Fréttablaðið - 03.06.2006, Side 83

Fréttablaðið - 03.06.2006, Side 83
LAUGARDAGUR 3. júní 2006 51 Leikstjóri: Unnur Ösp Stefánsdóttir. Danshöfundur: Roine Soderlundh. Tónlistarstjóri: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Þýðandi: Gísli Rúnar Jónsson Útlitshönnun: Egill Ingibergssson og Móeiður Helgadóttir Búningahönnun: Hildur Hafstein Sýnt í Borgarleikhúsinu í sumar Miðasala hefst föstudaginn 9. júní klukkan 10.00 í Borgarleikhúsinu í síma 568-8000 og á www.borgarleikhus.is Allir sem fæddir eru á árunum 1984, '94, '74, '64, '54 og '44 fá 24% afslátt á fyrstu 8 sýningarnar.Á ÞAKINU HALLA VILHJÁLMSÞORVALDUR DAVÍÐ Fyrstu Jómfrúartónleikar sum- arsins verða í Lækjargötunni í dag en tónleikaröðin Sumardjass á Jómfrúnni hefur nú staðið í ell- efu ár. Að vanda verður boðið upp á fjölbreytta djassdagskrá á veitingastaðnum Jómfrúnni á laugardögum í sumar en borgar- búar hafa verið duglegir að nýta sér tækifærið og njóta þessara ókeypis tónleika þar sem margir af fremstu djasstónlistarmönn- um landsins troða upp. Í dag ríður á vaðið kvartett framvarða elstu starfandi kyn- slóðar djasslistamanna á Íslandi, þeirra Árna Scheving og Jóns Páls Bjarnasonar. Meðal annarra sumargesta Jómfrúarinnar eru Jóel Pálsson og tríóið fríska Flís sem mun halda uppi einstakri stemningu á þjóðhátíðardaginn, Ómar Guð- jónsson og Ragnheiður Gröndal munu stíga á svið í júlímánuði ásamt fyrirtaks liðsinni. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og standa í tvo tíma. -khh JAKOB JAKOBSON VEITINGAMAÐUR OG SIGURÐUR FLOSASON DJASSTÓNLISTARMAÐUR OG SKIPULEGGJANDI Skáluðu fyrir sumrinu og komandi djasstíð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Jómfrúardjass á laugardögumHVAÐ? HVENÆR? HVAR?JÚNÍ 31 1 2 3 4 5 6 Laugardagur ■ ■ TÓNLEIKAR  15.00 Tónleikar í Surtshelli á vegum IsNord-tónlistarhátíðar- innar í Borgarnesi.  16.00 Sumardjass á Jómfrúnni. Kvartett Jóns Páls og Árna Scheving leikur djass fyrir gesti Jómfrúarinnar í Lækjargötu 4.  Hjálmar leika á Nasa við Austurvöll. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Leikkonan Edda Björgvinsdóttir sýnir harmskoplega einleikinn Alveg brilljant skilnað á Kirkjubæjarklaustri. ■ ■ OPNANIR  15.00 Sumarsýning Minjasafnins á Akureyri opnuð. Sýningin Ef þú giftist fjallar um brúðkaup og brúð- kaupssiði fyrr og nú. ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 Hljómsveitin Signia leikur á Klúbbnum við Gullinbrú. ■ ■ FUNDIR  11.03 Félagsfundur Parísar félag þeirra sem eru einar/einir verður á Kringlukránni. ■ ■ DANSLIST  16.00 Dansverkið Kypsa verður flutt í Norræna húsinu. ■ ■ SÝNINGAR  16.00 Nú stendur yfir útskriftarsýn- ing nemenda í Ljósmyndaskóla Sissu í Hólmaslóð 6.  Bjarni Jónsson listmálari sýnir verk sín í húsakynnum Eden í Hveragerði. ■ ■ BÆKUR  13.00 Rithöfundurinn Ian Rankin situr fyrir svörum og les úr verkum sínum í Bókabúð Máls og menn- ingar við Laugaveg. ■ ■ BJARTIR DAGAR  00.00 Miðnæturtónleikar á A. Hansen. Fram koma Svavar Knútur, Misery Loves Company, Mogadon og Testiculus in Musica.  11.00 Stokrotka, pólska búðin á Hvaleyrarbraut 35 býður upp á pólskan mat, tónlist og stemningu.  13.00 Opið hús hjá nýbúadeild Lækjaskóla - fjölmenningardagskrá og skemmtiatriði.  15.00 Sýning á ljósmyndum Patricks Huse opnar í Hafnarborg. Viðfangsefni sýningarinnar er lands- lag og mannlíf á norðurhjara.  17.00 Jaðarleikhúsið og Dan Kai Teatro kynna Agnes High Quality í Jaðarleikhúsinu.  20.00 Söngvakeppni hinna mörgu tungumála í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Hvorki má syngja á eigin móðurmáli né á ensku. Hafnfirskar magadansmeyjar troða upp í hléi. ■ ■ UPPÁKOMUR  14.00 Sagnamannahátíð í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Ýmsir sögumenn koma fram - allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JÚNÍ 1 2 3 4 5 6 7 Sunnudagur ■ ■ BJARTIR DAGAR  14.00 Barnaópera Bastien og Bastienne í Hafnarfjarðarleikhúsinu.  20.00 Nemenedur úr Óperustúdíói Íslensku óperunnar flytja Nótt í Feneyjum eftir Strauss í Hafnarborg. ■ ■ SÝNINGAR  14.00 Friðrik Þór Friðriksson fjallar um sýningu Steingríms Eyfjörð í Listasafni Íslands. Aðgangur ókeypis. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JÚNÍ 2 3 4 5 6 7 8 Mánudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  17.00 Mótettukór Hallgrímskirkju heldur vortónleika í Hallgrímskirkju. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Unglingadeild Leikfélags Kópavogs sýnir leikritið Dans eftir Hrund Ólafsdóttur. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.