Fréttablaðið - 20.06.2006, Page 42

Fréttablaðið - 20.06.2006, Page 42
 20. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR26 29. júní Frumsýning – Uppselt 30. júní – Örfá sæti laus 1. júlí – Uppselt 6. júlí – laus sæti 7. júlí – laus sæti 8. júlí – laus sæti Miðasalan er í síma 568 8000 www.borgarleikhus.is www.minnsirkus.is/footloose Á ÞAKINU menning@frettabladid.is Kl. 16.15 Danski stjarneðlisfræðingurinn Anja Andersen heldur erindi á vegum raunvísindadeildar Há- skóla Íslands undir yfirskriftinni Líf í alheimi. Erindið verður flutt í hátíðarsal skólans og er opinn öllum áhugasömum gestum. ! > Ekki missa af... sumrinu á Árbæjarsafni. Sögu- legir viðburðir og allra handa uppákomur fyrir alla fjölskyld- una. Um helgina opnaði líka forvitnileg sýning um diskó- og pönkárin á Íslandi. Safnið er opið frá 10-17 alla daga. Marteini Lúther og Roald Amundsen í Þjóðminjasafninu. Á þriðju hæðinni er vaxmynda- sýning þar sem kappar þessir eru í góðum félagsskap Napó- leons og Óskars Halldórssonar. söngleiknum Footloose sem verður frumsýndur í Borgarleik- húsinu í júní. Það er kominn tími til að taka fram grifflurnar. Rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir er umsetin af erlendum útgefendum en forlagið Veröld hefur gengið frá samningum um útgáfu á spennusögu hennar, Þriðja tákninu, á tuttugu tungumálum. Bandarískir og breskir útgefendur keppast við að bjóða í bókina auk þess sem þeir hafa fest sér útgáfurétt á næsta verki þrátt fyrir að höfundurinn sé vart farinn að setja stafkrók á blað. Á dögunum kom fyrsta þýðingin út á Spáni. Þriðja táknið kom fyrir síðustu jól og er fyrsta spennusaga Yrsu en hún hefur áður sent frá sér fimm barnabækur, þar á meðal bókina Bíóbörn sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2003 og Við viljum jólin í júlí sem hlaut viðurkenningu IBBY-samtakanna árið 2000. Spennusagan fjallar um rannsókn á morði þýsks sagnfræðinema sem ferðaðist hingað til lands til þess að stunda rann- sóknir á galdrafári í Evrópu en íslenskur lögfræðing- ur vinnur að málinu ásamt þýskum reynslubolta. Í sameiningu reyna þau að komast að því hvernig þessi háskólanemi endaði skelfilega útleikinn og augnalaus í Árnagarði. YRSA SIGURÐARDÓTTIR RITHÖFUNDUR Spennusagan Þriðja táknið slær í gegn á erlendri grund. Keppst um Þriðja táknið Í bókinni Íslandslag: Íslensk-kana- dískar bókmenntir frá 1870 til nútímans má finna safn smásagna, ljóða og sögukafla úr bókmennt- um eftir Vestur-Íslendinga en í rit- inu er leitast við að gefa sannferð- uga mynd af þessum bókmenntaarfi sem að mörgu leyti sker sig frá þeim íslensku bókmenntum sem skrifaðar hafa verið á Íslandi. Þar eru birt sýnishorn af verk- um sem íslenskir eða íslenskætt- aðir höfundar skrifuðu bæði á íslensku og ensku. Sum verkanna hafa birst áður, til dæmis í safnrit- unum Vestan um haf sem kom út árið 1930, og hefti tímaritsins Jón á Bægisá – Tímarit þýðenda árið 1997, en þau rit eru bæði löngu uppseld. Meðal höfunda efnis bók- arinnar eru Júlíana Jónsdóttir, Káinn, Stephan G. Stephansson, Undína, William D. Valgardson og Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. Ritstjóri Íslandslags er Garðar Baldvinsson en hann ritar jafn- framt formála bókarinnar þar sem verkin eru kynnt og sett í bók- menntasögulegt samhengi. Garð- ar er einn helsti sérfræðingur Íslands í íslensk-kanadískum bók- menntum og hefur unnið að riti þessu í nokkur ár en hann starfar sem fræðimaður, þýðandi og útgefandi. Aukinheldur hefur hann sent frá sér fimm ljóðabæk- ur en sú nýjasta, Höfðaborg, kom út á síðasta ári. Um þessar mundir ferðast hann um söguslóðir Íslendinga í Vestur- heimi. Hann mun ferðast til Manitoba í Kanada og Norður- Dakota í Bandaríkjunum þar sem hann mun kynna bókina fyrir áhugasömum lesendum, íslensk- um innflytjendum og afkomend- um þeirra. - khh Safnrit um sögulegan bókmenntaarf GARÐAR BALDVINSSON RITSTJÓRI Gefur út yfirgripsmikið safnrit um íslensk-kanadískar bókmenntir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Árlegir sólstöðutónleikar Páls Óskars og Moniku verða haldnir á Café Flóru í Grasagarðinum í Laugardal annað kvöld. Síðast bættist þeim vængjaður liðsauki svo gestir mega búast við töfrandi stemningu og himneskri tónlist. Þetta er í fimmta sinn sem Páll Óskar syngur með Moniku á sól- stöðutónleikum en hún stóð áður fyrir hörputónleikum af þessu til- efni. „Þetta hefur mælst mjög vel fyrir og við höfum ákveðið að halda þessu áfram. Við höldum alltaf tónleikana á þessum degi, lengsta degi ársins. Stemningin getur verið alveg ólýsanleg, við spilum fram yfir miðnætti og tón- leikagestir ganga síðan út í sumar- nóttina,“ segir Páll Óskar. Að hans sögn eru síðustu tón- leikar hreint kostulegir í minning- unni. „Það var alveg grenjandi rigning svo það tók undir í gróður- húsinu. Það varð svo mikill raki að harpan varð fölsk og Monika þurfti að stilla hana svona fimmt- án sinnum. Það var samt allt í lagi því við stoppuðum bara milli laga og gerðum grín að öllu saman. Svo þegar tónleikarnir voru hálfnaðir þá flaug fugl inn í gróðurhúsið og fór að syngja með okkur, hann söng alveg á réttum stöðum og þannig var það þar til tónleikarnir voru búnir. Við sjálf og áheyrend- urnir sprungum úr hlátri,“ útskýr- ir Páll Óskar kíminn. Tónleikarnir hefjast kl. tíu og Páll segist vera búinn að kíkja á spána. „Þetta á að vera hið besta mál en það skiptir samt engu máli hvernig veðrið er – þetta er alltaf jafn yndislegt.“ Á efnisskránni er bæði nýtt og eldra efni eftir íslenska og erlenda höfunda, þar á meðal eftir Hreiðar Inga Þor- steinsson, Burt Bacharach og Magnús Þór. „Við vorum að taka upp glænýtt lag eftir Magnús Þór sem mun koma út á plötu til styrkt- ar MND sjúklingum. Lagið heitir „Lilja“ en það samdi hann við minningarljóð sem Gunnar Dal orti um eiginkonu sína. Þetta er alveg ofsalega fallegt lag og Magn- ús hefur hitt á einhvern streng enn einu sinni – hann er svo slyng- ur lagahöfundur,“ segir söngvar- inn og segir að lagið muni án efa hitta fólk í hjartastað. Páll Óskar útskýrir að ekki sé um neina stórtónleika að ræða og oft komist færri að en vilja á sól- stöðutónleikana. „Því fyrr sem fólk mætir þeim mun meiri séns er að ná góðu sæti.“ Fyrir þá sem ekki komast annað kvöld má benda á að þau munu halda tvenna tón- leika í öðrum huggulegum tón- leikasal, á Menningarnótt, en þá leika þau í Listasafni Einars Jónssonar. kristrun@frettabladid.is Árviss töfrandi stemning PÁLL ÓSKAR OG MONIKA ABENDROTH Leika og syngja á lengsta degi ársins í Grasagarðin- um í Laugardal annað kvöld. ��������������������������������� ����������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� ������������������������������ ������������ �������������� �� ����������� ���������������������������������� ������������������ ������ ������������� ����������������������������������� �������� �������������� ����������������� �������������� ����������������� �������������� ����������������� ������������������������������ �������������� ����������������� www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví k u rv e g u r 6 4 , H a fn a rf jö rð u r. Þ ú ve rð u r b ar a lík a… Alveg brilljant skilnaður Einleikur Eddu Björgvinsdóttur um allt land. Sjallinn Akureyri 22. og 23. júní Miðasala: Penninn Glerártorgi Viðskiptavinir Landsbankans fá 500 króna afslátt af miðaverði 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.