Fréttablaðið - 20.06.2006, Side 25
ÞRIÐJUDAGUR 20. júní 2006 5
Glitnir hefur heitið því að
greiða 3.000 krónur fyrir hvern
kílómetra sem starfsmenn
fyrirtækisins hlaupa í Reykja-
víkurmaraþoni.
Eins og flestir hafa orðið varir við
er skráning í Reykjavíkurmaraþ-
on Glitnis komin á fullt. Hægt er
að skrá sig í vegalengdir allt frá
þremur kílómetrum og upp í fullt
maraþon. Glitnir hvetur starfs-
menn sína eindregið til þess að
taka þátt í hlaupinu og láta þannig
gott af sér leiða. Þeir starfsmenn
sem ákveða að taka þátt í hlaupinu
velja um leið hvaða góðgerðarfé-
lag þeir styrkja því Glitnir hefur
heitið því að greiða 3.000 krónur
fyrir hvern kílómetra sem starfs-
menn hlaupa. Nú þegar hafa á
þriðja hundrað starfsmenn Glitnis
skráð sig í hlaupið og þar af sex
sem hyggjast hlaupa heilt maraþ-
on. Bankinn mun því greiða góð-
gerðarfélögum 126 þúsund krónur
fyrir hvern maraþonhlaupara
innan starfsliðsins. Almenningur
getur einnig farið inn á heimasíðu
hlaupsins og heitið peningum á
hlauparana. Sérstaka athygli
vekur að Bjarni Ármannson, for-
stjóri Glitnis, hyggst hlaupa heilt
maraþon þann 19. ágúst og hefur
hann ákveðið að ágóðinn af hlaup-
um sínum muni renna til verkefn-
isins Blátt áfram.
Hlaupa fyrir gott málefni
Glitnir ætlar að borga starfsmönnum sínum 3.000 krónur fyrir hvern kílómetra sem þeir
leggja að baki.
Búast má við miklu fjöri á
árlegri sumarhátíð CP-samtak-
anna.
Árleg sumarhátíð CP-samtakanna
verður haldin í Reykholti í Bisk-
upstungum helgina 30. júní til 2.
júlí næstkomandi. CP stendur
fyrir Cerebral Palsy, sem hefur
verið þýtt heilalömun á íslensku.
Dagskrá sumarhátíðarinnar
verður fjölbreytt og skemmtileg.
Á föstudeginum verður heitt í kol-
unum á tjaldstæðinu fyrir þá sem
vilja skella kjöti á grillið. Kvöldinu
lýkur með fjöldasöng við varðeld.
Á laugardeginum er margt í
boði. Farið verður í sund í
Reykholtslaug, kaffihlaðborð í
Aratungu og börnum boðið á hest-
bak. Hoppukastalar og leiktæki
verða á túninu fyrir framan Ara-
tungu. Að loknum kvöldverði verð-
ur dansað fram eftir kvöldi. Á
sunnudeginum verður komið við í
Veiðisafninu á Stokkseyri.
Boðið er upp á gistingu á tjald-
stæði eða í svefnpokaplássi. Hægt
er að skrá sig á vefnum www.cp.is.
Sumarhátíð
CP-samtaka
Börnin geta skemmt sér í hoppukastala.
Líttu í lyfjaskápinn öðru hverju og
tíndu út öll þau lyf sem eru orðin
of gömul og lyf sem ekki er vitað
til hvers átti að nota. Losaðu þig
þannig við þau að aðrir komist ekki í
þau eða skilaðu þeim til lyfsalans.
Gott ráð er að halda lyfjabók, skrifa
hjá sér handa hverj-
um lyfin er
keypt og til
hvaða nota.
Aldrei má
gefa lyf, feng-
in út á lyfseðil,
öðrum en þau
voru ætluð.
ráð }
Hentu gömlum
lyfjum
LYF SKAL ÆTÍÐ GEYMA ÞAR SEM
BÖRN NÁ EKKI TIL
Hjálpartækjamiðstöðin
eykur þjónustu sína
HJÁLPARTÆKJAMIÐSTÖÐ
TRYGGINGASTOFNUNAR RÍKISINS
HEFUR FENGIÐ NÝJA AÐSTÖÐU Á
KRISTNESSPÍTALA Í EYJAFIRÐI. NÝJA
AÐSTAÐAN Á AÐ KYNNA NOTEND-
UM TÆKIN OG GEFA ÞEIM KOST Á
AÐ PRÓFA ÞAU.
Um er að ræða tilraunaverkefni milli
TR og Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar
um aðstöðu fyrir hjálpartækjamið-
stöð. Vonast er til að þessi aukna
þjónusta verði til hagsbóta fyrir bæði
notendur og fagfólk og því eru þetta
ánægjuleg tímamót fyrir hjálpar-
tækjamiðstöð TR. Markmiðið með
þessu tilraunaverkefni er að búa til
sýningar- og prófunaraðstöðu með
hjálpartæki, veita ráðgöf og meta
þörf á uppbyggingu hjálpartækja-
þjónustu á Akureyri.
Það verða sýnishorn af ýmsum
hjálpartækjum á Kristnesi og hægt
er að panta sér tíma, fá heimilisat-
huganir eða mæta á opið hús einu
sinni í viku. Samkvæmt samningi
um verkefnið á að meta framhald
þjónustunnar fyrir 1. mars 2007.
Heimildir fengnar af heimasíðu TR.
Hjálpatækjamiðstöð TR eykur umsvif sín.