Fréttablaðið - 13.07.2006, Qupperneq 37
Í GARÐINUM HEIMA
HAFSTEINN HAFLIÐASON SKRIFAR UM
ALLAN GRÓÐUR HEIMILANNA
FIMMTUDAGUR 13. júlí 2006 7
Ice-Atlantic ehf.
Sími 893 2666
GÆÐASTÁL
18/10
Grilltíminn framundan
Eldhúshnífar
Steikarasett
24 hlutir
Aðeins kr. 12.000,-
Pöntunarsími 893 2666
Opið alla daga frá kl. 10.00 til 22.00. Sendum í póstkröfu ef óskað er.
Póstburðargjald greiðist af viðtakanda
Aðeins kr. 14.500,-
Hnífaparatöskur
72 hlutir
Gyllt eða stál
Vönduð stálpottasett
Orkusparandi
Þrefaldur botn • 12 hlutir
Kynningarverð
Aðeins kr. 22.000,-
Í nýjum görðum er venjulega lítið um
skjól og jarðvegur er þar að auki frem-
ur hrár og líflaus. Þess vegna þarf að
byrja á því að koma upp einhverjum
gróðri sem er fær um að vaxa upp við
erfiðar aðstæður og þola skjólleysið.
Þá koma víðitegundirnar að góðum
notum. Íslenskir garðyrkjumenn hafa
verið duglegir að leita að og finna
víðitegundir sem henta íslenskum
aðstæðum og í íslensku garðplöntu-
stöðvunum er hægt að velja hátt í
sjötíu mismunandi víðitegundir og
víðiafbrigði frá ýmsum stöðum þar
sem loftslag og vaxtarskilyrði líkjast
því sem hér gerist. Það er samt ekki
svo að skilja að allar þessar tegundir
séu samtímis falar í öllum garðplöntu-
stöðvum á Íslandi. En með dálítilli leit
má samt finna hátt á fimmta tug mis-
munandi víðiklóna á íslenska markað-
inum á hverju sumri. Þetta mikla úrval
víðitegunda á sér enga hliðstæðu
í nágrannalöndum okkar, en skýrir
nokkuð vel við hvaða aðstæður við
eigum að etja hér á landi.
Mikið úrval
En svo sannarlega eigum við þessu
mikla úrvali víðitegunda að þakka
hversu vel okkur gengur að koma
görðunum okkar í rækt og skapa skjól
fyrir okkur sjálf. Með því að planta
hraðsprottnum víðitegundum, hvort
sem það er nú í heimagörðum í
nýjum íbúðahverfum ellegar við sum-
arbústaði úti á víðavangi, flýtum við
fyrir þróuninni og sköpum skilyrði fyrir
mildara „nærveður“ sem okkur er svo
mikils virði í þeim veðrabeljanda sem
annars hefur hér yfirhöndina.
Hér mun ég nefna nokkrar víðitegund-
ir sem segja má að séu nauðsynlegar
hvarvetna sem ætlunin er að skapa
skjól með trjágróðri. En það verður
að hafa í huga að þær eru fyrst og
fremst ætlaðar sem undanfarar sem
síðan verða að víkja þegar annar og
viðkvæmari gróður, hvað vind- og
veðursveiflur varðar, hefur vaxið upp í
skjóli þeirra.
Tröllavíðirinn - þolgóð fóstra
Fyrstan ber að nefna alaskavíði,
einkum þann klón hans sem kallaður
hefur verið „tröllavíðir“ en er líka
seldur undir yrkisheitinu „Gústa“.
Tröllavíðirinn er afar hraðvaxta, fremur
grófgerður og hefur því harla lítið
skrautgildi einn og sér. Kostir hans
eru þeir að hann virðist pluma sig
ágætlega um allt land og standa af
sér allt það álag sem það inniber. Til
að halda honum nettum og þéttum
þarf að klippa hann a.m.k. tvisvar á
sumri og taka burtu um tvo þriðju
af nýjum greinavexti í hvort sinn.
Fyrsta sumarið skal þó aðeins stýfa
hann niður strax eftir gróðursetn-
ingu svo að aðeins standi eftir um
20-30 sentimetra langir sprotar. Þessi
niðurstýfing er sú nauðsynlegasta,
því hún eflir rótarmyndun plantn-
anna og myndar stofninn að þeim
greinum sem síðan eru beinagrindin
í plöntunum. Sprotavöxtur tröllavíðis
getur farið upp í rúman metra á sumri
þar sem vel er að honum búið með
frjórri og jafnrakri mold. Og það er
galdurinn; nefnilega að undirbúa
jarðveginn vel fyrir gróðursetningu,
losa hann í a.m.k. 50 sentimetra dýpt
og um eins metra breiðar ræmur og
helst bæta í hann góðri gróðurmold
og eins miklu af lífrænum áburði
og hægt er að komast yfir. Gamalt
hrossatað, hænsnadrit eða kúamykja,
molta, fiskimjöl eða þvíumlíkt kemur
lífi í moldina og er lykillinn að því að
vel takist til. Við gróðursetningu víðis
ætti ekki að nota tilbúinn áburð, þótt
óhætt sé að bera vel á hann á öðru
vori og síðan alla tíð. Þessi undir-
búningur á við allan trjágróður sem
gróðursetja á í garða eða skjólbelti.
Tröllavíðirinn fer að gefa umtalsvert
skjól á öðru til þriðja sumri og eftir
sjö til tíu ár má fara að fella hann og
fjarlægja til að gefa öðrum og fallegri
trjágróðri, sem hefur fengið að vaxa
upp í skjóli hans, rými og birtu.
Þrjár íslenskar og einn innflytj-
andi
Ef menn setja fyrir sig grófleika og
groddaáferð tröllavíðisins er um aðrar
og nettari tegundir að velja, þótt þær
vaxi kannski ekki alveg eins hratt
á hæðina og séu í þéttari kvarða.
Dökkvíðir og viðja gefa tröllavíðinum
ekkert eftir hvað veðurþolið varðar,
þótt þau fari ekki að skila skjóli fyrr
en svo sem þrem til fjórum árum eftir
gróðursetninguna. Reyndar eru þau
tvö afbrigði sömu tegundar og er viðj-
an norðlægara form. Bæði afbrigðin
eru fullgildir landnemar hér og orðin
býsna áberandi meðfram þjóðvegun-
um hér og hvar um landið.
Enn fíngerðari eru svo hin íslensku
ræktunarform íslenska gulvíðisins,
svo sem brekkuvíðir, strandavíðir og
hreggstaðavíðir. Sá síðastnefndi er
talinn blendingur milli brekkuvíðis
og viðju. Hann er afar harðger og
blaðfallegur víðir sem virðist þrífast
áfallalaust um allt land. Brekkuvíðirinn
var lengi vel vænsti kosturinn þegar
valið var í limgerði. Hann er með
snotru laufi og fallegri greinasetningu,
en hefur þann ókost að á hann vill
sækja bæði maðkur og lús auk þess
sem plantan er kvenkynsklónn sem
fær dálítið sóðalega frærekla, að
því er mörgum finnst, upp úr miðju
sumri. Strandavíðirinn aftur á móti er
karlkynsklónn og þess vegna alveg
laus við slík lýti og er líka lítt næmur
fyrir óværu. Uppruni hans er norður
í Tröllatungu við Steingrímsfjörð,
það segir nokkuð til um hörkuna.
Strandavíðirinn er með gljágrænt,
smágert lauf og þétta greinabyggingu.
Hann hentar vel í limgerði sem og
reyndar allar tegundirnar í þessum
kafla. En það er gott að muna að öll
víðilimgerði vaxa úr sér og gisna með
aldrinum. Sé vel um þau hirt standast
þau fegurðarprófið kannski í tíu til
tólf ár en eftir þann tíma þarf að end-
urnýja þau, ýmist með vægðarlausri
niðurklippingu niður að rót og nýrri
uppbyggingu ellegar að þeim er skipt
út fyrir aðrar tegundir sem þykja betur
eiga við eftir að garðurinn er orðinn
„gróinn“.
Víðitegundirnar - braut-
ryðjendurnir í garðinum
Hreggstaðavíðir er bráðfallegur.
Verslunin Mai Thai á Lauga-
vegi 118 bíður upp á mikið
úrval af taílenskri mat- og
gjafavöru.
Hjónin Linda og Egill hafa í
meira en áratug rekið heild-
söluna Eir við Bíldshöfða sem
sérhæfir sig einnig í taílenskri mat-
og gjafarvöru en það var ekki fyrr
en á síðasta ári sem þau ákváðu að
opna verslunina Mai Thai.
Í versluninni eru fallegir
taílenskir munir sem þau flytja
sjálf inn til landsins. Fréttablaðið
kíkti við og mynduðaði nokkra
fallega muni í versluninni.
Taílenskir munir
í Mai Thai
Taílensk dýna sem hægt er að fá
í nokkrum stærðum og gerðum.
Verð frá 3.990 krónum.
Glæsileg gyllt súpuskál.
Falleg gjafavara úr Mai Thai.
Mikið úrval af fallegum áklæðum á
kodda er að finna í búðinni. Verðið er á
bilinu 1.500-1.700 krónur.
Þessi lampi lítur út
eins og taílenskt hof.
Gylltur tebolli með undir-
skál og loki yfir.
Nokkrar gerðir glæsi-
legra postulínsvasa er
að finna í versluninni.