Tíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 1. desember 1977 5 á viðavangi í sóknarhug Á kjördæmisþingi Fram- sóknarmanna i Suðurlands- kjördæmi, sem haldið var i lok október sl.f flutti ólafur Jó- hannesson, formaður Fram- sóknarflokksins og dóms- og viðskiptaráðherra, athygiis- verða ræðu. t upphafi ræðu sinnar rakti ólafur nokkur meginverkefni niíverandi rikisstjórnar og sagði að reynslan heföi sýnt, að ekki mátti seinna vera að vinna þann sigur sem unnizt hefur i landhelgismálinu. Þvi næst ræddi hann um at- vinnumálin og benti á að nóg atvinna hefur haldizt um land allt og nokkur þensla á vinnu- markaðinum. Bylting í atvinnulífi t þvi sambandi sagði Ólafur m.a.: „í þvi sambandi er oft talað um byggðastefnu, og þá er sérstaklega höfö i huga sú at- vinnuuppbyggingarstefna, sem var byrjað á i tið vinstri stjórnarinnar, en hefur verið haldið áfram 1 tið þessarar. Um hana má segja, að þar sé sjón sögu rikari, og þeir sem fara um landið, sjá hvað hefur gerzt — og betur heldur en þvi verði lýst með orðum i at- vinnulifi. Sú bylting er greini- legri viða annars staðar en hér á Suðurlandi, þó að hún hafi lika komið við hér. Á hinn bóginn er það svo, að það eru skuggahliðar. Stjórn- inni hefur ekki tekizt að ná þeim tökum á efnahagsmál- um, sem þurft hefði, og hún ætlaði sér. Þar ber fyrst að nefna verðbólguna. Ekki hefur tekizt að standa við það fyrir- heit, sem stjórnin gaf, að reynt yröi að koma verðbólg- unni niður á svipaö stig og er i helztu viðskiptalöndum okkar. Ennfremur má nefna annað, sem lika er iskyggilegt, að verulegur viðskiptahalli hefur oröið gagnvart útlöndum. Við höfum á þessum árum eytt meiru en við höfum haft gjald- eyri til. 1 mörgum tilfellum er þar þó um að ræða fjármuni sem verið hefur varið til upp- byggingar gjaldeyrisaflandi og gjaldeyrissparandi fram- kvæmda: hitaveitur, virkj- unarframkvæmdir, skip. Er- lendar skuldir eru nú orðnar það háar, að það verður að stinga við fótum”. Jafnlauna- stefnan Slðar I ræðu sinni fjallaði Ólafur Jóhannesson um þróun Ólafur Jóhannesson kjaramála á þessu ári og um kjarasamningana, sem gerðir voru sl. vor. Um kjaramálin sagði hann m.a.: „Við framsóknarmenn töld- um, að það þyrfti að jafna laun.ogættiþvi að fylgja jafn- launastefnu. Það væri óhjá- kvæmilegt, að laun hinna lægst launuðu hækkuðu. Þetta hefur að visu orðið, en jafn- framt verður þvi miður að játa, aö þaö virðist hafa gengið nokkuð uppúr, og hlut- föllin — þegar upp er staðið — nokkuð svipuð og áður var. Það virðist þvi vera næsta erfitt I þessu þjóðfélagi að rétta hlut þeirra, sem lægstu launin hafa. Það verður að nokkru að skrifast á reikning þeirra manna, sem fara með þessi mál. Þó voru almennu kaupsamningarnir frá I sumar að sumu leyti skynsamlegir”. Ekki ástæða svartsýni Þvi næst rakti Ólafur þau verkefni, sem biða stjórn- valda á næstu mánuðum. Bentihann á þörf atvinnuveg- anna fyrir rekstrarlánsfé, en þær sömu skorður sem verð- bólguþróunin setur hlýtur að hafa mikil áhrif á aðgerðir og viðbrögð stjórnvalda á næst- unni. Taldi hann fyrir miklu að komizt yrði i veg fyrir þær vixlhækkanir kaupgjalds og verðlags sem hætta er á á næstunni. Siðar sagði Ólafur Jó- hannesson: „Þetta er nú það helzta, sem stjórnvöld hafa við að glima á næstu mánuðum. Og þó að þaö eigi að vera stefnan að halda uppi framförum, þá leiðir það af þvi sem ég hefi sagt, að menn geta ekki i bilifarið eins hratt og að undanförnu. Ekki er samt ástæða til svartsýni. Þjóöin hefur aldrei átt jafn stórvirk atvinnutæki og nú. Eg hcld aö menn geti litið tiltölulega björtum augum til framtiðarinnar. Við erum núna vissulega betur f stakk búin til að mæta erfiðleikum helduren áður. Ég held, aö við búum á margan háttað þeirri uppbyggingu og framförum sem átt hafa sér stað undan- farin ár. Og það er einmitt i þeirri uppbyggingarstefnu, sem Framsóknarflokkurinn hefur átt sinn rika þátt. Ekki hefur oröið nein stefnubreyt- ing i byggðamálum frá tfð siö- ustu rikisstjórnar, sem Fram- sóknarflokkurinn stóð einnig að”. Fólkið veit - og sér Aö lokum sagði Ólafur Jó- hannesson: „Ég held, að við veröum að ganga til þessara kosninga að vori i sóknarhug. Við getum boriö höfuðið hátt. Og ég held, að við eigum ekki — og meg- um ekki — tala i neinum kvörtunartón. Við eigum ekki alltaf að vera aö afsaka, að þessi stjórn var mynduð. Við eigum að undirstrika og benda á, hvaðþessi stjórn hefur gert. Og fólkið veit það vítt og breitt um landið — og sér það. Það er vissulega mikiö aö vinna fyrir okkur framsóknar- menn. — Vegna þess, að það skiptir miklu fyrir þjóðina, að það verði ekki hægt að ganga framhjá framsóknarmönnum við myndun stjórnar eftir næstu kosningar. Og það verð- ur ekki hægt, ef Framsóknar- flokkurinn vinnur á og kemur sterkur út úr þessum kosning- um. Það er aðalatriöið. Að þvi þurfiö þið öll að vinna. Það er alls staðar jafn þýðingarmikið og vissulega á þaöhvergi bet- ur viðen hér á Suöuriandi, að flokkurinn fái hér 3 menn kjörna i næstu kosningum. Og ég vil skora á ykkur að vinna ötullega að þvi. Það yrði virki- lega tekið eftir þvi um allt land”. JS Kirkjukóra- samband Árnes sýslu heldur söng- skemmtun áþ — Næstkomandi sunnudag heldur Kirkjukórasamband Ar- nesprófastsdæmis söng- skemmtun i Selfosskirkju kl. 16. Söngskemmtunin er liður i 30 ára afmæli söngmóts sambandsins, enfyrrihluti þess fór fram i Skál- holtskirkju 26. þessa mánaðar. Fjórtán kirkjukórar, sem telja 250 félaga, koma fram á þessum söngskem m tunum . Þegar Kirkjukórasambandið var stofn- að 1947 voru 7 kórar innan vé- banda þess, en nú eru þeir 14. Hér birtist síðari hluti hins mikla ritverks um sævík- inga fyrri tíma við Breiða- fjörð/ sannar frásagnir mikillar sóknar á opnum bátum við erfiðar aðstæður, sem stundum snerist upp í vörn eða jafnvel fullan ósig- ur. Nær hvert ár var vigt skiptöpum og hrakningum# þar sem hinar horfnu hetjur buðu óblíðum örlögum byrg- inn, æðru- og óttalaust. Afl- raunin við Ægi stóð nánast óslitið árið um kring og þessir veðurglöggu, þraut- seigu víkingar, snillingar við dragreipi, tóku illviðrum og sjávarháska með karl- mennsku, þeir stækkuðu í stormi og stórsjó og sýndu djörf- ung í dauðanum, enda var líf þeirra helgað hættum. — Um það bil 3000 manna er getið i þessu mikla safni. undirtektir. Slik fjáröflun hefur reynzt nauðsynleg, til þess að hann geti haldið uppi því starfi, sem nauðsynlegterog af honum er krafizt, þ.á.m. að geta veitt kjördæmissamböndunum fjár- hagslega fyrirgreiðslu. A næsta vori fara auk þess fram tvennar kosningar, eins og kunnugt er, og verður ekki hjá þvi komizt, að þær kosti mikið fé. Þess vegna eru flokksmenn sérstaklega hvattir til að vikjast vel við aukinni tekjuöflun með þvi að panta sér miða i happ- drættinu.hafiþeir ekki nú þegar fengið þá senda. Framsóknar- flokkurinn hefur ekki i önnur hús að venda i tekjuöflun, en til stuðningsmanna sinna og al- mennings og treystir þvi fast- lega að hann mæti sem viðast velvild og skilningi. Auglýsið í TÍMANUM Vinningarnir i Jólahappdrætti Framsóknarflokksins eru alls 24 farseðlar i hópferðir á vegum ferðaskrifstofunnar Sunnu á næsta ári. Þeir skiptast i 12 vinninga og eru þvi tveir farseðlar i hverj- um vinningi. Feröirnar eru til Grikklands, Kanada, til ýmissa staða á Spáni og til Kanarieyja og vis- ast nánarum það til upptalning- ar á miðunum. Framsóknarflokkurinn hefur um margra ára skeið leitað til stuöningsmanna sinna og al- drættismiðum, á þessum tima mennings um kaup á happ- árs og ávallt hlotið ágætar Frá islendingadegi i Kanada og skipasmiða frestað FI. — Þingi Sambands málm- og skipasmiðja (S.M.S.i sem hófst á Loftleiðum 26. nóv. s.i. hefur nú veriö frestað vegna ágreinings S.M.S. og verðlagsyfirvalda um verðlagsmál. Var samþykkt að fresta þinginu, þar tU ný af- greiðsla verðlagsyfirvalda lægi fyrir og linur hefu skýrzt i þeim málum. Það kom fram á fundi með blaöamönnum með stjórn S.M.S., að fyrrverandi sambandsstjórn hefur verð ákærð fyrir brot á verölagsákvæðum, þar sem hún að sögn hefur við sina launaút- reikninga byggt á nýgerðum kjarasamningum, en ekki hlýtt launaútreikningum verðlags- stjóra. Munurinn liggur í þvi, hvort launataxtar og álagninar- hvort launataxtar og álagningar- taxtar eiga að miðast við krónu- tölu eöa prósentutölu. verðlagsmálin og flutti fráfarandi formaðurÞórður Gröndal skýrslu um starfsemina sl. 2 ár. Siðan gerði Guðjón Tómasson fram- kvæmdastjóri S.M.S. grein fyrir fjárhag sambandsins og að þvi loknu fór fram kosning for manns. Fram komu tvær tillögur um Geir Þorsteinsson formann Bilgreinasambandsins og Svein A. Sæmundsson formann Félags blikksmiöjaeigenda. Geir Þor- steinsson baöst undan kjöri og var þá Sveinn A. Sæmundsson sjálfkjörinn. * « Ölfushreppur Óskar eftir að ráða vanan starfsmann til starfa á skrifstofu Ölfushrepps i Þorláks- höfn. Umsóknarfrestur er til 9. desember. Upplýsingar veitir sveitarstjóri i sima 99-3800 og 99-3726. Sveitarstjóri ölfushrepps. Jólahappdræ tti Framsóknarflokksins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.