Fréttablaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 42
 20. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR26 29. júní Frumsýning – Uppselt 30. júní – Örfá sæti laus 1. júlí – Uppselt 6. júlí – laus sæti 7. júlí – laus sæti 8. júlí – laus sæti Miðasalan er í síma 568 8000 www.borgarleikhus.is www.minnsirkus.is/footloose Á ÞAKINU menning@frettabladid.is Kl. 16.15 Danski stjarneðlisfræðingurinn Anja Andersen heldur erindi á vegum raunvísindadeildar Há- skóla Íslands undir yfirskriftinni Líf í alheimi. Erindið verður flutt í hátíðarsal skólans og er opinn öllum áhugasömum gestum. ! > Ekki missa af... sumrinu á Árbæjarsafni. Sögu- legir viðburðir og allra handa uppákomur fyrir alla fjölskyld- una. Um helgina opnaði líka forvitnileg sýning um diskó- og pönkárin á Íslandi. Safnið er opið frá 10-17 alla daga. Marteini Lúther og Roald Amundsen í Þjóðminjasafninu. Á þriðju hæðinni er vaxmynda- sýning þar sem kappar þessir eru í góðum félagsskap Napó- leons og Óskars Halldórssonar. söngleiknum Footloose sem verður frumsýndur í Borgarleik- húsinu í júní. Það er kominn tími til að taka fram grifflurnar. Rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir er umsetin af erlendum útgefendum en forlagið Veröld hefur gengið frá samningum um útgáfu á spennusögu hennar, Þriðja tákninu, á tuttugu tungumálum. Bandarískir og breskir útgefendur keppast við að bjóða í bókina auk þess sem þeir hafa fest sér útgáfurétt á næsta verki þrátt fyrir að höfundurinn sé vart farinn að setja stafkrók á blað. Á dögunum kom fyrsta þýðingin út á Spáni. Þriðja táknið kom fyrir síðustu jól og er fyrsta spennusaga Yrsu en hún hefur áður sent frá sér fimm barnabækur, þar á meðal bókina Bíóbörn sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2003 og Við viljum jólin í júlí sem hlaut viðurkenningu IBBY-samtakanna árið 2000. Spennusagan fjallar um rannsókn á morði þýsks sagnfræðinema sem ferðaðist hingað til lands til þess að stunda rann- sóknir á galdrafári í Evrópu en íslenskur lögfræðing- ur vinnur að málinu ásamt þýskum reynslubolta. Í sameiningu reyna þau að komast að því hvernig þessi háskólanemi endaði skelfilega útleikinn og augnalaus í Árnagarði. YRSA SIGURÐARDÓTTIR RITHÖFUNDUR Spennusagan Þriðja táknið slær í gegn á erlendri grund. Keppst um Þriðja táknið Í bókinni Íslandslag: Íslensk-kana- dískar bókmenntir frá 1870 til nútímans má finna safn smásagna, ljóða og sögukafla úr bókmennt- um eftir Vestur-Íslendinga en í rit- inu er leitast við að gefa sannferð- uga mynd af þessum bókmenntaarfi sem að mörgu leyti sker sig frá þeim íslensku bókmenntum sem skrifaðar hafa verið á Íslandi. Þar eru birt sýnishorn af verk- um sem íslenskir eða íslenskætt- aðir höfundar skrifuðu bæði á íslensku og ensku. Sum verkanna hafa birst áður, til dæmis í safnrit- unum Vestan um haf sem kom út árið 1930, og hefti tímaritsins Jón á Bægisá – Tímarit þýðenda árið 1997, en þau rit eru bæði löngu uppseld. Meðal höfunda efnis bók- arinnar eru Júlíana Jónsdóttir, Káinn, Stephan G. Stephansson, Undína, William D. Valgardson og Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. Ritstjóri Íslandslags er Garðar Baldvinsson en hann ritar jafn- framt formála bókarinnar þar sem verkin eru kynnt og sett í bók- menntasögulegt samhengi. Garð- ar er einn helsti sérfræðingur Íslands í íslensk-kanadískum bók- menntum og hefur unnið að riti þessu í nokkur ár en hann starfar sem fræðimaður, þýðandi og útgefandi. Aukinheldur hefur hann sent frá sér fimm ljóðabæk- ur en sú nýjasta, Höfðaborg, kom út á síðasta ári. Um þessar mundir ferðast hann um söguslóðir Íslendinga í Vestur- heimi. Hann mun ferðast til Manitoba í Kanada og Norður- Dakota í Bandaríkjunum þar sem hann mun kynna bókina fyrir áhugasömum lesendum, íslensk- um innflytjendum og afkomend- um þeirra. - khh Safnrit um sögulegan bókmenntaarf GARÐAR BALDVINSSON RITSTJÓRI Gefur út yfirgripsmikið safnrit um íslensk-kanadískar bókmenntir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Árlegir sólstöðutónleikar Páls Óskars og Moniku verða haldnir á Café Flóru í Grasagarðinum í Laugardal annað kvöld. Síðast bættist þeim vængjaður liðsauki svo gestir mega búast við töfrandi stemningu og himneskri tónlist. Þetta er í fimmta sinn sem Páll Óskar syngur með Moniku á sól- stöðutónleikum en hún stóð áður fyrir hörputónleikum af þessu til- efni. „Þetta hefur mælst mjög vel fyrir og við höfum ákveðið að halda þessu áfram. Við höldum alltaf tónleikana á þessum degi, lengsta degi ársins. Stemningin getur verið alveg ólýsanleg, við spilum fram yfir miðnætti og tón- leikagestir ganga síðan út í sumar- nóttina,“ segir Páll Óskar. Að hans sögn eru síðustu tón- leikar hreint kostulegir í minning- unni. „Það var alveg grenjandi rigning svo það tók undir í gróður- húsinu. Það varð svo mikill raki að harpan varð fölsk og Monika þurfti að stilla hana svona fimmt- án sinnum. Það var samt allt í lagi því við stoppuðum bara milli laga og gerðum grín að öllu saman. Svo þegar tónleikarnir voru hálfnaðir þá flaug fugl inn í gróðurhúsið og fór að syngja með okkur, hann söng alveg á réttum stöðum og þannig var það þar til tónleikarnir voru búnir. Við sjálf og áheyrend- urnir sprungum úr hlátri,“ útskýr- ir Páll Óskar kíminn. Tónleikarnir hefjast kl. tíu og Páll segist vera búinn að kíkja á spána. „Þetta á að vera hið besta mál en það skiptir samt engu máli hvernig veðrið er – þetta er alltaf jafn yndislegt.“ Á efnisskránni er bæði nýtt og eldra efni eftir íslenska og erlenda höfunda, þar á meðal eftir Hreiðar Inga Þor- steinsson, Burt Bacharach og Magnús Þór. „Við vorum að taka upp glænýtt lag eftir Magnús Þór sem mun koma út á plötu til styrkt- ar MND sjúklingum. Lagið heitir „Lilja“ en það samdi hann við minningarljóð sem Gunnar Dal orti um eiginkonu sína. Þetta er alveg ofsalega fallegt lag og Magn- ús hefur hitt á einhvern streng enn einu sinni – hann er svo slyng- ur lagahöfundur,“ segir söngvar- inn og segir að lagið muni án efa hitta fólk í hjartastað. Páll Óskar útskýrir að ekki sé um neina stórtónleika að ræða og oft komist færri að en vilja á sól- stöðutónleikana. „Því fyrr sem fólk mætir þeim mun meiri séns er að ná góðu sæti.“ Fyrir þá sem ekki komast annað kvöld má benda á að þau munu halda tvenna tón- leika í öðrum huggulegum tón- leikasal, á Menningarnótt, en þá leika þau í Listasafni Einars Jónssonar. kristrun@frettabladid.is Árviss töfrandi stemning PÁLL ÓSKAR OG MONIKA ABENDROTH Leika og syngja á lengsta degi ársins í Grasagarðin- um í Laugardal annað kvöld. ��������������������������������� ����������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� ������������������������������ ������������ �������������� �� ����������� ���������������������������������� ������������������ ������ ������������� ����������������������������������� �������� �������������� ����������������� �������������� ����������������� �������������� ����������������� ������������������������������ �������������� ����������������� www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví k u rv e g u r 6 4 , H a fn a rf jö rð u r. Þ ú ve rð u r b ar a lík a… Alveg brilljant skilnaður Einleikur Eddu Björgvinsdóttur um allt land. Sjallinn Akureyri 22. og 23. júní Miðasala: Penninn Glerártorgi Viðskiptavinir Landsbankans fá 500 króna afslátt af miðaverði 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.