Tíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 1. desember 1977 11 Ný bók um Sigrúnu eftir Njörð P. Njarðvik áþ —Komin er út á vegum Iöunn- ar sagan Sigrún eignast systur eftir Njörð P. Njarðvík, rikulega myndskreytt af Sigrúnu Eldjárn. Bókin fjallar um það tilfinninga- lega vandamál og lifsreynslu barns, sem fylgir þvi að eignast systkin. Sagt er frá fimm ára gamalli stúlku, sem hefur mjög náin tengsl við foreldra sina og er vön að búa ein að umhyggju þeirra og ástúð. Þegar nýtt barn komur allt i einu inn á heimilið finnst henni að hún sé afskipt og vanrækt. Þannig gerbreytir nýja barnið i einu vetfangi allri tilveru hennar. En smám saman fer Sig- rúnu aö þykja ósköp vænt um litlu systur sina. Sigrún eignast systur er eins konar sjálfstætt framhald bókar- innarSigrún fer á sjúkrahús, sem gerð var. i samráði við Barna- deild Landakotsspitala og kom út i fyrra. Faðir minn Presturinn — ný bók frá Skuggsjá F.I. — Faðir minn — Presturinn heitir ný bók, sem komin er út hjá Skuggsjá. Hersteinn Pálsson bjó bókina tl prentunar, en Víkur- prent hf. sá um setningu og prent- un. Faðir minn — Presturinn hefur að geyma þrettán þætti um þjóðkunna kennimenn og leiðtoga Islenzkrar kirkju, skráða af börn- um þeirra. Presarnir, sem um er fjallað eru Arni Jónsson eftir Gunnar Arnason, Sigtryggur Guðlaugs- son eftir Hlyn Sigtryggsson, Þór- arinn Þórarinsson eftir Þórarin Þórarinsson, Jón Finnsson eftir Jakob Jónsson, Haraldur Niels- son eftir Jónas Haralz, Stefán Baldvin Kristinsson eftir Sigríði Thorlacius, Friðrik Hallgrimsson eftir Hallgrim Fr. Hallgrimsson, Sigurbjörn A. Gislason eftir Láru Sigurbjörnsdóttur, Bjarni Jóns- son eftir Ágúst Bjarnason, Ás- mundur Guðmundsson eftir Tryggva Asmundsson, Sigurgeir Sigurðsson eftir Pétur Sigur- geirsson, Sveinn Vikingur Gims'- son eftir Gunnar Sveinsson, og Sigurður Stefánsson eftir Agúst Sigurðsson. Bókbindarinn hf sá um bók- band. Lífeyrissjóður apótekara og lyfjafræðinga Frá og með mánudeginum 5. des. n.k. verður afgreiðsla lifeyrissjóðs apótekara og lyfjafræðinga að Garðastræti 38, Reykjavik, Simi 1-75-33. Stjórnin Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 29. nóvember 1977 j Hjúkrunarfræðingar Stööur hjúkrunarfræðinga við eftirtaldar heilzugæsíu stöðvar eru lausar til umsóknar nú þegar: Heilsugæzlustöðin á Húsavlk Heilsugæziustöðin á Þingeyri Heilsugæzlustöðin á Þórshöfn Heilsugæziustöðin i Fáskrúðsfirði Heiisugæzlustöðin á Suðureyri Heilsugæzlan i Grundarfirði Heilsugæzian I Arneshreppi Strandasýslu Heilsugæzian i Reyðarfirði. Hlutastarf kemur til greina. Laun samkvæmt launa- kerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upp- lýsingum um menntun og fyrri störf sendist heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 31. des. Þjóðhagsstofnun óskar að ráða starfsmann til vinnu við skýrslugerð. Stúdentspróf úr verzlunar- skóla eða samvinnuskóla æskilegt. Þjóðhagsstofnun, Rauðarárstig 31, Reykjavik, simi 2-51-33. eftir Jóhannes Helga F.I. - SKÁLATEIGSSTRAKUR- INN nefnist ný bók eftir Jóhannes Helga sem komin er út hjá Skugg- sjá. t bókinni gengur Jóhannes Helgi á vit Þorleifs Jónssonar fyrrum bæjarfulltrúa i Hafnar- firði, útgerðar- og sveitarstjóra á Eskifirði og framkvæmdastjóra i Stykkishólmi. Þorleifur er sagnasjór og enn að vasast i útgerð kominn á ni- ræðTsáldur. Kaflaheiti af handa- hófi gefa nokkra hugmynd um efni bókarinnar: Einar Benediktsson heillar matsmann, Nákratar og kommúnistar, óli ráðherramágur og templararnir Dauður maður tekur i nefið hjá mér, Með Kristján IX á naflan- um, Helvitið hann Óli bróðir, Oddur i poka, Lestasiðferði, Hin guðlega rót. Nafnaskrá fylgir og sex hundruð menn nefndir til sögu. Ný dulræn að TEPPHLHNO er stærsta gólfteppasérverzlun landsins að TEPPRLRND er staðsett í verzlunarhjarta borgarinnar við Grensásveg að TEPPRLRND teflir fram sérhæfðu starfsliði við Skála- teigsstrák urinn Vitið bók sölu og lögn gólfteppa Bókaútgáfan Orn og örlygur hefur gefið út bók um Matthew Manning og nefnist hún Tveggja Heima tengsl. Ævar Kvaran þýð- ir og ritar forméla. Matthew Manning er maður sem á fáa eða enga sina lika. Hann er gæddur hinum ótrúleg- ugustu sálrænum.og I svo rfkum mæli að afarsjaldgæft hlýtur að teljast. Undur þau sem hafa gerst i sambandi við hann eru furðu- legri en nokkur skáldsaga. A miðöldum hefði slikur maður vafalaust endað á bálkestinum sem magnaður galdramaður. að TEPPRLRND flytur teppin inn milliliðalaust frá helstu framleiðendum Evrópu að TEPPRLRND býður hagstætt verð og hagstæð kjör á teppum Pantið tímanlega fyrir jói I návist Matthew Mannings hafa ýmiss konar hlutir farið á kreik með óskiljanlegum hætti, flutzt til innan og milli herbergja. Aðrir hafa birzt að þvi er virtist úr lausu lofti i vitna viðurvist, án þess að nokkur visssi hvaðan þeir væru komnir. I ágústmánuði sl. voru sálrænir hæfileikar hans prófaðir i útvarpi I Lundúnum með þeim árangri að ströngustu sérfræðingar telja tilviljun með öllu útilokaða. A þessum stundar- fjórðungi gerðust þar að auki hin furðulegustufyrirbæri heima hjá hlustendum og streymdu bréf til dagblaðanna um þau. Sögðu margir að bilaðar klukkur, úr, viðtæki og hljóðritunartæki hefðu farið af stað meö óskiljanlegum hætti. Bókin er filmusett i prentstofu G. Benediktssonar, prentuð i Off- settækni hf. og bundin I Arnar- feUi. TEpprlrnd Stærsta sérverzlun /andsins með gólfteppi Grensásvegi13 Símar 83577 og 83430 IIIA» HANN AIOttEI Afi DAONA KAttl- IKRiIIINN! Þessi bók spannar 60—70 ár af ævi Magnúsar Storms# hins ritsnjalla og glaðbeitta gleðimanns/ sem allir er kynnst hafa dá fyrir hrein- skilni og hvassan penna. Á fyrri hluta þessa tímabils lifði hann ,#hinu Ijúfa lífi" við drykkju og spil, naut samvista við fagrar konur og átti 10-12 gangandi víxla í bönkum. Nú hefur hann söðlað um og breytt um lífs- stíl. Heimslistarmaðurinn er orðinn lystarlaus á vin og konur, safnar fé á vaxta- aukabók og hugleiðir ráð Sigurðar Nordals um undir- búning undir ferðina miklu. Friðþæging hans við almættið er fólgin í þessari bók, en í hana hefur hann valið til birtingar sitthvað af því bezta, sem hann hefur ritað, — og víst er að bókin svíkur engan, sem ann íslenzku máli eða snjöllum og tæpitungulausum texta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.