Fréttablaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 47
Nýjustu fregnir herma að
söngkonan Britney Spears
hafi áhuga á því að eignast
barn sitt í Namibíu. Hug-
myndin er ekki ýkja frum-
leg þar sem leikkonan Ang-
elia Jolie fór nýlega
sérstaklega til landsins til
að fæða dóttur sína og
Brads Pitt. Yfirvöld í land-
inu eru að sjálfsögðu
ánægð með þessar fréttir
en segja þó að ekkert sé ákveðið í
þessum efnum. Britney
væntir nú annars barns
síns en faðirinn er eigin-
maðurinn Kevin Federline.
Líklegt þykir að Britney
horfi til Namibíu sem hugs-
anlegs fæðingarstaðar þar
sem hún óskar eftir friði
frá ágengum ljósmyndur-
um en álagið hefur verið
mikið á þeim hjónum und-
anfarið og ljósmyndarar
hafa elt þau hvert fótmál. ■
[UMFJÖLLUN]
TÓNLIST
Það hefur aldeilis lifnað yfir Neil
Young að komast svona nálægt
dauðanum á síðasta ári. Nú nýtir
maðurinn hverja mínútu í að sinna
tónlistarköllun sinni og pungar
núna út annarri plötu sinni á sex
mánuðum.
Hann skiptir algjörlega um gír
og er öll platan gagnrýni hans á
utanríkisstefnu Bandaríkjanna
sem og á George W. Bush Banda-
ríkjaforseta. Loksins, hugsar
maður eiginlega, öskrar einhver
skynsöm rödd friðarópi innan úr
byssuhlaupi þessa gráðuga lands.
Ekki að mér finnist við Íslending-
ar eitthvað skárri, við megum
aldrei gleyma því að þeir sem hafa
þegar misst líf sitt í innrás Banda-
ríkjanna á Írak og Afganistan hafa
einnig gert það í okkar nafni.
Sjaldan hefur jafn þung ákvörðun
verið tekin fyrir þjóðina af jafn
fáum mönnum. Vonum bara að
Halldór og Davíð geti sofið á nótt-
unni.
Það er alveg frábært að loksins
skuli koma heil plata gegn innrás-
inni á Írak, en það hlýtur að teljast
frekar súrt samt að það skuli vera
gamall hippi sem lætur verða af
því, en ekki einhver ungur og efni-
legur tónlistarmaður sem hefur
meiri tengingu við yngri kynslóðir.
Já, tímarnir hafa svo sannarlega
breyst frá tímum Víetnam-stríðs-
ins, þar sem listamenn voru varla
teknir alvarlega nema þeir væru
harðir andstæðingar stríðsins. Í
dag þorir engin popp- eða rokk-
stjarna að taka afstöðu gegn stríði
opinberlega með verkum sínum.
Eða þá bara að þeim sé alveg skít-
sama. Eins lengi og menn fá sinn
skammt af kynlífi, kampavíni og
kavíar.
Neil Young er skemmtilega
hrár hér. Mun meira svo en á síð-
ustu plötu, Praire Wind. Hljóm-
gæðin hér eru jafn léleg og svo oft
áður og greinilegt að hér hefur
bara verið stillt upp sæmilegum
græjum, talið í og spilað. Hljóm-
gæði og vandaður flutningur er
greinilega eitthvað sem skiptir
Neil ekki höfuðmáli. Frekar legg-
ur hann allan metnað sinn í laga-
og textasmíðar. Það er líka langt
síðan hann hefur verið svona
áhrifamikill á því sviði. Beittir og
grímulausir textar á borð við Let´s
Impeach The President eiga eftir
að teljast til klassískra verka hans
í framtíðinni. Þar bætir hann einn-
ig við upptökum úr ræðum Bush
og bendir þannig á áhrifamikinn
hátt á gífurlegt ósamræmi í mál-
flutningi hans í gegnum tíðina. Í
sama lagi spyr hann hlustendur
hvort viðbrögð ríkisstjórnarinnar
hefðu verið önnur ef al-Kaída
hefði sprengt upp stíflurnar sem
brustu í hvirfilbylnum sem olli
flóðinu á New Orleans.
Honum er greinilega mikið
niðri fyrir og er augljóslega stað-
ráðinn í því að nýta þann tíma sem
hann á eftir í það að reyna koma
friðsælum boðskapi sínum á fram-
færi. Ekki skemmir að lögin eru
ekkert síðri en hans þekktustu
verk. Okkur vantar fleira svona
fólk í tónlist í dag. Frábær plata
frá Neil Young, hans áhrifamesta
plata síðan Tonight´s the Night
kom út árið 1975.
Birgir Örn Steinarsson
Lengi lifi Neil Young!
NEIL YOUNG:
LIVING WITH WAR
Niðurstaða: Neil Young skilar af sér sinni
bestu plötu í 30 ár. Gamli hippinn þorir að
segja hug sinn og fyrir vikið fáum við plötu
sem hefur áhrif og skiptir máli. Living With War
á án efa eftir að verða talin til hans mikilvæg-
ustu verka.
Ron Wood, gítarleikari The Rolling
Stones, hefur skráð sig í áfengis-
meðferð í London. Þrátt fyrir það
mun hann spila með hljómsveit
sinni í væntanlegri tónleikaferð
um Evrópu sem hefst 11. júlí í
Róm.
Wood, sem er 59 ára, hefur lengi
átt við áfengisvandamál að stríða.
Síðast fór hann í meðferð fyrir sex
árum. Að sögn upplýsingafulltrúa
hans þurfti hann nauðsynlega á
hvíld að halda og ákva ð því að fara
í meðferð.
Ekki er langt síðan Keith
Richards, hinn gítarleikari Stones,
gekkst undir heilaskurðaðgerð
eftir að hafa fallið úr pálmatré á
Fiji-eyjum. Þar var hann einmitt í
fríi með Woods og eiginkonum
þeirra beggja. Í kjölfarið var tón-
leikaferð Stones um Evrópu frestað
en hún átti upphaflega að hefjast í
Barcelona þann 27. maí. ■
Ron Wood í meðferð
ROLLING STONES Ron Wood, til vinstri,
hefur skráð sig í áfengismeðferð í London.
NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
Britney með áhuga á Namibíu
BRITNEY SPEARS
Krabbameins-
félagsins
Sumarhappdrætti
Útdráttur
17. júní 2006
Bifrei› e›a grei›sla upp í íbú›, 1.000.000 kr.
Úttekt hjá fer›askrifstofu e›a verslun, 100.000 kr.
Vinningar
B
ir
t
án
á
b
yr
g
ð
ar
Byrja› ver›ur a› grei›a út vinninga 28. júní nk.
456
461
515
1930
2647
2950
2970
3109
4038
4290
5121
5471
5660
6477
8382
8490
9525
9849
11072
11512
11640
12187
12857
13441
15052
15133
15571
15818
18207
18548
20584
21031
23022
23444
23917
24796
24954
25086
25427
25637
26822
28124
28642
29721
30963
31271
32228
32390
32426
34256
35311
35615
35922
36828
37150
37704
38514
38694
39121
40652
42826
43750
43859
44507
44695
46778
47335
48876
50806
50999
53643
54019
55756
55951
57806
58808
60800
62594
62698
62780
62811
63011
64467
66087
66954
67033
67642
67870
67963
68475
69729
70597
71556
72023
72637
72984
74732
75067
75074
75605
75634
75658
76040
76839
78380
78827
78983
79001
79878
80157
80229
80368
82394
84201
84915
85627
86283
88466
89594
90385
91433
91609
93156
96424
96971
97683
97822
97832
99321
100606
100625
101012
101694
101842
101990
102494
102787
104127
104307
105492
106165
107040
108044
110758
111038
113447
113910
114851
115359
115612
115960
117371
118390
118682
118924
119132
119215
119295
119305
120167
121571
122439
122603
123255
123971
124861
125303
126210
126420
126676
Handhafar vinningsmi›a framvísi fleim á skrifstofu
Krabbameinsfélagsins a› Skógarhlí› 8, sími 540 1900.
Krabbameinsfélagi› flakkar
landsmönnum veittan stu›ning
www.krabb.is
Toyota RAV4 4WD GX sjálfskiptur, 3.290.000 kr.
57048
56251