Tíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1. desember 1977 3 Iceland Froducts: Salan 46,9 mill- jónir dollara fyrstu 9 mánuðina ■mh Fiskréttaverksmiöja Iceland Products Inc. I Harrisburg I Bandarlkjunum. Starfsfólki sagt upp vegna hráefnisskorts í frystihúsinu á Stokkseyri GV — Fastráðnu starfsfólki i frystihúsinu á Stokkseyri var sagt upp i gær með viku fyrirvara og i þvi sambandi hafði Timinn tal af Ásgrimi Pálssyni framkvæmda- stjóra fyrirtækisins. Hann sagði að þetta væru 20 manns og að fastráðningarsamningum hefði verið sagt upp vegna hráefna- skorts. — Það er mjög viða sem þetta er tiðkað þegar ekki fæst hráefni og við eigum við árstiðabundinn hráefnaskort að striöa og er þetta ekkert óalgengt. — Það liggur i hlutarins eðli þegar hráefni fæst ekki þá er ekki hægt aö vinna. Ég veittilþessað á Akranesi er þetta gert 10-20 sinnum á hverju sumri. Páll Bjarnason verkstjdri sagði isamtali viðblaöið i gær, að þetta væri varúðarráðstöfun og ef hrá- efni væri komið i tæka tið, héldi vinna áfram eins og ekkert hefði i skorizt. áþ — Fyrstu niu mánuöi yfir- standandi árs jókst sala Iceland Products f dollurum um 26% miö- að viö sama tímabil fyrra árs. Saian greinist sem hér segir i milljónum dollara: 9mán 9mán Breyting Fisk- réttir 16.8 22.6 aukn: 35% Flök 15.5 20.3 aukn: 31% Annað 4.8 4.0 samdr: 17% Samt. 37.1m/$46.9m/$aukn: 26% Að magni er salan svipuð og ár- ið áður, og er þvi ljóst að rekja má aukninguna til verðhækkana. Það sem af er þessu ári hefur eftirspurn Iceland Products eftir flökum, einkum þorskflökum, verið miklum mun meiri en unnt hefur verið að anna, og þó er framleiðsluaukning i þorskflök- um yfir 40% i októberlok. Það kemur fram i sambands- fréttum að söluaukning hjá Ice- land Products hefði orðið mun meiri, ef hægt hefði veriö að hafa til reiðu öll þau fiskflök, sem við- skiptavinir fyrirtækisins vildu kaupa. Allt árið 1976 varð velta Iceland Products 45,5 milljónir dollara, og vantar þvi ekki mikiö upp á, að veltu alls fyrra árs sé náð i lok september 1977. Frá þvi i janúar á s.l. ári og fram til september á yfirstand- andi ári hefur þorskur í blokkum hækkað úr 60 sentum i 105 sent, ýsa hefur hækkað um sömu upp- hæð og ufsi úr 38sentum i 65sent. Miðað er við blokkapakkningar og cif verð. A sama tima hefur verðþróun i flökum verið heldur lægri. Þorsk- ur hefur hækkað úr 94 sentum i 114 og steinbitur úr 96 i 114 sent. Seiðamagnið í rækjuafla eykst í slæmum veðrum GV- Þaö hefur veriö mikiö seiöamagn I öxarfiröi en rækjan hefur haldiö sig I torfum aöskilin frá seiöunum þegar sjórinn er stilltur og þvf hefur sjómönnum veriö óhætt hingaö til aö draga trolliö I gegnum rækjutorfuna sagöi Guöni Þorsteinsson fiski- fræöingur I viötali viö Timann I gær, en eins og kunnugt er hefur þurft aö gripa til þess ráös aö loka rækjusvæöinu á öxarfiröi I eina viku. Eftir slæm veður eins og hafa verið núna undanfarið á þessum slóðum eykst seiðamagnið svo i hverju togi að þurft hefur að loka svæðinu samkvæmt þeim viðmiðunarreglum sem hafa verið settar. Guðni sagði aö það hefði litla þýðingu að skipta svæðinu niður þvi aö þetta geti snúizt við á svo stuttum tima. Þvl væri tekiö til þess að loka svæðinu öllu I einu. Svæðið veröur kannað eftir helgi. SKAGASTRÖND: Hálft hundrað at- vinnulaus vegna stöðvunar Arnars HU áþ----Eins og mönnum er eflaust hann á Akureyri. A afla togarans ifersku minni.brann Arnar HU 1, byggist starfsemi frystihússins á þar sem verið var aö gera viö Skagaströnd og nú eru forráöa- Þingverkamanna- sambandsins á morgun 8. þing Verkamannasambands islands veröur haldiö að Hótel Loftleiðum dagana 2.-4. desem- ber n.k. Hefst þinghaldið kl. 14 á morgun föstudaginn 2. desember i Verkamannasambandi is- lands eru nú 46 verkalýösfélög með samtais um 20 þúsund félagsmeml. Rétt til þingsetu eiga um 110 fulltrúar. Formaöur sambandsins er Guömundur J. Guömundsson. Skagstrendingar eru aö þreifa fyrir sér um aö fá afla af öðrum togurum meöan skip þeirra er I viögerö á Akureyri. Launajöfnunarstefnan rædd í Verðlagsnefnd: Alþýðusambandið og vinnuveitendur JS — Samkvæmt heimildum sem blaöiö hefur aflað sér urðu miklar umræöur á fundi Verð- lagsnefndar i gærmorgun, þeg- ar fjallaö var um hækkanir á veröi útseldrar vinnu nú um mánaöamótin vegna þeirra kauphækkana sem veröa frá og meö desemberbyrjun. Gera má ráö fyrir þvi, að kaup sveina hækki að jafnaðium sem næst 13% nú i desember. Um það varað ræða i Verðlagsnefnd hvort meistarar skyldu fá 10% hækkun álagningar jafnframt. Menn minnast þess, að i hin- um almennu kjarasamningum sl. vor var kveðið á um það að 2.5% yrðu tekin í svo kallaöar sérkröfur einstakra félaga og landssambanda. Iðnaðarmenn - sömdu hins vegar sin i millum flestir um það að brjóta gegn þeirri launajöfnunarstefnu sem á móti i þessu fólst, og tóku sér allt að 10% i sérkröfurnar. M.a. átti þetta við um rafverktaka og málm- og skipaiðnaðinn. Hefur verið höfðað mál gegn meisturum i þessum greinum vegna þess að þeir hækkuðu taxta sina vegna útseldrar vinnu i samræmi við þessa sér- samninga. Afturá móti fylgdu bygginga- menn ákvörðunum Verðlags- nefndar, sem hún hafði tekið i kjölfar almennu kjarasamning- anna. í júli sl. var fjallað um þessi mál i Verðlagsnefnd og var þá samþykkt meö atkvæðum laun- þegafulltrúa og oddamanns, að samningar iðnaðarmanna inn- byröis, sem brytu i bág við al- mennu kjarasamningana, skyldu ekkiganga út i verðlagið aðþvi er snerti umframhækkun fram yfir það sem leiddi af al- mennu samningunum, heldur skyldu meistarar taka þá við- bótarhækkun á sig sjálfir. I gærmorgun bar þessi mál aftur á góma i Verðlagsnefnd. Kom þar fram tillaga um að byggingamenn fengju nokkra leiðréttingu vegna þess að þeir hafa fylgt launajöfnunarstefnu almennu kjarasamninganna frá i vor. Er þessi tillaga hafði komið fram gerðust þau einkennilegu tiðindi, samkvæmt upplýsing- um blaðsins, að fulltrúi laun- þega, Snorri Jónsson, varafor- seti Alþýðusambandsins, og Baldur Guðlaugsson, fulltrúi vinnuveitenda, sameinuðust um að gera tillögu um það, aö leiö- réttingin skyldi gilda um alla útselda vinnu iönmeistara. Lögðu þeir mikla áherzlu á þaö að málið yrði afgreitt um hæl, enda vitað að almenningur og einkum láglaunafólkið una þvi illa, að launajöfnunarstefnunni verði kastað fyrir róða. Urðu miklar umræður og deil- ur um þessa tillögugerö á fundi Verðlagsnefndarinnar. Ekki tókst þó samfélagi Alþýðusam- bandsins og Vinnuveitendasam- bandsins að reka málið i gegn áður en rönd yrði við þvi reist, þvi að formaður nefndarinnar mun hafa frestað málinu og slit- ið fundi. menn þess að athuga hvort hægt muni vera aö fá afla togara i ná- grannabyggöum til vinnslu. Rétt um 50 manns er atvinnulaus vegna stöðvunar Arnars HU. Tal- iö er liklegt aö viðgerö á togaran- um Ijúki um mánaöamótin janú- ar-febrúar. — Engin kvennanna sem unnu i frystihúsinu hafa fengiö nokkra vinnu annars staðar sagöi Lárus Guðmundsson sveitarstjóri i samtali viö blaðið. — Hluti karl- mannanna hefur hins vegar verið aö mála og vinna að endurbótum i frystihúsinu. Einn linubátur legg- ur upp hjá frystihúsinu en það hefur litið að segja enda hafa gæftir verið stirðar. Þegar hefur verið athugað með að fá hingað fiskfarma af öðrum togurum sagði Lárus og að eink- um hefðikomið til greina að leita til Siglufjaröar, Sauðárkróks eöa útgerðarstaða á Vestfjörðum. Viðrannsókn á skemmdum um borð i Arnari HU kom í ljós að þær voru mun meiri en gert var ráð fyrir i upphafi. Fyrst var haldið að einungis þyrfti að gera við eldhús og borðstofu en siöar þurfti að rifa innréttingar úr öll- um hásetaklefunum. Þá þurfti að skipta um fjóra fermétra i hlið togarans. Ekkert hefur komið i ljós um eldsupptök. Um tveir mánuðir munu liða þar til viðgerð lýkur. Bóndi höfuð- kúpu brotnar GG-Stóra-Hofi. — Fyrir nokkrum dögum varö þaö slys hér i sveit- inni aö bóndinn I Stóru-Mástungu, Höröur Bjarnason, höfuökúpu- brotnaöi. Var liann fluttur I Borgarspitalann í Reykjavik og er hann nú á batavegi. Slysið varð er hann var að elt- ast við geldneyti á túninu i Stóru- Mástungu ásamt fleira fólki. Höfðu geldneytin gengið úti á heiðum i sumar og voru óstýrilát og ekki mannvön. í eltingaleiknum réöst ein kvig- an á Hörð og varpaði honum á höfuðið á freðna jörðina með þeim afleiðingum, sem áður get-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.