Fréttablaðið - 03.06.2006, Síða 2
2 3. júní 2006 LAUGARDAGUR
����������
���������������������� ��������������������������
�������������������������������
���������������������������
��������������������������
Sex handteknir Lögreglan í Kópavogi
handtók sex manns í fyrrinótt vegna
gruns um fíkniefnamisferli. Sexmenning-
unum var sleppt að lokinni yfirheyrslu
og telst málið upplýst.
LÖGREGLUFRÉTTIR
KJARAMÁL Samtök atvinnulífisins
hafa boðist til að greiða þeim sem
aðeins hafa notið almennra launa-
hækkana allt að tveggja prósenta
viðbótarhækkun, samtals 4,5 pró-
sent, og tólf þúsund króna taxtavið-
auka til þess að afstýra því að kjara-
samningum verði sagt upp í haust.
Hækkunin nær ekki til þeirra sem
ekki eru á lágmarkskjörum.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri samtakanna, segir
augljóst að verðbólgan verði ekki
undir þremur prósentum, sem er
forsenda þess að kjarasamning-
ar haldi. Taka þurfi á vandan-
um strax. Fallist verkalýðs-
forystan á hugmyndirnar
hækki launin nú í júlí.
Grétar Þorsteinsson, for-
seti Alþýðusambands Íslands,
ASÍ, segir hugmyndinar hafa
verið kynntar þeim í fyrradag:
„Fjallað var um þær á fundi for-
manna landssambandanna og
stærstu aðildarfélaga og ákveðið að
kanna á viðbrögðin í baklandi
þeirra.“
Formaður Verkalýðsfélags Akra-
ness, Vilhjálmur Birgisson, segir að
við fyrstu sýn virðist sér sem tólf
þúsund króna hækkunin dugi ekki
til að jafna það sem starfsmenn
sveitarfélaga og ríkis hafa fengið í
launahækkun: „En þetta er jákvætt
skref sem verður vegið og metið.“
Grétar vildi hins vegar ekki
leggja mat á hugmyndir atvinnu-
rekenda en segir ólíklegt að þær
taki ekki breytingum í viðræðum
milli sambandanna. „En það er jafn-
ljóst að fari málið í þann farveg
munum við banka upp á hjá stjórn-
völdum, því þau bera æðimikla
ábyrgð á því hvernig
komið er.“ Vilhjálmur
gerir sér grein fyrir vanda
atvinnurekenda vegna launahækk-
ana hjá hinu opinbera. Sveitarfélög
og ríki borgi víða á annan tug þús-
unda hærri laun en gert sé fyrir
sambærileg störf á almenna vinnu-
markaðnum: „Við horfum fram á
stóran reikning vegna þess að
vænst verður þess að verkalýðsfé-
lögin jafni þennan mun í samning-
um við okkur.“ Verði böndum ekki
komið á verðbólguna ráði enginn
við aðstæðurnar sem skapist á
haustmánuðum og verðbólgan geti
farið í tveggja stafa tölu.
„Ef við semjum strax og náum
verðbólgunni niður fyrir 2007
færum við fólki mestu kjarabætur
sem það getur fengið. Við sköpum
líka atvinnulífinu bestu starfsmögu-
leikana,“ sagði Vilhjálmur. Hann
bætti við, á blaðamannafundi sam-
takanna í gær, að fari verðbólgan úr
böndunum eins og á árum áður
stimpli Íslendingar sig út úr hópi
fremstu þjóða í heiminum.
gag@frettabladid.is
Auka tvö prósent og
tólf þúsund krónur
Verkalýðsforingi segir ólíklegt að tölurnar sem Samtök atvinnulífisins settu
fram í gær til að afstýra uppsögn kjarasamninganna dugi til. SA hræðist að
verðbólgan fari í tveggja stafa tölur og Íslendingar detti úr hópi fremstu þjóða.
FORYSTA SAMTAKA ATVINNULÍFSINS
Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ, til vinstri,
og Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins,
kynna hugmyndir um samning sem afstýra
á uppsögnum kjarasamninga milli SA og
ASÍ.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins, gerir
aðeins eina kröfu til ríkisstjórnar
landsins: „Náið niður verðbólgunni.“
Mælikvarðinn á hvort ríkisstjórnir
standi sig eða ekki sé hvoru megin
verðbólgan er við 2,5 prósentu mörk-
in. Hún er 7,6 prósent, samkvæmt
tölum Seðlabankans.
Vilhjálmur segir einn áhrifaþátt
þess að kjarasamningar haldi í
haust að sveitarfélögin haldi fast
um fjármálin. „Sveitarfélögin verða
að lifa við sína tekjustofna. Ríkið
má ekki bjarga þeim í gegnum jöfn-
unarsjóði eða með öðrum leiðum.
Sveitarfélögin verða að bera ábyrgð
á eigin fjármálum,“ sagði hann á
blaðamannafundi um kjaramálin á
föstudag.
„Sveitarfélögin hafa verið í eilífum
mínus. Samt virtust vera til nógir
peningar til allra hluta í aðdraganda
kosninganna, þrátt fyrir það að þau
hafi á undanförnum árum kvartað
undan að vitlaust hafi verið gefið á
milli sveitarfélaga og ríkisins.“
Samtökin segja þó framkvæmd-
ir ríkis- og sveitarfélaga ekki ráða
úrslitum um þenslu á markaðinum.
„Stóru tölurnar liggja ekki í því hvort
að ríkið framkvæmi fyrir einum
milljarði meira eða minna. Þær liggja
í íbúðaframkvæmdunum og einka-
neyslunni,“ segir Vilhjálmur.
Framkvæmdastjóri SA:
Verðbólga verði
undir mörkum
VILHJÁLMUR EGILSSON Framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins segir verð-
bólgu eina mælikvarðann á velgengni
stjórnvalda.
SAKAMÁL Þrír menn voru úrskurð-
aðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær í áframhaldandi gæsluvarð-
hald í sex vikur að kröfu lögregl-
unnar í Reykjavík. Þetta eru þeir
Ólafur Ágúst Ægisson, Ársæll
Snorrason og Hollendingurinn
Johan Handrick, sem allir sitja inni
fyrir tilraun til stórfellds fíkniefna-
smygls til landsins. Héraðsdómur
hafnaði hins vegar kröfu lögregl-
unnar um framlengingu á fjórða
manninn, Hörð Eyjólf Hilmarsson.
Allir þessir úrskurðir voru
kærðir til Hæstaréttar. Ólafur
Ágúst, Ársæll og Hollendingurinn
kærðu úrskurð um framlengingu
og lögreglan kærði höfnun á fram-
lengingu á Hörð Eyjólf.
Fíkniefnasmyglararnir fjórir,
þeir Hörður Eyjólfur, Ólafur Ágúst,
Ársæll og Johan hafa allir setið í
gæsluvarðhaldi undanfarnar vikur
vegna tilraunar til að smygla til
landsins rúmum 25 kílóum af amf-
etamíni og hassi í bensíntanki bif-
reiðar. Þrír þeirra, Ólafur Ágúst,
Ársæll og Hollendingurinn, voru
staðnir að verki að kvöldi skírdags,
þegar þeir voru að losa efnin úr
bensíntanki bifreiðarinnar í iðnað-
arhúsnæði á Krókhálsi. Hinn fjórði,
Hörður Eyjólfur, sem skráður er
fyrir smyglbílnum, var handtekinn
síðar um kvöldið í heimahúsi í borg-
inni.
Fimmti maðurinn, Herbjörn Sig-
marsson, var handtekinn síðar í
tengslum við rannsóknina en
honum hefur verið sleppt. -jss
Gæsluvarðhald framlengt á þrjá fíkniefnasmyglara en hafnað á hinn fjórða:
Allir úrskurðirnir kærðir
GÆSLUVARÐHALD Einn sakborn-
inga í fíkiefnamálinu leiddur í
héraðsdóm.
ÚTGÁFA Starfsmenn Fréttablaðsins
bregða sér í hvítasunnufrí og
kemur blaðið því næst út á þriðju-
dag. Skrifstofan verður opin í dag
frá klukkan ellefu til fimm en svo
ekki fyrr en á þriðjudag en þá
verður hún opin frá átta til sex
eins og venja er á virkum dögum.
Útgáfa Fréttablaðsins:
Kemur næst
út á þriðjudag
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur
mildað dóm yfir tæplega þrítug-
um karlmanni sem braut glas á
andliti manns í júlí árið 2004.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafði
dæmt manninn í sex mánaða
fangelsi, þar af þrjá mánuði skil-
orðsbundna, en Hæstiréttur
dæmdi manninn í sex mánaða
skilorðsbundið fangelsi.
Maðurinn sem sleginn var
fékk skurð á enni og sár víðs
vegar um andlitið.
Í dómnum var tillit tekið til
þess að kærandinn hafi ítrekað
áreitt ákærða um kvöldið og
refsingin því milduð.
- sh
Karlmaður dæmdur:
Braut glas á
andliti manns
XXX Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
verðandi borgarstjóri í Reykjavík,
segir að leikskólagjöld verði lækk-
uð um 25 prósent 1. september
næstkomandi. Einnig munu foreldr-
ar, sem eru með tvö eða fleiri börn á
sama tíma í leikskóla, aðeins greiða
gjald fyrir eitt barn. Þetta er mikil
kjarabót fyrir barnafjölskyldur í
borginni, segir Vilhjálmur í viðtali
við Fréttablaðið í dag.
Sambúðarfólk greiðir eftir þetta
um 5.800 krónum minna á mánuði
fyrir vistun barns, samkvæmt
gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur.
Sé barnið ellefu mánuði á ári í leik-
skóla lækkar gjaldið samanlagt um
tæp 64 þúsund. Einstætt foreldri
greiðir eftir lækkunina undir tíu
þúsund krónur á mánuði fyrir barn
sitt.
Vilhjálmur og Björn Ingi Hrafns-
son, oddvitar borgarstjórnarmeiri-
hlutans, hafa kynnt borgarfulltrú-
um hvernig þeir hyggjast skipta
málaflokkum milli flokkanna. Skipt-
ingin er þó ekki fullfrágengin. Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
mun velferðarráð, menningar- og
ferðamálaráð og íþrótta- og tóm-
stundaráð falla framsóknarmönn-
um í skaut gangi þetta eftir. Auk
þess mun Björn Ingi vera formaður
borgarráðs.
Sjálfstæðismenn munu fara með
forræðið yfir menntaráði, skipu-
lagsráði, framkvæmdaráði og
umhverfisráði. Einnig var borgar-
fulltrúum kynnt sú hugmynd að fá
fólk utan við borgarstjórnarhópinn
til að sitja í stjórn Orkuveitu
Reykjavíkur. bg/Sjá bls. 32
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur skipta á milli sín nefndum í Reykjavík:
Leikskólagjöld verða lækkuð
VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Uppboðum
á lóðum til nýbygginga verður hætt.
SJÓSLYS Engin beiðni um að sjópróf
yrðu haldin vegna eldsvoðans um
borð í Akureyrinni EA þar sem
tveir menn létu lífið hafði borist
Héraðsdómi Reykjaness fyrir
helgina.
Rannsóknarlögregla hefur lokið
rannsókn sinni á upptökum eldsins
sem kviknaði út frá rafmagni í
ljósabekk í frístundaherbergi
skipsins. Þykir ekkert gefa tilefni
til frekari rannsóknar af hennar
hálfu og telst það upplýst. Rann-
sóknarnefnd sjóslysa mun hins
vegar rannsaka málið ofan í kjöl-
inn í framhaldinu, en ekki er þó
loku fyrir skotið að vátryggjendur
eða eigendur skipsins fari fram á
sjópróf næstu daga eða vikur. - aöe
AKUREYRIN Í HAFNARFIRÐI Rannsókn-
arnefnd sjóslysa tekur við rannsókn á
eldsvoðanum um borð í Akureyrinni.
Banaslysin á Akureyrinni:
Engin beiðni
um sjópróf
SPURNING DAGSINS?
Oddný, eru konur svona vel
úr Garði gerðar?
Já, og svo eru þær líka gerðarlegar.
Oddný G. Harðardóttir er oddviti N-listans í
Garði en þar voru níu konur á framboðslist-
anum og þrjár í efstu sætunum. Oddný mun
taka við embætti bæjarstjóra í Garði.
gfds