Tíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 1. desember 1977 erlendar fréttir Bandar í kj amenn til fundar í Kairó Fulltréar tiraeia a fundlnum I Kairó, Meir Rosenne og Eli Ben Elissar. Washington, New York, Damascus, Kairó-Reuter. Carter Bandarikjaforseti sagði i gær, að viðræður milli israelsmanna og Egypta væru mikilvægur þáttur i átt til friðar i Mið-Austurlöndum. Carter sagði, að Bandarikjamenn myndu senda fulltrua á fundinn i Kairó, en sendimaðurinn mun vera Alfred Atherton, aðstoðar- utanrikisráðherra. Nu hafa Bandarikin, ísrael og Sameinuðu Muzorewa fordæmir árásirnar á Mósambík Salisbury-Reuter. Árás Rhódesiuhers inn í Mósambik, sem fagnað var sem hernaöar- sigri af hvita minnihiutanum i Rhódesiu,virðist hafa varpab skugga á fyrirhugaðar viðræöur miili svartra og hvítra leiðtoga um varanlega lausn deilumála. Abel Muzorewa biskup, sem nýt- ur stuðnings 90% svartra manna sem eru 6,5 milljonir talsins i Rhódesiu hefur farið hörðum orö- um um árásirnar, og lýst yfir við- bjóði og undrun á athæfi hersins. Hann hefur einnig sagt að þær hamli góðum árangri i viðræöun- um. I bréfi til Ian Smith, forsætis- ráðherra Rhódesiu, sem birt var i fjölmiölum i dag', bað Muzorewa biskup um skýringu á árásunum, en talið er áð 1.200 þjóðernis- sinnaöir skæruliöar hafi fallið i þeim. Hann mæltist einnig til þess af stjórninni að fullvissa fengist fyrir þvi að engin hliðstæð fjölda- morö yröu framin i framtiðinni. Hann sagði, aö fórnarlömbin hefðu að meginhluta til verið sak- lausir flóttamenn. Talsmaður blökkumannasam- takanna sagði, aö svar viö bréfinu yrði aö berast áður en til funda með Smith kæmi. „Svariö mun gefa hugmynd um einlægni Smiths þegar hann boðaöi til þessara viöræðna” sagði tals- maðurinn. „Við munum skoða stöðu okkar i ljósi þess svars sem við fáum.” Muzorewa er einn hinna þriggja leiðtoga blökkumanna, sem Smith boðaði til fundar um kosningarétt blökkumanna i Rhódesiu. Muzorewa hefur boðað til viku þjóðarsorgar vegna morðanna i Mósambik, og hann mun hugleiða fyrirhugaðar við- ræður þessa viku. Biskupinn hef- ur ásakað hermenn Rhódesiuhers fyrir að drepa konur, börn og karlmenn sem voru flóttamenn, sem engan þátt hafa átt i bardög- um. Hitler, „Sonur Hitlers” til Vínar Loret Vin-Reuter. Vestur-þýzki sagn- fræðingurinn Werner Maser sagði i dag, að liann mundi koma ntcð manninn, sem hann telur vera son Hitlers, til Vinar, þar sem liann mun svara spurningum um fortið sina. Maser sagði frétta- mönnum, að hann vildi að Frakk- inn Jean Loret héldi fyrsta blaða- mannafund sinn í Vin i Austurriki vegna þess að það er ættjörö Hitlers. Hitler var fæddur i austurriska bænum Braunau, og eyddi nokkr- um árum ævi sinnar i Vin. Maser telur óyggjandi sannanir fyrir þvi, að hinn fimmtiu og niu ára gamli Loret sé óskilgetinn sonur þýzka foringjans, ávöxtur ástar- ævintýris Hitlers og franskrar stúlku, Charlotte Lobjoie, á árum fyrri heimstyrjaldarinnar. Maser hefur ritað sjö bækur um Hitler, og segist hafa komizt i kynni við meira en tylft fólks, sem telur sig vera afkomendur Hitlers, en Loret hefur gefið ýms- ar uppíýsingar, sem aðeins hafa getað komið frá Lobjoie sem dó 1951. Maser sagði, að hann heföi fengið enn frekari sannanir eftir að Loret gekk undir læknisfræði- leg próf, sem gáfu til kynna að honum svipaöi mjög til þýzka leið- togans. Jean Loret hefur fram að þessu neitað að tala við blaöa- menn. Þjóðirnar þegið boð Egypta um að koma til fundar i Kairó til að undirbúa friðarráðstefnuna i Genf. öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna, framlengdi i dag varðstöðu friðargæzlusveita S.Þ. sem skilja sundur heri tsraelsmanna og Sýr- lendinga um sex mánuði. 1.249 manna lið hefur haft aðsetur i Gólanhæðum siðan 1974, en i lið- inu eru Austurrikismenn, Kan- adabúar, tranirog Pólverjar, auk 83 manna úr eftirlitssveitum S.Þ. Foringjar Araba vinna að skipulagningu Tripoli ráðstefn- unnar, en Sýrlendingar, Alsirbú- ar, Suður-Jemenbúar, framá- menn PLO og aðrir foringjar Palestinuaraba hafa tekið boði Libýumanna um að koma til Tripoli. Talið er að Jórdanir og Saudi-Arabiumenn munu ekki verða viðstaddir fundina i Tripoli og Kairó. Talið er að enginn þeirra Arabaþjóða, sem hlut eiga að fyrirhugaðri Genfarráðstefnu, hafi áhuga á boði Waldheims um að koma til ráðstefnu i New York innan tveggja vikna. Dagblöð i Kairó hafa haldið áfram að verja aðgerðir Sadats, og hafa meðal annars sagt, að undirbúningur Tripoliráðstefn- unnar hafi mistekizt, en hún átti að hefjast i dag. Undirbún- ingur fundarins i Kairó er hins vegar vel á veg kominn, og lúxushótel með útsýni tii pýra- midanna taka nú ekki við neinum venjulegum gestum, og starfs- liðið er þjálfað i gyðinglegri matargerð. Foringjar PLO fara til Tripoli. Sovétmenn hafa hafnað boði Sadats, og Jórdania og Libanon munu ekki senda fulltrúa nema allir, sem boðaðir voru komi til fundar. Bandarik jam enn, Israelsmenn og Egyptar verða þvi liklega einir við umræðurnar, auk fulltrúa S.Þ. Verðbólgu- ástandið stefnir þj óðarbúskapn- um í hreinan voða A kaupfélagsstjórafundinum sem haldinn var að Holtagörðum 25. og 26-þ.m. var eftirfarandi áiyktun samþykkt: „Hinn árlegi kaupfélagsstjórafundur haldinn 1 Reykjavík 25.og 26.nóvember 1977 tclur, aö þaö verðbólguástand sem nú rfkir hér á iandi stefni þjóöarbúskapnum I hreinan voða Svo viröist sem kostnaðarliðir I rekstri fyrirtækja þar á meöal laun og vextir, hækki sjálfkrafa I takt við verðbólguna án þess að tekið sé tillit til möguleikanna á þvi að fyrirtækin geti axlaö sivax- andi útgjaldaliði". SKORAÐ A STJORNVOLD Hafið að engu sýnd- arályktanir LÍÚ GV — Blaðinu hefur borizt yfir- lýsing frá skipstjórunum Guðjóni Kristjánssyni og Brynjólfi Ilall- dórssyni þar sem þeir lýsa furðu sinni yfir yfirlýsingu þeirri, sem aðalfundur Liú samþykkti og sendi frá sér um að banna skyldi flotvörpuveiöar næsta ár. Þeir segja: Þvílik afturhalds-sjónar- ntið, sem þar komu frant, ber vitni um þann þekkingarskort bæði á fiskveiðum og rekstri fiskiskipa, sem þessir aðilar virð- ast búa yfir, og séu þar sömu sjónarntið á ferð og komið liafa fram áður varðandi fiskvinnslu i landinu, þar sent fyrst ér fjárfest og siðan er barizt innbyrðis um aflann, sem á land kemur, með yfirborgunum og fjölgun vinnu- stöðva, þar sem enginn rekstrar- grundvöllur er fyrir hendi, — þá er þrautalending þessara frarn- sýnu manna, að fara i betli- leiðangur i rikiskassann . Þar segir einnig: Þessir menn eru mjög fundvisir á leiðir, sem auðvelda sjómönnum vinnuna, og effara ættieftir þeirra stórsnjöllu hugmyndum þá værum við sjó- menn enn að fiska með gömlu hampþorsknetunum, nótabátar okkar væru kraftblakkarlausir, og við værum að öðru leyti langt á eftir okkar samtið. St jórnvöld hafa valið þá leið, að takmarka sókn með veiði- stöðvunum, sem að okkar áliti er rétt stefna til takmörkunar á heildarafla — ef nauðsyn þykir. Vinna til sjós er enginn grinleik- ur, sem útgerðarmenn géta settá svið með fölskum leiktjöldam til að skapa sér leiðir að tjaldabaki i sameiginlega fjárhirzlu lands- manna. Við lýsum vantrausti okkar á hugmyndir þeirra i þessu máli, sem við héldum að hefðu verið jarðsettar fyrir mörgum ár- um, en birtast nú á útvegsheimil- inu sem afturganga liðins tima vinnuþrælkunar til sjós. Við skorum á stjórnvöld að hafa að engu sýndarúlyktanir sem for- usta Llú hefur fengið samþykkt- ar á aðalfundi sinum með naum- um meirihluta. Vegir og færð: Ótrúlega gott ástand miðað við árstíma SSt —Að sögn vegaeftirlitsmanna hjá Vegagerðinni er færð nú viða greiðari eftir að hlánaði. Fært er frá Reykjavik allt vestur i Gufu- dalssveit, og átti að ryöja Klett- háls i gær, en ekki hefur frétzt hvernigþað hefur gengið. Fært er um vegi i grennd við Patreks- fjörö, og stórum bilum fært um Dynjandi- og Hrafnseyrarheiðar og raunar allt til ísaf jarða r. Fært er til Súgandafjaröar og eins inn Djúp frá ísafirði. Þorskafjarðar- heiði er ófær. Þá er greiðfært til Akureyrar og fært er norður á Strandir allt i Bjarnarfjörð. Einnig er fært til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. — Greiðfært er milli Akureyrar og' Húsavikur um Dalsmynni. Frá Húsavik er fært með ströndinni allt til Vopnafjarðar. Nú er fært um Mývatns- og Möðrudalsöræfi —stórum bilum — til Austurlands og er það óvenjulegt, þó er þess að geta, að Jökulsá á Fjöllum rennur yfir veginn vestan brúar við Grimsstaði og þar er allnokk- uð vatn á veginum og aðeins fært störum bilum. A Austfjörðum er greiðfært um vegi nema Breiðdalsheiði. Fært ersiðan suður með fjörðum fyrir Hvalnes, og siðan sem leið liggur til Reykjavikur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.