Tíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 1. desember 1977 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón SigurOsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 80.00. Áskriftargjalá kr. 1.500 á mánuði. - Blaðaprenth.f. Á fullveldisdaginn Fullveldisdagurinn, sem lengi var hátiðlegur haldinn er ekki lengur sá viðhafnardagur sem hann var. Eigi að siður er mikilla timamóta að minnast, er Islendingar gerðust fullvalda 1. desember 1918, og þá jafnframt hvaða stakkaskiptum landið hefur tekið á þeim sextiu árum, sem liðin eru siðan við urðum fullvalda þjóð. Það var hvorki bjart yfir landi okkar né mannlif- inu i heiminum yfirleitt, þegar danski fáninn var dreginn niður og islenzki fáninn hafinn á stöng við stjórnarráðshúsið. Heimsbyggðin öll var flak- andi i sárum eftir ógurlega heimsstyrjöld, nauð mikil i mörgum löndum og enn barizt hér og þar. Sjálf stóðum við andspænis Kötlugosi og drepsótt þeirri, sem nefnd hefur verið spænska veikin, og i ofanálag mikil dýrtið og vöruþurrð af völdum styrj- aldarinnar. Aðeins fyrstu sporin á framfarabrautinni höfðu verið stigin. Við höfðum sima með strjálum sim- stöðvum, brýr voru komnar á nokkrar ár, fræðslu- lögin höfðu verið sett og háskóla komið á fót, Eim- skipafélagið var i bernsku, dálitið hafði verið byggt af húsum, sem til frambúðar mátti telja, ræktun á frumstigi i sveitum, veiðifloti nokkur, en þó fátæk- legur eftir að stórlega hafði verið af honum sneitt á styrjaldarárunum. En það var þjóð, sem lengi hafði sótt i sig veðrið og var vöknuð til fullrar meðvitundar um sjálfa sig, er við fullveldinu tók, og það var dýrmætasti arfur- inn, er það fékk frá fortíðinni: Fólk, sem vildi vinna það upp, hvað þjóðin hafði dregizt aftur úr. Þrátt fyrir margvisleg skakkaföll og mistök er það stórvirki, sem íslendingar hafa áorkað i landi sinu á sextiu árum, og raunar geta þeir, sem ekki muna sjálfir fyrri tið, varla gert sér fullkomna grein fyrir þvi, hversu stórkostlegar breytingarnar eru. Slikt þarf vafalaust að lifa til þess að skilja það og meta til hlitar. En þótt framfarirnar séu miklar á hinu ytra borði og lifsbaráttan létt i samanburði við það, er fyrri kynslóðir bjuggu við, er hitt vafamál, að mannleg hamingja sé meiri nú, nema siður sé. Marga skugga ber yfir islenzkt mannlif, og er þar sumt, sem okkur ætti að vera sjálfrátt að bægja frá okkur, ef almenn- ur vilji væri, en annað, sem við verðum að glima við, þótt við höfum siður á valdi okkar að ráða niðurlögum þess. Þegar við berum það saman, hvað við var að etja haustið 1918, þegar fámenn og fátæk þjóð tók ábyrgð á sjálfri sér og landi sinu, sem lengi hafði verið vanrækt og mergsogið, og hvar við nú stönd- um, miklu fjölmennari, tæknivædd og mikill fjöldi fólks með hina fullkomnustu menntun á ótal svið- um, þá ætti okkur ekki að vera um megn að heyja sigursæla baráttu við það, sem aflaga fer, ef sjálf manndáðin hefur ekki beðið verulegan hnekki. Við höfum lagt mila orku i sviptingar innbyrðis, og flestum finnst, að sinn hlutur sé ekki sá sem skyldi. Það er mannlegt, og mun svo lengi verða, að hver reynir að ota sinum tota. En þá viðureign meg- um við samt ekki þreyta af svo forsjárlausu kappi, að vð hirðum ekki um að snúast til varnar gegn þvi, sem er okkur öllum i sameiningu hættulegt. Við erum öll íslendingar. Við erum öll i sama báti, og ef hann ber upp á sker, er hagur okkar allra i voða. Alla þá baráttu, sem háð er um það, sem okkur ber á milli, verðum við að heyja með það i huga, að tefla ekki á svo tæpt vað, að þjóðhættulegt sé. Við megum.ekkert kapphlaup þreyta um lifs- gæðin, raunveruleg eða imynduð, án þess að hafa morgundaginn i huga og þá skyldu, sem er forsenda alls fullveldis, að rasa ekki um ráð fram. —JH Charles W. Yost: Oveðursblikur eru á lofti í Japan Aðgát skal höfð í skiptum við Japan Japönsku keisarahjónin ALMENNT vita Bandaríkja- menn litið annað um Japani en það, að þjóðin hefur á undra- verðan hátt hafið sig upp úr eymd striðsáranna I sess þriðja mesta iðnrikis heims. En aðdáunin blandast þeirri bitru reynslu að sjá japanskan iðnvarning dembast inn á bandariska markaði á svo lágu verði, að Bandarikja- menn sjálfir eru alls ekki samkeppnisfærir. Það veldur Japönum mikilli undrun að þeir skuli vera álitnir frábær- lega hæfir en jafnframt sam- vizkulausir og tillitslausir keppinautar. Þeir eiga i si- felldum útistöðum við vini sina og bandamenn, ekki um þá hluti, sem hæst ber i al- þjóðamálum, heldur út af stáli, bifreiðum, sykri og sjón- varpstækjum. Flestir Bandarikjamenn sjá Japani sjálfa einungis sem ferðamenn sem halda mjög hópinn i erlendum borgum, eyða miklu fé, en forðast að komast i námunda ,við inn- fædda. Bandarikjamenn i Japan undrast mjög á sjá ná- býli hvort við annað, iðnaðar- borgir nýtizkulegri en Detroit og Pittsburgh, og heimili og hof sem eru jafnframandi og austræn og þau voru á dögum Perrys. Þeir skilja ekki að nokkur þjóð geti lifað i tveim- ur svo gjörólikum menningar- heimum. ANDSTÆÐURNAR eru fleiri Við nýlega skoðanakönnun kom i ljós að 60 af hundraði Japana eru mjög ánægðir með fjárhagslega afkomu sina og yfirleitt sáttir við lifið og til- veruna. Þetta kemur heim og saman við skoðun flestra út- lendinga sem hafa séð Japani við leik og störf. En japanskir menntamenn — háskólamenn, rithöfundar, blaðamenn — virðasthafa vaxandi áhyggjur af þvi, hvort hið aðflutta stjórnmálakerfi sem hefur litt verið lagað að aðstæðum, ásamt viðskipta- og fram- leiðslukerfinu, sem mjög er byggt á ósveigjanlegri stétta- röðun, reynist þess megnugt að mæta hliðarverkunum alls- nægtanna — geigvænlegu þéttbýli og borgavexti, meng- un, vaxandi óvissu i efnahags- málum, sálrænni firringu og geðveiklun. Japanir hafa jafnan haft þann aðdáunarverða hæfileika að'geta notfært sér ýmislegt úrmenningu annarra þjóða án þess að glata uppruna sinum. Sá hefur verið háttur þeirra, þá er þeirhafa haftnáin tengsl við erlendar þjóðir, að draga sig ihlé lengi vel, eins og til að bræða með sér hlutina. Þetta gerðist á 6. og 7. öld, þegar þeir kjnntust kinverskri menningu i fyrsta sinn, einnig á 16. og 17. öld, þegar þeir komust i snertingu við Vestur- lönd, og enn á ný, þótt skemur. væri, eftir komu Perrys til Japan árið 1853. Þessi leið er ekki lengur fær. Japan er nú, likt og önnur lönd, háð alþjóð- legri samvinnu, og þar verður ekki til baka snúið. Allt frá 1945 hafa bandarisk áhrif, bæði andleg og timanleg, flætt inn i landið og ógnað þjóðerni þeirra. Þessi menningarinnrás gæti haft hættulegar afleiðingar: Þau erlendu áhrif voru ólikt vægari, sem á sinum tima vöktu upp öfgafulla þjóðemis- kennd og leiddu til útþenslu- stefnu og styrjaldar. HIN STERKA þjóðerniskennd Japana á ekki sizt rætur að rekja til þess hversu ber- skjaldaðir þeireru i efnahags- málum. Þeir eru á flestum sviðum háðir innfluttum hrá- efnum, ekki einasta oliu og málmum, heldur einnig mat- vælum, svo sem sojabaúnum, kjöti og sykri. Stöðvist inn- flutningur þessara hráefna er meira i veði en velferð þeirra, jafnvel sjálf -tilvera þeirra. Það var aðflutningsbann Bandarikjamanna á ollu og öðrum nauðsynjum sem hratt af stað árásinni á Pearl Har- bour og hernámi Japana i.Suð- austur-Asiu. Þessi Akkilesarhæll Japana er undirrót hins glfurlega út- flutnings sem aftur stendur undir öllum innflutningi. Hag- stæður vöruskiptajöfnuður er Japönum nauðsynleg liftrygg- ing. Og hvernig gætu þeir flutt inn meira af iðnvarningi? Þeir undirbjóða alla keppinauta hvort eð er, með fádæma elju- semi og nýztizkulegri vél- tækni. Mesta hættan er fólgin i þvi, hve gersamlega andstæð markmið Japana virðast vera i innanrikismálum og utan- rikismálum. Einkenni hins japanska þjóðfélags, sem hafa verið og eru enn rót staðfestu og styrkleika inn á við — hóg- værð, tvirætt málfar, óþreyt- andi leit að málamiðlun, og varfærin fámennisstjórn gam- alla manna jafnt i stjórnmál- um sem viðskiptamálum — kunna að reynast þjóðinni fjötur um fót i grimmri sam- keppni alþjóðlegra heimsvið- skipa. Hin mikla sjálfsögun, sem Japanir hafa tamið sér i þrengslum og fjölmenni sins þéttbýla lands, kann að bæla svo mannlegt eðli að óþolandi verði á köflum. Við minnstu ögrun kann það að brjótast út I skefjalausri ofbeldishneigð. Ekkierliklegtað slikt gerist innan tiðar, en bölsýni hinna japönsku menntamanna ætti að minna okkur á það, að að- gát skal höfð og velvild I sam- skiptum við Japanl. (H.Þ. þýddi) Ohira — næsti forsætisráðherra Japans?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.