Tíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 15
Fimintudagur 1. desember 1977 15 GÍRÓ 151009 Verð kr.4.320.— Kilja kr.3.780.— Félagsverð inn- bundin kr.3.500. sæki á stundum svipaöar hug- renningar og klerkinn sem sokkið hafði I myrkri ofan i fjórhauginn við Vorsabæ og stundi: j.Elsku Drottinn, ég veit þú lætur mig ekki deyja á þessum óttalega stað!” Þegar forveri Guðmundar i embætti hætti störfum við bank- ann i Stykkishólmi gekk hann á vit móður náttúru og fór aö erja jörðina á Skógarströnd. Þótt haft sé fyrir satt að Snæfellingum líði þrátt fyrir allt yfirleitt vel eftir dauðann, veit ég að Guðmundur á sér annan draum en að deyja Snæfellingur, hann á sér þann draum aö dagsverki loknu hér að fá enn á ný að finna ilm úr sinni gömlu jörð norður i Hörgárdal. Undir þá frómu ósk hans taka vinir hans allir og biðja honum blessunarog þeim hjónum báðum á þessum timamótum. Rögnvaldur Finnbogason Staðastaö Þýðandinn: Þor- geir Þorgeirsson þvi vikingaeðli sem honum var i blóð lagið. A þeim árum er Guð- mundur sat jörðina, eða fram til ársins 1972, mé segja að þar hafi flestir hlutir verið gerðir nýir, tún ræktuð og hús byggð frá grunni. Vinur minn komst snemma að þvi að ,,eigi er það gott að maðurinn sé einsamall” og leitaði sér þeirr- ar staðfestu :ér bezt hefur dugað honum i lífsins argaþrasi. Hann kvæntist 1. des. 1944 Berghildi dóttur Bernharðs Stefánssonar alþm. og konu hans Hrefnu Guð- mundsdóttur. 1 öllu hans starfi hefur hún verið hans trausti föru- nautur, hlut hennar að öllu þvi sem unnið var á Þúfnavöllum meðan þau hjón sátu jörðina þekkja allir Hörgdælir og þeir er þangað komu og nutu gestrisni þeirra hjóna. Son eignuðust þau hjón árið 1954, Eið sem nú stundar nám við Háskóla Islands. Þvi mun jafnan svo farið að menn bindast þeim stöðum sterk- ustum böndum sem þeir vinna mest og svo er um Guðmund Eiðsson og Þúfnavelli. Þar mun hugur hans dvelja löngum, þótt hann jafnhliða starfi bóndans hafi rækt önnur störf, — og fyrst farið er að tiunda verk Guðmundar er rétt að geta þess að á vetrum vann hann sem aðalbókari við Búnaðarbankann á Akureyri, fyrst hjá tengdaföður sinum og siðar Steingrimi mági sinum, einnig var hann endurskoðandi hjá KEA um 10 ára skeið. Arið* 1973 verða þáttaskil i lifi Guðmundar og þeirra hjóna. Hann lætur af störfum við bank- ann á Akureyri, kveður frændur og vini og flyzt til Hólmavikur til að veita þar forstöðu nýju útibúi Búnaðarbankans. Þau tvö ár sem i hönd fóru liðu skjótt f peninga- vafstri þvi sem starfinu fylgdi. En hitt er mér vel kunnugt að á þeim skamma tima eignaðist Guðmundur margan góðan vin þar nyrðra og ávann sér traust allra sem honum kynntust. Þá gerist það I sólmánuði 1975 aö Guðmundur hefur tekið við bankastjórn i Stykkishólmi i hinu „lakkeraða barbarii” sem Guð- mundur læknir kallaði svo. „mik- il guðsblessun er þetta”, varð mér að orði, þvi seint mun of margt góðra manna hjá þvi vonda fólki sem sagt er að byggi Snæfellsnes. Hvað kom til að Guðmund hafði borið upp á þessa strönd? Ég þóttist vita að fám störfum fylgdi minni sálarró en þeim sem tengd eru peningum og i engu starfi sé sálarheill manna stefnt i jafnmikla tvisýnu sem þar. Gat það verið að Guð- mundur hefði lent i andlegri haf- villu eftir að þessi Öryggisventill sálarinnar — Þúfnavellir og bú- stangið — var horfinn honum sýn? En til hvers var að spyrja {jessa — hvað var það sem dró hvern dánumanninn af öðrum vestur hingað, komst ekki sr. Árni Þórarinsson að þvi að lokum að hann hafði verið leiddur af anda að Stórahrauni, og hvað hafði komið vini minum Jóni Magnússyni lögfræðingi til að flytjast hingað vestur eða þá Arna póstmeistara Helgasyni — og mér sjálfum??? Vorum við ekki allir leiddir af einhverjum anda hingað vestur og Guðmund- ur lika? Eftir okkar fyrsta fund hér á Snæfellsnesi sá ég strax að Guð- mundur hafði engum týnt, hann leit björtum augum til framtiðar- innar og var engum farinn að kynnast. En „fleira veit sá er fleira reynir”, er haft eftir Gretti heitnum og margur hefur mátt reyna sannleik þeirra orða. Guö- mundur er eflaust orðinn reynd- ari að bankavisdómi og lifspeki nú en þegar hann lagði af stað i þessa för og veit hvursu ólik þau viðskipti geta verið á hinum að- skiljanlegu stöðum. Sú tið er löngu liðin að þá Sighvat gamla I Eyvindarholit og Magnús Stephensen „sundlaði við milljón- um”, enda milljónirnar varla orðnar annað en náfnið tómt. En hvað þá um öll varnarorð hinna visu manna og fornu spekinga? Hafa þeir ekki varað við þessa heims auði og fylgikonu hans öf- undinni, sem sr. Arni segir að sé „versti afleggjari ágirndarinn- ar”? Sjálfur Konfúsius hrökk upp með andfælum úr fasta svefni ef hann var snertur með fimmeyr- ingi — hvað hefði orðið um alla hans speki, hefði hann einn dag orðið að standa i sporum vinar mins Guðmundar innan við disk i Hólminum og hvað margir víxlar hefðu verið keyptir daginn þann? — Það má vera að Guðmundur sé ekki jafnbjartsýnn i dag og hann var i sólmánuði 1975 og á hann 60 ára Guðmundur Ekki man ég það gjörla hvar fundum okkar Guömundar Eiðs- sonar bar fyrst saman. Var það á bökkum Hofsár i Vopnafirði eða I Búnaðarbankanum á Akureyri, austur i Biskupahálsi eða barnum á KEA? 1 endurminningunni svif- ar honum fyrir á öllum þessum stöðum i senn, og gæti hann vel hafa verið i hverjum þessara staða á einum og sama deginum og finnst mér það sennilegast. Guðmundur er einn þeirra yfir- bragðsmiklu manna sem ekki glutrast úr minni þótt maður missi sjónar á þeim um skeið og næstu fundir séu langt undan, kemur þar hvort tveggja til — ytri vallarsýn mannsins og innri drengskapur. Rætur Guðmundar Eiðssonar standa i norðlenzkum jarðvegi, nánar til tekð i Hörgárdal. A Þúfnavöllum var hann borinn i þennan heim á jólaföstu 1917, fyrir réttum 60 árum. Sá bær var mér fyrrum kunnur fyrir það eitt að hann tengdist sögunni af djáknanum á Myrká, en eftir að fundum okkar Guðmundar bar saman er sá bær i lffrænni tengsí- um við hugskot mitt en meðan hann var knýttur við Myrkár- djáknann sem skolazt hafði upp á Þúfnavallanes örendur eins og segir i þeirri annars frábæru sögu. — Guðmundur er sonur hjónanna Láru Friðbjarnardóttur frá Staðartungu i Hörgárdal og Eiðs Guðmundssonar á Þúfna- völlum, sem öllum Eyfirðingum eru kunn. Guðmundur óx upp á Þúfnavöllum með foreldrum sin- um og þótti bráðgerr i uppvexti og kominn á sig vel eins og segir um afbragðsmenn ýmsa i göml- um bókum. Um hann mætti raun- ar hafa lýsingu Sturlungu á kunnum Snæfellingi er óx upp á Staðastað, Þorgilsi skarða, með smávægilegum tilbrigðum. Hann var snemma vænn maður yfirlits, herðimikill og gjörvilegur, dökk- ur á hár og brúnamikill, bjartur á hörund, eygður manna bezt.mið- mjór (framan af), þykkt hár og fór vel, Snemma þótti hann hraustur og harðgerr, fastheitinn og ör I að efna — einkum það sem hann hét góðu. Og þótt Guðmund- ur hafi ekki hlotið skarð það i vör sem Þorgils dró nafn af og var honum lýti, hlaut Guðmundur skarð I höku, sem þótt hefur til fegurðurðarauka fremur en hitt þeim er ber. En þar eð Guðmund- ur þótti eigi siður andlega vel á sig kominn en likamlega var hann sendur til að nema nýt fræði við fótskör þeirra meistara er bezt hafa dugað Norðlendingum á þessi öld og lauk hann með sóma prófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri vorið 1937. 1 augum þeirrar kynslóðar sem aöeins þekkir Island eftirstriðasáranna þykir það kannski ekki mikil mennt að hafa farið i „gaggó” og lokið þaðan prófi, en mér er það mjög til efs að öllum þorra þeirra sem nú ljúka stúdentsprófi frá súpergaggó sem menntaskólinn er orðinn nýtist betur skólanámið en Guðmundi og hans samtiöar- mönnum nýttist sitt gamla gagn- fræðapróf. Engar sögur fara af þvi að Guðmund hafi þurft að berja til bókar, enda hóf hann sitt gagnfræðanám á þeim aldri þeg- ar búið er að jaga alla náttúrlega menntunarlöngun út af flestum islenzkum unglingum I dag með valdboðinni menningarneyzlu. En engar sögur fara heldur svo mér séu kunnar af sérstöku ljúf- lyndi hans við skólabræöur sina eða undirdánugheit við lærifeöur og þaðan af siður skirlifri fram- göngu við hið veikara kyn. Ekki er mér heldur örgrannt um að hann hafi bergt á fleiri brunnum en vizkubrunninum einum á þess- um árum, þó held ég það hafi frá upphafi farið vel á með honum og Bakkusi gamla og hvorugur þurft að fyrirverða sig fyrir hinn. Hitt er kunnara en frá þurfi að segja, að margur er maðurinn bráð- skapaður við öl og lýstur þá margur annan á kjamma og nös. En æskan er sjúkdómur sem læknast fljótt og bernskuleikjum lýkur fyrr en varir. Árið 1938 er gengið I garð og Guðmundur hefur byrjað búskap á Þúfnavöll- um. Næstu árin gengur hann að jarðabótum og nýbyggingum með William Heinesen TURNINN Á Turninn á heimsenda er nýjasta skáldsaga Williams Heinesens, saga sem hann hefur haft I smiöum um tuttugu ára skeiö. Hér birtist heims- mynd þeirra daga þegar jörðin var enn ekki orðin hnöttótt, en hafði upphaf og enda og dýrlegur turn trónaði yst á veraldarnöfinni. Siðan raskast þessi heimsmynd smám saman, hrynur og hverfur, nema i endurminningu sögumanns sem horfir til baka á löngu liðinn tíma, til fjarlægra veralda. Þorgeir Þorgeirsson er fyrir löngu orðinn mjög handgenginn verkum og skáldskaparheimi Williams Heinesens enda mun öllum bera saman um að þetta snilidarverk hafi hlotið þann islenzka búning sem þvi er samboðinn. Þessi bók er fyrsta bindið I ritsafni þeirra sagna eftir William Heinesen sem enn hafa ekki komið út á fslensku. Mál og menning HEIMSENDA Eiðsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.