTTANA Á PÚLSINUM Bandaríski hönnuðurinn Tommy Hillfiger er hér mættur á hið árlega Grisogno-partí í Cannes. Hvítar buxur og dökkblár blazer klikka sjaldan. SKUGGALEG SAMAN Rokkarinn Marilyn Man- son og kærasta hans, fyrirsætan og dansar- inn Dita Von Teese, voru svartklædd frá toppi til táar fyrir utan smá rautt þema sem greina í skónum hans og blóminu hennar. RAUÐI DREGILLINN Á CANNES-HÁTÍÐINNI HJÓLABRETTASTELPAN OG SÖNGKONAN AVRIL LAVIGNE Avril var mætt til frumsýn- ingar teiknimyndarinnar „Over the Hedge“ en hún ljáði rödd sína í myndinni. Hún var í flottum röndóttum kjól úr smiðju Giorgio Armani. Í SILFRI FRÁ TOPPI TIL TÁAR Paris Hilton var mætt til að sjá frumsýningu myndarinnar X-Men 3. Hún er þekkt partíljón og lætur sig sjaldan vanta á rauða dregilinn. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES SVART ER LITURINN Hönnuðurinn Roberto Cavalli var mættur í hið árlega Grisogno- partí með Camillu Al-Fayed. Hann er í fallegum svörtum jakkafötum og hún í dimmbláum hippalegum kjól. SÆT Í BLÁU Leikkonan unga Anna Paquin mætir hér á frumsýningu myndarinnar X-Men í flottum turkísbláum kjól með einum hlýra. FEGURÐARDROTTNING Leikkonan Halle Berry er hér á frumsýningu myndarinnar X-Men 3 og er hún glæsileg í fallegum gulllituðum kjól og er berustykkið alsett skrauti. X-FÓLKIÐ KOMIÐ AFTUR Leikararnir Famke Janssen og Hugh Jackman koma á frum- sýningu X-Men 3. Janssen er í fallegum hvítum síðkjól og hann í hefðbundnum svörtum jakkafötum. FRASIER MÆTTUR Á SVÆÐIÐ Leikarinn góðkunni Kelsey Grammer og kona hans Camille Grammer voru mætt á frumsýn- ingu myndarinnar X-Men 3: The Last Stand. Hann leikur einmitt blátt loðið skrímsli í myndinni og því ekki annað við hæfi en að hjónin voru í bláu í stíl, hún í bláum kjól og hann með blátt bindi. JAÐARDROTTNINGINN Leikkonan Chloë Sevigny sést hér á frumsýningu myndar- innar Babel. Hún er í flottum blöðrulaga svörtum kjól og poppuðum skóm í stíl. Smart eins og henni einni er lagið. DA VINCI LYKILLINN Franska leikkonan Audrey Tautou leikur aðalhlutverkið í myndinni Da Vinci lyklinum og er hér á frumsýningu myndarinnar ásamt leikstjóranum Ron Howard. Hún var í flottum stuttum hvítum kjól úr smiðju Balmains og silfurlituðum skóm.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.