Fréttablaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 8
8 20. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR
VEISTU SVARIÐ?
1 Hvað heitir talskona Femínistafélags Íslands?
2 Hver er landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu?
3 Hvaða samtök fara með stjórn Palestínu?
SVÖR Á BLS. 38
ÚTSALA ÚTSALA
40 – 60% afsláttur
Meiri verðlækkun
Síðumúla 13 • Sími 568-2870
Tveir fyrir einn tilboð á eldri fatnaði
Þú greiðir kr 990 og færð aðra flík frítt
Opið 10:00 – 18:00 www.friendtex.is
Dæmi um verð. Áður. Núna.
Jakkapeysa 6.700.- 2.900.-
Hekluð peysa 6.900.- 2.900.-
Vafin peysa 5.900.- 2.900.-
Pólóbolur 3.300.- 1.900.-
Stutterma bolur m/mynd 3.900.- 1.900.-
Langerma bolur 3.900.- 1.900.-
Stutterma skyrta 3.900.- 1.900.-
Ermalaus skyrta 3.500.- 1.900.-
Tunika m/bróderíi 4.900 2.900.-
Teinóttur jakki 7.400.- 2.900.-
Renndur jakki 7.600.- 2.900.-
Hörkjóll 4.600.- 2.900.-
Gallapils 6.900.- 1.900.-
Sítt pis 4.900.- 1.900.-
Hörbuxur 7.900.- 4.900.-
Gallabuxur 7.900.- 3.900.-
Getur verið að þú sért með ofnæmi?
Það er engin ástæða til að láta sér líða illa á besta tíma ársins.
Komdu og fáðu ráðgjöf hjá okkur.
Lóritín 10 mg töflur. Hver tafla inniheldur 10 mg Loratadin. Notkunarsvið: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín sem hefur kröftuga og langvarandi verkun við algengustu tegundum
ofnæmis. Lyfið er ætlað við frjókorna- og dýraofnæmi, sem og ofnæmi af völdum rykmaura. Varúðarreglur: Gæta þarf sérstakrar varúðar hjá börnum með alvarlega nýrna- og
lifrarsjúkdóma. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi þurfa minni skammta. Aukaverkanir: Lóritín þolist yfirleitt vel en algengustu aukaverkanirnar eru munnþurrkur og höfuðverkur. Svimi
getur einnig komið fyrir. Skömmtun: Ein tafla af Lóritíni er tekin daglega. Börnum 2–14 ára sem eru undir 30 kg að þyngd nægir hálf tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2ja ára.
Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 13.07.04
Histasín 10 mg töflur. Hver tafla inniheldur 10 mg Cetirizín. Notkunarsvið: Histasín er ofnæmislyf. Histasín virkar gegn öllum algengustu tegundum ofnæmis, svo sem frjóofnæmi og
rykofnæmi. Histasín er líka notað við ofnæmisbólgum í nefi og ofnæmiseinkennum eins og útbrotum og kláða. Varúðarreglur: Lyfið getur dregið úr viðbragðsflýti og skal það haft í huga
við akstur og nákvæmnisvinnu. Aukaverkanir: Einstaka sinnum veldur lyfið munnþurrki og syfju. Skömmtun: 1 tafla á dag fyrir fullorðna og börn frá 12 ára aldri. Börnum 6–12 ára sem eru
undir 30 kg að þyngd nægir hálf tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 13.07.04
Við hlustum!
Lóritín og Histasín
fást án lyfseðils
Byrjar þú að hnerra um leið og
allt fer að lifna við á vorin?
Þannig er um marga án þess að þeir
átti sig á því að um ofnæmi geti verið
að ræða.
20 % afsláttur
dagana 16 - 20 júní
HVALVEIÐAR Ársfundur Alþjóðahval-
veiðiráðsins samþykkti tillögu jap-
önsku sendinefndarinnar um að
nýta megi hvalastofna með sjálf-
bærum hætti á grunni vísindaráð-
gjafar. Þetta var 58. ársþing
Alþjóðahvalveiðiráðsins sem haldið
var á Sankti Kitts og Nevis í Kar-
íbahafinu. Að auki segir í yfirlýs-
ingunni að bann við
hvalveiðum í
atvinnuskyni sé
óþarft.
Þetta er í fyrsta
skipti sem meiri-
hluti Alþjóðahval-
veiðiráðsins sam-
þykkir ályktun til
stuðnings sjálfbær-
um hvalveiðum í
atvinnuskyni.
Í íslensku sendinefndinni eru
Ásta Einarsdóttir, Gísli Víkingsson
og Stefán Ásmundsson, skrifstofu-
stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu,
sem jafnframt er formaður nefnd-
arinnar.
Einar K. Guðfinnsson sjávarút-
vegsráðherra segir samþykktina
marka tímamót í sögu Alþjóðahval-
veiðiráðsins. „Þetta er mikilvæg
stefnumótum í stjórnmálalegu til-
liti og í fyrsta skipti í mörg ár sem
meirihluti Alþjóðahvalveiðiráðsins
lýsir yfir stuðningi við sjálfbærar
hvalveiðar í atvinnuskyni, með
meirihluta atkvæða á bak við sig.
Að mínu mati eru þetta mikil tíðindi
þar sem um kúvendingu er að ræða
af hálfu Alþjóðahvalveiðiráðsins.“
Alþjóðahvalveiðiráðið hefur til
þessa verið á móti hvalveiðum.
Þrátt fyrir samþykkt ársfundarins,
geta þjóðir sem eiga aðild að ráðinu
ekki úthlutað kvóta til veiða þar
sem þrjá fjórðu hluta greiddra
atkvæða þarf því til samþykkis.
Flestar þjóðanna
sem samþykktu
veiðarnar eru við
vesturströnd Afr-
íku og í Karíbahaf-
inu en þrjú Evrópu-
ríki samþykktu
veiðarnar, Noregur,
Ísland og Rússland.
Einar segir
umræðuna innan
Alþjóðahvalveiði-
ráðsins oft vera skrautlega. „Öll
ríkin sem samþykktu veiðarnar
hafa rétt til þess að taka þátt í
Alþjóðahvalveiðiráðinu samkvæmt
þeirra eigin lögum. Í hópi andstæð-
inga hvalveiða eru þjóðir sem af
hreinum trúarástæðum eru á móti
hvalveiðum, eins og Ástralar. Á
heilabú þeirra virka engin rök, það
hefur margsannast. En á meðan
þessi samþykkt er í gildi hljóta þeir
sem hingað til hafa skýlt sér á bak
við það að Alþjóðahvalveiðiráðið sé
á móti hvalveiðum, að hlusta á sjón-
armið hvalveiðiþjóða þann tíma
sem samþykktin gildir.“
magnush@frettabladid.is
Sjálfbærar
veiðar leyfðar
Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins hefur samþykkt
að leyfa sjálfbærar hvalveiðar í atvinnuskyni.
HVALUR Hvalveiðar hafa um áratugaskeið verið umdeildar á heimsvísu. Í fyrsta skipti í
meira en tvo áratugi náðist meirihluti á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins fyrir sjálfbærum
veiðum í atvinnuskyni.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LÖND SEM SAMÞYKKTU
St. Kitts og Nevis, Antigua og Barbúda,
Benín, Kambódía, Kamerún, Domini-
ca, Gabon, Gambía, Grenada, Gínea,
Ísland, Japan, Kiribati, Malí, Marshall
eyjar, Fílabeinsströndin, Máritanía,
Mongolía, Marokkó, Nauru, Níkaragva,
Noregur, Palau, Rússland, St. Lucia,
St. Vincent og Grenadines, Salómon
eyjar, Súrínam, Tógó, Tuvalu.
Geir H. Haarde forsætisráðherra og Jen Stoltenberg,
forsætisráðherra Noregs, fögnuðu samþykkt Alþjóðahval-
veiðiráðsins þess efnis að nýta bæri hvalastofna með
sjálfbærum hætti á grunni vísindaráðgjafar.
Sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna var hald-
inn í gær á Svalbarða.
Ísland og Noregur voru meðal þeirra þjóða sem studdu
tillögu Japana sem fól í sér að bann við hvalveiðum væri
óþarft.
Á fundinum á Svalbarða ræddu forsætisráðherrarnir meðal
annars um fiskveiðiréttindi og réttindi til auðlindanýtingar
á Svalbarða. - mh
Forsætisráðherrar Íslands og Noregs:
Fögnuðu báðir samþykktinni
GEIR H. HAARDE
Fagnaði samþykkt
hvalveiðiráðsins.
VERSLUN Bónus hefur hafið inn-
flutning á innfluttum þorski og
tekið til sölu í verslunum sínum.
Fiskurinn berst hingað til lands í
umbúðum frá Euro Shopper.
Að sögn Guðmundar Marteins-
sonar, framkvæmdastjóra Bón-
uss, hefur verslunin haft í sölu
laxasneiðar og fiskifingur frá
Euro Shopper í töluverðan tíma,
sem hafi reynst vel og vegna afar
hagstæðs innkaupsverð hafi verið
ákveðið að kaupa umræddan þorsk
inn líka. „Þetta er einfaldlega hluti
af þessari Euro Shopper-línu sem
hefur reynst vel,“ segir Guðmund-
ur.
Guðmundur segir söluna á fisk-
inum hafa gengið vonum framar
og að áframhald verði á innflutn-
ingnum. „Við höfum verið að flytja
inn Euro Shopper-vörur með
góðum árangri og þessi þorskur
sem berst hingað inn í gegnum
Svíþjóð hefur selst vel,“ segir
Guðmundur.
Guðmundur segist ekki geta
gefið upp hverju muni á verðinu
hér á landi og því sem hann fær
þorskinn á frá Svíþjóð, nema að
töluvert beri á milli. - æþe
Bónus selur þorsk sem er fluttur hingað frá Svíþjóð:
Bónus býður erlendan þorsk
ÚTLENSKUR ÞORSKUR Starfsmaður
Bónus með þorskinn góða.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
SLYS Stúlka á tvítugsaldri slasað-
ist alvarlega þegar hún missti
stjórn á bíl sínum í krappri
beygju á Fjarðarheiði í gær-
morgun.
Bíllinn valt um 50 metra niður
aflíðandi brekku og staðnæmdist
12 metra neðan vegarins, sam-
kvæmt lögreglunni á Egilsstöð-
um.
Stúlkan var ein í bílnum og
var flutt með sjúkraflugi til
Reykjavíkur á Landspítalann í
Fossvogi. Hún hlaut höfuðáverka
og innvortis meiðsl en er ekki
talin í lífshættu.
Stúlkan liggur á gjörgæslu og
er undir eftirliti. - sh
Tæplega tvítug stúlka slösuð:
Valt 50 metra
niður brekku