Fréttablaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 21
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 2.54 13.29 24.04 Akureyri 1.25 13.14 1.04 Ásta Sighvats Ólafsdóttir leikkona leggur mikla áherslu á að verða ekki leið á því að hreyfa sig. Þess vegna leggur hún ekki öll eggin sín í sömu körfuna. „Ég reyni að hafa þetta alltaf breytilegt svo ég fái ekki leið á því sem ég er að gera,“ segir Ásta. „Mest geri ég af því að ganga en ég hleyp stöku sinnum og hjóla.“ Ástu er illa við að keyra sig út og segir hún að við það að reyna of mikið á sig hætti hún að nenna að eltast við líkamsræktina. „Ég á það til að setja tónlist á heima hjá mér og bara dansa, það er alveg geggjað,“ segir Ásta. Línuskautana dregur Ásta fram á góð- viðrisdögum og að eigin sögn tekur hún líka mánaðatarnir í sundi og jóga. „Þetta er yfir- leitt blanda af öllu,“ segir Ásta. „Það er svo mikilvægt að hafa fjölbreytni því annars verður þetta bara kvöð og þá er það ekki þess virði. Þetta er ekki minna fyrir andann, til að draga fram góða skapið.“ Þegar Ásta var ung æfði hún skíði og dans en öfugt við dansinn hefur Ásta lítið komið nálægt skíðum. „Ég hef ekki farið á skíði í mörg ár. Ég hef alltaf verið á leiðinni en allt- af misst af snjónum,“ segir Ásta og hlær. Ásta borðar eins og líkaminn segir henni að gera. „Sykur fer ekki vel í mig og ekki heldur mjólk,“ segir Ásta. „Það var reyndar léttir að komast að því að mjólkin færi illa í mig. Þar kom skýring á því af hverju þurfti að neyða mjólkina ofan í mig sem barn.“ Ásta fer einnig reglulega til næringarráð- gjafa og hómópata og fær hjá þeim góð ráð. „Svo hef ég verið að vinna á veitingahúsinu Á næstu grösum og þegar ég er þar borða ég alltaf mjög vel,“ segir Ásta. Þessa dagana er Ásta að kenna í Foreldra- húsi - Vímulausri æsku. Þar sér hún um leik- listarþátt sjálfstyrkingarnámskeiðs fyrir unglinga og segir það bæði skemmtilegt og gefandi starf. tryggvi@frettabladid.is Fjölbreytnin mikilvæg Öskjuhlíðin er uppáhaldsgöngustaður Ástu. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN GÓÐAN DAG! Í dag er þriðjudagurinn 20. júní, 171. dagur ársins 2006. AUÐVELT AÐ LÆRA RÉTTAN FÓTABURÐ Línuskautar eiga vaxandi vin- sældum að fagna. Félagar hjá línuskautum.is standa fyrir námskeiðum fyrir þá sem vilja læra á skautana. HEILSA 2 Andoxunarefnið Pólýfenól er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum heilsuvörum. Efnið getur komið í veg fyrir hjartasjúkdóma, fyrirbyggt krabbamein og slegið verndarhjúpi um frumur líkamans. Pólýfenól er efni sem framleiðendur fæðubótarefna telja sem eitt af virku efnunum í vörum sínum. Efnið finnst einnig í töluverðum mæli í rauðvínum og koníaki. Krabbameinsfélagið var á meðal þeirra sem hlutu styrk úr Styrktar- sjóði Baugs Group sem úthlutað var fyrir úr skemmstu. 41,5 milljónum króna var úthlutað úr sjóðnum að þessu sinni og fékk Krabbameinsfélagið góðan styrk. Faraldur geysar nú yfir heims- byggðina og svo virðist sem Englendingar fari hvað verst út úr honum. Faraldurinn lýsir sér þannig að í hvert skipti sem þjóðin leikur í heimsmeistara- keppninni í fótbolta þá virðast gífurlega margir launþegar hringja sig inn veika. Faraldurinn hafði verið í rénun síðustu fjögur ár en hefur nú gossað upp aftur og hafa atvinnurekendur tölu- verðar áhyggjur af honum. ALLT HITT [ HEILSA ] NÝLEGA VAR OPNAÐUR VEFUR UM NÝTT HÁSKÓLASJÚKRAHÚS. Í tilefni af opnum fundi um undirbúning og stöðu deiliskipulags fyrir nýtt háskólasjúkrahús við Hringbraut, sem haldinn var síðastliðinn fimmtudag, var opnaður nýr vefur um byggingu sjúkrahússins. Er honum ætlað að veita upplýsingar um undirbúning og framvindu verkefnisins. Varpað er ljósi á starfsemina sem á að fara fram innan spítalans en markmiðið er að veita framúrskarandi heilbrigðisþjónustu sem er studd öflugu kennslu- og vísindastarfi og stenst samanburð við önnur háskólasjúkrahús. Spurningunni „Hvers vegna þarf nýtt sjúkrahús?“ er svarað en einnig er gerð grein fyrir staðsetningu og skipulagsmálum. Vefslóðin er http://www.haskolasjukrahus.is. Nýr vefur um háskólasjúkrahús Hið nýja sjúkrahús verður glæsilegt. Þetta er ein tillagan að útliti þess. EINKAÞJÁLFUN Í SUNDI Góð tilbreyting frá einkaþjálfun í sal. HEILSA 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.