Fréttablaðið - 03.06.2006, Síða 2

Fréttablaðið - 03.06.2006, Síða 2
2 3. júní 2006 LAUGARDAGUR ���������� ���������������������� �������������������������� ������������������������������� ��������������������������� �������������������������� Sex handteknir Lögreglan í Kópavogi handtók sex manns í fyrrinótt vegna gruns um fíkniefnamisferli. Sexmenning- unum var sleppt að lokinni yfirheyrslu og telst málið upplýst. LÖGREGLUFRÉTTIR KJARAMÁL Samtök atvinnulífisins hafa boðist til að greiða þeim sem aðeins hafa notið almennra launa- hækkana allt að tveggja prósenta viðbótarhækkun, samtals 4,5 pró- sent, og tólf þúsund króna taxtavið- auka til þess að afstýra því að kjara- samningum verði sagt upp í haust. Hækkunin nær ekki til þeirra sem ekki eru á lágmarkskjörum. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri samtakanna, segir augljóst að verðbólgan verði ekki undir þremur prósentum, sem er forsenda þess að kjarasamning- ar haldi. Taka þurfi á vandan- um strax. Fallist verkalýðs- forystan á hugmyndirnar hækki launin nú í júlí. Grétar Þorsteinsson, for- seti Alþýðusambands Íslands, ASÍ, segir hugmyndinar hafa verið kynntar þeim í fyrradag: „Fjallað var um þær á fundi for- manna landssambandanna og stærstu aðildarfélaga og ákveðið að kanna á viðbrögðin í baklandi þeirra.“ Formaður Verkalýðsfélags Akra- ness, Vilhjálmur Birgisson, segir að við fyrstu sýn virðist sér sem tólf þúsund króna hækkunin dugi ekki til að jafna það sem starfsmenn sveitarfélaga og ríkis hafa fengið í launahækkun: „En þetta er jákvætt skref sem verður vegið og metið.“ Grétar vildi hins vegar ekki leggja mat á hugmyndir atvinnu- rekenda en segir ólíklegt að þær taki ekki breytingum í viðræðum milli sambandanna. „En það er jafn- ljóst að fari málið í þann farveg munum við banka upp á hjá stjórn- völdum, því þau bera æðimikla ábyrgð á því hvernig komið er.“ Vilhjálmur gerir sér grein fyrir vanda atvinnurekenda vegna launahækk- ana hjá hinu opinbera. Sveitarfélög og ríki borgi víða á annan tug þús- unda hærri laun en gert sé fyrir sambærileg störf á almenna vinnu- markaðnum: „Við horfum fram á stóran reikning vegna þess að vænst verður þess að verkalýðsfé- lögin jafni þennan mun í samning- um við okkur.“ Verði böndum ekki komið á verðbólguna ráði enginn við aðstæðurnar sem skapist á haustmánuðum og verðbólgan geti farið í tveggja stafa tölu. „Ef við semjum strax og náum verðbólgunni niður fyrir 2007 færum við fólki mestu kjarabætur sem það getur fengið. Við sköpum líka atvinnulífinu bestu starfsmögu- leikana,“ sagði Vilhjálmur. Hann bætti við, á blaðamannafundi sam- takanna í gær, að fari verðbólgan úr böndunum eins og á árum áður stimpli Íslendingar sig út úr hópi fremstu þjóða í heiminum. gag@frettabladid.is Auka tvö prósent og tólf þúsund krónur Verkalýðsforingi segir ólíklegt að tölurnar sem Samtök atvinnulífisins settu fram í gær til að afstýra uppsögn kjarasamninganna dugi til. SA hræðist að verðbólgan fari í tveggja stafa tölur og Íslendingar detti úr hópi fremstu þjóða. FORYSTA SAMTAKA ATVINNULÍFSINS Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ, til vinstri, og Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kynna hugmyndir um samning sem afstýra á uppsögnum kjarasamninga milli SA og ASÍ. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, gerir aðeins eina kröfu til ríkisstjórnar landsins: „Náið niður verðbólgunni.“ Mælikvarðinn á hvort ríkisstjórnir standi sig eða ekki sé hvoru megin verðbólgan er við 2,5 prósentu mörk- in. Hún er 7,6 prósent, samkvæmt tölum Seðlabankans. Vilhjálmur segir einn áhrifaþátt þess að kjarasamningar haldi í haust að sveitarfélögin haldi fast um fjármálin. „Sveitarfélögin verða að lifa við sína tekjustofna. Ríkið má ekki bjarga þeim í gegnum jöfn- unarsjóði eða með öðrum leiðum. Sveitarfélögin verða að bera ábyrgð á eigin fjármálum,“ sagði hann á blaðamannafundi um kjaramálin á föstudag. „Sveitarfélögin hafa verið í eilífum mínus. Samt virtust vera til nógir peningar til allra hluta í aðdraganda kosninganna, þrátt fyrir það að þau hafi á undanförnum árum kvartað undan að vitlaust hafi verið gefið á milli sveitarfélaga og ríkisins.“ Samtökin segja þó framkvæmd- ir ríkis- og sveitarfélaga ekki ráða úrslitum um þenslu á markaðinum. „Stóru tölurnar liggja ekki í því hvort að ríkið framkvæmi fyrir einum milljarði meira eða minna. Þær liggja í íbúðaframkvæmdunum og einka- neyslunni,“ segir Vilhjálmur. Framkvæmdastjóri SA: Verðbólga verði undir mörkum VILHJÁLMUR EGILSSON Framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins segir verð- bólgu eina mælikvarðann á velgengni stjórnvalda. SAKAMÁL Þrír menn voru úrskurð- aðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í áframhaldandi gæsluvarð- hald í sex vikur að kröfu lögregl- unnar í Reykjavík. Þetta eru þeir Ólafur Ágúst Ægisson, Ársæll Snorrason og Hollendingurinn Johan Handrick, sem allir sitja inni fyrir tilraun til stórfellds fíkniefna- smygls til landsins. Héraðsdómur hafnaði hins vegar kröfu lögregl- unnar um framlengingu á fjórða manninn, Hörð Eyjólf Hilmarsson. Allir þessir úrskurðir voru kærðir til Hæstaréttar. Ólafur Ágúst, Ársæll og Hollendingurinn kærðu úrskurð um framlengingu og lögreglan kærði höfnun á fram- lengingu á Hörð Eyjólf. Fíkniefnasmyglararnir fjórir, þeir Hörður Eyjólfur, Ólafur Ágúst, Ársæll og Johan hafa allir setið í gæsluvarðhaldi undanfarnar vikur vegna tilraunar til að smygla til landsins rúmum 25 kílóum af amf- etamíni og hassi í bensíntanki bif- reiðar. Þrír þeirra, Ólafur Ágúst, Ársæll og Hollendingurinn, voru staðnir að verki að kvöldi skírdags, þegar þeir voru að losa efnin úr bensíntanki bifreiðarinnar í iðnað- arhúsnæði á Krókhálsi. Hinn fjórði, Hörður Eyjólfur, sem skráður er fyrir smyglbílnum, var handtekinn síðar um kvöldið í heimahúsi í borg- inni. Fimmti maðurinn, Herbjörn Sig- marsson, var handtekinn síðar í tengslum við rannsóknina en honum hefur verið sleppt. -jss Gæsluvarðhald framlengt á þrjá fíkniefnasmyglara en hafnað á hinn fjórða: Allir úrskurðirnir kærðir GÆSLUVARÐHALD Einn sakborn- inga í fíkiefnamálinu leiddur í héraðsdóm. ÚTGÁFA Starfsmenn Fréttablaðsins bregða sér í hvítasunnufrí og kemur blaðið því næst út á þriðju- dag. Skrifstofan verður opin í dag frá klukkan ellefu til fimm en svo ekki fyrr en á þriðjudag en þá verður hún opin frá átta til sex eins og venja er á virkum dögum. Útgáfa Fréttablaðsins: Kemur næst út á þriðjudag DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur mildað dóm yfir tæplega þrítug- um karlmanni sem braut glas á andliti manns í júlí árið 2004. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt manninn í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skil- orðsbundna, en Hæstiréttur dæmdi manninn í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn sem sleginn var fékk skurð á enni og sár víðs vegar um andlitið. Í dómnum var tillit tekið til þess að kærandinn hafi ítrekað áreitt ákærða um kvöldið og refsingin því milduð. - sh Karlmaður dæmdur: Braut glas á andliti manns XXX Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, verðandi borgarstjóri í Reykjavík, segir að leikskólagjöld verði lækk- uð um 25 prósent 1. september næstkomandi. Einnig munu foreldr- ar, sem eru með tvö eða fleiri börn á sama tíma í leikskóla, aðeins greiða gjald fyrir eitt barn. Þetta er mikil kjarabót fyrir barnafjölskyldur í borginni, segir Vilhjálmur í viðtali við Fréttablaðið í dag. Sambúðarfólk greiðir eftir þetta um 5.800 krónum minna á mánuði fyrir vistun barns, samkvæmt gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur. Sé barnið ellefu mánuði á ári í leik- skóla lækkar gjaldið samanlagt um tæp 64 þúsund. Einstætt foreldri greiðir eftir lækkunina undir tíu þúsund krónur á mánuði fyrir barn sitt. Vilhjálmur og Björn Ingi Hrafns- son, oddvitar borgarstjórnarmeiri- hlutans, hafa kynnt borgarfulltrú- um hvernig þeir hyggjast skipta málaflokkum milli flokkanna. Skipt- ingin er þó ekki fullfrágengin. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins mun velferðarráð, menningar- og ferðamálaráð og íþrótta- og tóm- stundaráð falla framsóknarmönn- um í skaut gangi þetta eftir. Auk þess mun Björn Ingi vera formaður borgarráðs. Sjálfstæðismenn munu fara með forræðið yfir menntaráði, skipu- lagsráði, framkvæmdaráði og umhverfisráði. Einnig var borgar- fulltrúum kynnt sú hugmynd að fá fólk utan við borgarstjórnarhópinn til að sitja í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. bg/Sjá bls. 32 Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur skipta á milli sín nefndum í Reykjavík: Leikskólagjöld verða lækkuð VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Uppboðum á lóðum til nýbygginga verður hætt. SJÓSLYS Engin beiðni um að sjópróf yrðu haldin vegna eldsvoðans um borð í Akureyrinni EA þar sem tveir menn létu lífið hafði borist Héraðsdómi Reykjaness fyrir helgina. Rannsóknarlögregla hefur lokið rannsókn sinni á upptökum eldsins sem kviknaði út frá rafmagni í ljósabekk í frístundaherbergi skipsins. Þykir ekkert gefa tilefni til frekari rannsóknar af hennar hálfu og telst það upplýst. Rann- sóknarnefnd sjóslysa mun hins vegar rannsaka málið ofan í kjöl- inn í framhaldinu, en ekki er þó loku fyrir skotið að vátryggjendur eða eigendur skipsins fari fram á sjópróf næstu daga eða vikur. - aöe AKUREYRIN Í HAFNARFIRÐI Rannsókn- arnefnd sjóslysa tekur við rannsókn á eldsvoðanum um borð í Akureyrinni. Banaslysin á Akureyrinni: Engin beiðni um sjópróf SPURNING DAGSINS? Oddný, eru konur svona vel úr Garði gerðar? Já, og svo eru þær líka gerðarlegar. Oddný G. Harðardóttir er oddviti N-listans í Garði en þar voru níu konur á framboðslist- anum og þrjár í efstu sætunum. Oddný mun taka við embætti bæjarstjóra í Garði. gfds
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.