Fréttablaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 20
20. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir,
Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar
PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Mest lesna viðskiptablaðið
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Sa
m
kv
æ
m
t
fj
ö
lm
ið
la
kö
n
n
u
n
G
al
lu
p
o
kt
ó
b
er
2
00
5.
Ný borgarstjórn í höfuðstaðnum
og ný ríkisstjórn í sömu vikunni,
ég hugsa að það gerist ekki oft,
kannski hefur það aldrei gerst
fyrr, en það skiptir ekki svo miklu
máli að ég leggi á mig rannsóknir
til að komast að því. Framsóknar-
flokkurinn sem minnkar stöðugt
er með lykilhlutverk í báðum þess-
um stjórnum, skiptir engu að einu
sigrarnir sem flokkurinn hefur
unnið undanfarið eru á skoðana-
könnunum.
Formaður fjölskyldunefndar
ríkisstjórnarinnar er kominn í
áhrifastöðu í borginni og hefur nú
tækifæri til að hrinda áhugamál-
um sínum í framkvæmd, sem
kunnugt er telur hann skólabún-
inga þá aðgerð sem helst muni
gagnast íslenskum fjölskyldum í
lífsins ólgusjó. Sá vaski maður
sagði í blaði nú um helgina að hann
hefði hætt í stjórnmálum hefði
hann ekki komist að í borginni,
mér finnst það bera vott um mikla
óþolinmæði og lítið úthald. Hann
virðist líka frekar fúll út í Jónínu
Bjartmarz af því að hún hefur
mætt í vinnuna undanfarin þrjú ár
og hann því ekki setið sem vara-
maður hennar á þingi. Eru ungir
framsóknarmenn þeirrar skoðun-
ar að fólk eigi skrópa í vinnunni
svo varamenn komist á þing?
Sjálfstæðiskonur eru harmi
slegnar vegna þess að karlarnir
sem sömdu um ríkisstjórnarsam-
starfið víluðu og díluðu umhverf-
isráðuneytið á milli flokka. Sjálf-
stæðiskona sem átti mikið ógert,
að eigin sögn, missti ráðherra-
embætti og framsóknarkona tók
við. Leikkonurnar í þessum þætti
stjórnarmyndunarinnar kepptust
við að segja okkur að umhverfis-
ráðuneytið væri svo sannarlega
mikilvægt jafnvel þótt önnur
þeirra hætti að stjórna því og hin
tæki við.
Það er mikill óþarfi fyrir
umhverfisráðherra að tyggja ofan
í þjóðina að umhverfisráðuneytið
sé mikilvægt, þjóðin veit það. Hús-
fyllir í Austurbæ á stofnfundi
Framtíðarlandsins sýndi að fleir-
um en fráfarandi eða verðandi
umhverfisráðherrum er annt um
umhverfismál. Kannski eru samt
skiptar skoðanir um hvað umhverf-
isráðherrar eiga að leggja mesta
áherslu á. Akstur bifhjóla utan
vega er vissulega áhyggjuefni,
stóriðjustefna ríkisstjórnarinnar
er umhverfinu hins vegar miklum
mun hættulegri. Gaman væri að
hafa umhverfisráðherra sem fatt-
aði það.
Nú er ár fram að alþingiskosn-
ingum, því varla er við öðru að
búast en að ríkisstjórnin þrauki til
næsta sumars fyrst hún komst í
gegnum síðasta klúður forsætis-
ráðherrans fráfarandi. Hann virð-
ist frekar illa tengdur maðurinn
sá, undrun konu ætlaði engan enda
að taka í þeirri framvindu, en nú
eru allir komnir í stóla og þá er
ríkisstjórninni örugglega ekkert
að vanbúnaði að glíma við efna-
hagsmálin og þau svörtu ský sem
eru á þeim himni.
Þingmenn hafa næsta vetur til
að laga eftirlaunaskandalinn.
Frambjóðendur við síðustu kosn-
ingar höfðu enga hugmynd um þá
miklu launahækkun sem beið
þingmanna og ráðherra á kjör-
tímabilinu. Því verður varla séð að
nokkuð sé því til fyrirstöðu að
kippa hneykslinu úr sambandi og
byrja aftur þar sem frá var horfið.
Þeir sem komnir eru á eftirlaun og
hafa því fengið fúlgur greiddar
samkvæmt ósómanum geta prísað
sig sæla fyrir að hafa grætt í því
happdrætti, en eiga engan rétt á
að halda áfram að skipta með sér
ránsfengnum.
Ef hægt er að hækka laun þing-
manna og ráðherra með lögum, þá
er líka hægt að lækka laun þeirra
með lögum. Það er ekki flóknara
en það. Dragist þetta fram yfir
kosningar geta þau sem þá bjóða
sig fram haldið því fram að súper-
kjörin hafi haft áhrif á framboð
þeirra og hafa kannski eitthvað til
síns máls. Þess vegna skiptir meg-
inmáli að snúa ofan af þessu fyrir
kosningar. Verði það ekki gert
finnst mér augljóst að kosið verði
um launakjörin.
Formaður Verslunarmannafé-
lags Reykjavíkur hefur lagt fram
tillögu um að þingmenn og ráð-
herrar leggi sitt til nýrrar þjóðar-
sáttar um laun í landinu með því
að gefa eftir eftirlaunin en að hvor
hópur fái í staðinn 30 prósenta og
70 prósenta kauphækkun. Ég er
búin að lesa þetta oft og þessi er
tillagan. Ég skil reyndar ekki
alveg hvert framlag þessa hóps
launþega yrði til sáttar um launin,
nema að við eigum öll að fá 30 pró-
senta eða 70 prósenta launahækk-
un. Samkvæmt lógikkinni virðist
mér að þeir sem lægri hafa launin
ættu að fá 30 prósenta launahækk-
un og þeir sem hærri hafa þau 70
prósenta. Ég verð að segja eins og
er að ég er ekki bara hissa á þess-
ari tillögu verkalýðsforingjans, ég
er alveg gáttuð.
Um eftirlaunaósóma
Í DAG
Í TILEFNI NÝRRA
STJÓRNA
VALGERÐUR
BJARNADÓTTIR
Þeir sem komnir eru á eftir-
laun og hafa því fengið fúlgur
greiddar samkvæmt ósóman-
um geta prísað sig sæla fyrir
að hafa grætt í því happdrætti,
en eiga engan rétt á að halda
áfram að skipta með sér ráns-
fengnum.
Mikil umskipti hafa orðið á Austurlandi á undanförnum misserum og um þessar mundir er æ skýrar að koma í ljós hvaða áhrif stórframkvæmdirnar hafa á þróun og
mannlíf þéttbýlisstaðanna eystra. Þar rísa til að mynda margra
hæða íbúðarhús á mörgum stöðum, ýmis þjónustustarfsemi
hefur stóreflst og nýjar opinberar byggingar hafa risið eða eru
að rísa. Þá hafa orðið miklar breytingar á samgöngum, en því
miður hafa strandsiglingar svo til lagst af til þessa landsvæðis
eins og annarra hér á landi og álag á þjóðvegina því aukist mjög,
ekki síst tímabundið frá Reyðarfirði og að Kárahnjúkum. Í sam-
bandi við virkjanaframkvæmdirnar hefði átt að nota tækifærið
og styrkja eða gera nýja brú yfir Löginn á milli Egilsstaða og
Fellabæjar og endurnýja síðan veginn vestan við Lagarfljót.
Allt þetta hefði að vísu kostað mikla fjármuni en það hefði
komið til góða síðar, því leiðin um Hallormsstaðaskóg er þegar
orðin of fjölfarin og ekki boðlegt að beina slíkri þungaumferð
þar um, eins og á sér stað í dag. Mestu flutningarnir á aðföngum
til Kárahnjúkavirkjunar taka brátt enda, en þangað verður engu
að síður mikil umferð í framtíðinni, sem þyrfti í meira mæli að
fara vestan við fljótið.
Það er töluvert mikill munur á stórvinnusvæðunum tveimur,
Kárahnjúkum og Reyðarfirði. Á fyrrnefnda staðnum keppast
menn við að koma stíflunni miklu upp og í rétta hæð og þar er
mikið jarðrask en niðri á Reyðarfirði keppast menn hins vegar
við að reisa mörg hundruð metra kerskála fyrir veturinn, auk
annarra bygginga á staðnum.
Á Kárahnjúkum verður farið að fylla í Hálslón síðsumars og
þar fara framkvæmdir að ná hámarki. Innan nokkurra missera
verða þar aðeins örfáir starfsmenn, þegar Hálslón hefur náð
fullri hæð og verður að flatarmáli á stærð við Löginn. Það er því
auðvitað af og frá að halda því fram að með Hálslóni sé verið að
sökkva hálendi Íslands. Tilkoma lónsins hefur vakið marga af
værum blundi í umhverfismálum, og auðvitað eiga menn að
hafa rétt til að hafa sína skoðun á þessum stórframkvæmdum
og hafa í frammi mótmæli á staðnum. Ofbeldi og skemmdar-
verk eru hins vegar ekki til framdráttar málstað þeirra sem
ekki eru sáttir við framkvæmdina.
Stöðvarhúsið sjálft í Fljótsdal er að mestu sprengt inn í fjallið
skammt innan við Valþjófsstað. Þaðan liggja svo háspennulín-
urnar áleiðis niður á Reyðarfjörð og verða þar áberandi í lands-
laginu.
Um leið og fólki fækkar við Kárahnjúka og hinir fjölmörgu
erlendu starfmenn sem nú eru á Reyðarfirði fara til síns heima,
fjölgar þar í starfsliði Alcoa. Nú þegar geta menn vel gert sér
grein fyrir umfangi álversins á Reyðarfirði og hvernig það
muni líta út í raunveruleikanum. Þetta gerist þrátt fyrir að
Skipulagsstofnun hafi ekki skilað áliti sínu á umhverfisáhrifum
álversins og þess varla að vænta fyrr en kerskálinn mikli er
kominn undir þak. Álit stofnunarinnar hefði með réttu auðvit-
að átt að liggja fyrir áður en framkvæmdir hófust, en þetta
sýnir með öðru hraðann á þessu verki. Væntanlega verður öðru-
vísi að þessum þætti mála staðið á Bakka norðan við Húsavík.
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Stórframkvæmdirnar hafa sín áhrif.
Umskipti á
Austurlandi
Frá borginni
Í byrjun apríl var Eiríkur Hjálmars-
son, sem hafði verið aðstoðarmaður
Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur
borgarstjóra, ráðinn í nýtt starf sem
upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavík-
ur. Var þá ljóst að Steinunn Valdís yrði
ekki borgarstjóri eftir að hafa tapað
fyrir Degi B. Eggertssyni í prófkjöri
Samfylkingarinnar. Var
Eiríkur tekinn fram fyrir
fyrrverandi borgarfulltrúa
Framsóknarflokksins,
Helga Pétursson, sem
einnig sóttist eftir
stöðunni. Þurfti Alfreð
Þorsteinsson, þá
stjórnarformaður OR,
að láta í minni pok-
ann fyrir samfylking-
arfólki. Ekki er ljóst
hvað verður um Eirík
núna þegar Guðlaugur Þór Þórðarsson
og Björn Ingi Hrafnsson taka við stjórn
Orkuveitunnar.
Úr forsætisráðuneytinu
Steingrímur S. Ólafsson, sem verið
hefur upplýsingafulltrúi í forsætis-
ráðuneytinu, fór í frí um það leyti sem
Halldór Ásgrímsson hætti sem forsæt-
isráðherra. Var ferðalagið skipulagt
með löngum fyrirvara. Hins vegar veit
Steingrímur ekki hvert framhaldið
verður þegar hann snýr aftur til starfa.
Líklegt er að Geir H. Haarde forsætis-
ráðherra finni annan mann í starfið
ef hann ræður einhvern í það á
annað borð. Staða Steingríms var
ekki til í ráðuneytinu fyrir tíma
Halldórs.
Í félagsmálaráðuneytið
Nýir ráðherrar eru nú í óða
önn að ráða pólitíska aðstoðarmenn
sína. Eru aðstoðarmenn ráðherra með
hæstlaunuðu starfsmönnum ráðuneyta
– koma fast á hæla ráðuneytisstjór-
anna sjálfra sem hafa í grunnlaun um
655 þúsund krónur. Það er því eftir
sæmilegum launum að slægjast auk
ýmissa fríðinda sem fylgja störfum í
ráðuneytum. Er því haldið fram að
Magnús Stefánsson félags-
málaráðherra hafi rætt við Guð-
mund Pál Jónsson, fyrrverandi
bæjarstjóra á Akranesi, um að
aðstoða sig í starfi. Er Magnús
þá að hugsa nokkra leiki
fram í tímann því um
leið geti hann styrkt
stöðu sína á Vesturlandi
fyrir næsta prófkjör.
bjorgvin@frettabladid.is