Fréttablaðið - 03.06.2006, Síða 46

Fréttablaðið - 03.06.2006, Síða 46
ATVINNA 6 3. júní 2006 LAUGARDAGUR Nám byggist ekki ein- ungis á því að reikna stærðfræðidæmi og læra stafsetningarreglur. Nám byggist líka á að rækta andlega heilsu og byggja upp sjálfstraust og hóp- efli meðal nemenda. Í því samhengi gegna náms- ráðgjafar mikilvægu starfi. Guðrún Þóra Vilhjálmsdótt- ir starfar sem námsráðgjafi í Árbæjarskóla og hefur sinnt því starfi í tvö ár. Guð- rún er menntaður kennari en ákvað eftir að hafa verið í kennslu í sautján ár að taka viðbótarnám í náms- ráðgjöf í Kennaraháskólan- um. En hvað var það sem fékk hana til þess að breyta til? „Þetta er svolítið öðru- vísi nálgun og samband sem maður nær við krakkana og það freistaði mín. Mig lang- aði líka til þess að breyta til en alls ekki að fara út úr skólakerfinu. Að vinna með krökkum er það skemmti- legasta.“ Guðrún Þóra þvertekur fyrir að hafa verið komin með leiða á kennslunni, löngunin til þess að breyta til hafi helst ráðið úrslitum. Starf Guðrúnar Þóru sem námsráðgjafi er margþætt. Vinna þarf til dæmis með námstækni, náms- og starfs- val og ýmis persónuleg mál. Guðrún Þóra er því í miklu sambandi við krakkana í skólanum enda segir hún að það sé það skemmtilegasta við starfið. „Krakkar eru svo frábærir. Í raun er mjög erfitt að útskýra af hverju, en þeir sem hafa unnið með börnum og unglingum skilja hvað ég meina.“ Erfiðast við starfið að mati Guðrún- ar Þóru er þegar hún finnur fyrir ákveðnu úrræðaleysi. Hún segir í kjölfarið að oft vanti fleiri úrræði til þess að leysa ýmis vandamál barna og unglinga og segir hún að helst geti yfirvöld bætt úr því. Annars er Guðrún Þóra meira en himinlifandi í sínu starfi og sér hún ekki eftir því að hafa söðlað um. „Ef ég vil breyta aftur til fer ég aftur í kennslu. Það eru svo mikil forréttindi að vinna með krökkum og ég fer von- andi ekki að breyta því,“ segir brosmild Guðrún Þóra að lokum. steinthor@frettabladid.is Sjálfstraust og hópefli Guðrún Þóra Vilhjálmsdóttir, námsráðgjafi í Árbæjarskóla, hafði unnið sem kennari lengi en ákvað að breyta örlítið til. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Rúmlega helmingur félagsmanna VR vinnur undir stjórn yfirmanna sem hrósa þeim þegar vel gengur í starfinu. Nýleg könnun VR á fyrir- tækjum ársins 2006 leiddi í ljós að 56 prósent starfsfólks fá hrós frá næsta yfirmanni þegar það stenst væntingar um árangur í starfi. Tæplega sextíu prósent svarenda sögðu yfirmann sinn oft eða alltaf hvetja þá til að beita hugmyndafluginu til að leysa mál, en þeir svarendur voru í flestum tilfellum stjórnendur sem höfðu að baki háskólamenntun. Fimmtungur félagsmanna sagði hins vegar yfirmann sinn sjaldan eða aldrei hvetja til þess að nota hug- myndaflugið. Yngra fólk fær samkvæmt könnuninni fremur hrós en það eldra, og því skemur sem fólk hefur unnið í fyrirtækinu eða greininni, því frekar virðist yfirmaðurinn hrósa. Helmingur starfs- manna fær hrós Þessi yfirmaður er vonandi að hrósa en ekki hrella. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi – UNICEF – leitar að jákvæðu og kraftmiklu fólki í götukynningu. Um er að ræða fjáröflunarstarf þar sem rætt er við fólk, þeim kynnt starf UNICEF og boðið að styrkja verkefnin. Áreiðanleiki og jákvæðni eru áskilin. Áhugasamir sendi ferilskrá á snjolaug@unicef.is eða hringi í síma 552 6700. Byggingafélag Gylfa og Gunnars auglýsir eftir vélamanni á skotbómulyftara. Upplýsingar í síma 693-7327 Vilhjálmur. Hjá okkur er virkt starfsmannafé- lag og góður aðbúnaður. Við leitum eftir fólki á öllum aldri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.