Fréttablaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 50
 20. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR34 MidnightSun Open golfmótið verður haldið á Selsvelli við Flúðir, föstudagskvöldið 23. júní n.k. Teiggjafir. Ræst verður af öllum teigum kl. 20.00. Kvöldverður og verðlaunaafhending í mótslok. Glæsilegur Altamar (Sundance Spas) nuddpottur frá Tengi ehf. með hljómflutningstækjum í verðlaun fyrir þann kylfing sem fyrstur fer holu í höggi á 1. braut. Skráning og nánari upplýsingar á www.golf.is Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Vélorf Alvöru orf á góðu verði FASTEIGNALÁN Í MYNTKÖRFU Nánari upplýsingar veita lánafulltrúar Frjálsa og á www.frjalsi.is Miðað við myntkörfu 3, Libor vextir 12.06.2006 2,8% FÓTBOLTI Deila Sinisa Kekic við Grindavík er ekki á enda og hefur tekið nýja og óvænta stefnu. Hinn öflugi formaður knattspyrnudeild- arinnar, Jónas Þórhallsson, hefur stigið fram fyrir skjöldu og biðlað til Kekic um að biðjast afsökunar á hegðun sinni svo hægt verði að grafa málið og horfa fram á veg- inn. Ef Kekic gerir það ekki má allt eins búast við því að hann þurfi að fylgjast með mótinu úr stúkunni því Grindavík er búið að skella fimm milljóna króna verð- miða á hann. Þá upphæð mun ekk- ert félag á Íslandi greiða fyrir leikmann sem er að verða 37 ára, reykir eins og strompur og er þar utan án samnings eftir tímabilið. „Ég biðla bara til Kela að hann biðjist afsökunar á sínum hlut í málinu. Það væri stórmennsku- legt af honum og hann yrði maður að meiri á eftir. Ef hann gerir það munum við jarða málið og horfa fram á veginn,“ sagði Jónas sem er svekktur yfir því hvernig málið hefur þróast. „Það hefur enginn gert neitt á hans hlut. Hann ætti að gefa Sigurði meira tíma í stað þess að svekkja sig strax. Það er enginn annar í leikmannahópi félagsins sem er ósáttur við starfs- aðferðir Sigurðar. Það er gleði og gaman hjá strákunum. Mig grunar að þetta hafi eitthvað með það að gera að Sigurður tók fyrirliða- bandið af Kela á sínum tíma. Ég ætla ekki að fullyrða það en mig grunar það.“ Verðmiðinn á Kekic hefur vakið mikla athygli en Jónas staðfestir að félagið sé vissulega að biðja um 5 milljónir króna fyrir Kekic. Grindavík er búið að fá allt upp í þriggja milljóna króna tilboð en því var hafnað. „Peningar eru afstæðir. Þetta er besti leikmaður landsins og hann er fyllilega hverrar krónu virði enda stórkostlegur leikmað- ur. Það vita öll lið hvað þau fá með þessum leikmanni. Það er mikill áhugi á honum og síminn stoppaði ekki hjá mér síðastliðinn föstu- dag. Menn fóru allt upp í þrjár milljónir. Við settum fimm millj- ónir á hann og við munum skoða málið frekar ef Kekic kemur ekki til baka. Við viljum fá hann til baka og ég trúi því að hann komi aftur. Hann hefur enga ástæðu til að yfirgefa félagið og það yrði leiðinlegur endir á stórkostlegum ferli leikmannsins í Grindavík. Ég vona fyrir hönd allra að málið leysist,“ sagði Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. henry@frettabladid.is Biðlar til Sinisa Kekic Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, hefur ekki gefið upp alla von um að Sinisa Kekic spili áfram með liðinu. Ef Kekic stígi fram og biðjist afsökunar muni Grindvíkingar gleyma málinu. Í ÞÁ GÖMLU GÓÐU DAGA Sinisa Kekic og Jónas Þórhallsson skrifa hér undir samning fyrir nokkrum mánuðum síðan en þá lék allt í lyndi. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR G-riðill: TÓGÓ-SVISS 0-2 0-1 Sebastian Frei(16.), 0-2 Tranquilo Barnetta (88.). SÁDI ARABÍA-ÚKRAÍNA 0-4 0-1 Andrej Rusol (4.), 0-2 Sergei Rebrov (37.), 0-3 Andriy Shevchenko (47.), 0-4 Maxim Kalinishenko (84.) STAÐAN SVISS 2 1 1 0 2-0 4 SUÐUR KÓREA 2 1 1 0 3-2 4 FRAKKLAND 2 0 2 0 1-1 2 TÓGÓ 2 0 0 2 1-4 0 H-riðill: SPÁNN-TÚNIS 3-1 0-1 Mhnari Jaohour (8.), 1-1 Raul (71.), 2-1 Fern- ando Torres (77.), 1-3 Fernando Torres, víti (90.). STAÐAN SPÁNN 2 2 0 0 7-1 6 ÚKRAÍNA 2 1 0 1 4-4 3 TÚNIS 2 0 1 1 3-5 1 SÁDI ARABÍA 2 0 1 1 2-6 1 LEIKIR MORGUNDAGSINS: A-riðill: EKVADOR-ÞÝSKALAND KOSTA RÍKA-PÓLLAND STAÐAN EKVADOR 2 2 0 0 5-0 6 ÞÝSKALAND 2 2 0 0 5-2 6 PÓLLAND 2 0 0 2 0-3 0 KOSTA RÍKA 2 0 0 2 2-7 0 B-riðill: PARAGVÆ-TRINIDAD OG TÓBAGÓ ENGLAND-SVÍÞJÓÐ STAÐAN ENGLAND 2 2 0 0 3-0 6 SVÍÞJÓÐ 2 1 1 0 1-0 4 T & T 2 0 1 1 0-2 1 PARAGVÆ 2 0 0 2 0-2 0 HM 2006 ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Úkraínumenn áttu ekki í erfiðleikum með slappt lið Sádi- Arabíu í gær og unnu öruggan 4-0 sigur. Það tók þá ekki langan tíma að ná forystunni en þá skoraði And- riy Rusol eftir hornspyrnu sem markvörðurinn Mabrouk Zaid gaf. Zaid gerði síðan önnur mistök þegar hann rann þegar Serhiy Rebrov átti skot af löngu færi og inn fór boltinn. Maxim Kainichenko lagði upp þriðja markið fyrir Andriy Shev- chenko og skoraði síðan sjálfur það fjórða. Vonir Úkraínu um að kom- ast áfram hafa því vaknað á ný eftir að liðið tapaði stórt fyrir Spánverj- um í sínum fyrsta leik. „Þetta var nokkurs konar ösku- buskuævintýri nema graskerið breyttist í fallegan þjálfara og dýrin í stórkostlega hesta. Við viss- um að við þurftum á sigri að halda og náðum því. Síðasta umferðin verður geysispennandi en við höfum mikið sjálfstraust og trúum því sem við erum að gera. Við munum halda áfram að spila okkar leik og vonandi skilar það okkur hagstæðum úrslitum,“ sagði Oleg Blokhin, þjálfari úkraínska liðsins, hæstánægður eftir leikinn. - egm H-riðillinn í Þýskalandi: Stórsigur hjá Úkraína gegn lánlausum Aröbum INNLIFUN Shevchenko faðmar hér aðstoðarmann Blokhins þjálfara. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI „Við vorum ansi óheppnir með dómgæsluna. Allir sem sáu leikinn vita að við áttum að fá víti,“ sagði Otto Pfister, þjálfari Tógó, eftir að liðið tapaði 0-2 fyrir Sviss í G-riðli heimsmeistara- keppninnar. „Sigur Sviss var vissulega sanngjarn en ég hef trú á því að mínir menn hafi gert sitt besta. Það var þó ekki nóg og við getum ekki verið ánægðir með mótið af okkar hálfu þó að leik- menn hafi lært margt.“ Alexander Frei kom Sviss yfir eftir stundarfjórðung en svo vildu leikmenn Tógó fá dæmda víta- spyrnu þegar brotið var á Emm- anuel Adebayor, leikmanni Arsen- al, innan teigs. Ekkert var dæmt og var það Tranquillo Barnetta sem innsiglaði sigur Sviss. Sviss og Suður-Kórea mætast í úrslitaleik um efsta sætið síðar í vikunni. Frakkar eru í þriðja sæti með tvö og verða að sigra Tógó til að komast áfram en ljóst er að Tógó á ekki möguleika á að komast áfram í keppninni. - egm Sviss í efsta sæti G-riðils: HM draumur Tógó er búinn SVEKKTUR Emanuel Adebayor vildi fá víta- spyrnu í leiknum. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Það kom flestum í opna skjöldu þegar Túnis komst yfir gegn Spáni á áttundu mínútu en það var Joahar Mnari sem skoraði eftir góðan undirbúning Ziads Jaz- iri. Iker Casillas varði fyrra skot Mnari sem náði síðan frákastinu og skoraði. Ljóst var að breytinga var þörf hjá spænska liðinu og komu þeir Raul og Cesc Fabregas inn á sem varamenn í hálfleik. Það skil- aði sér í 3-1 sigri en Fernando Tor- res, leikmaður Atletico Madrid, skoraði tvö mörk Spánverja og Raul eitt. Biðin eftir jöfnunarmarkinu var löng en það kom ekki fyrr en á 71. mínútu þegar varamaðurinn Raul skoraði en þetta var hans fyrsta mark síðan 19. október þegar hann skoraði í Meistaradeild Evrópu gegn Rosenborg. Þetta var það sem Spánn þurfti á að halda og liðið komst loks í rétta gírinn. Fimm mínútum síðar hafði það náð for- ystunni þegar Torres lék á mark- vörð Túnisa eftir góða sendingu Cesc Fabregas. Síðasta markið kom síðan undir blálokin en þá skoraði Torres úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálf- ur en dómurinn var mjög umdeild- ur. Hann var besti maður vallarins ásamt hinum unga Fabregas en segja má að innkoma hans hafi breytt leiknum fyrir Spánverja sem hafa nú tryggt sér sigur í riðlinum þrátt fyrir að eiga einn leik eftir. Sá leikur er gegn Sádi- Arabíu. Á lokakaflanum náði spænska liðið að sýna sitt rétta and- lit en leikmenn Túnis eru vafalítið svekktir yfir því að ná ekki að minnsta kosti stigi úr leiknum. - egm Spánn vann Túnis 3-1 í H-riðli í gær og tryggði sér þar með sæti áfram: Torres skoraði tvö mörk fyrir Spánverja SKORAÐI TVÖ Fernando Torres skoraði tvö mörk fyrir Spán þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Túnis.NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.