Fréttablaðið - 03.06.2006, Page 66

Fréttablaðið - 03.06.2006, Page 66
 3. júní 2006 LAUGARDAGUR Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Austurbergi 5 111 Reykjavík Sími 570 5600 Símbréf 567 0389 Tölvupóstur: fb@fb.is www.fb.is Fjölbrautaskólinn í Breiðholti býður mjög fjölbreytt nám: bóknám, listnám, iðnnám/starfsnám. Bóknám leiðir til stúdentsprófs og er undirbúningur fyrir háskólanám. Listnám er undirbúningur fyrir frekara listnám, arkitektúr og annað framhaldsnám. Markmið iðnnáms/starfsnáms er að undirbúa nemendur fyrir störf í ýmsum greinum atvinnulífsins, veita sérhæfð starfsréttindi og/eða undirbúning fyrir frekara nám. Bóknám til stúdentsprófs Félagsfræðabraut Málabraut Náttúrufræðibraut Viðskipta- og hagfræðibraut Upplýsinga- og tæknibraut Þriggja ára náttúrufræðibraut Listnámsbrautir Myndlistarkjörsvið Textíl- og hönnunarkjörsvið Löggilt iðnnám Húsasmíðabraut Rafvirkjabraut Snyrtibraut Löggilt starfsnám Sjúkraliðabraut Sjúkraliðabrúin Eins til tveggja ára starfsnám Grunnnám rafiðna Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina Handíðabraut Íþróttabraut Viðskiptabraut Almenn námsbraut Starfsbraut Með viðbótarnámi er hægt að ljúka stúdentsprófi af öllum brautum. Innritun í Fjölbrautaskólann í Breiðholti er á netinu eða á skrifstofu skólans frá 09:00 til 15:00. Eyðimörk í austri, gróin strandlengja í vestri, hæðir, hólar og fornar borgir. Hvort sem áhugasvið ferðamanns- ins liggur í sögu, mannlífi eða nátt- úru hefur Sýrland upp á margt áhugavert að bjóða. Landið hefur verið í deiglu merkisatburðanna frá upphafi siðmenningarinnar og tilheyrir svæði sem virðist í dag vera endalaus uppspretta frétta- efnis. Þrátt fyrir þetta leggja fáir Íslendingar leið sína til landsins. „Ótryggt ástand“ er líkleg ástæða þess en þrátt fyrir það orðspor má minna á að þótt Sýrland eigi landa- mæri að Írak, Líbanon og Ísrael hafa stríðsátök verið þar í algjöru lágmarki. Og ekki hættum við að heimsækja New York, London og Madríd eftir hryðjuverkaárásirn- ar þar. Samtíningur í glerkössum Þótt enn sé langt í land að Sýrland nái upp í evrópskan ferðamanna- standard má segja að minnis- merkjaflóra landsins sé með ein- dæmum fjölbreytt. Mikið hefur verið grafið upp af fornminjum í Sýrlandi og er þeim meðal annars komið fyrir í stórum og smáum söfnum. Kastalar, hallir og mosk- ur eru oft opin almenningi og stundum búið að koma þar fyrir útstillingum. Sýrlendingar eru líka sérstaklega hrifnir af hernum sínum og vilja gjarnan sýna útlendingum herstyrk sinn með nákvæmum útlistunum á sigrum landsins undanfarnar aldir. Ekki er fyrir miklum fínheitum að fara í kringum sögulegar forn- minjar heldur eru Sýrlendingar meira í því að láta hlutina tala fyrir sig sjálfa. Minjum frá fyrri öldum er þá gjarnan staflað óskipulega inn í glerkassa með merkingum eins og „leirker frá ýmsum tímabilum“ eða „söguleg arabísk sverð“ og rómversk súlu- brot finnast oftar í haugum en uppistandandi. Ef nákvæmari lýs- ingar er að finna á söfnum ein- kennast þær gjarnan af sýrlenskri söguskoðun þar sem iðulega er mikið gert úr rullu Sýrlands á sögusviðinu. Ferðalangurinn rekst til dæmis gjarnan á bæklinga frá ferðamálaráðuneytinu þar sem honum er tilkynnt, eins og um sögulegar staðreyndir sé að ræða, að tiltekin moska sé sú merkasta í sögu íslamsks arkítektúrs og að flest stórveldi sögunnar hafi haft mikilvægar stjórnstöðvar í Sýr- landi, allt frá Egyptalandi til forna og fram á tíma Ottómana. Yfirgefnar borgir Nokkur söfn í Sýrlandi eru einstök í sinni röð og verðskulda næstum heimsókn til landsins ein og sér. Útisafnið í Kúnaítra á miðjum Gólanhæðum er eitt þeirra, en það er í raun ekkert annað en borg sem lögð var í rúst af ísraelskum hermönnum snemma á níunda áratugnum. Borgin og svæðið í kringum hana eru nú undir vernd- arhendi Sameinuðu þjóðanna og hafa Sýrlendingar ákveðið að leyfa borginni að standa eins og skilið var við hana eftir vopnuð átök um Gólanhæðir. Góð göngu- ferð milli sundurskotinna trúar- bygginga og um borgarhverfi sem jarðýtur hafa jafnað við jörðu er ógleymanleg. Yfirgefnar borgir frá öllum tímum er einnig að finna í Sýr- landi. Rómverska eyðimerkur- borgin Palmýra er samansafn stórkostlegra fornminja og hafa þar óvenjumargar byggingar verið endurreistar þótt enn liggi súlur og leirkersbrot eins og hrá- viði um svæðið. Jafnast Palmýra alveg á við rómverskar minjar hvar sem er, jafnvel á Ítalíu sjálfri, og það sem hún hefur umfram hinar rústirnar er tiltölulega fáir ferðamenn miðað við mikilfeng- leika. Allir ferðamannastaðir Sýr- lands eiga það reyndar sameigin- legt. Guði sé lof fyrir ferðamennina Oftast er ótvíræður kostur við ferðamannaleysið að athyglin beinist mjög að þeim fáu sem þar eru. Sýrlendingar eru innilegir heim að sækja, eins og araba er von og vísa, en á meðan sögur fara af óprúttnum Egyptum sem nýta sér gestrisnina í blóðinu til að hafa peninga af ferðamönnum eru opnir armar Sýrlendinga raun- verulegir og vilja þeir sjaldnast fá greitt fyrir. Þeim er mikið í mun að fólk fari ánægðara til baka en það kom og gera allt til að koma til móts við þá sem sækja þá heim. Sérstaklega sýna þeir betri hliðina á sér ef ferðamaðurinn leggur sig örlítið fram við vin- gjarnlegheitin. Getur þá lítil við- leitni margborgað sig og gefið tækifæri á ómetanlegri innsýn í líf venjulegs fólks. Einfalt orð eins og „Alhamdúlilla“, guði sé lof, greiðir leiðina að hjarta Sýrlend- inga eins og línan „Sesam, opnist þú“ lauk upp klettinum forðum fyrir arabanum Aladín. Hægt er að skjóta orðinu að næstum hve- nær sem tækifæri bregst og er það sérstaklega hentugt ferða- manninum ef einhver Sýrlending- urinn ávarpar hann á illskiljan- legri arabísku. „Alhamdúlilla“ tryggir að viðskilnaðurinn verður með brosi á vör. Landið sem ekki má nefna Önnur gullin regla sem gott er að taka með í nesti til Sýrlands er að vara sig á því að styggja ekki heimamenn með fjálglegum yfir- lýsingum um viðkvæmasta mál heimshlutans, deilur araba við Ísrael. Hvar sem réttlætiskennd ferðamannsins liggur í þessu flókna máli er gott að hafa í huga að það er brennandi heitt í Sýr- landi og kannski ekki að ástæðu- lausu. Hundruð þúsunda Palest- ínumanna búa vegabréfslaust í Sýrlandi og sjá landsmenn mikið eftir blessuðum Gólanhæðunum sem Ísraelar höfðu af þeim. Einfalt er að fá virðingarprik hjá heimamönnum með því einu að kalla Ísrael því nafni sem margir Sýrlendingar og arabar yfir höfuð notast við: „herteknu svæðin“ (enska: occupied territ- ories). Þar fyrir utan halda sumir fast í að nefna ekki Ísrael á nafn, „Alhamdúlilla“ fyrir Sýrland EYÐIMERKURBORGIN FRÁ FORNUM TÍMUM Rómverska borgin Palmýra stóð á fjölförnum vegamótum og ber staðurinn með sér mikilfenglega sögu Sýrlands. Ekki hefur þó mikið verið lagt upp úr endurbótum og virðast stundum fleiri súlur liggja í hrúgum á jörðinni en standa uppi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANNA TRYGGVADÓTTIR STÓRKOSTLEGASTA ÍSLAMSKA MINNISMERKI ALLRA TÍMA Umaítamoskan í Damaskus er mjög skemmtilegur staður til að finna sláttinn í sýrlensku þjóðfélagi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANNA TRYGGVADÓTTIR Þrátt fyrir að ímynd Sýrlands sé ekki til þess fallin að laða ferðamenn að landinu ættu flestir sem sækja það heim að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Anna Tryggvadóttir átti leið um landið í vetur og útskýrir af hverju Sýrland er drauma- áfangastaður ferðalangsins. STAÐREYNDIR UM SÝRLAND Stærð: 185.180 ferkílómetrar eða tæp- lega tvisvar sinnum stærra en Ísland. Fólksfjöldi: Nítján milljónir. Trúarhópar: 90% múslimar (þar af 78% súnní-múslimar) og 10% kristnir (um helmingur rétttrúnaðar og 15% kaþólikkar). Einnig búa nokkur hundruð gyðinga enn í Damaskus. Stærstu borgir: Höfuðborgin Damaskus, Haleb (Aleppo), Homs og Hama. Tungumál: Arabíska er opinbert tungumál landsins. Minnihlutahópar tala einnig armensku, túrkmensku og arameísku. Þjóðhöfðingi: Forsetinn Bashar Al- Assad, en arabíska orðið asad þýðir ljón.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.