Fréttablaðið - 13.07.2006, Side 28
13. júlí 2006 FIMMTUDAGUR28
og fólk
? Vissir þú?Að hin 14 vetra Vigdís frá Feti hefur
verið eigendum sínum notadrjúg?
Hún á átta skráð afkvæmi og af
þeim eru þrjú komin með fyrstu
einkunn. Nú síðast hlaut sonur henn-
ar Vilmundur frá Feti hæstu einkunn
í flokki fimm vetra stóðhesta með
8,56 í aðaleinkunn.
www.worldfengur.com
Anna Fjóla Gísladóttir ljós-
myndari hefur tekið myndir
af hestum frá því hún man
eftir sér. Hún hefur nú tekið
saman það besta úr safni
sínu og gefið út bókina
Hestur guðanna.
„Þetta er bara árátta,“ segir
Anna Fjóla um ástæður þess að
hún tekur myndir af hestum. „Ég
starfa sem ljósmyndari og hesta-
mennskan er áhugamálið þannig
að svona sameina ég þetta tvennt,“
útskýrir Anna Fjóla, sem valdi
nafnið á bókina eftir lestur bókar-
innar Faxi eftir Brodda Jóhannes-
son. Þá hafði hún einnig kynnt sér
Hávamál og gamla speki en þar er
oft minnst á hesta.
Anna Fjóla segir það allt öðru-
vísi að taka myndir af hestum en
fólki eða landslagi. „Það er miklu
meira ögrandi,“ segir Anna Fjóla
og líkir því við veiði í laxveiðiá.
„Þetta er eins og spennan yfir því
hvort áin gefi eða ekki. Maður
kemur kannski að stóði í fallegu
landslagi og stóðið rýkur í burtu,
kemur allt of nálægt manni eða
maður þarf að ligga og bíða.
Maður stillir hestum ekki upp
heldur þarf að vera tilbúinn,“
segir Anna Fjóla sem finnst þó
mun auðveldara að taka myndir
á sumrin þegar birtu nýtur og
hrossin með fallegan, snöggan
feld.
Hesti guðanna er skipt í fimm
kafla. Þann fyrsta prýða stemn-
ingsmyndir af hestum. Annar
kaflinn heitir Gangur lífsins þar
sem folöld, stóðhestar og merar
skipa stóran þátt. Þriðji kaflinn
fjallar um hestinn og landið þar
sem lögð er áhersla á ferðalög
sem eru stór hluti íslenskrar hest-
mennsku. Göngur og réttir nefnist
fjórði kaflinn. Þar má sjá hestinn í
sínu gamla hlutverki sem þarfasti
þjónn bænda enda hentar hann vel
til ferðalaga um erfið landsvæði.
Lokakaflinn heitir Hesturinn og
mannlífið. Anna Fjóla segist hafa
í lengstu lög reynt að forðast að
sýna myndir af einstökum hest-
um í keppni heldur vildi halda
bókinni almennri.
Eftir vinnslu og útgáfu bók-
arinnar fann Anna Fjóla fyrir
nokkrum tómleika og hafði enga
löngun til að taka myndir af hest-
um og var farin að hafa áhyggjur
af því að þörfin væri horfin.
„En síðan fór ég á Landsmót
hestamanna og sá flottan regn-
boga og stúlku á hvítum hesti. Ég
náði mynd af henni þar sem hún
reið á móti mér með regnbog-
ann yfir sér og það var rosalega
góð tilfinning að finna að ég var
komin í gang á ný,“ segir Anna
Fjóla sem mun líklega taka ófáa
hestamyndina í framtíðinni.
solveig@frettabladid.is
Í fylgd guðlegra hesta
YFIR ÓFÆRUR Íslenski hesturinn er mikið notaður í ferðalögum um hálendið. MYND/ANNA FJÓLA GÍSLADÓTTIR
ALVEG EINS OG MAMMA Hryssa og folald við Langholtspart í Flóa brokka glöð í haganum.
MYND/ANNA FJÓLA GÍSLADÓTTIR
MEÐ BÓKINA GÓÐU Anna Fjóla Gísladóttir
gaf nýlega út ljósmyndabókina Hestur
guðanna og er ánægð með útkomuna.
FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
Annað hvert ár flykkist til Íslands fjöldi útlendinga með það eitt í huga
að sjá og upplifa íslenska hestinn í sínu náttúrulega umhverfi á Lands-
móti hestamanna.
Mæðgurnar Karin Rahbek Jensen og Pernille Rahbek Jensen voru
staddar á Landsmótinu um síðustu helgi ásamt vinkonu þeirra Nönu
Kjer. Jensen fjölskyldan hefur átt íslenska hesta á bóndabæ sínum
nálægt Árhúsum í Jótlandi í um fimmtán ár en áður áttu þau stóra
hesta. „Íslenski hesturinn er betri reiðhestur, hann er geðprúðari og
hefur mikla orku. Þá er heillandi hvað þeir virðast vel tengdir nátt-
úrunni,“ segir Karin, sem hefur áður komið til Íslands en elsta dóttir
hennar stundaði nám í Reykjavík. Þetta er hins vegar fyrsta heimsókn
þeirra mæðgna á Landsmót. „Ég hefði gjarnan viljað taka alla fjöl-
skylduna með en það tókst ekki í þetta sinn,“ segir Karin sem vonast
til að geta látið verða af því síðar. „Ástæðan fyrir því að við erum hér
er auðvitað áhugi okkar á íslenska hestinum, við keppum báðar og
ríðum út okkur til yndisauka auk þess sem við stundum hrossarækt
í litlum mæli. Þess vegna hef ég sérstakan áhuga á að fylgjast með kyn-
bótahrossunum,“ segir Karin og lítur upp til að fylgjast með einum af
fjölmörgum stóðhestum sem verið er að dæma á vellinum.
Þær mæðgur höfðu ekki verið lengi á Landsmóti þegar blaðamaður
náði tali af þeim. Þær voru samt búnar að mynda sér skoðun á því.
„Þetta er yndislegt því umhverfið er ægifagurt, opnunarhátíðin var með
þeim hætti að ég fékk hjartslátt og þar spilaði saman sýningin, náttúr-
an og söngurinn.“
HESTAKONURNAR: KARIN, PERNILLE OG NANA
Fengu hjartslátt á opnunarhátíðinni
GLAÐAR Á LANDSMÓTI Karin og Pernille Rahbek Jensen ásamt vinkonu þeirra
Nönu Kjer.
Íslandsmót fullorðinna verður haldið í hestamannafélag-
inu Gusti í Glaðheimum nú um helgina. Mótið hefst
klukkan tíu á föstudagsmorgni á keppni í 150 og 250
metra skeiði og lýkur klukkan fjögur á sunnudag en
þann dag verða A-úrslit í öllum flokkum. Sjónvarpið
mun senda beint út frá kl. 14.00 til 16.15 á sunnudag.
Íslandsmót barna og unglinga verður síðan haldið í
hestamannafélaginu Sleipni í Hafnarfirði dagana 10.
til 13. ágúst.
■ Íslandsmótið hefst á morgun
Fyrir stuttu kom jarpskjótt meri í heiminn á Lækjamóti
í Húnaþingi vestra. Folaldið er undan Jarlhettu frá
Neðra-Ási og Þristi frá Feti, en hann er jarpskjóttur eins
og afkvæmið. Svo skemmtilega vill til að merin litla er
með tvo hvíta bletti, sinn í hvorri hliðinni. Líktist bletturinn hægra megin Frakklandi
en sá vinstra megin var eins og Ítalía í laginu. Þótti mörgum knattspyrnuáhugamann-
inum þetta skemmtileg tilviljun, en kastið átti sér stað stuttu fyrir úrslitaleik Ítala og
Frakka í HM í fótbolta.
Beðið var með nafngift folaldsins þar til úrslitin voru ljós og verður folaldið prúða að
öllum líkindum nefnt Ítalía.
Á Lækjamóti búa hjónin Þórir Ísólfsson og Elín R. Líndal oddviti. Þórir er eigandi
Ítalíu ásamt Vigdísi Gunnarsdóttir en dóttir Þóris, Sonja Líndal, heldur í móður Ítalíu
á myndunni.
■ Fótboltafolaldið Ítalía
FRAKKLAND
ÍTALÍA
Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma
567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar
MARKISUR
www.markisur.com
VILTU SKJÓL Á
VERÖNDINA?