Fréttablaðið - 13.07.2006, Síða 4
4 13. júlí 2006 FIMMTUDAGUR
LÖGREGLUMÁL Sautján ára ungl-
ingur var stöðvaður á 125 kíló-
metra hraða í Ártúnsbrekkunni
upp úr klukkan þrjú í gærnótt.
Drengurinn hefur sjálfsagt von-
ast til að eftirliti lögreglunnar
væri áfátt svona seint um kvöld.
Hann má eiga von á hárri sekt í
kjölfarið.
Þá var ökumaður bifhjóls stöðv-
aður á 141 kílómetra hraða á Suð-
urlandsvegi um miðnætti í gær-
kvöldi. Munaði hársbreidd upp á
hraðann að hann hefði verið sviptur
ökuréttindum á staðnum.
Sex ökumenn voru teknir fyrir
ölvunarakstur í Reykjavík síðasta
sólarhringinn. - æþe
Sautján ára ökumaður:
Á ofsahraða í
Ártúnsbrekku
SJÁVARÚTVEGUR
Einar K. Guð-
finnsson sjávar-
útvegsráðherra
hringdi í norska
kollega sinn,
Helgu Pedersen,
og kvartaði undan
því að sjóræn-
ingjaskipi hefði
verið veitt aðstoð
fyrir nokkru.
Vefsíða norska sjávarútvegs-
blaðsins Fiskaren gerði könnun á
því hver skoðun lesenda væri á
kvörtun Einars. Niðurstaðan var
afdráttarlaus. Allir sem tóku þátt í
könnuninni voru sammála sjónar-
miði Einars. - shá
Sjóræningi í Noregi:
Norskir lesend-
ur fylgja Einari
EINAR K. GUÐ-
FINNSSON
MENNTAMÁL Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamála-
ráðherra kynnti í gær niðurstöður
nefndar um eflingu starfsnáms
þar sem meðal annars komu fram
tillögur að því að hefðbundin
aðgreining starfsnáms og bók-
náms í framhaldsskólum yrði
afnumin og að skólum yrði veitt
meira frelsi en áður til að bjóða
margvíslegt nám til stúdents-
prófs. Fulltrúar skóla og atvinnu-
lífs eru misánægðir með niður-
stöðuna.
Þorsteinn Gunnarsson, rektor
Háskólans á Akureyri, segir að
verði hugmyndirnar að veruleika
gæti komið til þess að stúdents-
próf yrði ekki lengur ávísun á að
komast inn í háskólanám.
„Vissulega getur það orðið. Það
virðist vera þannig að framhalds-
skólarnir fái miklu meira svigrúm
til að skipuleggja nám sitt og síðan
munu háskólarnir bara meta það
hvað af þessu námi er eftirsóknar-
vert fyrir þá að fá inn.“ Þorsteinn
er þó jákvæður í garð tillagnanna.
„Háskólanám þarf líka á starfs-
námi að halda í sinni uppbygg-
ingu, þannig að ég held að þetta
geti farið vel saman.“
Jón Már Héðinsson, skóla-
meistari Menntaskólans á Akur-
eyri, er ánægður með niðurstöð-
una. „Ég er mjög ánægður með
það að það eigi að veita skólunum
meira frelsi og að það eigi að hafa
kjarnann tiltölulega einfaldan og
rúman eins og þarna er stungið
upp á.“ Hann segir að afnám
aðgreiningar starfsnáms og bók-
náms sé ekkert nýtt, því það hafi
lengi verið undir skólunum sjálf-
um komið hvort þeir viðurkenni
verknám sem hluta stúdentsprófs.
Í Menntaskólanum á Akureyri
hafi til dæmis áður verið boðið
upp á það að nemendur tækju
hluta af sínu stúdentsprófi í verk-
námi við Verkmenntaskólann á
Akureyri. Það er hvergi í þessum
tillögum heldur minnst á það
hversu langt námið á að vera og
þess vegna er þarna verið að leysa
úr þeim fjötrum sem umræðan
um styttingu náms til stúdents-
prófs er komin í.“
Guðmundur Gunnarsson, for-
maður Rafiðnaðarsambandsins og
formaður menntanefndar ASÍ,
segir að loksins sé stigið skynsam-
legt skref í átt að því að jafna
stöðu starfsnáms og bóknáms.
„Hingað til hafa aðgerðir stjórn-
valda frekar miðast við að gera
hlut starfsmenntunar lægri en
hefur verið með því að leggja
niður starfsbrautir og fleira í þeim
dúr.“
Jóhannes Einarsson, skóla-
meistari Iðnskólans í Hafnarfirði,
er efins um að tillögurnar hafi
mikil áhrif á starfsnám. „Starfs-
námið er og hefur alltaf verið
hornreka og ég efast um að þetta
breyti miklu þar um. Afnám
aðgreiningarinnar er jákvæð í
sjálfu sér en þetta er bara á
pappírum enn sem komið er.“
Kristín Ingólfsdóttir, rektor
Háskóla Íslands, og Guðfinna S.
Bjarnadóttir, rektor Háskólans í
Reykjavík, vildu ekki tjá sig um
málið að svo stöddu þegar blaða-
maður náði tali af þeim í gær.
Hagsmunaráð framhaldsskóla-
nema mun funda um málið í kvöld
og hyggst taka afstöðu að fundin-
um loknum. stigur@frettabladid.is
Segir stúdentsprófið
ekki ávísun á háskólavist
Rektor Háskólans á Akureyri segir að gangi tillögur nefndar um eflingu starfsnáms eftir gæti farið svo að
fólk með stúdentspróf eigi ekki lengur vísan aðgang að háskólanámi. Flestir eru þó sáttir við tillögurnar.
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar eru sam-
mála um það að hugmyndir nefndarinnar
séu góðar en hafa áhyggjur af því að ekki
fáist nægt fjármagn til að framkvæma
þær.
Ágúst Ólafur Ágústsson,
varaformaður Samfylking-
arinnar, segir Samfylking-
una lengi hafa talað fyrir
því að auka vægi starfs-
náms. „Hingað til hefur
það strandað á borði
ríkisstjórnarinnar. Þetta
er í sjálfu sér fagnaðarefni en það þarf
að koma fjármagn með þessum áherslu-
breytingum.“ Hann er hissa á ummælum
ráðherra um að draga þurfi úr miðstýringu
í menntakerfinu. „Þetta er sami ráðherra
og barðist fyrir samræmdu stúdentsprófi,
en hrökklaðist reyndar með það til baka,
og þú finnur varla meiri miðstýringu en
þann óskapnað.“
Katrín Jakobsdóttir, vara-
formaður vinstri grænna,
segir tillögurnar að mestu
samhljóða menntastefnu
vinstri grænna. „Mér líst vel
á þetta. Þetta gæti orðið til
þess að minnka brottfall en hins vegar er
ekki búið að útfæra hvernig á að borga
fyrir þetta.“
Guðjón Arnar Kristjáns-
son, formaður Frjálslyndra,
segir hugmyndirnar áhuga-
verðar. „Ég held að þetta
gæti orðið til góðs að því
leyti að fólk sjái minni
þröskulda við að fara í verk-
nám, vegna þess að það
á greiða leið að stúdentsprófi að náminu
loknu. Þetta er hins vegar dýrt í framkvæmd
og gæti orðið flókið án samstarfs skóla.“
Í SKÓLASTOFUNNI Fulltrúar skóla og atvinnulífs eru misánægðir með tillögur nefndarinnar
þótt enginn sé óánægður. Skólastjóri Iðnskólans í Hafnarfirði er efins um að þær hafi mikil
áhrif á starfsnám. Myndin er úr safni.
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 12.6.2006
Bandaríkjadalur 74,1 74,46
Sterlingspund 136,56 137,22
Evra 94,29 94,81
Dönsk króna 12,639 12,713
Norsk króna 11,849 11,919
Sænsk króna 10,287 10,347
Japanskt jen 0,6447 0,6485
SDR 109,64 110,3
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
130,3226
Gengisvísitala krónunnar
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
MARAÞON
REYKJAVÍKUR
GLITNIS
19. ÁGÚST
GOTT VEÐUR
TIL AÐ BYRJA
AÐ ÆFA!
VERÐTRYGGING Talið er líklegt að
hagnaður viðskiptabankanna
þriggja af verðbótum hafi numið
um 10,5 - 10,9 milljörðum króna á
öðrum ársfjórðungi. Verðbólga
mældist um 3,8 prósent á tíma-
bilinu og hafði mikil áhrif á
afkomu bankanna sem eiga yfir
350 milljarða í verðtryggðum
eignum að frádregnum skuld-
um.
Verðbætur koma inn sem
vaxtatekjur í bækur bankanna.
Verðtryggingajöfnuður Glitnis
banka var jákvæður um 110
milljarða króna í lok fyrsta árs-
fjórðungs og reiknar greiningar-
deild Landsbankans með því að
hagnaður Glitnis af verðbótum á
öðrum árshluta hafi numið
rúmum þremur milljörðum
króna. Þá gerir Landsbankinn
ráð fyrir að hagnaður KB banka
af verðbótum hafi verið sams
konar.
Verðtryggingajöfnuður Lands-
bankans var öllu meiri í lok fyrsta
ársfjórðungs en hinna bankanna,
eða um 150 milljarðar króna. Af
því má ætla að hagnaður bankans
af aukinni verðbólgu hafi numið
rúmum 4,6 milljörðum króna.
Þá er búist við að vaxtatekjur
bankanna hafi aukist verulega
vegna veikingar krónunnar.
- eþa
BANKAR GRÆÐA Á VERÐBÓLGU Hagnaður
stóru bankanna af verðbótum er áætlaður
ellefu milljarðar á öðrum ársfjórðungi.
Viðskiptabankar högnuðust verulega á mikilli verðbólgu á öðrum árshluta:
Verðbætur á ellefta milljarð
KEFLAVÍK Lögreglumenn handtóku tvo
ofbeldisseggi síðdegis í gær.
LÖGREGLUMÁL Tveir ölvaðir menn
voru handteknir við Nýjung við
Hafnargötu í Keflavík í gær eftir
að hafa skemmt bíla og ráðist að
fólki.
Mennirnir, sem eru pólskir,
voru mjög ölvaðir að sögn lög-
reglu og hlýddu ekki fyrirmælum.
Voru þeir fluttir í fangageymslur
þar sem þeir voru látnir sofa úr
sér svo hægt yrði að ræða við þá.
Hvorki fórnarlömb ofbeldisins
né bíleigendurnir höfðu lagt fram
kæru í gærkvöld. - sdg
Ölvunarlæti í Keflavík í gær:
Skemmdu bíla
og slógu fólk