Fréttablaðið - 13.07.2006, Síða 30

Fréttablaðið - 13.07.2006, Síða 30
 13. júlí 2006 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Mig minnir, þótt þetta sé svolítið óljóst í minni mínu, að dómsmála- ráðherrann hafi staðið þykkju- þungur í ræðustól Alþingis og sagt: Mafía er hún, og mafía skal hún heita. Þetta var einhvern tím- ann á árunum eftir 1970, ég bjó þá í útlöndum og fylgdist með málinu úr fjarlægð. Ráðherrann steig síðan út á tröppur alþingishússins, út fyrir þinghelgi, til þess var leik- urinn gerður, og endurtók ummæl- in: Mafía er hún, og mafía skal hún heita. Hann átti við Vísismafíuna, sem hann nefndi svo, Þorsteinn Pálsson var þá ritstjóri Vísis, ef mig misminnir ekki, og þeir Vísis- menn stefndu ráðherranum, hann var dæmdur fyrir meiðyrði og greiddi sektina, hún var ekki mjög há, án þess að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Þetta var Ólafur Jóhannesson, fyrrum lagaprófess- or og forsætisráðherra. Það er talsverð fyrirhöfn að grafa upp skriflegar heimildir til að sannreyna þessa sögu. Það er þó hægt með því að fara á safn og fletta upp í dagblöðunum frá þess- um tíma. Blöðin frá þessum árum eru ekki tiltæk á vefnum, ekki enn, og þau eru kannski ekki held- ur að öllu leyti óbrigðular heimild- ir um mál sem þetta. Samt hefur Þjóðarbókhlaðan lyft Grettistaki undangengin ár með því að tölvu- taka mikinn fjölda gamalla blaða og tímarita, svo að nú geta menn setið heima hjá sér eða hvar sem er og lesið aldamótablöðin, ég er að tala um aldamótin 1900, og ýmislegt fleira, en ýmis yngri blöð og tímarit vantar enn á vefinn. Það væri einnig hægt að fara í Héraðsdóm Reykjavíkur og biðja menn þar að grafa upp dóminn yfir dómsmálaráðherranum, en einnig það er umtalsverð fyrir- höfn. Og þá er ég kominn að efni þessa máls. Dómar í undirrétti ættu að réttu lagi að vera aðgengi- legir á vefnum eins og dómar Hæstaréttar. Vefsetur Hæstarétt- ar er til fyrirmyndar: þar er án nokkurrar fyrirhafnar hægt að slá upp gengnum dómum mörg ár aftur í tímann. Málverkafölsunar- málið? Dómur Hæstaréttar birtist á skjánum eftir andartak. Dóm- arnir í kvótamálinu? Sama þar: þeir eru á sínum stað. Dómurinn í öryrkjamálinu? Sama saga. Öðru máli gegnir um vefsetur Héraðsdóms Reykjavíkur og ann- arra héraðsdómstóla. Þar eru birt- ir dómar aðeins nokkrar vikur aftur í tímann. Hvernig var hann aftur dómurinn gegn Davíð Odds- syni þáverandi forsætisráðherra? Fékk hann fjársekt eða ekki? (Svar: nei, hann var ekki sektaður, en ummæli hans voru dæmd dauð og ómerk.) Og hvernig var dómur- inn gegn fyrrverandi aðstoðar- manni hans í forsætisráðuneyt- inu? Fékk hann fangelsisdóm eða ekki? (Svar: já, hann fékk auk ann- ars óskilorðsbundinn fangelsis- dóm.) Svörin innan sviga er ekki að finna á vefsetri Héraðsdóms Reykjavíkur, en þar ættu þau að vera. Og hvernig var hann aftur dómurinn yfir bankastarfsmann- inum, sem sveik fé út úr Lands- bankanum á viðreisnarárunum? Hverjir aðrir komu þar við sögu? Þannig gæti ég spurt of daginn, og upplýsingarnar eru sem sagt ekki aðgengilegar á vefsetri Héraðs- dóms Reykjavíkur, enda þótt falln- ir dómar séu opinberir úrskurðir og allir eigi jafnan rétt á að lesa þá. Í réttarríki eiga menn ekki að þurfa að velkjast í vafa um fallna dóma. Lögfræðingar eru sumir þeirr- ar skoðunar, að héraðsdómar hafi yfirleitt takmarkað heimildar- gildi, þar eð mikilvæg lögfræðileg álitamál í undirrétti komi oftast nær til kasta Hæstaréttar, og hæstaréttardómar eru aðgengi- legir á vefnum. Við þessi rök er það að athuga, að sumir héraðs- dómar eru svo skýrir og afdráttar- lausir, að hinir dæmdu sjá sér ekki hag í að áfrýja þeim, eins og til dæmis dómarnir gegn ráðherrun- um tveim, sem nefndir voru að framan. Hitt skiptir einnig máli, að héraðsdómstólar fella stundum vel smíðaða og merka dóma um ýmis mál, sem vert er að halda til haga, hvort sem slíkum dómum er áfrýjað til Hæstaréttar eða ekki. Allir hæstaréttardómar og valdir héraðsdómar í Svíþjóð eru birtir á vefnum, svo að dæmi sé tekið frá nálægu landi. Að öllu samanlögðu sýnist mér því rökrétt að hvetja Héraðsdóm Reykjavíkur og aðra dómstóla til að taka vefsetur Hæstaréttar sér til fyrirmyndar og birta gengna dóma aftur í tímann, helzt marga áratugi. Það kostar ekki mikið með nútímatækni. Það kemur ekki heldur að sök, þótt gagnslitlir dómar fljóti með inn á vefinn, því að nýjar leitarvélar gera það kleift að greina hismið frá kjarnanum á leifturhraða. Birting allra dóma á vefnum myndi greiða fyrir hollri umræðu um ýmis dómsmál frá fyrri tíð og þétta þjóðarsöguna. Mafía skal hún heita Í DAG BIRTING DÓMA ÞORVALDUR GYLFASON Dómar í undirrétti ættu að réttu lagi að vera aðgengileg- ir á vefnum eins og dómar Hæstaréttar. Vefsetur Hæsta- réttar er til fyrirmyndar: þar er án nokkurrar fyrirhafnar hægt að slá upp gengnum dómum mörg ár aftur í tímann. Byrjað heima Nýr borgarstjórnarmeirihluti ætlar að standa við kosningaloforðin og sjást fyrstu merki þess laugardaginn 22. júlí þegar viðamiklu hreinsunarátaki verður ýtt úr vör. Borgin verður hreinsuð og fegruð undir yfirskriftinni: Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík og vonast borgaryfirvöld til að borgarbúar leggi sitt af mörkum og liðsinni borgarstarfs- mönnum við verkefnið. Hreinsa á öll hverfi borgarinnar stig af stigi en byrjað verður á Breiðholtinu. Það kemur kannski ekki á óvart að það ágæta hverfi skyldi verða fyrir valinu enda búa bæði borgarstjóri og formað í Breiðholt- inu. Annar hver hugsi Hálfur þingflokkur Framsóknarflokksins veltir nú fyrir sér framboði til forystu í flokknum. Jónína Bjartmarz, Hjálmar Árnason og Valgerður Sverrisdóttir hafa þegar ákveðið sig og eðli máls samkvæmt eru Halldór Ásgrímsson og Jón Kristjánsson ekki að íhuga framboð. Það gera hins vegar Guðni Ágústsson, Birkir Jón Jónsson, Kristinn H. Gunnars- son, Siv Friðleifsdóttir og Magnús Stefánsson. Eftir standa Dagný Jóns- dóttir og Guðjón Ólafur Jónsson, sem þykja ekki hafa ástæðu til að velta málunum sérstaklega fyrir sér. Vinsælt starf Finnbogi Jónsson, sem nýlega var ráðinn framkvæmdastjóri Nýsköp- unarsjóðs atvinnulífsins, er fjórði framkvæmdastjóri sjóðsins í tæplega níu ára sögu hans. Páll Kr. Pálsson var fyrsti framkvæmdastjóri NSA og gegndi starfinu í eitt og hálft ár. Úlfar Steindórsson tók við af Páli og var framkvæmdastjóri í þrjú og hálft ár. Gunnar Örn Gunnarsson var svo eft- irmaður Úlfars og sat í starfi í tæp þrjú ár. Athyglivert er hve stutt menn staldra við í þessu starfi en ekki síður hve það er vinsælt. Í þau fjögur skipti sem það hefur verið auglýst laust til umsóknar hafa samtals 114 umsókn- ir borist. bjorn@frettabladid.is AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. Svo lengi sem ekki verða einhverjar stórkostlegar náttúru-hamfarir munu fleiri erlendir ferðamenn heimsækja Ísland í ár en samanlagður íbúafjöldi landins. Verður það þá þriðja árið í röð sem íslensk ferðaþjónusta fagnar þeim glæsilega árangri að laða hingað fleiri en 300 þúsund ferðamenn. Full ástæða er til að staldra við og velta fyrir sér hversu mikið þrekvirki þetta er. Til samanburðar dregur ekkert Norðurland- anna að sér viðlíka fjölda miðað við íbúa. Þar er hlutfall árlegs fjölda erlendra gesta yfirleitt í kringum helmingur af lands- mönnum. Og sé miðað við eitt mesta ferðamannaland heims, Frakkland, þá koma þangað á hverju ári um það bil 15 prósent fleiri erlendir gestir en franska þjóðin telur. Allt bendir til þess að í árslok megi bæta 30 prósentum við íbúatölu Íslands þegar ferðamannabókhaldið verður gert upp. Þetta eru ævintýralegar tölur og mikið er í húfi að uppbygging á innviðum ferðaþjónustunnar verði þannig að hún geti annað öllum þessu mikla gesta- gangi. Í nýrri skýrslu um um ferðavenjur erlendra ferðamanna, sem samgönguráðuneytið lét taka saman, kemur fram að ferðamönn- um mun halda áfram að fjölga hratt á næstu árum. Er spáð að með sömu þróun og hefur verið undanfarin ár, megi búast við allt að einni milljón ferðamanna hingað til lands árið 2015. Verð- ur það þá meira en tvöfaldur fjöldi landsmanna miðað við mann- fjöldaspár. Þetta eru ævintýralegar tölur og mikið er í húfi að uppbygg- ing á innviðum ferðaþjónustunnar verði þannig að hún geti annað öllum þessu mikla gestagangi. Ef rýnt er í fyrrnefnda skýrslu virðast þau mál vera í góðu lagi um þessar mundir, og reyndar rúmlega það, því um 20 prósent erlendra ferðamanna hafa komið hingað einu sinni eða oftar, og 80 prósent geta hugs- að sér að koma aftur til landsins. Í viðtali við Ríkisútvarpið í gær benti Magnús Oddsson ferða- málastjóri hins vegar á að ekki væri til nógu mikið af menntuðu fólki í ferðaþjónustunni til að sinna þeim mikla fjölda ferðamanna sem spáð er að heimsæki Ísland á næstu árum. Augljóst er að ekki þolir bið að taka á því vandamáli; eins og allir vita kemur fólk sjaldnast aftur þangað sem ekki er tekið vel á móti því. Annað ekki síður aðkallandi mál er fyrirséður stóraukinn ágangur við náttúruperlur landsins. Náttúran er viðkvæm og mikil og óheft umferð getur haft í för með sér eyðileggingu sem ekki er hægt að bæta. Í skýrslu samgönguráðuneytisins er ekki eytt mörgum orðum í þessa hlið ferðamennskunnar, en þó er bent á að álagið á fjölsóttustu ferðamannastaði landsins sé mikið og að mikilvægt sé að fara eftir ábendingum þolmarkarann- sókna um viðeigandi ráðstafanir og áætlanir um úrbætur. Æski- legt er að ferðamálayfirvöld marki afdráttarlausa stefnu í þeim efnum. SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Ekkert Norðurlandanna dregur að sér viðlíka fjölda ferðamanna og Ísland miðað við höfðatölu. Þrekvirki ferða- þjónustunnar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.