Fréttablaðið - 27.05.2006, Síða 66

Fréttablaðið - 27.05.2006, Síða 66
 27. maí 2006 LAUGARDAGUR46 EINS OG JAPÖNSK GEISHA Leikkonan Cate Blanchett sést hér á frumsýningu myndarinnar Babel sem hún leikur aðalhlutverkið í ásamt Brad Pitt. Hún var í fallegum svörtum og hvít- um kjól úr smiðju Alexanders McQueen. FLAMENCO-HITI Í CANNES Spænski dansarinn Joaquin Cortes er hér mættur ásamt unnustu sinni, spænsku fyrirsætunni Marisa Jara. Hún er í sægrænum síðkjól og hann er svartklæddur. Takið eftir skónum, sem eru með óvenjulega háum hæl. FALLEGAR MEÐ EINDÆMUM Leikkonurnar Halle Berry og Rebecca Romijn voru mætt- ar á frumsýningu X-Men 3: The Last Stand en þær leika báðar í myndinni og voru að vonum ánægðar með sitt. Þær stöllur eru í stíl í gulllituðum kjólum. Mikið hefur verið um dýrðir í Cannes þessa vikuna en kvikmyndahátíðin er haldin í 59. skipti í ár og flykkjast stjörnurnar til Frakklands. Úti um allt eru partí og auðvitað hver frumsýningin á fætur annarri. Rauði dregillinn er því til staðar með tilheyrandi ljósmyndurum og allir kappkosta að skarta sínu fegursta. Kjólarnir eru í forgrunni og mikið um skemmtileg og tilraunakennd snið og fallega liti. Fjölbreytni var áberandi og kjólarnir jafnt stuttir sem síðir. Hátískuhönnuðir á borð við Dior, Versace og Balmain settu sinn svip á hátíð- ina sem og minna þekktir hönnuðir. Látum myndirnar tala sínu máli. HÖNNUÐUR MEÐ PUTTANA Á PÚLSINUM Bandaríski hönnuðurinn Tommy Hillfiger er hér mættur á hið árlega Grisogno-partí í Cannes. Hvítar buxur og dökkblár blazer klikka sjaldan. SKUGGALEG SAMAN Rokkarinn Marilyn Man- son og kærasta hans, fyrirsætan og dansar- inn Dita Von Teese, voru svartklædd frá toppi til táar fyrir utan smá rautt þema sem greina í skónum hans og blóminu hennar. RAUÐI DREGILLINN Á CANNES-HÁTÍÐINNI HJÓLABRETTASTELPAN OG SÖNGKONAN AVRIL LAVIGNE Avril var mætt til frumsýn- ingar teiknimyndarinnar „Over the Hedge“ en hún ljáði rödd sína í myndinni. Hún var í flottum röndóttum kjól úr smiðju Giorgio Armani. Í SILFRI FRÁ TOPPI TIL TÁAR Paris Hilton var mætt til að sjá frumsýningu myndarinnar X-Men 3. Hún er þekkt partíljón og lætur sig sjaldan vanta á rauða dregilinn. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES SVART ER LITURINN Hönnuðurinn Roberto Cavalli var mættur í hið árlega Grisogno- partí með Camillu Al-Fayed. Hann er í fallegum svörtum jakkafötum og hún í dimmbláum hippalegum kjól. SÆT Í BLÁU Leikkonan unga Anna Paquin mætir hér á frumsýningu myndarinnar X-Men í flottum turkísbláum kjól með einum hlýra. FEGURÐARDROTTNING Leikkonan Halle Berry er hér á frumsýningu myndarinnar X-Men 3 og er hún glæsileg í fallegum gulllituðum kjól og er berustykkið alsett skrauti. X-FÓLKIÐ KOMIÐ AFTUR Leikararnir Famke Janssen og Hugh Jackman koma á frum- sýningu X-Men 3. Janssen er í fallegum hvítum síðkjól og hann í hefðbundnum svörtum jakkafötum. FRASIER MÆTTUR Á SVÆÐIÐ Leikarinn góðkunni Kelsey Grammer og kona hans Camille Grammer voru mætt á frumsýn- ingu myndarinnar X-Men 3: The Last Stand. Hann leikur einmitt blátt loðið skrímsli í myndinni og því ekki annað við hæfi en að hjónin voru í bláu í stíl, hún í bláum kjól og hann með blátt bindi. JAÐARDROTTNINGINN Leikkonan Chloë Sevigny sést hér á frumsýningu myndar- innar Babel. Hún er í flottum blöðrulaga svörtum kjól og poppuðum skóm í stíl. Smart eins og henni einni er lagið. DA VINCI LYKILLINN Franska leikkonan Audrey Tautou leikur aðalhlutverkið í myndinni Da Vinci lyklinum og er hér á frumsýningu myndarinnar ásamt leikstjóranum Ron Howard. Hún var í flottum stuttum hvítum kjól úr smiðju Balmains og silfurlituðum skóm.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.