Fréttablaðið - 20.06.2006, Side 43
ÞRIÐJUDAGUR 20. júní 2006
Sumarsýning Landsbókasafns
Íslands er helguð íslenskum
glæpasögum og sögusviðum
þeirra í Reykjavík. Borg óttans
birtist í mörgum myndum á sýn-
ingunni sem ber heitið „Myrkra-
verk og misindismenn – Reykja-
vík í íslenskum glæpasögum“.
Íslensk glæpasagnahefð er
gríðarlega fjölbreytt þótt glæpa-
sögurnar séu hlutfallslega fáar
en þar kemur við sögu fjölskrúð-
ugt persónuleikagallerí, drykk-
felldir blaðamenn, fjölþreifnir
lögfræðingar, ævintýragjarnir
kerfiskallar og laglegur slatti af
löggum með meltingartruflanir.
Á sýningunni má sjá fjölda
ljósmynda og bóka en textahöf-
undur sýningarinnar er Katrín
Jakobsdóttir íslenskufræðingur
en BA-ritgerð hennar, Glæpur-
inn sem ekki fannst – Saga og
þróun íslenskra glæpasagna,
kom út hjá Bókmenntafræði-
stofnun Háskóla Íslands árið
2001.
Katrín fjallaði einnig um sam-
félagsmynd íslenskra glæpa-
sagna í meistaraprófsritgerð
sinni.
Á sýningunni gefur einnig að
líta teikningar unnar úr spennu-
sögunni Vetrarborginni eftir fyrr-
greindan Arnald Indriðason sem
myndlistarmaðurinn Halldór
Baldursson gerði. Upphaflega
var Halldór beðinn að gera mál-
verk en honum fannst eðlilegra
að halda sig við söguformið og
því varð myndasagan fyrir val-
inu. Halldór ákvað að velja síð-
urnar kerfisbundið, síðu 1, 100,
200 og 300. Með því kembdi hann
söguna á hlutlausan hátt. Í bók-
inni reyndist ekki vera neinn
skortur á atburðum og mynda-
saga Halldórs gefur góða yfirsýn
yfir atburði þessarar æsispenn-
andi Reykjavíkursögu.
Sýningin er sett upp af Lands-
bókasafni Íslands í samvinnu við
Listahátíð í Reykjavík og Eddu-
útgáfu. En hún er hönnuð af Lilju
Gunnarsdóttur ljósmyndara og
teiknara. Sýningin stendur til 31.
ágúst og er opin á þjónustutíma
safnsins. - khh
Myrkraverk í Þjóðarbókhlöðunni
EMILÍA SIGMARSDÓTTIR UMSJÓNARMAÐUR
SÝNINGARINNAR Fróðleg sýning um heim
íslenskra glæpasagna og sögusvið þeirra í
borg óttans. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Bónus-vinningur
4
milljónir
Alltaf á mi›vikudögum!
380
120
500
1. vinningur
MILLJÓNIR
Fá›u flér
mi›a fyrir
kl. 16
á mi›viku
daginn e›
a
taktu sén
s á a› mis
sa af fless
u!
MILLJÓNIR
Á LAUSU!
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
2
3
4
4
Potturinn stefnir í 120 milljónir. Ofurpotturinn stefnir
í 380 milljónir og bónusvinningurinn í 4 milljónir.
Tvöfaldur
pottur2
Alveg brilljant
skilna›ur
Einleikur
Eddu Björgvinsdóttur
um allt land
Sjallinn Akureyri
22. og 23. júní.
Mi›asala: Penninn Glerártorgi
S‡ningin hefst kl. 20.00
Húsi› opnar kl.19.00
www.sjallinn.is
Vi›skiptavinir Landsbankans
fá 500 króna afslátt
af mi›aver›i.
3X15_Brilljant 19.6.2006 18.13 Page 1
Breska dagblaðið The Guardian
birti viðtal við rithöfundinn Arn-
ald Indriðason á heimasíðu sinni
um síðustu helgi en þar ræðir
blaðamaðurinn Nicholas Wroe við
Arnald um verk hans og bakland í
kvikmyndum og föðurhúsum.
Í viðtalinu er stiklað á stóru í
höfundarferli Arnaldar en þar
kemur meðal annars fram að
hann skrifi fyrir íslenska lesend-
ur, frá íslensku sjónarhorni og
segist dálítið undrandi á því að
það hafi aukið áhuga erlendra les-
enda að hann væri frá Íslandi.
Hann bendir einnig á tengsl sín
við kvikmyndir og útskýrir að
verk sín kinki kolli til Alfreds
Hitchcock sem var á sínum tíma
uppáhalds leikstjórinn hans. Arn-
aldur nefnir einnig hljóðin í ritvél
föður síns sem hluta af bernsk-
unni en jafnframt ræðir hann
hvernig staða og nærvera föður
hans, rithöfundarins og ritstjór-
ans Indriða G. Þorsteinssonar,
hafi einnig valdið því að hann
byrjaði seint að skrifa.
Bækur hans hafa nú verið gefn-
ar út í meira en þrjátíu löndum og
segist hann vera meðvitaður um
auknar væntingar lesenda til bóka
sinna. Spennusagan Grafarþögn
kom út í Bretlandi á síðasta ári og
hafa þarlendir lesendur tekið
henni stórvel en í næsta mánuði
kemur spennusagan Röddin út
hjá Harvill-útgáfunni. Breskir
lesendur geta því hugsað sér gott
til glóðarinnar og eiga von á að
kynnast lögreglumanninum
Erlendi betur. Höfundurinn sjálf-
ur segist stefna að því sama en
langtímamarkmið hans er að
skilja þennan íhugula og mædda
mann. Hann kveðst þó vera að
renna út á tíma þar sem kenning-
in sé að persóna á borð við Erlend
sé aðeins efni í tíu bækur en hann
er þegar búinn að skrifa sjö um
kappann. - khh
Rætt um Erlend erlendis
ARNALDUR INDRIÐASON RITHÖFUNDUR Ræddi um fortíð sína og framtíð við blaðamann
The Guardian. MYND/RALF BAUMGARTEN