Fréttablaðið - 03.06.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 03.06.2006, Síða 10
10 3. júní 2006 LAUGARDAGUR ��� ��� ���� ����������� ������������� �������������i������������������������������������������ ������������������������������� ������������������������������������������������������������������������������������ ������������������������������������������ ��������� ������������� KOSNINGAR Frambjóðendur C-lista í Grímsnes- og Grafningshreppi hafa kært framkvæmd utankjörfundar- atkvæðagreiðslu sem fram fór á Sólheimum miðvikudaginn 24. maí. Þeir krefjast þess að sveitarstjórn- arkosningar í hreppnum verði úrskurðaðar ógildar og látnar fara fram að nýju. Í kærunni kemur fram að vist- menn Sólheima hafi margir borið barmmerki K-lista, sem einnig bauð fram í hreppnum, þegar fulltrúar C- lista mættu á staðinn þennan dag. Kærendur segja ljóst að á staðnum hafi átt sér stað áróðursherferð sem aðeins öðru framboðinu var gefinn kostur á að taka þátt í. Einnig kemur fram að í stofu þar sem atkvæðagreiðslan fór fram hafi verið kassi með stefnuskrá K- listans, sem C-listamenn segja aug- ljósan áróður á kjörstað. Í kærunni er jafnframt gerð athugasemd við það að fulltrúi K- lista hafi, upp á sitt einsdæmi, farið inn í stofuna þar sem atkvæða- greiðslan fór fram til að hugga vist- mann sem hafði brostið í grát. Vist- maðurinn átti eftir að greiða atkvæði. Þá kemur fram að vistmenn hafi ekki allir þurft að framvísa per- sónuskilríkjum eins og lög kveða á um, að ekki hafi verið tilkynnt um atkvæðagreiðsluna með tilskildum fyrirvara og einnig að utankjör- fundaratkvæðagreiðsla hefði ekki mátt fara fram á Sólheimum þar sem heimilið er ekki stofnun sam- kvæmt skilgreiningu. - sh Frambjóðendur C-lista í Grímsnesi kæra kosningu á Sólheimum: Krefjast annarrar kosningar SÓLHEIMAR Í GRÍMSNESI Frambjóðendur C-lista gera alvarlegar athugasemdir við framkvæmd kosninga á Sólheimum. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest átján mánaða fangelsisdóm yfir karlmanni fyrir brot gegn valdstjórninni, hótanir, eignaspjöll og sérstaklega hættulega líkams- árás með því að leggja til tveggja lögreglumanna með hnífi þegar þeir höfðu afskipti af honum á heimili hans. Lögregla hafði afskipti af manninum á heimili hans í kjölfar þess að hann kastaði gangstéttar- hellu í gegnum kjallaraglugga og rispaði lakk á bíl. Hann lagði þá til lögreglumannanna tveggja með hnífi með þeim afleiðingum að gat kom á samfesting annars. Hann er einnig dæmdur fyrir að hafa hótað barnsmóður sinni lífláti og þremur öðrum alvarleg- um líkamsmeiðingum með bréfa- og sms-sendingum. Maðurinn krafðist ómerkingar héraðsdóms en ella sýknu af ákæru fyrir brot gegn valdstjórn- inni og sérstaklega hættulega lík- amsárás. Ákæruvaldið krafðist þyngingar dómsins. Hæstiréttur staðfesti hins vegar dóm Héraðs- dóms Reykjavíkur. - sh Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás: Reyndi að stinga löggu HÆSTIRÉTTUR Maðurinn hótaði barns- móður sinni lífláti og þremur öðrum alvar- legum líkamsmeiðingum með sms- og bréfasendingum. JAPAN, AP Fæðingartíðni í Japan árið 2005 var sú lægsta frá upp- hafi, eða 1,25 börn á hverja konu. Forsætisráðherra Japans, Jun- ichiro Koizumi, lítur þessar tölur alvarlegum augum, enda eru efna- hags- og félagsleg áhrif af lækk- andi fæðingartíðni gífurleg og leiða til skorts á vinnuafli, lægri skatttekjum og minni þjónustu fyrir aldraða. Ástæðan er talin vera hækk- andi giftingaraldur, enda fresta margar ungar konur giftingu og barneignum vegna starfsferilsins. Yfirvöld hafa því fjölgað leikskól- um og stutt fæðingarorlof karl- manna, en án árangurs. - sgj Áhyggjur í Japan: Fæðingar færri Tveir í haldi Tveir eru enn í haldi, grunaðir um ölvunarakstur og fíkniefna- brot, eftir að lögreglan í Reykjavík fann fíkniefni í fjórum bílum, við eftirlit í nótt. Fíkniefnahundur aðstoðaði við leitina. LÖGREGLUFRÉTTIR LITHÁEN Litháar safna nú undir- skriftum til að þakka Íslending- um fyrir að hafa fyrstir þjóða við- urkennt sjálfstæði landsins. Forseti Íslands tók á móti tilkynn- ingu um undirskriftasöfnunina við hátíðlega athöfn í ráðhúsi Vilnius í fyrradag. Gintautas Babravisius fer fyrir átakinu, en takmarkið er að safna þrjú hundr- uð þúsund nöfnum, einu fyrir hvern Íslending. Í ágúst eru liðin fimmtán ár frá því að Íslendingar viðurkenndu sjálfstæði Litháa, en þá verða undirskriftirnar afhent- ar og stefnt er að því að efna til tónleika á Íslandi með litháískum listamönnum. -sgj Litháar heiðra Íslendinga: Safna 300.000 undirskriftum RÁÐSTEFNA „Ef konur ætla að kom- ast áfram í fyrirtækjunum þá verð- um við að þróa aðra hugsun eða alveg nýja strategíu. Það verður að vera eitthvað alveg nýtt,“ sagði Greer á ráðstefnunni Tengslanet III: Völd til kvenna á Bifröst í gær. Fyrirtækjaheimurinn byggir á karllægum sjónarmiðum, og svo hefur verið um langt skeið. Hún líkti fyrirtækjaheiminum við apa- búr þar sem einn karlapi hefur náð völdum og situr á efstu greininni í trénu. Ungu karlaparnir bíða svo neðar í trénu eftir því að geta tekið við af honum. Konur virka öðruvísi og vinna öðruvísi. „Kerfið var þróað til þess að körlum gengi vel í því,“ sagði Greer. Hún var ekki tilbúin til að benda á það nákvæmlega hvað þetta nýja væri eða ætti að vera en það var augljóst að hún taldi í stuttu máli að konur ættu að halda áfram að vera konur, vera trúar sjálfum sér, reynslu sinni og reynsluheimi. Þær ættu að víkka út hefðina með heim- ilisrekstur til að ná stjórn í heimin- um. Konur ættu ekki að breyta sér í karla eða láta karlana breyta sér í karla, svipað og Margrét Thatcher, sem hafði orðið forsætisráðherra í Bretlandi á sínum tíma af því að „það fannst enginn annar karl“. Konur ættu ekki að sækjast eftir jafnrétti í blindu. Sem dæmi nefndi hún hermennskuna þar sem konur hafa sóst eftir því að verða her- menn eins og karlarnir. Það hent- aði ekki konum. „Konur eru öðruvísi en karlar. Ég hef aldrei verið hrifin af því að segja: Við viljum gera allt sem karlar gera,“ sagði hún. Greer benti á að konum væri ógnað úr ýmsum áttum. Sögulega séð hefðu stjórnvöld litið á leg kvenna sem náttúruauðlind. Hún sagði að eftir 100 ár gætu konur valið um að ganga með börn eða þá að þau yrðu búin til í tilraunastof- um með nýrri tækni. Þá mátti skilja hana sem svo að karlar sem hefðu farið í leiðréttingaraðgerð á kyni gætu ógnað konum eða kvenleikan- um. ghs@frettabladid.is Konur þrói nýja hugsun Rithöfundurinn og prófessorinn, Germaine Greer, líkti karlkyns stjórnendum við górillur í þoku. GERMAINE GREER Líkti stjórnenda- heiminum í fyrirtækjunum við apa- búr þar sem ein karlgórilla situr á efstu greininni og ungu karlaparnir sitji svo fyrir neðan og bíði þess að taka við af honum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.