Tíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 1. desember 1977 „Ef ég hefði ekki vitað það/ að Guð er til/ mundi ég hafatrúaðá hestana mina"/ sagði eyfirzki bóndinn Frið- rik i Kálfagerði/ og skáld- jöfurinn Einar Benedikts- son sagði: //Göfugra dýr en góðan islenzkan hest getur náttúranekki leitt fram".— Þannig hafa tilfinningar Is- lendinga til hestsins ávallt verið og eru enn og sér þess víða merki. I riki hestsins undirstrikar sterklega orð þessara manna. Þar eru leiddir fram fræðimenn og skáld/ sem vitna um sam- skipti hestsins/ mannsins og landsins/ og víða er vitnað til ummæla erlendra ferða- manna. Bókin mun halda at- hygli hestamannsins óskíptri, eins og hófatakið eða jóreykurinn, hún mun ylja og vekja minningar, hún er óþrjótandi fróðleiksbrunnur hverjum hestamanni, heillandi óður til islands og íslenzka hestsins. Japönumfellur vel við ísl. hrefnukjöt áþ- SiðastliöiB sumar fékk Sjávarafurðadeild SIS japanska sérfræðinga hingað til lands til að kenna nokkrum framleiðendum að skera hrefnu, flokka og frysta kjötið fyrir Japansmarkaö. Það kemur fram i Sambands- fréttum, að litið magn var flutt út itilraunaskynihaustið 1976og féll það kaupendum vel i geð. Siðast- liðið sumar var þessari tilraun haldið áfram og segja má að magnið hafiaðeins takmarkazt af naumum veiðikvóta. Af hálfu framleiðenda virðist áhugi fyrir framhaldi á þessum við- skiptum. Nú er rengið flutt út til manneldis en áður nýttist það litt eða ekki. Ný bók frá Skuggsjá Hér er góðurandi — eftir Kormák Sigurðsson F.I. — Hér er góöur andiheitir ný bók eftir Kormák Sigurðsson og er hún um mikilvægi fagurra hugsana og gildi hins góða. 1 bók- innu eru frásagnir og viðtöl um sálfarir, hugboð, gagnmerka drauma og önnur dulræn efni, ásamt spjalli við völvuna Þor- björgu Þórðardóttur. Kaflaheiti i fyrri hluta eru m.a. Lagt af stað, Guðsmenn og geislabaugar, Dulskyggna konan. t þeim siðari: Rabbað við Lúther i Austurbæjarskólanum, Draum- ar og veruleiki, Litið inn á Hrafn- istu og Morgunrabb viö módel- smið. Hér er góður andi er gefin út hjá Skuggsjá og hún er 150 blað- siður að stærð. prtr'-r bílabrautin Einn fremsti dansflokkur, Norðurlanda Maria VVolska I hlutverki Sölku Völku. félagar islenzka dansflokksins hafa forkaupsrétt að aðgöngu- miðum á miðvikudag en bent skal á enn að sýningar flokksins eru sitt hvort kvöldið. er sú bílabraut, sem hvað mestum vinsældum hefur náð. Meginástæðan er sú að endalaust er hægt að stækka brautina sjálfa og hægt er að kaupa aukahluti til stækkunar og endurnýjunnar. hátíð stúdenta SSt-Stúdentar eru með 1. des.- hátið sina i Háskólabiói i' dag, fullveldisdaginn eins og venja hefur verið. Dagskráin i dag verður helguð kvenfrelsisbarátt- unni samkvæmtniðurstöðu 1. des. nefndar. Hdtiðin hefst kl. 14. Ræðumenn á hátiðinni verða Bjarnfriður Leósdóttir verkakona og Silja Aðalsteinsdóttir kennari. Inn I dagskrána flétta stúdentar svo ýmsu efni, lesið verður upp og stuttir leikþættir fluttir. Þá syngur Olga Guðrún og einnig kór Alþýðumenningar og hljómsveit- in Eik leikur. Að dagskrá lokinni verður opið hús i Félagsstofnun stúdenta og þar verður boðið kaffi og með þvi og létt efni flutt. — l.-des. nefnd efnir svo til dansleiks i kvöld i Sigtúniog byrjar hann kl. 21. Þar leikur hljómsveitin Eik fyrir dansi og Megas kemur fram. Sýnir Sölku Völku í Þjóðleikhúsinu FI. — Finnski dansflokkurinn Raatikko sem vakið hefur vax- andi athygli siöustu ár og spáð er stórum frama, vcrður gestur Þjóðl cikliússi ns næstkomandi þriðjudags- og miðvikudags- kvöld. Mun flokkurinn sýna hér tvö verk byggð á frægum skáld- sögum. Erhér um aö ræða Valda- laust fólk, leikdans byggðan á skáldsögu Vainö Linna Undir Pól- stjörnunni og ballett um Söæku Völku Halldórs Laxness. Fyrri sýningin Valdalaust fólk er um ein og hálf klukkustund og byrjar á þeim óvanalega tima 19:30. Ballettinn um Sölku Völku verður aftur á móti sýndur siöara kvöld- ið. Hann tekur rúmar tvær stundir og byrjar kl. 20.00. Raatikko dansflokkurinn hefur mest sýnt i heimalandi sinu og annars staðar á Norðurlöndum, en eftir öllum sólarmerkjum að dæma á hann eftir að ferðast um öll lönd heims. Tilboð streyma til flokksins og gagnrýnendur hafa hlaðið lofi á sýningar hans að undanförnu, ekki sizt þær sem hér verða dansaðar. Norrænir gagnrýnendur sögðu ma. um Sölku Völku að sýningin einkennist af ferskleika og krafti, hraða og öryggi. Raatikko væri einstæður dansflokkur. (blöð i Tampere) Sviar segja Raatikko- sýningar þær beztu sem sézt hafa á sviði listdansins i þeirra heima- landi og svo mætti lengi telja. Aðaldansahöfundur sýning- anna er ein úr flokknum: Marjo Kuusela, tónlist við bæöi verkin er eftir Kari Rydman en helzti dansari flokksins er Maria VVolska hún dansar bæði Sölku Völku og Elmu aðalkvenhlut- verkið i Valdalausu fólki. í Raatikko-flokknum eru auk þess eftirtaldir dansarar: Marjo Kuu- sela, Tommi Kitti, Reijo Tuomi, Marita Strömberg, Tuula Hyyry- láinen, Aarne Mántyla, Pertti Vir&nen og Oili Aaltonen. Valdalaust fólk gerist i Tavastalandi i Finnlandi i stríð- inu 1918 og er ástarsögu ungra elskenda fléttað inn i striðs- hörmungar og stéttaátök. Um efni Sölku Völki er óþarfi að fjöl- yrða svo þekkt sem það er. Raatikko dansflokkurinn kem- ur hingaö á vegum Þjóðleikhúss- ins með styrk frá Norræna menningarsjóðnum. Styrktar- Kvenfrelsisbaráttan efst á blaði á 1. des. Hægt er að búa til líkingar af öllum helztu bílabrautum heims. Um 15 mismundandi gerðir bíla er hægt að kaupa staka auk margra skemmtilegra aukahluta. Bjarnfriöur Leosdóttir Silja Aðalsteinsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.