Fréttablaðið - 13.07.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.07.2006, Blaðsíða 24
 13. júlí 2006 FIMMTUDAGUR24 Umsjón: nánar á visir.is Töluverðu munar á afkomuspám viðskipta- bankanna til FL Group, Landsbankans og Straums. Munur gæti falist í mismunandi mati á hlutabréfaeign eða gjaldeyrisstöðu. Greiningardeildir bankanna eru ekki alltaf sammála þegar þær spá fyrir um hagnað félaga í Kauphöll Íslands. Í nýútgefnum afkomuspám fyrir annan árs- fjórðung greinir þær mjög á um hver hagnaður Dagsbrúnar, FL Group, Landsbankans og Straums- Burðaráss verði. Allnokkur munur er á spám bankanna gagnvart FL Group en 3.482 milljónum króna munar á hæsta og lægsta gildi. Þar gerir KB banki ráð fyrir tæplega 1.398 milljóna króna hagnaði, Glitnir reiknar með 721 milljón króna tapi en Landsbankinn með 2.084 milljóna tapi. Haraldur Yngvi Pétursson, sérfræðingur hjá KB banka, telur að frávikin í spánum um afkomu FL Group liggi að stærstum hluta í mismunandi forsendum á því hvernig þróun á gjaldeyrisstöðu FL Group á öðrum ársfjórðungi varð. Hún var jákvæð í erlendri mynt um 93 milljarða króna við loks fyrsta ársfjórðungs. „Þetta er eitthvað sem þeir hafa ekkert tjáð sig um á opinberum vett- vangi.“ Landsbankinn spáir ekki fyrir um sína eigin afkomu en KB banki spáir honum um 7.382 milljóna hagnaði en Glitnir aðeins 2.934 milljónum. Þarna munar 4.448 milljónum króna. KB banki reikn- ar með því að hreinar rekstrar- tekjur LÍ verði 5,5 milljörðum meiri en það sem Glitnir ráðgerir. Þótt allir aðilar spái Straumi tapi á öðrum ársfjórðungi munar nokkru á spánum eða 1.600 millj- ónum króna á hæstu og lægstu spá. Munar þar mestu um hvernig gengistap af hlutabréfaeign er metið. „Með jafnstórt hlutabréfa- safn og Straumur-Burðarás hefur, sem þannig séð liggja ekki nákvæmar upplýsingar fyrir um samsetningu og hreyfingar, er ekki við öðru að búast en að menn meti stöðuna misjafnt,“ segir Davíð Rúdolfsson, sérfræðingur hjá KB banka. Hann á allt eins von á að stjórnendur Straums nýti sér tækifærið og færi niður við- skiptavild er myndaðist við sam- runa Burðaráss og Straums. Þá spáir KB banki því að Dags- brún hagnist um 328 milljónir króna á fjórðungnum en bæði Glitnir og Landsbankinn reikna með sextíu til eitthundrað millj- óna króna tapi. eggert@frettabladid.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.367 -0,42% Fjöldi viðskipta: 271 Velta: 3.137 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 63,00 +0,00% ... Alfesca 4,17 +1,71% ... Atlantic Petroleum 572,00 +0,70% ... Atorka 6,18 +0,49% ... Avion 33,00 +3,13% ... Bakkavör 46,10 +3,13% ... Dagsbrún 5,60 -0,89% ... FL Group 17,00 +0,59% ... ... Glitnir 16,70 +0,60% ... KB banki 730,00 -0,41% ... Landsbankinn 20,10 +1,52% ... Marel 71,00 +1,14% ... Mosaic Fashions 15,50 +0,00% ... Straumur-Burðarás 16,40 +0,61% ... Össur 108,00 -0,46% MESTA HÆKKUN Bakkavör 3,13% Avion 3,13% Alfesca 1,71% MESTA LÆKKUN Dagsbrún 0,89% Össur 0,46% KB banki 0,41% Við höldum með þér! Frábær ferðaleikur fyrir alla fjölskylduna Komdu v ið á næs tu Olís-s töð og fáðu stimpil í Ævintýr akortið – og æv intýragl aðning í leiðinni . Vertu m eð í allt sumar! STRAUMI SPÁÐ TAPI Greiningardeildir eru ósammála um hvert tap félagsins verði á öðrum ársfjórðungi. Ósamstíga í spánum CA IB Securities mælir með kaup- um á hlutabréfum í pólska fjar- skiptafyrirtækinu Netia. Býst verðbréfafyrirtækið við því að Novator, sem er að stærstum hluta í eigu Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, auki hlut sinn á næstu tólf mánuðum en hlutur Novators í Netia fór upp í 23 prósent í jan- úar. Novator hefur lýst yfir áhuga sínum að auka hlut sinn í pólska símafélaginu í þriðjungshlut. CA IB setur verðmiðann 5,05 zloty á hvern hlut í Netia en síð- asta gengi félagsins var 4,75. - eþa Mæla með bréfum í Netia Úr lauginni á leikinn Forkólfar íslensks viðskiptalífs dvöldu í Berlín um síðustu helgi og horfðu á úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Frítt föruneyti KB banka kom snemma og kíkti út á lífið daginn fyrir stórleik- inn. Símamenn dvöldu sömuleiðis yfir helgina. Bjarni Ármannsson, bankastjóri Glitnis, mátti þó ekki vera að nein- um léttúðugum leikaraskap heldur flaug út á leikdag. Bjarni brá hvergi út af hinni hefðbundnu sunnudagsrútínu; tók góðan skokkhring um morguninn og skellti sér síðan í heitu pottana í nýuppgerðri Seltjarnarnes- laug. Bjarni var þó ekki lengi í paradís því sundlaugarvörð- urinn kom fljótlega og tilkynnti honum að fluginu til Berlínar hefði verið flýtt. Bjarni dreif sig þá upp úr en ekki fylgdi sögunni hvort sundlaugarvörðurinn keyrði hann á flugvöllinn. Þrjár vaxtagreinar Titringur er í atvinnulífinu yfir stýrivöxtum Seðlabankans. Ljóst er að bankinn þarf að gæta að hverju skrefi nú, enda ekkert grín að stýra fyrirtækjum í slíku árferði. Í fjármála- heiminum er haft í flimtingum að aðeins þrjár atvinnugreinar þoli það vaxtastig sem nú ríki í landinu. Þetta eru vændi, fíkniefnasala og fjárhættuspil. Alþjóðavæðingin hefur gert það að verkum að sérhæfing þjóða hefur aukist, en það er tæplega stemmning fyrir því að þessar þrjár atvinnugreinar verði framtíðar framlag íslendinga til alþjóðaviðskiptanna. Peningaskápurinn... ÓLÍKAR SPÁR GREININGARDEILDA Á ÖÐRUM ÁRSFJÓRÐUNGI (Í milljónum kr.) Glitnir KB Lands- Meðal- banki bankinn tal Dagsbrún -101 328 -60 56 FL Group -721 1.398 -2.084 -469 Landsbanki 2.934 7.382 0 5.158 Straumur -1.435 -3.100 -2.197 -2.244 MARKAÐSPUNKTAR... Landsvirkjun hefur nánast lokið fjármögnun ársins 2006 með útgáfu skuldabréfs til tuttugu ára fyrir 150 milljónir evra sem samsvarar um 14,4 milljörðum króna. Franski bankinn IXIS hafði umsjón með útgáfunni og fjárfest- irinn er erlendur. Í júní voru 44.720 skráðir atvinnuleysis- dagar á landinu öllu. Það jafngildir því að 2.029 manns hafi verið á atvinnu- leysisskrá að meðaltali í mánuðinum eða 1,3 prósent af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Útlán Íbúðalánasjóðs námu 4,3 milljörðum í síðasta mánuði. Hlutdeild Íbúðalánasjóðs í nýjum lánum hefur aukist eftir að bankarnir hækkuðu vexti á íbúðalánum umfram vexti sjóðsins, hertu á útlánareglum og lækkuðu við- miðanir varðandi hámarksveðhlutföll. Erlendar fjárfestingar Íslendinga námu 439 milljörðum króna í fyrra og hafa aldrei verið meiri. Fjár- festingin ríflega tvöfaldaðist frá árinu áður og hefur fimmtánfald- ast frá árinu 2003. Fram kemur á vef greiningar- deildar Glitnis að þessar miklu beinu fjárfestingar Íslendinga erlendis skýrist að mestu leyti af sókn íslenskra fjármálafyrirtækja inn á erlenda markaði. Á síðasta ári hafi verið mikið um stórar fjárfestingar, til að mynda kaup Kaupþings á Singer & Friedlander banka og Bakkavarar á Geest. Þá hafi Actavis verið umsvifamikið. Ísland var í fyrra í sextánda sæti á lista OECD yfir beinar fjár- festingar erlendis, ofar en til að mynda Finnar og Norðmenn. Þykir það tíðindum sæta í ljósi þess að Ísland er langminnsta OECD- ríkið. - jsk Metfjárfestingar erlendis Fjárfestingar Íslendinga erlendis hafa fimmtánfald- ast á þremur árum. KAUP HANDSÖLUÐ Alls námu fjárfestingar Íslendinga erlendis 439 milljörðum árið 2005. Sadakazu Tanigaki, fjármálaráð- herra Japans, sagði í dag litla sem enga þörf á því að hækka stýri- vexti seðlabanka landsins. Stýri- vextir í Japan hafa staðið í núll prósentum í sex ár og hefur lengi verið spáð um hugsanlega hækk- un þeirra. Tanigaki sagði ennfremur að seðlabankinn ætti að slá á spár manna um hækkun stýrivaxta og gefa skýrar í skyn hvað bankinn ætli að gera og hvort hann hyggist gera breytingar á vaxtastefnu sinni. Fjármálasérfræðingar spá því að seðlabanki Japans tilkynni um 25 punkta stýrivaxtahækkun á föstudag. - jab Engin þörf á hærri vöxtum SADAKAZU TANIGAKI Fjármálaráðherra Jap- ans segir enga þörf á að hækka stýrivexti í landinu. MYND/AFP Gulleign Seðlabanka Íslands nam þremur milljörðum króna þann 30. júní samkvæmt efnahagsyfir- liti sem bankinn hefur sent frá sér. Frá áramótum hefur virði gullsins hækkað um 940 milljónir króna. Um síðustu áramót átti Seðla- bankinn 64.179 únsur af gulli og stóð gullverð í 513 dölum á únsu í lok árs. Gullverð hefur hækkað ríflega á árinu eða yfir fimmtung. Gullið er varðveitt í Englands- banka og er heimilt að leigja það út gegn tekjum í gulli. - eþa Þrír milljarðar króna í gulli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.