Fréttablaðið - 20.06.2006, Side 49
ÞRIÐJUDAGUR 20. júní 2006 33
VIGNIR GUÐJÓNSSON BLOGGAR FRÁ HM 2006 Í ÞÝSKALANDI
Tvífararnir Sven-Göran Eriksson og Mr. Burns
Ég horfði á æfingu með enska lands-
liðinu í gær og fór á blaðamannafund
með Sven-Göran Eriksson í kjölfarið. Sá
sænski hafði sig nú ekki mikið frammi
á æfingunni og hafði heldur ekki mikið
að segja við okkur blaðamenn. Það sást
samt greinilega á glottinu á Eriksson að
honum fannst gaman að geta svarað
spurningum frá sænskum blaðamönn-
um á sínu móðurmáli án þess að þeir
ensku, sem hann augljóslega hatar,
skildu nokkur orð.
Ég held að Eriksson sé hrútleiðinlegur.
Hann virkar allavega þannig á mann í
persónu. Svo er hann miklu minni en
hann sýnist í sjónvarpinu, í raun algjör
horrengla, hokinn og nördalegur. Reynd-
ar fannst mér eins og ég væri að horfa á
Mr. Burns úr Simpsons þegar ég horfði
og hlustaði á hann svara spurningunum.
Svenni og Mr. Burns eru keimlíkir á
allan hátt í útliti og fasi og þegar grannt
er hlustað má heyra að rödd þeirra og
talmáti er ekki svo ólíkur. En annars hef
ég ekkert á móti Svenna.
Það er greinilegt að Steve McLaren
og Sammy Lee eru aðalmennirnir
hjá enska liðinu. Sammy stjórnaði
æfingunni frá A-Ö og McLaren var eins
og hershöfðinginn með valdið, skipaði
mönnum fyrir og skammaði þegar
hann taldi þörf á. Á meðan var Eriksson
bara eins og hver annar áhorfandi,
hélt sér að mestu til hlés og virti fyrir
sér leikvanginn í Köln, sem vissulega
er stórbrotið mannvirki. Eriksson virtist
leiðast og ég sver að í eitt augnablik
sá ég hann bora í nefið á sér. Stórum
hluta æfingunnar eyddi hann síðan í að
spjalla við Gerard Houllier á hliðarlín-
unni, sem einhverra hluta vegna var á
staðnum. Vonandi var hann ekki að fá
ráð frá franska hryðjuverkamanninum
fyrir leikinn í kvöld.
Á blaðamannafundinum sat ég við
hliðina á Chris Skudder frá Sky News
fréttastöðinni. Það var svolítið skrítið að
standa við hliðina á þessum manni sem
hefur fært manni fréttir úr enska bolt-
anum í gegnum sjónvarpið í öll þessi ár.
Mátti til með að spyrja hann um sölu
Eiðs Smára frá Chelsea til Barcelona.
Skudder var á því að það væru frábær
vistaskipti fyrir hann, spænski boltinn
myndi ábyggilega henta honum vel. Þá
hafði hann það á orði að fyrra bragði að
Eiður Smári væri örugglega í byrjunarliði
enska liðsins í dag, væri hann þaðan.
Hann væri nefnilega hinn fullkomni
afleysingamaður fyrir Rooney, með
ekki svo ólíkan leikstíl en samt ekki í
sama klassa og Rooney. Þó væri Eiður
Smári vissulega nægilega góður til að
búa til færin fyrir enska liðið á HM, því
fyrir utan Rooney virðist enginn í enska
hópnum fær um það.
FÓTBOLTI Gary Neville gat ekki
verið með á æfingu enska lands-
liðsins í gær vegna meiðsla og
hann verður því ekki með liðinu
gegn Svíþjóð í kvöld í lokaleik rið-
ilsins. England hefur þegar tryggt
sér áfram í keppninni og ef liðið
tapar ekki leiknum í kvöld vinnur
það riðilinn. Jamie Carragher
verður að öllum líkindum í stöðu
hægri bakvarðar í kvöld.
Annar leikmaður Manchester
United, Wayne Rooney, er hins-
vegar klár í slaginn og verður í
byrjunarliðinu í kvöld. England og
Svíþjóð voru saman í riðli á heims-
meistaramótinu fyrir fjórum
árum en þá endaði viðureign
þeirra með 1-1 jafntefli. - egm
Enska landsliðið:
Gary Neville
ekki með í dag
ROONEY OG NEVILLE Annar með en hinn
meiddur. NORDICPHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Það var óvenjulegt um að
litast á mánudagsmorgninum í
Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu.
Hundruð þúsunda voru saman-
komin í miðbænum og skemmtu
sér konunglega eftir að þeirra lið
gerði 1-1 jafntefli gegn Frakklandi
á heimsmeistaramótinu. Leikur-
inn fór fram klukkan fjögur að
nóttu til að staðartíma og var allt
orðið fullt af fólki í bænum átta
klukkutímum fyrir leikinn.
Til að skemmta mannfjöldan-
um fyrir leikinn var fjöldi útitón-
leika um alla borgina og þegar
Park Ji-sung skoraði jöfnunar-
markið ætlaði allt um koll að keyra
og flugeldum var skotið upp. Lög-
reglan sá síðan um að reka fólks-
fjöldann heim á leið til að hægt
væri að þrífa götur Seúl. Suður-
Kórea er með fjögur stig í G-riðli
keppninnar. - egm
Mikil gleði í Suður-Kóreu:
Morgunveisla á
mánudegi
FÓTBOLTI Einn stuðningsmaður
svissneska landsliðsins ákvað að
nota tækifærið í gær og reyna að
vinna fyrrverandi unnustu sína
aftur á sitt band. Hann gerði
flennistóran borða sem hann setti
upp við stúkuna fyrir leik Sviss
gegn Tógó. Á þeim borða stóð:
„Antonia, þú ert minn heimsmeist-
aratitill. Leyfðu mér að vinna þig
aftur!“ Ekki hafa borist fréttir af
því hvernig þessi afsökunarbeiðni
hans virkaði á hana Antoniu en
vonandi er komin sátt á milli
þeirra tveggja eftir þetta. - egm
Athyglisverð uppákoma:
Leyfðu mér að
vinna þig aftur
AFSÖKUNARBEIÐNI Stuðningsmaður Sviss
fór óvenjulegar leiðir. NORDICPHOTOS/AFP