Tíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 1. desember 1977 13 sjónvarp Fimmtudagur 1. desember Fullveldisdagur ís- lendinga 7.00 Morgunútvarp Veftur- fregnirkl. 7.00, 8.15og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttirkl. 7.30,8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. 11.00 Guðsþjónusta i kapellu háskólans Gu&ni Þór Ólafs- son stud, theol. predikar. Séra Hjalti Guömundsson þjónar fyrir altari. Gu&- fræöinemar syngja undir stjórn organleikarans, Jóns Stefánssonar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Ve&urfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frlvaktinni Sigrún Siguröardóttir kynn- ir óskalög sjómanna. 14.00 Fullveldissamkoma stúdenta I Iláskólabíói Sam- fdld dagskrá meö upplestri og söng um kvenfrelsisbar- áttu, tekin saman og flutt af háskólastúdentum o.fl. Ræöur flytja: Bjarnfriöur Leósdóttir frá Akranesi og Silja Aöalsteinsdóttir cand.mag. Sönghópur al- þý&umenningar syngur. 15.30 Miödegistónleikar Há- skólakantata fyrir einsöng, kór og hljómsveit eftir Pál Isólfsson. Gu&mundur Jóns- son, Þjóöleikhúskórinn og Sinfónluhljómsveit íslands flytja. Atli Heimir Sveins- son færöi verkiö i hljóm- sveitarbúning og stjórnar flutningi þess. Valur Gisla- son les ljó&in í upphaf i hvers kafla. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Lestur Ur nýjum barna- bókum Umsjón: Gunnvör Braga. Kynnir: Sigrún Sig- uröardóttir. 17.30 Lagiö mitt Helga Stephensen kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál GIsli Jóns- son flytur þáttinn. 19.40 tslenskir einsöngvarar og kórar syngja 20.10 Leikrit: „Bærinn okk- ar” eftir Thornton Wilder Þýöandi: Bogi Ólafsson. Leikstjóri: Jónas Jónasson. Persónur og leikendur: Sögumaöur : GisliHalldórs- son D.r. Gibbs: Hákon Waage. Frú Gibbs : Val- geröur Dan. George Gibbs : Hjalti Rögnvaldsson. Emely Webb : Ragnheiður Steindórsdóttir. Frú Webb : Anna Kristin Arngrimsdótt- ir. Herra Webb Helgi Skúlason.HowieNewsome : Guðmundur Pálsson. Frú Soames : Guörún Asmunds- dóttir. Joe Stoddard : Ævar R. Kvaran. Simon Stimpson : Karl Guömundsson. Aörir leikendur: Benedikt Ama- son, Hrafnhildur Guö- mundsdóttir, Randver Þor- láksson, Flosi Ólafsson, Jón: Gunnarsson Stefán Jónsson Gu&rún Gisladóttir og Ámi Benediktsson. 22.05 Stúdentakórinn syngur Orö kvöldsins á jólaföstu 22.30 Veöurfregnir. Fréttir. 22.45 Rætt til hlitar Sigurveig Jónsdóttir blaöamaöur stjórnar umræðuþætti um málefni aldraös fólks. Þátt- takendur: Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri, Pétur Sigurðsson alþingis- ma&ur og Þór Halldórsson læknir. Umræðuþátturinn stendur allt aö klukkustund. Fréttir. Dagskrárlok. David Graham Phillips: SUSANNA LENOX karlmennirnir. Og sú stúlka, sem er nógu ósveigjanleg við karlmennina eignast sitt heimili, en sú sem er eftirlát lendir á götunni. Hvenærgetið þér byrjaðað vinna?" Súsanna hugsaði sig um. „Ég þyfti að Ijúka ýmsum er- indum í dag, ef ég mætti það. Gæti ég komið í fyrramál- ið?“ „Klukkan sjö stundvíslega. Við drögum eitt sent frá kaupinu fyrir hverja mínútu sem fólkið kemur of seint. En komi það stundarf jórðungi of seint, tapar það dag- kaupi. Og hér duga ekki neinar afsakanir. Fyrir fimm- tán árum var það atvinna mín að hreinsa hrákadalla í gistihúsi, og ég hef ekki brotizt þetta áfram með því að mylja undir starfsfólkið mitt". „Ég skal koma klukkan sjö í fyrramálið", sagði Sús- anna. „Eigið þér heima langt í burtu?" „Ég á heima hér rétt fyrir ofan". „Rétt er það. Þér hagnizt um tíu sent á dag á því — þessi tíu sent sem þér þyrftuð annars í strætisvagna- gjöld. Sextíu sent á viku". Og Matson Ijómaði allur og klóraði sér eins og hann hefði gert eitthvert drengskap- arbragð. „Hjá hverjum búið þér? Góðu fólki, vona ég?" „ Ég bý með Ettu Brashear — býst ég við". „Ó-já — dóttur hans Tómasar Brashears. Það ergæða- fólk. Tómas er ágætisdrengur — hann vann vel fyrir sér, áður en þetta slys henti hann. Við unnum oft saman. En hann virtist aldrei geta skilið, að menn komast ekki á- fram með því að vinna sjálfir, heldur með því að láta vinna fyrir sig. Ég hef aldrei verið mikill verkmaður sjálfur. Ég hugsaði alltaf um það, hvernig ég gæti látið aðra vinna fyrir mig. Og nú er ég búinn að rífa mig upp úr svaðinu. Hvað heitið þér?" „Lorna Sackville". „Lorna?" Hann rak upp skellihlátur. „Hvers konar voðanafn er það? Það er eins og maður sé kominn í leik- hús. — Klukkan sjö stundvislega, Lorna. Verið þér sæl- ar". Súsanna kinkaði kolli, þakkaði honum undirtektir hans og kvaddi hann glöð í bragði. Hún skimaði upp götuna og sá, að Etta stóð í dyrum veitingastof unnar. Hún virtist bæði óþolinmóð og kvíðafull, en þó fór hún ekki lengra. „Ég get ekki skotizt út i hálfa mínútu, þegar fer að líða framundir hádegið", sagði hún þegar Súsanna var kom- in nógu nálægt, „annars hefði ég beðið þín við verk- smiðjudyrnar. Og mamma verður að hraða sér við eld- húsverkin. Ég sá það, að þú hef ur fengið vinnuna. Hvað ætlar hann að borga þér hátt kaup?" „Þrjá dali", svaraði Súsanna. „Hann hlýtur að hafa boðið þér það", sagði Etta og hló. „Ég fór að hugsa um það, eftir að þú varst farin, að þú myndir umsvifalaust ganga að þeim kjörum, sem hann styngi fyrst upp á. Ó, ég var orðin svo hrædd um, að það hefði komið eitthvert babb í bátinn. Mig langar svo til þess að eiga þig að vinkonu. Var hann ósvífinn við þig?" „Nei, alls ekki. Hann var — mjög alúðlegur". ,, Jæja, já. Hann ætti líka að fara að temja sér manna- siði, eins og pabbi segir. Hann verður síf ellt ríkari og rík- ari, og svo neyðir hann stúlkurnar, sem hann arðrænir, til þess að giftast mönnum, sem þær hafa andstyggð á, eða þá að öðrum kosti að af la sér aukatekna á götunni". Súsönnu fannst, að velgerðarmaður sinn ætti það að sér, að hún legði honum liðsyrði. „Það er kannski heimskulegt", sagði hún, „en ég er óumræðilega glöð yfir því, að hann skyldi geta tekið mig í verksmiðjuna sina". Etta lét sér ekki segjast. „Þú þekkir lifskjör okkar lika", svaraði hún. „Pabbi segir að það sé einm. svona þakklætistilf inningar, eins og þú virðist ala í brjósti, sem eigi sök á þvi, að hann var alltaf jaf n fátækur, þótt árin færðust yfir hann. Hann segir að annaðhvort verði maður að traðka á öðrum eða láta aðra traðka á sér — annað hvort féfletta aðra eða láta féfletta sig. Heiðar- lega og góða fólkið sé bara kjánar, sem alltaf biði lægri hlut að lokum. EN hann segir líka, að hann vilji heldur vera kjáni og basla i fátækt en lúta svo lágt að troða skó- inn niður af öðrum og ræna þá. Og ég held, að hann haf i réttfyrir sér" — nú hló Etta — „þó að ég játi f úslega, að sjálfsagt væri ég ekki manneskja til þess að standast f reistinguna, ef mér gæfist kostur á að komast eitthvað áfram á kostnað annarra". Hún varp öndinni mæðulega. Súsanna tók upp annað tal. „Ég á að koma í vinnuna klukkan sjö í fyrramálið..raunar hefði ég eins vel get- að byrjað strax í dag. En ég var búin að tala um að hitta mann, þó að ég haf i ekki alveg ráðið það við mig, hvort ég á að fara". Etta virti hið rjóða andlit og f jarræna leyndardóms- fulla augnaráð Súsönnu fyrir sér af mestu lotningu. Eftir litla stund hreif hún hana f rá hugsunum sínum. „Ætlarðu að búa hjá okkur?" sagði hún. „Ef þú ert viss um.... Ertu búin að tala um það við móður þína?" „Mamma verður undir eins hrif in af þér. Hún vill líka alltaf gera það, sem hún heldur, að mér sé þægð í. Mér finnst ég svo oft vera einmana". Frú Brashear — grönn kona og mjög tekin að láta á sjá i önn hins daglega lífs, en þó glöð og reif — reyndist hin viðfelldnasta, og það leið ekki á löngu, unz Súsanna var farin að kunna mætavel við sig á heimili hennar. ibúðin var eiginlega heldur skárri en þorri leiguibúðanna var. En samt fannst Súsönnu andrúmsloftið fúlt og sagga- blandið, og henni var það mjög ógeðfellt, hve þvotti stiga og ganga virtist áfátt. En þegar kom inn í sjálfa íbúð Brashears-hjónanna, komst hún undir eins í gott skap. „ Nei' hvað allt er hér þokkalegt", hrópaði hún, þegar Etta sýndi henni litlu stofurnar fimm. „Ég kem til með að kunna vel við mig hér". Etta roðnaði og horfði gaumgæfilega á hana, eins og hún væri að reyna að lesa það úr svip hennar, hvort þetta væri ekki háð. En hún komst að raun um, að Súsönnu var alvara. „Ég er smeyk um, að þér muni ekki þykja eins þægilegt að búa hér", sagði hún, en hætti svo við að bera meira lastá saklausa íbúðina. „Okkur f innst þetta mesta kytra í samanburði við húsið, sém við bjuggum í fyrir nokkrum árum." Þau borguðu sjö dali í húsaleigu á mánuði. Veitinga- reksturinn gaf af sér tólf til f jórtan dali á viku, og sonur hjónanna Ashbel að nafni þrekinn kubbslegur og heimskur strákur, var burðarmaður á járnbrautarstöð- inni og fékk tíu dali i kaup á viku. Hann lét móður sína f á sjö dali enda hafði hann eina stofuna út af fyrir sig og var mjög matlystugur. Hann hafði orð á því, að hann ætl- aði bráðum að kvænast. En slíkt hefði haft hin verstu áhrif á af komu f jölskyldunnar. Unnustan var hins vegar allheimtufrek. Faðir hennar var búðareigandi, og hún vildi ekki, taka i mál að gifta sig, nema maðurinn hefði tuttugu dali í tekjur á viku. Það voru harlá litlar líkur til þess, að Ashbel gæti orðið við slikum kröfum, því að hann hafðuekki annað að bjóða en líkamsorku sina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.