Fréttablaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 43
ÞRIÐJUDAGUR 20. júní 2006 Sumarsýning Landsbókasafns Íslands er helguð íslenskum glæpasögum og sögusviðum þeirra í Reykjavík. Borg óttans birtist í mörgum myndum á sýn- ingunni sem ber heitið „Myrkra- verk og misindismenn – Reykja- vík í íslenskum glæpasögum“. Íslensk glæpasagnahefð er gríðarlega fjölbreytt þótt glæpa- sögurnar séu hlutfallslega fáar en þar kemur við sögu fjölskrúð- ugt persónuleikagallerí, drykk- felldir blaðamenn, fjölþreifnir lögfræðingar, ævintýragjarnir kerfiskallar og laglegur slatti af löggum með meltingartruflanir. Á sýningunni má sjá fjölda ljósmynda og bóka en textahöf- undur sýningarinnar er Katrín Jakobsdóttir íslenskufræðingur en BA-ritgerð hennar, Glæpur- inn sem ekki fannst – Saga og þróun íslenskra glæpasagna, kom út hjá Bókmenntafræði- stofnun Háskóla Íslands árið 2001. Katrín fjallaði einnig um sam- félagsmynd íslenskra glæpa- sagna í meistaraprófsritgerð sinni. Á sýningunni gefur einnig að líta teikningar unnar úr spennu- sögunni Vetrarborginni eftir fyrr- greindan Arnald Indriðason sem myndlistarmaðurinn Halldór Baldursson gerði. Upphaflega var Halldór beðinn að gera mál- verk en honum fannst eðlilegra að halda sig við söguformið og því varð myndasagan fyrir val- inu. Halldór ákvað að velja síð- urnar kerfisbundið, síðu 1, 100, 200 og 300. Með því kembdi hann söguna á hlutlausan hátt. Í bók- inni reyndist ekki vera neinn skortur á atburðum og mynda- saga Halldórs gefur góða yfirsýn yfir atburði þessarar æsispenn- andi Reykjavíkursögu. Sýningin er sett upp af Lands- bókasafni Íslands í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík og Eddu- útgáfu. En hún er hönnuð af Lilju Gunnarsdóttur ljósmyndara og teiknara. Sýningin stendur til 31. ágúst og er opin á þjónustutíma safnsins. - khh Myrkraverk í Þjóðarbókhlöðunni EMILÍA SIGMARSDÓTTIR UMSJÓNARMAÐUR SÝNINGARINNAR Fróðleg sýning um heim íslenskra glæpasagna og sögusvið þeirra í borg óttans. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Bónus-vinningur 4 milljónir Alltaf á mi›vikudögum! 380 120 500 1. vinningur MILLJÓNIR Fá›u flér mi›a fyrir kl. 16 á mi›viku daginn e› a taktu sén s á a› mis sa af fless u! MILLJÓNIR Á LAUSU! E N N E M M / S ÍA / N M 2 2 3 4 4 Potturinn stefnir í 120 milljónir. Ofurpotturinn stefnir í 380 milljónir og bónusvinningurinn í 4 milljónir. Tvöfaldur pottur2 Alveg brilljant skilna›ur Einleikur Eddu Björgvinsdóttur um allt land Sjallinn Akureyri 22. og 23. júní. Mi›asala: Penninn Glerártorgi S‡ningin hefst kl. 20.00 Húsi› opnar kl.19.00 www.sjallinn.is Vi›skiptavinir Landsbankans fá 500 króna afslátt af mi›aver›i. 3X15_Brilljant 19.6.2006 18.13 Page 1 Breska dagblaðið The Guardian birti viðtal við rithöfundinn Arn- ald Indriðason á heimasíðu sinni um síðustu helgi en þar ræðir blaðamaðurinn Nicholas Wroe við Arnald um verk hans og bakland í kvikmyndum og föðurhúsum. Í viðtalinu er stiklað á stóru í höfundarferli Arnaldar en þar kemur meðal annars fram að hann skrifi fyrir íslenska lesend- ur, frá íslensku sjónarhorni og segist dálítið undrandi á því að það hafi aukið áhuga erlendra les- enda að hann væri frá Íslandi. Hann bendir einnig á tengsl sín við kvikmyndir og útskýrir að verk sín kinki kolli til Alfreds Hitchcock sem var á sínum tíma uppáhalds leikstjórinn hans. Arn- aldur nefnir einnig hljóðin í ritvél föður síns sem hluta af bernsk- unni en jafnframt ræðir hann hvernig staða og nærvera föður hans, rithöfundarins og ritstjór- ans Indriða G. Þorsteinssonar, hafi einnig valdið því að hann byrjaði seint að skrifa. Bækur hans hafa nú verið gefn- ar út í meira en þrjátíu löndum og segist hann vera meðvitaður um auknar væntingar lesenda til bóka sinna. Spennusagan Grafarþögn kom út í Bretlandi á síðasta ári og hafa þarlendir lesendur tekið henni stórvel en í næsta mánuði kemur spennusagan Röddin út hjá Harvill-útgáfunni. Breskir lesendur geta því hugsað sér gott til glóðarinnar og eiga von á að kynnast lögreglumanninum Erlendi betur. Höfundurinn sjálf- ur segist stefna að því sama en langtímamarkmið hans er að skilja þennan íhugula og mædda mann. Hann kveðst þó vera að renna út á tíma þar sem kenning- in sé að persóna á borð við Erlend sé aðeins efni í tíu bækur en hann er þegar búinn að skrifa sjö um kappann. - khh Rætt um Erlend erlendis ARNALDUR INDRIÐASON RITHÖFUNDUR Ræddi um fortíð sína og framtíð við blaðamann The Guardian. MYND/RALF BAUMGARTEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.