Fréttablaðið - 20.06.2006, Side 40
20. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR
Árið 1998, þegar
heimsmeistara-
keppnin í fótbolta
fór fram í Frakk-
landi, sat ég
límd við skjáinn
þar sem ég var
dyggur stuðn-
ingsmaður Frakk-
anna. Dáðist að tökum
Zidane og fagnaði hverju marki
sem liðið potaði inn og sérstak-
lega var mér minnistæður leikur
þar sem Frakkar og Paragvæ öttu
kappi. Ég fagnaði mikið þegar
Frakkar höfðu betur, en fékk þó
fljótt sting í hjartað þegar ég sá
hversu vonsviknir vesalings leik-
menn Paragvæ voru. Þeir gengu
grátandi um völlinn og ég réði
ekki við mig og felldi nokkur tár
þeim til samlætis. Frá þeirri
stundu taldi ég mig of lina til að
horfa á boltann.
Annað var uppi á teningnum
um síðustu helgi þegar ég horfði á
leik Ítalíu og Bandaríkjanna. Ég
bjóst ekki við að leikurinn yrði
skemmtilegur, en fljótlega hljóp
hiti í leikinn þegar ítalski leik-
maðurinn De Rossi stökk upp og
dúndraði olnboganum í andlit
Bandaríkjamannsins McBride og
blóðið fór að flæða. Eitthvað gerðist
innra með mér. Ég fékk blóðbragð
í munninn, hentist fram á brún
sófans og hvessti augun á skjáinn
og æpti upp „Djö... maður, þetta
var rosalegt.“ Til að njóta eftir-
bragðsins, blikkaði ég varla
augunum til að sjá endursýningu
á atvikinu og blótaði svo Ítalanum,
sem ég hafði reyndar dáðst að
skömmu áður fyrir að vera í gylltum
skóm (hey, ég er kona). Fyrsta
rauða spjaldið var dregið úr slíðrum
dómarans og fyrsti leikmaðurinn
rekinn út af velli. Þetta var ekki
eina rauða spjaldið, enda vantaði
ekkert á spennuna og hitann í
þessum leik. Villimaðurinn í mér
hafði verið vakinn upp þar sem ég
sat og beið spennt eftir því að eitt-
hvað hrikalegt myndi gerast og
taugarnar þöndust í hvert sinn
sem annaðhvort liðið reyndi við
markið. Að leik loknum vissi ég
það eitt að ég vildi meira og ég
lofa að í framtíðinni verða engin
tár felld fyrir tapliðið.
STUÐ MILLI STRÍÐA Með blóðbragð í munni
KRISTÍN EVA ÞÓRHALLSDÓTTIR UPPGÖTVAR VILLIMANNINN Í SJÁLFRI SÉR
Vi
nn
in
ga
r v
er
Ð
a
af
he
nd
ir
hj
á
BT
S
m
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eÐ
þ
ví
a
Ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úa
b
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
iÐ
.
9 . H V E R V I N N U R !
S E N D U S M S S K E Y T I Ð J A S A V
Á N Ú M E R I Ð 1 9 0 0
O G Þ Ú G Æ T I R U N N I Ð
M I Ð A F Y R I R T V O .
V I N N I N G A R E R U • B Í Ó M I Ð A R F Y R I R T V O
• D V D M Y N D I R • T Ö L V U L E I K I R
V A R N I N G U R T E N G D U R M Y N D I N N I
O G M A R G T F L E I R A
F R U M S Ý N D 2 2 . J Ú N Í
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Hvað er
nekt?
Væntanlegt:
Nekt
á ís
Forsíðan í
dag er bara
aumkunarverð. Má ég
sjá? Ný ra
nnsók
n sýn
ir að
af hve
rjum
tíu eru
lofthr
æddir
Þeir halda að þeir
geti selt mér
blaðið út á eitt
orð á forsíðunni!
En þú
keyptir
það nú
samt!
Já, en bara vegna
þess að ég er
forvitinn um
lofthræðslu. Ég
skil...
Hundar
bannaðir á
ströndinni
Greyið
ég!
Greyið
þú?
Þú ert í sumarfríi,
áhyggjulaus um allt það
sem ég þarf að huga að.
Þú getur bara legið hér
án þess að hugsa um
eitt né neitt.
Það er
rétt.
Greyið þú!
Hvar eru
börnin?
Ég sendi Sollu
inn í stofu og
Hannes út í
garð.
Þau voru stöðugt að stríða
hvort öðru og þetta var eina
leiðin til að róa þau.
Sniðug!
Ég er móðir og
ég veit hvað virkar
á krakkana.