Fréttablaðið - 03.06.2006, Side 73

Fréttablaðið - 03.06.2006, Side 73
X-Men: The Last Stand (2006) Catwoman (2004) Gjörsamlega misheppnuð mynd um Kattarkonuna sem á rætur sínar að rekja til Leðurblöku- mannsins. Berry var eins og álfur út úr hól í bjánalegum kisukonu- búningnum, sem var þó ekki það versta við þessa mynd. Gothika (2003) Hálf misheppnaður sálfræði- spennutryllir um konu sem vakn- ar minnislaus á geðveikrahæli sem eiginmaður hennar stjórnar. Skelfileg minningarbrot sækja á hana og vekja upp grunsemdir um að húsbóndinn sé með óhreint mjöl í pokahorninu. Penelope Cruz kemur við sögu í litlu hlutverki. X2 (2003) Die Another Day (2002) Berry tók sig vel út í hlutverki njósnarans Jinx sem gekk til liðs við sjálfan James Bond. Monster‘s Ball (2001) Billy Bob Thornton leikur rasísk- an fangavörð og böðul sem þarf að endurskoða hug sinn þegar hann fellur fyrir þeldökkri eigin- konu síðasta mannsins sem hann tók af lífi í fangelsinu. Berry fékk Óskarsverðlaunin fyrir túlkun sína á ekkjunni. Swordfish (2001) Berry hittir hér aftur fyrir Hugh Jackman, félaga sinn úr X-Men, í spennumynd um góðhjartaðan tölvuþrjót sem lendir í klónum á Berry og fláráðum John Travolta. Myndarinnar er helst minnst fyrir það að Berry beraði á sér brjóstin og vakti fyrir vikið heimsathygli. X-Men (2000) Brian Singer leyfði Berry að njóta sín með hvíta hár- kollu í fyrstu X-Men myndinni. Bulworth (1998) Warrren Beatty leik- ur stjórnmálamann- inn Bulworth sem tekur upp á þeirri fásinnu að segja kjós- endum sannleikann. Berry leikur unga stúlku sem hjálpar honum að finna sjálf- an sig. Executive Decision (1996) Hér sýnir Berry ágæt- is takta sem hugrökk flugfreyja sem kemur Kurt Russell til hjálp- ar þegar hann reynir að frelsa farþega risaþotu úr klóm hryðju- verkamanna. The Flintstones (1994) Þessi leikna útgáfa af The Flintstones var misheppnuð í flesta staði en Berry tók sig vel út í steinaldarbikiní með hlé- barðamunstri. Boomerang (1992) Eddie Murphy lenti í klónum á Berry í þessari brokkgengu gamanmynd, sem var þó einn hressilegasti dauðakippur- inn á ferli þessa heillum horfna gamanleikara. The Last Boy Scout (1991) Tony Scott fékk Berry til þess að leika hina feigu nektardansmey Cory í þess- ari spennumynd með Bruce Willis. Berry mætti til leiks kynþokkafull og falleg og þarna þótti strax ljóst að fram væri komið efni í stjörnu. Jungle Fever (1991) Spike Lee gaf Berry tækifæri til að spreyta sig í hlut- verki ungs heróín- fíkils. Hlut- verkið var lítið en það breytti því ekki að eftir stúlk- unni var tekið. Helstu myndir Halle Berry uð tilfinning og þegar ég las Mon- ster´s Ball.“ Mynd Bier fjallar um ekkju, tveggja barna móður, sem tekur vin látins eiginmanns inn á heimili sitt. Sá er í miklum vanda en eftir að honum tekst að snúa lífi sínu við hjálpar hann fjölskyldunni að horfast í augu við og takast á við fráfall fjölskylduföðurins. Tókst að heilla Susanne Bier „Ég vissi að þetta yrði lítil mynd og ég myndi líklega ekki fá mikinn pening fyrir hlutverkið en mér var alveg sama. Ég bara varð að gera hana. Umboðsmaðurinn sagði mér að ég myndi líklega ekki hreppa hlutverkið þar sem verið væri að skoða Reese Witherspoon og allar aðrar leikkonur en mig.“ Berry var þó ekki á þeim buxun- um að gefast upp enda hefur hún Bier í hávegum. „Ég ákvað samt að berjast fyrir þessu og var svo hepp- in að fá hana til að hitta mig í New York í síðasta mánuði. Ég vissi að ég hefði eina klukkustund til þess að heilaþvo hana og gera henni grein fyrir því hversu mikils ég mæti verk hennar og hefði ríka þörf fyrir að leika í þessari mynd. Ég hafði séð myndina hennar Brothers (Brødre) og hún heillaði mig gjörsamlega upp úr skónum.“ Berry hafði erindi sem erfiði. „Strax eftir þennan hádegisverð hringdi hún í umboðsmann minn og sagði honum að ég fengi hlutverk- ið. Ég er í skýjunum. Ég er mjög hrifin af konum og kvenleikstjór- um. Þetta er lítil mynd um fólk, brot úr lífinu, og frábært mótvægi við myndir eins og X-Men. Mér finnst mjög gott að blanda þessu saman og svissa milli kvikmynda- greina og persónugerða.“ Langar stundum að öskra Berry segir úrtölurnar sem hún fékk að heyra þegar hún lýsti áhuga sínum á að leika í mynd Bier dæmi- gerðar fyrir fordómana sem hún hefur mátt mæta á ferlinum. „Mér var sagt að það væri ómögulegt að láta mig leika eiginkonuna þar sem þá yrðu börnin að vera blönduð. Eiginmaðurinn mætti ekki vera svartur líka vegna þess að þá yrði þetta „svört“ mynd. Mig langar stundum að öskra þegar ég heyrði þetta og hugsaði með mér: „Jæja, þá byrjum við eina ferðina enn.“ Af hverju get ég ekki bara verið Halle Berry sem er nógu gömul til þess að leika móður og fengið hlutverk- ið út á það? Stundum nægir að spyrja svona til þess að fólk ranki við sér og spyrji á móti „Já, af hverju ættirðu ekki að geta það?“ Ég er enn að glíma við þetta í Holly- wood.“ MONSTER´S BALL Berry fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni en hún hikar ekki við að slá af kaupkröfum til þess að tryggja sér hlutverk í minni myndum ef handritin heilla hana. LAUGARDAGUR 3. júní 2006 41

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.