Fréttablaðið - 03.06.2006, Side 36

Fréttablaðið - 03.06.2006, Side 36
 3. júní 2006 LAUGARDAGUR4 Í bílaprófun Money Magazine er engin tímataka. Þess í stað eru skottin hlaðin, krökkum skutlað og bílum lagt samhliða í stæði. Semsagt allt það gert sem venjulegt fólk þarf að klást við í hinum raunverulega heimi. Verð spilar þarna stóran þátt því það er jú ekkert mál að búa til æðislegan dýran bíl, hins vegar er annar handleggur að búa til æðislegan bíl fyrir lítinn pening. Þetta voru því allt hlutir sem blaðamenn tímaritsins höfðu til hliðsjónar þegar þeir völdu besta bílinn í hverj- um flokki fyrir árið 2006. Fimmtán bestu kaupin Money Magazine hefur gefið út niðurstöður árlegrar bílaprófunar sinnar. Þar eru valdir fimmtán bestu bílar ársins í hverjum flokki. SMÁJEPPAR Toyota Rav4 Subaru Legacy SKUTBÍLAR Mazda 3 SMÁBÍLAR Chevrolet Corvette SPORTBÍLAR BMW 3 LITLIR LÚXUSFÓLKSBÍLAR Honda Accord MIÐLUNGSSTÓRIR FÓLKSBÍLAR STÓRIR LÚXUSJEPPAR Land Rover eða Range Rover Honda Pilot MIÐLUNGSSTÓRIR JEPPAR Ford Mustang BLÆJUBÍLAR Honda Odyssey SJÖ MANNA SKUTLUBÍLAR Chevrolet Tahoe STÓRIR JEPPAR Chrysler 300 STÓRIR BÍLAR Audi A6 MIÐLUNGSSTÓRIR LÚXUSBÍLAR Mercedes ML-class MIÐLUNGSSTÓRIR LÚXUSJEPPAR Lexus LS 430 STÓRIR LÚXUSBÍLAR GRENSÁSVEGI 14 / 108 REYKJAVÍK / 566 6820 NÝ SENDING Á GAMLA GENGINU! ATH!!! 23 29 / T ak tik n r.1 8 Akureyri • Egilsstöðum • Hafnarfirði • Höfn • Keflavík • Kópavogi •Reykjavík •Selfossi LAKK Í ÚÐABRÚSUM Tæplega milljón bíla innkall- aðir. Toyota hefur efnt til þjónustuher- ferðar sem nær til eigenda 987.262 bifreiða af gerðunum Avensis, Cor- olla og Prius. Um er að ræða bíla sem voru framleiddir á tímabilinu frá september 2002 til nóvember 2005. Meira en helmingur hinna innkölluðu bíla var seldur á Japans- markaði. Ástæða herferðarinnar að sam- setning á stýrisás kann að vera ábótavant en slíkur galli hefur fundist í 72 bílum. Ekki er vitað til þess að gallinn hafi valdið slysum eða óhöppum en talið er að hann geti komið fram sé tekið harkalega í stýrið á mikilli ferð. Hér á landi er um að ræða um 1200 bíla af áðurnefndum þremur gerðum. „Við munum senda eig- endum viðkomandi bifreiða bréf og framkvæmdin verður alíklega með þeim hætti að við munum skipta um þetta stykki meðan beðið er,“ segir Kristinn G. Bjarnason framkvæmdastjóri markaðssviðs Toyota. Kristinn bendir einnig á að herferðin endurspegli hátt þjón- ustustig Toyota þar sem gallinn hefur enn sem komið er aðeins fundist í 0,007% umræddra bíla. Innköllun í þjónustuskoðun Toyota Avensis er meðal þeirra bíla sem innkallaðir eru.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.