Tíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 17

Tíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 1. desember 1977 17 ■■■■■■■■■■■■■^^■■■■■■■■■■íþróttirl , .Gífurleg spenna hér í Róm, begar dregið var í Evrópukeppninni,*, sagði Ellert B. Schram Holland, A-Þýzkaland, Pólland og Sviss... — leika með íslendingum í riðli í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu- ,,Við leikum 3-4 leiki næsta sumar í keppninni”, sagði Ellert SOS-Reykjavik — „Það var gifurleg spenna hér i Róm, þegar dregið var i riðlana i Evrópukeppni landsliða i knattspyrnu”, sagði Ellert B. Schram i stuttu spjalli við Timann i gærkvöldi. — „Við ient- um i mjög sterkum riðli— með Hollendingum, Pól- verjum, A-Þjóðverjum og Svisslendingum”, sagði Ellert. þær þjóöir sem léku i Urslitum i Evrópukeppninni 1976, Tékkósló- vakia, V-Þýzkaland, Holland og Júgóslavfa og einnig var Rúss- landi,Englandi og Belgiu raöaö i riölana en Italir — gestgjafarnir fara beint i úrslitakeppnina sem veröur háö á Italiu 1980. SZARMACH... hinn snjalli leiK- maöur Póllands, leikur á Laugar- dalsvellinum. Ellert sagöist hafa veriö á fundi með forráðamönnum knatt- spyrnusambanda þeirra landa sem verða i riðli með Islending- um. — „Við ákváöum aö koma aftur saman 20. janúar i Sviss og raða þá endanlega niður leikjun- um i riðlinum. — Viö stefnum aö þvi aö leika 3-4 leiki i Evrópu- keppninni næsta sumar, þá væntanlega einn leik i Reykjavik i vor og siðan 2-3 leiki erlendis haustið 1978”, sagði Ellert. — Þetta er einn allra sterkasti riðillinn i Evrópukeppninni — við leikum gegn Hollendingum og Pólverjum sem hafa tryggt sér rétt til að leika i HM-keppninni I Argentinu 1978 — og þá eru A-Þjóðverjar, Olympiu- meistararnir alltaf sterkir, sagði Ellert. Islendingar leika 8 leiki á næstu tveimur árum i Evrópukeppni landsliða og þvi verður nóg að gera hjá landsliðsmönnum okkar og nýja þjálfara landsliðsins. Þess má geta að Islendingar hafa ekki áður leikið landsleiki gegn Sviss og Póllandi. Evrópumeistarar Tékka voru ekki heppnir — þeir drógust i riöil með Frökkum, Svium og Luxem- burgarmönnum. Annars var 7 þjóðum raðað niður i riðlana 7, áður en dregiö var — það voru Ágúst Svavarsson kosinn handknattleiks- maður mánaöarins í Svíbióð „Ágúst maðurinn á bak við vel- gengni Drott... 99 brýtur niður markverði á færibandi”, segir sænska blaðið „Handball” Drátturinn i Róm varð þannig: 1. RIÐILL: — England, N-lr- land, Danmörk, Búlgaria og Ir- land. 2. RIÐILL: — Skotland, Austurriki, Belgia og Noregur. 3. RIÐILL: — Spánn, Júgó- slavia, Rúmenia og Kýpur. 4. RIÐILL: — Island, Holland, A-Þýzkaland, Sviss og Pólland. 5. RIÐILL: — Tékkóslóvakia, Frakkland, Sviþjóð og Luxem- borg. 6. RIÐILL: — Rússland, Ung- verjaland, Finnland og Grikk- land. 7. RIÐILL: — V-Þýzkaland, Malti Tyrkland og Wales. Spán- verjar til Argentínu Spánverjar tryggðu sér farseðilinn til Argentfnu 1978, þegar þeir unnu óvæntan sigur (1:0) yfir Júgóslövum i HM- keppninni i knattspyrnu i gær- kvöldi i Belgrad. Spánverjar tryggðu sér sigurinn 20 min. fyrir leikslok,þá kom Ruban Cano inn á sem varamaður i leiknum. Hann var mjög harður og skoraði markið. Spánverjar eru 14. þjóðin sem hefur áunnið sér sæti i HM-keppn- inni i Argentinu, en eftirtalin lönd hafa tryggt sér farseðilinn þangað: V-Þýzkaland, Argentina, Perú, Brasilia, Iran, Mexikó, Skotland, Austurriki, Holland, Sviþjóð, Pólland, Spánn, Frakk- land og Ungverjaland. Italir eru nær öruggir i úrslit og Túnis og Egyptaland berjast um sæti i úr- slitum i Afriku-riðli HM-keppn- innar. SOS-Reykjavik. — íslenzki „Lurkurinn” Ágúst Svavarsson hefur staðið sig mjög vel i sænsku „All- svenskan” i handknattleik að undanfönnu og skor- aði hann 12 mörk gegn Saab um helgina. Sænska handknattleiksblaðið „Handball” útnefndi Ágúst handknattleiksmann mánaðarins — október. Bayern kemur á óvart Blaðið segir, að Agúst hafi byrjað mjög vel með Drott og hann væri maðurinn á bak við velgengni félagsins. Agúst byrj- aði að salla mörkum i fyrstu leikjum Drott og braut hann þá niður markverði andstæðinganna á færibandi. Hann fær að leika eftir sinu höfði, og er greinilegt að hann kann vel að meta það — einnig skapar hann eyður fyrir meðspilara sina, sem á móti hjálpa honum við að hrella mark- verðina i „Allsvenskan”, — segir i blaöinu. Þá segir blaðið, að hann hafi byrjað á að skora 7 mörk i sfnum fyrsta leik — gegn Hellas, sem hefur þó bezta markvörð Svia, Frank Ström . Sfðan hafi komið 7 mörk gegn Heim og þá 10 mörk úr 13 skotum gegn Kristianstad, en þá hafi Ágúst verið helzti mað- AGCST SVAVARSSON... skoraöi 12 mörk gegn Saab urinn á vellinum — hreint óstöðv- andi. Þetta h'efur verið glæsileg byrj- un hjá islenzka risanum, sem er geysilega skotfastur, sagði blað- ið. Þá er sagt i blaðinu, að Agúst kunni mjög vel við sig hjá Drott. Það er greinilegt, að Agúst er kominn i toppæfingu og verður gaman að sjá hann leika hér með islenzka landsliðinu i desember. Agúst á örugglega eftir að leika stórt hlutverk i landsliðinu i HM-keppninni I Danmörku, svo framarlega sem hann fær að njóta sin, en verði ekki haldið niðri af þjálfurum liðsins, eins og undanfarin ár. Bayern Munchen kom enn einu sinni á óvart i gærkvöldi — þá skipti félagið á þjálfara. Félagið lét Dettmar Cramer fara frá sér, en réði i staðinn Ungverjann Gyula Lorant, þjálfara Frank- furt-liðsins, sem hefur unnið tvisvar sinnum stórsigra (4:0) Framhald á bls.,19. Arsenal stefnir á Wembley — eftir stórsigur (5:1) yfir Hull í ensku deildarbikarkeppninni. Nottingham Forest sló Aston Villa út úr keppninni JOHN MATTHEWS... einn af ungu strákunum hjá Arsenal. Arsenal vann enn einn stórsigur- inn i ensku deildarbikarkeppn- inni, þegar liðið mætti Huil á Highbury i London. Leikmenn Arsenal sem hafa tekið stefnuna á Wembley skutu Hull-liðið á bóla- kaf — 5:1 og eru komnir i 8-liða úrslit keppninnar. Það voru þeir Liam Brady, John Matthews (2) Frank Stapleton og Malcolm MacDonald sem skoruðu mörk Arsenal. Arsenal —Hull..............5:1 Bolton —Leeds..............1:3 Bury — W.B.A...............1:0 Liverpool — Coventry.......2:2 Nott. For, —Aston Villa ...4:2 Ipswich — Man. City........1:2 Sheff. Wed. — Everton......1:3 Nottingham Forest sýndi sinn bezta leik á keppnistimabilinu — leikmenn liðsins léku mjög vel og komust yfir (4:0) eftir 50 min. Peter Withe, Tony Woodcock, Viv Andersenog Larry Lloydskoruðu mörk liðsins en þeir Brian Little og Frank Corradus náðu að minnka muninn fyrir Villa. Liam Brady, John Matthcws (2) Frank Stapleton og Malcolm MacDonald skoruðu mörk Arsenal. Ian Robbins skoraði sigurmark Bury. Jim Pearson (2) og Martin Dobson skoruðu mörk Everton. Dennis Tueart og Brian Kidd skoruðu fyrir City en Trevor Whymarkskoraði mark Ipswich. David Faircloughog Phil Neal (vitaspyrna) skoruðu fyrir Liverpool en þeir Ian Wallace og Barry Powell skoruðu mörk Coventry.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.