Fréttablaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 16
 3. júní 2006 LAUGARDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 NFS Í BEINNI Á VISIR.IS 35.000 gestir vikulega sem dvelja í u.þ.b. eina klst. hver. Auglýsingasími 550 5000. Hvað á sveitarfélagið að heita? Fjölmargir íbúar í Ólafsfirði sem Fréttablaðið hafði samband við lýstu yfir óánægju sinni með þau nöfn sem þeir gátu kosið um á nýja sveitarfélagið. Nöfnin fjögur voru Fjallabyggð, Hnjúka- byggð, Tröllaskagabyggð og Ægisbyggð. Þeir voru þó þeirrar skoðunar að skásta nafnið af þeim fjórum sem kosið var um hefði orðið fyrir valinu en það er Fjalla- byggð eins og flestir vita. Þeir voru þó ósáttir við það að nafnið Norðurbyggð skyldi ekki hljóta náð fyrir augum nafna- nefndarmanna sem sögðu það vera of víðtæka skírskotun sem hljóta að teljast nokkuð undarleg rök ef Vesturbyggð og Austurbyggð þykja bera nafn með rentu. En þeir óánægðu geta þó sennilega huggað sig við það að nöfn eins og Hyrna og Göng urðu ekki fyrir valinu en þau voru á meðal tillagna sem nefnd- inni bárust. Sennilega þætti þeim lítill sómi að því að vera Gangamenn eða Hyrningar. Heldur er ólíklegt að tillagan um nafnið SiglÓ hafi komið frá Ólafsfirðingi. Vinir í raun Litháar standa nú fyrir undirskriftasöfnun til þess að þakka íslensku þjóðinni fyrir að hafa fyrstir allra viðurkennt sjálfstæði þeirra fyrir fimmtán árum. Takmarkið er að safna 300 þúsund undirskriftum, einni fyrir hvern Íslending. Í ágúst stend- ur svo til að afhenda Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, undirskriftirnar. Sinn er siður í landi hverju en það hefur verið háttur okkar Íslendinga að þegar aðrir reynast okkur vel þá fáum við þá til skrifa undir ...samn- inga. Að drekkja ráðherra og umræðu Valgerður Sverrisdóttir minnti okkur á það um daginn að menn verða að gæta velsæmis í hitamálum jafnvel þótt þeir feli sig í mannfjölda. Á áletrunar- spjaldi sem borið var í mótmælagöngu Íslandsvina síðasta laugardag var áletrað „Drekkjum Valgerði en ekki Íslandi.“ Hún hefur óskað eftir að lögregla rannsaki hvort þetta varði við lög. Fjölmörg mál- efnaleg rök hafa verið færð fyrir því að Kárahnjúkavirkjun væri óskynsamlegur kostur. Þau rök náðu þó ekki augum og eyrum landsmanna í þessari mótmælaaðgerð í jafn miklum mæli og þetta bagalega slagorð. Það má því segja að þetta slagorð hafi drekkt málefnalegu umræðunni í þetta skiptið. jse@frettabladid.is Núna um helgina fara fram þing- kosningar í Tékklandi, þær fyrstu frá því að Tékkar gengu í Evrópu- sambandið 2004. Mikil spenna ríkir í tékkneskum stjórnmálum enda eru fjölbreyttir valkostir í boði. Líkt og í íslenskum sveitarstjórn- um er þó ekki víst að fylgi flokka meðal kjósenda ráði endilega úrslitum heldur skiptir hitt líka máli, hvernig þeim gengur að fóta sig í vandasömum stjórnarmynd- unarviðræðum í kjölfarið. Líklegast er að eftir kosningar verði stærsti flokkur Tékklands annar tveggja, Sósíaldemókratar (CSSD) sem eru undir stjórn Jiri Paroubek, eða fyrrverandi valda- flokkur landsins, Borgaralegi lýð- ræðisflokkurinn (ODS). Skoðana- kannanir eru misvísandi en líklegast er að báðir þessir flokkar fái fylgi á bilinu 25-30 prósent. Sósíaldemókratar fengu 70 þing- sæti af 200 í seinustu þingkosning- um og gátu myndað ríkisstjórn með Kristilega lýðræðisflokknum (KDU-CSL) og Frelsisbandalaginu. Leiðtogi flokksins, Stanislav Gross, þurfti hins vegar að segja af sér embætti forsætisráðherra eftir hneykslismál í fyrra. Paroubek hefur sveigt flokkinn aftur til vinstri og leggur nú áherslu á hefð- bundin stefnumál jafnaðarmanna. Töluverð óeining hefur verið innan ríkisstjórnarinnar. Kristilegi lýð- ræðisflokkurinn hefur á undan- förnum mánuðum gefið vísbend- ingar um að hann vilji halla sér til hægri eftir kosningar, og hefur stundum verið eins og stjórnarand- stöðuflokkur. Borgaralegi lýðræðisflokkurinn hreppti 58 þingsæti í seinustu þing- kosningum en er nú spáð fylgis- aukningu. Meginkosningamál flokksins er að lækka skatta. Hann lofar 15 prósenta tekjuskatti, 15 prósenta virðisaukaskatti og afnámi allra annarra skatta. Annað mál sem greinir flokkinn frá Sósí- aldemókrötum er afstaðan til evrunnar. Stofnandi flokksins, Vac- lav Klaus, hefur alla tíð haft horn í síðu Evrópusambandsins. Hann er nú orðinn forseti Tékklands en Mirek Topolanek, eftirmaður hans, stefnir nú að því að verða forsætis- ráðherra við hlið hans. Fjórði flokkurinn sem keppir um völdin er Kommúnistaflokkur- inn (KSCM) sem er nú undir stjórn nýs leiðtoga, Vojtech Filip. Fráfar- andi formaður, Miroslav Grebenic- ek, þótti of tengdur stalínískri for- tíð flokksins, en hafði samt sem áður náð að auka fylgi hans í 18,5 prósent í seinustu kosningum. Kommúnistar hafa siglt á milli skers og báru þar sem þeir skil- greina sig sem nýjan og endur- bættan flokk en höfða jafnframt sterkt til þeirra sem hafa orðið undir í lífsbaráttunni síðan 1989 og sakna „gömlu góðu daganna“. Þrátt fyrir að Sósíaldemókratar hafi látið hátt um andúð sína á Komm- únistum í orði hafa þeir í verki reitt sig mjög á þá við að koma í gegn málum ríkisstjórnarinnar á þinginu. Brotthvarf Grebeniceks gæti orðið þeim átylla til að mynda nánari tengsl við þennan leynilega bandamann. Málefni Kommúnista- flokksins eru hefðbundin baráttu- mál verkalýðsflokks, þeir vilja hækka laun verkafólks og bætta heilsugæslu. Þá hefur flokkurinn barist einarðlega gegn utanríkis- stefnu núverandi ríkisstjórnar, sem er mjög hliðholl Bandaríkjun- um. Líklegt er að Frelsisbandalagið hverfi af þingi þar sem gerðar eru kröfur um að flokkar nái fimm pró- sentum til að fá sæti á þinginu. Flokkurinn er sá frjálslyndasti á tékkneska þinginu og vill m.a. lög- leiða marijúana. Á hinn bóginn er líklegt að Flokkur græningja (Strana zelených) komist inn á þing í þetta sinn, þar sem fylgi hans í skoðanakönnunum hefur verið á bilinu 8-10 prósent. Leiðtogi flokks- ins er Martin Bursik, fyrrverandi umhverfisráðherra. Meðal stefnu- mála flokksins eru auknir umhverf- isskattar, aukið aðgengi að mennt- un, jafnréttismál og neytendavernd. Gott gengi flokksins bendir til þess að margir Tékkar séu orðnir þreytt- ir á ofuráherslu stjórnvalda á hag- vöxt, enda benda kannanir til þess að þeir séu almennt bjartsýnir á efnahagslega framtíð landsins. Á hinn bóginn hafa þeir áhyggjur af litlu gegnsæi í stjórnvaldsákvörð- unum, aukinni loftmengun og skorti á sjálfbærri þróun efnahags- lífsins. Þar að auki hafa græningjar nú látið af langvinnum deilum og flokkadráttum og sameinast undir stjórn Bursiks. Óvíst er hvort þeir muni starfa til hægri eða vinstri eftir kosningar. Kjósendahópur þeirra minnir að ýmsu leyti á stuðningsmenn Borgaralega lýð- ræðisflokksins, kjarni hans eru vel menntaðir borgarbúar. Á hinn bóg- inn hefur Klaus forseti verið mjög andsnúinn umhverfisstefnu og talið er að áhrif hans geti valdið því að Borgaralegi lýðræðisflokk- urinn leiti fremur eftir samstarfi við Sósíaldemókrata. Allir áhugamenn um evrópsk stjórnmál hljóta að fylgjast spennt- ir með úrslitum þingkosninganna í Tékklandi. Ekki síst er spennandi að sjá hvort umhverfissinnar kom- ast til áhrifa í landi flauelsbylting- arinnar sem gengið hefur í gegn- um öfgar ríkissósíalisma og frjálshyggju á fáeinum áratugum. Hugsanlega munu Tékkar ryðja brautina fyrir þróun í öðrum ríkj- um Austur-Evrópu, eins og þeir hafa gert oft áður. ■ Spennandi kosningar í Tékklandi Í DAG GRÆN STJÓRNMÁL SVERRIR JAKOBSSON Líklegt er að Flokkur græningja komist inn á þing í Tékklandi í kosningum núna um helgina. Mig langar til að beina spurningum til hagfræðinga, til að mynda Ásgeirs Jónssonar hjá KB banka, því fréttin „Neysla fólks dregst saman“ (Fréttablaðið 2. júní 2006, bls. 16) vakti mig til umhugsunar. Í fréttinni stendur: „Í mars voru fluttir inn bílar fyrir 3,5 milljarða en í apríl fyrir rúma tvo milljarða. Það er mikill samdráttur og telst líklegt að mettun sé orðin á mark- aði með fólksbíla. Ásgeir [Jónsson aðalhagfræðingur KB banka] segir ekki ólíklegt að það taki tvö til þrjú ár þangað til innflutningur tekur að aukast aftur miðað við það sem sagan sýnir.“ Gera hagfræðingar ekki ráð fyrir vitundarvakningu í umhverf- ismálum; vitundarvakningu sem hvetur fólk til spottast um bæinn á hjólum eða góðum skóm? Gera þeir aðeins ráð fyrir að (flest)allir kaupi bifreiðar eins reglulega og oft og þeir geta og buddan leyfir og að einkaneyslan haldist iðulega í hend- ur við væntingavísitölu Gallup? Ásgeir Jónsson segir í Frétta- blaðinu: „Hér skipta þrír þættir mestu máli, mettunaráhrif einka- neyslu, veikindi krónunnar og háir vextir. Aukin verðbólga og minni væntingar neytenda spila einnig inn í.“ Getur hugarfarsbreyting ekki skipt meginmáli? Getur ekki verið að minni áhugi neytenda á bifreið- um skipti líka máli eða breytt við- horf, fræðsla um loftslagsbreyting- ar og mengun í borgum? Eða hræðsla við að neyslumenningin sé óhagstæð lífinu á jörðinni? Eða þá hugmyndir um hagkvæmar og heilsusamlegar sjálfbærar sam- göngur sé málið? Ég þarf að fá svör við þessu sem fyrst. Einnig langar mig að vita hvort dæmi séu til um að hugar- farsbreyting, fræðsla eða hræðsla, hafi breytt neysluvenjum. Ef eng- inn hagfræðingur svarar vona ég að einhver blaðamaður spyrji þá um þetta. ■ Er æskilegt að neytendur skipti um skoðun? UMRÆÐAN SAMGÖNGUR GUNNAR HERSVEINN RITHÖFUNDUR OG HJÓLREIÐAMAÐUR Niðurstaða Hæstaréttar í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn Fréttablaðinu er ekki aðeins sigur fyrir blaðið heldur einnig íslenska fjölmiðla. Að dómi Hæstaréttar föllnum má vera ljóst að sýslumenn, hvar sem þeir eru í sveit settir, mega hugsa sig að minnsta kosti tvisvar um áður en þeir halda í sambærilegan leiðangur og sá í Reykjavík gerði þegar hann kom á ritstjórnarskrifstofu Fréttablaðsins 30. september síðastliðinn og krafðist gagna sem blaðið hafði notað við fréttaskrif sín. Sú aðgerð var með öllu óþolandi enda fól hún í sér að íslensk- ir blaðamenn máttu búast við að fulltrúar yfirvalda gætu birst fyrirvaralaust og heimtað upplýsingar sem ógnuðu trúnaði þeirra við heimildarmenn sína. Það var ekki að ástæðulausu að Blaðamannafélag Íslands sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar aðgerða sýslumanns þar sem þær voru meðal annars kallaðar aðför að tjáningarfrelsinu. Blaðamannafélag Íslands hefur staðið þétt með Fréttablað- inu í þessu máli og sýndi ákveðna dirfsku þegar dómnefnd félagsins verðlaunaði greinaskrif blaðsins í tengslum við tölvupóstinn fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Full ástæða er til að þakka þann stuðning enn á ný. Dómur Hæstaréttar er einnig ánægjuleg staðfesting á því sem fulltrúar Fréttablaðsins hafa alltaf haldið fram og aldrei efast um, eða því að fréttir sem voru unnar upp úr tölvupósti Jónínu Benediktsdóttur „höfðu að geyma efni, sem átti erindi til almennings“, svo vitnað sé beint í dóminn. Í þessum orðum Hæstaréttar er falinn kjarni málsins: Efnið átti erindi við almenning. Blaðamenn Fréttablaðsins máttu hins vegar sæta þungum sökum vegna þessara skrifa. Fyrrverandi formaður Sjálfstæð- isflokksins og fleiri áhrifamiklir menn töluðu um misnotkun á fjölmiðlum og að hið eina fréttnæma væri stuldur á persónu- legum gögnum. Niðurstaða Hæstaréttar tekur af allan vafa um hið gagnstæða. Hér skal það enn og aftur ítrekað að blaðamenn Fréttablaðs- ins gerðu sig ekki seka um þjófnað. Blaðinu barst tölvupóstur þar sem var að finna mikilvæg og upplýsandi innlegg í mál sem hefur sett sterkan svip á samfélagið undanfarin ár. Var eftir fremsta megni leitast við að meðhöndla tölvupóstinn þannig að einkalífi þeirra sem komu við sögu væri haldið utan við fréttaflutninginn. Í dómsorði Hæstaréttar kemur enda fram að „ekki hafi verið gengið nær einkalífi áfrýjanda en óhjákvæmilegt var í opinberri umræðu um málefni, sem varð- aði almenning“. „Við segjum fréttir“ eru einkunnarorð Fréttablaðsins og þau orð voru höfð að leiðarljósi við vinnslu á þessu viðkvæma máli eins og í öðrum málum. Fréttablaðið kappkostar að upp- lýsa lesendur sína og lætur þeim eftir að vega og meta þær upplýsingar sem koma fram í skrifum þess. Dómur Hæsta- réttar er mikilvægur, en dómur lesenda er okkur enn mikil- vægari. ■ SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Dómur Hæstaréttar er sigur fyrir íslenska blaðamenn. Átti erindi til almennings
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.