Fréttablaðið - 03.06.2006, Síða 81
LAUGARDAGUR 3. júní 2006 49
Fyrsta plata ensku hljómsveitar-
innar Oasis, Definitely Maybe frá
árinu 1994, hefur verið kjörin besta
plata allra tíma.
Um 40 þúsund tónlistaráhuga-
menn tóku þátt í valinu sem tíma-
ritin NME og British Hit Singles
and Albums stóðu fyrir.
Í öðru sæti var hin sígilda Sgt
Peppers´ Lonely Hearts Club Band
með Bítlunum og í því þriðja var
Revolver, einnig með Bítlunum.
Radiohead lenti í fjórða sæti með
OK Computer og í því fimmta varð
önnur plata Oasis, (What´s the
Story) Morning Glory.
Nýjasta platan á listanum var
Up the Bracket með The Libert-
ines, gömlu hljómsveitinni hans
Petes Doherty, sem lenti í 15. sæti.
Aðeins tvær bandarískar hljóm-
sveitir komust á topp 20 listann;
Nirvana og The Strokes með plöt-
urnar Nevermind og Is this it?
Lentu þær í 5. og 20. sæti.
Oasis á toppnum
OASIS Bræðurnir Liam og Noel Gallagher
eru forsprakkar hljómsveitarinnar Oasis.
BESTU PLÖTUR ALLRA TÍMA
1. Definitely Maybe - Oasis
2. Sgt Pepper‘s Lonely Hearts Club Band
- Bítlarnir
3. Revolver - Bítlarnir
4. OK Computer - Radiohead
5. (What‘s the Story) Morning Glory?
- Oasis
6. Nevermind - Nirvana
7. The Stone Roses - The Stone Roses
8. Dark Side Of The Moon - Pink Floyd
9. The Queen Is Dead - The Smiths
10. The Bends - Radiohead
Rokksveitin Changer hefur gefið
út þröngskífuna Breed the Lies
sem hefur að geyma fjögur lög.
Changer hefur áður gefið út tvær
breiðskífur og eina þröngskífu
síðan hún var stofnuð árið 1999.
Sveitin hefur tvisvar spilað á
Iceland Airwaves og hitað upp
fyrir erlendar sveitir á borð við
Mastodon, amon Amarth og Hate-
Sphere.
Changer er nýkomin til lands-
ins eftir tveggja vikna tónleika-
ferð um Evrópu og stefnir á að
halda veglega útgáfutónleika á
næstu misserum.
Þröngskífa
frá Changer
CHANGER Rokksveitin Changer hefur gefið
út þröngskífuna Breed the Lies.
Englendingurinn Roger Field
stefnir að því að verða sú persóna
sem fær mesta umfjöllun í dag-
blöðum og tímaritum víðsvegar
um heim.
Roger fékk hugmyndina eftir
að hann hitti Arnold Schwarzen-
egger árið 1968 í München áður en
hann fluttist til Bandaríkjanna og
sló í gegn sem kvikmyndastjarna.
Roger var fenginn til að kenna
Arnold ensku áður en hann flutti
vestur um haf, en á þessum tíma
var kraftakarlinn sannfærður um
að hann myndi slá í gegn í Holly-
wood. Hann hafði þegar verið
krýndur Herra alheimur og hafði
því sjálfstraustið í lagi.
Eitt sinn sagði Arnold við Roger
í léttum dúr að það yrði aldrei
neitt úr honum. Roger ákvað að
afsanna þá kenningu með því að
hafa samband við fjölmiðla út um
allan heim og breiða út sögu sína.
Nú þegar hefur Roger, sem
starfar sem uppfinningamaður,
birst í blöðum, tímaritum og
bókum frá 827 útgefendum í yfir
fimmtíu löndum. Meðal annars
hefur verið skrifað um hann í
Express-blaðinu í Aþenu og Play-
boy í Ungverjalandi. Fréttablaðið
bætist nú í þennan hóp.
Ætlar að slá
heimsmet
ROGER FIELD Englendingurinn Roger
Field hefur birst í hinum ýmsu blöðum og
tímaritum.
Keith Richards, gítarleikari Roll-
ing Stones, hefur náð fullum bata
eftir að hafa gengist undir heila-
skurðaðgerð á dögunum.
Stones-menn hefja tónleikaferð
sína um Evrópu í Mílanó þann 11.
júlí næstkomandi en ferðin átti
upphaflega að hefjast í Barcelona
fyrir viku. Vegna meiðsla
Richards var aftur á móti ákveðið
að fresta fyrstu 15 tónleikunum í
ferðinni.
Richards, sem er 63 ára,
meiddist er hann féll úr pálm-
atré þegar hann var staddur á
Fiji-eyjum ásamt félaga sínum úr
Stones, Ronnie Wood, og eigin-
konum þeirra í lok apríl.
Richards hefur ekki sést opin-
berlega eftir að hann flaug heim
til sín í Connecticut frá Nýja-Sjá-
landi fyrir tveimur vikum.
„Við erum hæstánægðir með
að Stones-menn eru komnir aftur
á stjá og viljum þakka öllum aðdá-
endunum sem keyptu miða fyrir
þolinmæðina,“ sagði skipuleggj-
andi tónleikaferðarinnar.
Orðinn frískur
ROLLING STONES Hljómsveitin síunga The
Rolling Stones byrjar tónleikaferð sína um
Evrópu 11. júlí.