Tíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 1. desember 1977 Fiskiþing A Fiskiþingi Fiskifélags Is- lands haföi Jóhann Guðmunds- son, formaður Framleiðslueftir- lits sjávarafurða, framsögu um fiskmat. Eftir hádegi störfuðu nefndir og munu þær skila áliti á föstudag og laugardag. Leiðrétting 1 frétt blaðsins í gær um eggja- skortinn misritaðist útsöluverð á eggjakilóinu. Var sagt að það væri nU 565 krónur,átti auðvitað að vera 665 krónur. Er beðið vel- virðingar á þessu. Bandariska sendiher raf rúin, Dolores A. Blake, lézt i gær Frú Dolores A. Blake, eigin- kona bandariska sendiherrans á Islandi, James J. Blake, andaðist i gær, hinn 30. nóvember 1977, skömmu eftir að hún kom til Bandarikjanna til læknismeð- ferðar. Hún lætur eftir sig eigin- mann, fjögur börn og foreldra. Minningabók um frú Dolores A. Blake mun liggja frammii Sendi- ráði Bandarikjanna að Laufás- vegi 21 i Reýkjavik föstudaginn 2. desember kl. 9-12 og 2-5. Wmrnm U ndirbúningur hafinn fyrir viöa- mikla landbúnaðarsýningu á Selfossi Verður ein stærsta sem haldin hefur verið hér á iandi Sýningarstjórn Landbúnaöarsýningarinnar. Frá v. Hjalti Gestsson, Kjartan ólafsson, Einar Þorsteinsson, Hermann Guðmundsson og Stefán Jasonarson. — Tlmamynd: Gunnar. áþ — A næsta ári verður BUn- aðarfélag Suðurlands 70 ára og i tilefni afmælisins, hefurveriðá- kveðiö að efna til umfangsmik- illar landbúnaðarsýningar á Selfossi i ágústmánuði á næsta ári. Þegar hefur verið kosin fimm manna sýningarstjórn og er undirbúningur sýningarinnar að hefjast af fullum krafti. Landbúnaðarsýningar eru ár- legur viðburður i nágrannalönd- um okkar og þykja þýðingar- miklar til kynningar á landbún- aðinum. Nokkrar landbúnaðar- sýningar hafa veriö haldnar hér á landi en fyrsta alhliða sýning- in var I Reykjavik 1947 á vegum Búnaðarfélags íslands. Siðan var mjög stór sýning á vegum bændasamtakanna i Reykjavik 1968, sem er vafalaust stærsta sýning sem haldin hefur veriö hér á landi. BUnaðarsamband Suðurlands er samtök búnaðarfélaga I þremur sýslum, Arnes-, Rang- árvalla-, og Vestur-Skaftafells- sýslu. Aðsögn Hjalta Gestsson- ar eru 35 félög i sambandinu og eru meðlimir um 1450. Að visu eru ekki allir fullgildir bændur, en bændur i fullu starfi munu vera um 1200. Verkefni Búnaðarsambands- ins eru margþætt. Má t.d. nefna djúpfrystingarstöð fyrir sæði nautgripa og sauðfjársæðingar- stöö I Laugardælum. Áherzla er lögð á kynbætur og hafa þær oft á tiðum tekizt mjög vel. A veg- um sambandsins eru starfandi ráðunautar og er veruleg verka- skipting á milli þeirra. A fundi.sem sýningarstjórnin hélt fyrr I vikunni, kom m.a. fram, að nauðsynlegt væri að kynna landbúnaðinn fyrir al- menningi, enda gætti oft veru- legs misskilnings hjá fólki gagnvart landbúnaði. — Til- gangurinn með fyrirhugaöri landbúnaðarsýningu er tviþætt- ur, sagði Kjartan ólafsson frá Selfossi, en hann á sæti i sýn- ingarstjórn. — Annars vegar er hún til að kynna t.d. tækni -i landbúnaði og hins vegar til að gefa fólki kostá að sjá með eigin augum einn af undirstöðuat- vinnuvegum þjóðarinnar. Eins og áður kom fram, þá verður landbúnaðarsýningin á Selfossi, og að sögn Stefáns Jas- onarsonar er öll aöstaða þar i bæ til fyrirmyndar. Búnaðar- sambandið mun fá leigöan Gagnfræöaskólann og sam- byggt iþróttahús, sem er i smiö- um. Einnig verður nærliggjandi land, tekið undir sýninguna. Gagnfræðaskólinn með iþrótta- húsi, er um 4000 fermetrar aö stærð og heildarstærð land- svæðisins er tveir og hálfur hektari. 1 námunda við skólann verður byggt stórt gripahús, en ætlunin er að hafa þar sýnishorn af öllum húsdýrum lands- manna. Akveðið er, að hafa sjö sýn- ingardeildir, og munu verða skipaðar nefndir til að sjá um undirbúning i hverri deild. Búfjárræktardeild. Þar verð- ursýnteitteintak af hverju hús- dýri islenzkra bænda. Jarðrækt- ardeild.l þessari deild verða öll þau tæki sem nauðsynleg eru i landbúnaðinum. Heimilisiðnað- ardeild. Hér verða það einkum kvenfélögin i sýslunum sem sjá um Utvegun sýningargripa. Bygginga- og bútæknideild. BU- vélar og t.d. innréttingar i gripahúsum. Garðyrkjudeild. 1 henni má sj'á t.d. blóm, ávexti og annað það sem garðyrkju- bændur framleiða. Þróunar- deild.Þar verður lögð áherzla á að kynna sögu landbúnaðarins. Ekki hefur verið ákveðið hve langt aftur i timann verður far- ið. Afurðadeild. Hér munu mjólkurbú og kjötiðnaðarfyrir- tæki sýna framleiðslu sina. BUnaðarsambandið hefur efnt til ritgerðarsamkeppni i tengsl- um við landbúnaðarsýninguna og nær hún til allra grunnskóla á Suðurlandi, sem eru um 30 tals- ins. Ritgerðarefni eru þrjú, og verða verðlaun veittfyrir beztu ritgerðina i hverjum flokki á sýningunni. Sýningarstjórn hef- ur i hyggju að efna til fleiri sam- keppna míííi bama og ungíinga, en frá þvi verður greint siðar, þegar ákvörðun hefur verið tek- in. Kosin hefur verið fimm manna sýningarstjórn og eiga sæti i henni Stefán Jasonarson, ' Vorsabæ, Hermann Guðmunds- son Blesastöðum, Hjalti Gests- son Selfossi, Kjartan ólafsson Selfossi og Einar Þorsteinsson Sólheimahjáleigu, sem er for- maður. Einnig hefur verið á- kveðið að koma á fót sýningar- ráði. Þar eiga sæti fulltrúar frá helztu stofnunum og fyrirtækj- um sem hafa samskipti við landbúnaðinn og eiga alls 19 að- ilar sæti i ráðinu. Frá landbúnaðarsýningu á Seifossi 1958. F.I. — Félagiö Ýr, sem er fjöl- skyldufélag landhclgisgæzlu- manna, hefur nú látið gera vegg- skjöld i tilefni af 200 milna út- færslu landhelginnar. Vegg- skjöldurinn erteiknaður af Eiriki Smith listmálara og unninn á þýzkt postulin i leirmunagerðinni Gler og postulin i Kópavogi. A skildinum er mynd af merki Landhelgisgæzlunnar ásamt myndum af fjórum varðskip- anna og einni flugvél. Fyrst skal frægan telja „gamla” Ægi, Þór og Óðinn eins og þau skip voru er útfærslan ’68 og ’72 var gerð. Einnig er i skildinum mynd af öðru systurskipanna „nýja” Ægi og Tý. Þá er mynd af flug- vélinni Syn. Fjórar félagskonur munu sjá um dreifingu og sölu á veggskild- inum. Þær Elin Skeggjadóttir, Álfhólsvegi 39, simi: 41830, Edda Þorvarðsdóttir, Vesturbergi 100, simi: 72763, Jóna M. Guðmunds- dóttir Stórateigi 8, Mosfellsveit, simi: 66400, Gyða Vigfúsdóttir Hjallabraut 3, Hafnarfirði 52399. Skriflegar umsóknir má einnig leggja inn i póshólf 5015, Reykja- vik. Fyrsta eintak plattans var að sjálfsögðu afhent forstjóra Land- helgisgæzlunnar Pétri Sigurðs- syni. Samþykkt var sem lög frá neðri deild Alþingis 1 gær frumvarp um frestun gildis töku nýs fasteignamats. Átti hið nýja fasteignamat að taka gildi i dag, 1. desember en samkvæmt lögunum er gildis- tökunni frestað til 31. þessa mánaðar. Rjúpnaveiðar Jónas Árnason (Abl) mælti i gær fyrir frumvarpi til laga um breyting á lögum um fuglaveiðar og fuglafriðun. Er i frumvarpinu lagt til að rjúpnaveiðar hefjist ekki fyrr en 15. nóvember en standi svo til 22. janúar i staðinn fyrir 22. desember. Friðjón Þórðarson (S) taldi gæta nokkurs tvi- skinnungs i frumvarpinu ef þvi væri ætlað að hafa friðunargildi. Einkum væri um að ræða tilfærslu á veiði- timanum. Leiklistarlög I efri deild Alþingis mælti Helgi F. Seljan (Abl) fyrir eig- in frumvarpi til breytinga á leiklistarlögum. Sagðist hann ekki vera fyllilega sáttur við túlkun ráðuneytisins á lögun- um og væri frumvarpið flutt til að veita öðrum atvinnuleik- húsum lagalegan rétt til fjár- stuðnings en sérstaklega eru talin upp' i núverandi leik- listarlögum, þ.e.a.s. Leikfélög Reykjavikur og Akureyrar. Nýtt þingmál t gær var lögð fram á Al- þingi tillaga til þingsályktunar um samræmt framhalds- skólanám á Norðurlandi vestra. Flutningsmaður er Ragnar Arnalds (Abl). Veggskjöldur til minningar um útfærslu landhelginnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.